Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 41 Morgunbladid/Bjarni Tryggvi Fálsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- banka fslands. vaxta. Athyglisvert er, að jákvæð- um raunvöxtum er mótmælt af meiri ákafa en neikvæðum raun- vöxtum á sínum tíma. Það heyrist ekki mikið í sparifjáreigendum. Þeir hafa ekki myndað hagsmuna- samtök, sem láta til sín taka held- ur svara meðlæti sem mótlæti með því að færa til sparifé sitt. Aftur á móti heyrist meira í lán- takendum, svo sem fyrirtækjum og húsbyggjendum, sem beita meiri stjórnmálalegum þrýstingi. Ef litið er til vaxta í helstu viðskiptalöndum okkar að undan- förnu, þá kemur í ljós, að raun- vextir útlána í bönkum hafa víða verið hærri en hérlendis. Sérstak- lega á það við um lán til annarra en traustustu viðskiptavina og ýmis neyslulán. Einnig vill gleymast að vaxta- gjöld og verðbætur eru í mörgum tilvikum frádráttarbær til tekju- skatts. Vaxtabyrði lána, sem tekin hafa verið til öflunar íbúðarhús- næðis og njóta skattfrádráttar, hefur að undanförnu verið fyrir neðan verðbólgustig. Svo framar- lega sem húseignin hefur hækkað til jafns við verðlag hefur lántak- andinn haft hag af lántökunni. Þetta á auðvitað ekki við um neyslulán enda er ekki eðlilegt að niðurgreiða þau sérstaklega með skattfríðindum. t þessari umræðu hefur of sjaldan verið spurt: Hverjir hagnast á neikvæðum raunvöxtum og hvaða áhrif hafa slíkir vextir á fjárfestingu og neyslu?" — Hver telur þú að verði þróunin á næstunni, í kjölfar kjarasamninga og gengisfellingar? „Framundan er hröð hækkun verðlags á næstu 3—4 mánuðum en síðan mun draga úr verðbólgu á ný. Ef vextir verða ekki hækkaðir þá er hætt við auknum útláns- þrýstingi og minni hvata til sparnaðar. Sparifjáreigendur fylgjast betur með en áður var og eru snöggir til viðbragða. Þeir eiga einnig fleiri kosta völ. Ríkis- sjóður býður t.d. upp á spariskír- teini og ríkisvíxla og verðbréfa- markaðirnir virðast óbundnir af opinberum vaxtaákvörðunum. At- hyglisvert er einnig hversu mikill hluti allra innistæðna er óbund- inn, eða um 65%. Ef ekki er boðið upp á viðunandi sparnaðarkjör, munu einstaklingar og fyrirtæki sjá sér hag í því að losa fé sitt og ráðstafa því í neyslu eða fjárfest- ingu. Við það eykst innflutningur og erlend lántaka." Rétt að hækka vextina — Telur þú rétt að hækka vextina samhliða aukinni verðbólgu? „Já, ég tel það rétt því annars er hætta á að það verði enn meiri þensla en annars hefði orðið. Að nokkrum mánuðum liðnum benda spár til að vextir geti lækkað á ný. Nýgerðir kjarasamningar voru vissulega áfall í baráttunni gegn verðbólgunni og við það varð fjar- lægara markmiðið, sem áður var farið að hilla undir, að unnt væri að ná jafnvægi á peningamarkað- inum. Ég tel að viðskiptabankarn- ir muni ekki sjálfviljugir kalla fram neikvæða vexti fyrir spari- fjáreigendur, en spurningin er hvort bankarnir fá að ráða þessu.“ — Hafa vaxtahækkanirnar leitt til aukins sparnaðar? „Grundvöllur sparnaðar er ráð- stöfunartekjur. Þegar tekjur fara lækkandi og skattbyrðin eykst, er hratta á minnkandi sparnaði. Hækkun raunvaxta á þessu ári hefur hamlað gegn því að minnk- andi tekjur í þjóðfélaginu komi fram í minni sparnaði. Ef sparn- aður fær ekki að myndast í inn- lendum lánastofnunum og i at- vinnurekstrinum þá erum við að kalla á enn meiri erlendar lántök- ur og ógna efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að auka innlendan sparnað til að fjármagna þær fjárfestingar sem við teljum nauð- synlegar svo að ekki þurfi að nota erlendan sparnað f þessu skyni. Að öðrum kosti verður íslenska krónan úr leik,“ sagði Tryggvi Pálsson. MorgunbladiA/Júlíus Sif Aðils, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International, Bern- harður Guðmundsson, Margrét Heinreksdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Björn Þ. Guðmundsson. Hjördís er formaður