Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 AUGLÝSIR KULDAÚLPUR M/HETTU LÓÐFÓDRAOIR FYRIR DÖMUR OG HERRA KAPPKLÆÐNAÐUR MARGAR GERÐIR MITTISULPUR ÚR ULLAREFNI ULLARPEYSUR ÍSL. ULLARNÆRFÖT FERÐAPOKAR MISLITIR STIL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI • REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR • HESSIAN-STRIGI ÞÉTTUR OG GISINN • SMÁKEÐJUR BRÚNAR OG GULLLITAR, MARGAR GERÐIR OG STÆRÐIR • BÓMULLARGARN HVÍTT NÆLON GARN HVÍTT OG