íslandsdeildarinnar, en þau Margrét, Bernharður og Björn hafa einnig gegnt formennsku. hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1977 og þess má geta, að fyrir sinn hluta af verðlaunafénu keypti ís- landsdeildin sér ritvél, sem hefur komið að góðum notum. Hátíðarfundur íslandsdeildar- innar i tilefni af 10 ára afmælinu verður haldinn á Hótel Borg á sunnudag og hefst kl. 17. Fundur- inn hefst með ávarpi Björns Þ. Guðmundssonar og síðan flytja Camilla Söderberg og Snorri ö. Snorrason samleik á blokkflautu og lútu. Hjördís Hákonardóttir flytur erindi um Amnesty og yfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Hallmar Sigurðsson og Borgar Garðarsson, leikarar, lesa úr verkinu Petro og kafteinninn eftir Mario Benedetti og Þórhallur Birgisson og Kathleen Bearden leika sarnan á fiðlur. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur erindi og hátíðarfundinum lýkur með sam- leik þeirra Guðrúnar S. Birgisdótt- ur og Martial Nardeau á flautur. Fundinum stýrir Margrét Hein- reksdóttir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Verður skipting Kýpur varanleg? ÞRIÐJU lotu viðræðna um framtíð Kýpur er lokið í New York, rúmu ári skipting Kýpur sé eina lausnin og eftir að Kýpur-Tyrkir lýstu einhliða yfir sjálfstæði. hafa sagt að þær árangurslausu Nokkur svartsýni ríkti áður en síðasta lota viðræðnanna hófst, en Kýp- viðræður, sem hafa farið fram, ur-Grikkir virðast hafa samþykkt verulegar tilslakanir og viðræðunum sýni það. Hátiðahöldin á eins árs verður haldið áfram. afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar Grískir nemendur á Kýpur mótmæla sjálfstæðisyfirlýsingu Kýpur-Tyrkja. Bárai occupiad by Turl Cypriots undar tha pn ttction of Turklsh tro< □ Arta occupitd by Tvær fyrri lotur viðræðnanna fóru fram i september og október og báru engan sýnilegan árangur. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja, Rauf Denktash, og Spyros Kypri- anou Kýpurforseti, leiðtogi Kýpur-Grikkja, hafa ekki fengizt til að eiga fund með sér og við- ræðurnar hafa farið fram fyrir milligöngu aðalframkvæmda- stjóra SÞ, Javier Perez de Cuell- ar. Skömmu eftir að Tyrkir minnt- ust afmælis sjálfstæðisyfirlýs- ingarinnar sagði Kyprianou að hann „gæti ekki verið bjartsýnn með hliðsjón af niðurstöðunum úr tveimur fyrstu lotum viðræðn- anna“. Flest grísk blöð á Kýpur tóku streng og töldu að Kýpur- málið mundi fljótt gleymast á ný og hverfa í skugga mikilvægari alþjóðamála, en nú er komið ann- að hljóð í strokkinn. Um leið vinna Kýpur-Tyrkir ötullega að því að efla hið nýja ríki sitt með ríflegri aðstoð frá Tyrklandi. Unnið er að því að reisa nýjar verksmiðjur og yfir stendur gerð nýs flugvallar, sem mun kosta 400 millj. punda og á að tryggja aukna loftflutninga frá Tyrklandi. Töluverðrar óánægju gætir þó í hinum tyrkn- eska hluta Kýpur og þar er 40—50% verðbólga. Kyprianou og aðrir Kýpur- Grikkir telja að nýi flugvöllurinn, sem er í Lefoniko, eigi að vera bækistöð sérþjálfaðs herliðs, sem Bandaríkjamenn eru að koma á fót til aö beita í Miðausturlönd- um ef með þarf (RDF). Þeir telja enn fremur að flugvallargerðin sýni að Tyrkir vilji ekki semja um sameiningu og að stjórn Reagans forseta ætli ekki að fá hana til þess. Bandaríkjamenn hafa leitað að bækistöð fyrir RDF síðan Hus- sein konungur neitaði að sam- þykkja slíka bækistöð i Jórdaníu. Stjórnin í Ankara hefur neitað að bjóða Bandaríkjamönnum að- stöðu I Tyrklandi, þar sem hún reynir að bæta sambúð sina við Arabaríkin og þeim er ekkert um RDF gefið. Lefoniko væri því hentug lausn. Bandarískir og tyrkneskir embættismenn neita þessum full- yrðingum, en grunsemdirnar hafa aukizt við það að unnið er að framkvæmdunum af miklum hraða, gífurlega miklu bygg- ingarefni hefur verið skipað á land í Famagusta og almenningi hefur verið bannaður aðgangur að svæðinu þar sem flugvallar- gerðin fer fram. Grikkir á Kýpur eru beiskir I garð Bandaríkjamanna, þvf að þeir telja að þeir einir geti beitt Tyrki þrýstingi og geri það ekki. Gremja ríkir einnig i garð Breta, þar sem þeir virði ekki bann Evr- ópubandalagsins við innflutningi frá norðurhlutanum. Flestir Kýpur-Grikkir telja að þeir geti ekkert gert nema Tyrkir verði beittir utanaðkomandi þrýstingi. Sumir telja þó að leggja verði áherzlu á að sannfæra Kýpur- Tyrki um að þeir gætu lifað betra lífi ef eyjan yrði sameinuð. Kýpur-Grikkir telja að kostn- aður Tyrkja af hernámsliði Kortið sýnir skiptingu Kýpur. þeirra á Kýpur nemi um 160 milljónum punda á ári og önnur aðstoð þeirra við Kýpur-Tyrki hefur numið um 30 milljónum punda. Um 20.000 tyrkneskir her- menn búnir 100 skriðdrekum og nokkrum þyrlum eru enn á Norður-Kýpur. Kýpur-Tyrkir segja að þessi mikli viðbúnaður sé nauðsynleg- ur vegna hergagnakaupa Kýpur- Grikkja á Vesturlöndum. Þeir munu fá 80 brynvagna frá Frakklandi auk léttra vopna og eru sagðir hafa áhuga á að fá Ex- ocet-flugskeyti og þyrlur. Kýp- ur-Grikkir hafa stundum krafizt þess að herlið verði sent til eyj- unnar frá Grikklandi til að efla varnir suðurhlutans. Denktash hefur varað við því að það geti haft styrjöld í för með sér. 1 sumar fór Denktash til Ank- ara i fyrstu opinberu heimsókn sína sem þjóðhöfðingi lýðveldis Kýpur-Tyrkja. Heimsóknin átti að sýna þann eindregna ásetning Tyrkja að styðja stjórn Denktash þrátt fyrir þrýsting Bandaríkj- anna og SÞ, sem höfðu vonað að stjórnin í Ankara mundi fjar- lægjast hið nýja ríki Kýpur- Tyrkja. Kýpurmálið hefur valdið Tyrkjum vaxandi erfiðleikum. Þeir verða að stunda erfiða jafn- vægislist: styðja Denktash án þess að styggja Bandarfkjamenn. Nokkru áður höfðu Tyrkir og lýðveldi Kýpur-Tyrkja formlega skipzt á sendiherrum f fyrsta skipti. Kyprianou svaraði með þvf að krefjast fundar f öryggisráð- inu og sagði að þessi viðurkenn- ing Tyrkja á lýðveldi Kýpur- Tyrkja væri „ögrandi og gerræð- isleg*. En Tyrkir kváðu þetta að- eins rökrétta afleiðingu sjálf- stæðisyflrlýsingar Kýpur-Tyrkja. Jafnframt ftrekaði Denktash að ekki kæmi til mála að Kýpur- Tyrkir drægju sjálfstæðisyfirlýs- inguna til baka. Flestir Kýpur-Tyrkir telja að þeirra sýndu að þeir hyggjast ekki leggja niður rfki sitt fyrr en Grikkir viðurkenna fullt jafnrétti Grikkja og Tyrkja. Kýpur-Grikkir munu hafa sætt sig við hugmyndina um sam- bandsrfki, en uppi er töluverður ágreiningur um eðli þess og um mörkin milli þeirra. Kýpur- Tyrkir eru fúsir að láta af hendi miðborg Famagusta, Varosha, sem Kýpur-Grikkir yfirgáfu, og sex önnur landamærasvæði, en Grikkjum finnst það ekki nóg. Utanríkisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lagði til f vor aö Tyrkir yrðu sviptir 215 millj. dollara hernaðaraðstoð, ef Var- osha yrði ekki látin af hendi. Var- osha hefur lengi verið peð f áróö- ursstríði þjóðarbrotanna. Samkvæmt hugmyndum de Cuellar á Kýpur að vera sam- bandsríki tveggja sjálfstjórnar- héraða. Hann hefur lagt fram til- lögu um þing f tveimur deildum: neðri deild skipaða 70 Grikkjum og 30 Tyrkjum og efri deild, þar sem Grikkir og Tyrkir hafí jafn- marga fulltrúa. Rætt er um ákvæði til að koma í veg fyrir að meirihlutinn felli frumvörp tyrkneska minnihlutans, en engin lausn hefur fundizt. Kýpur-Grikkir segja að við- ræðurnar hafi enn ekki borið ár- angur vegna kröfu Denktash um að Kýpur-Tyrkir fái neitunarvald f stjórn eyjunnar. Kýpur-Tyrkir segja hins vegar að Kýpur- Grikkir reyni að eyöileggja við- ræðurnar með áróðursherferð, þar sem Kyprianou sé ekki nógu traustur í sessi.“ Ekki er talið óhugsandi Kypri- anou og Denktash hittist á fundi til þess að gera út um ágrein- ingsmálin, ef sannað þykir aö grundvöllur sé fyrir samkomu- lagi. En Grikkir óttast að slfkur fundur yrði fyrsta skrefíð í átt til viðurkenningar á kröfu Tyrkja um sjálfstætt ríki og jafnrétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.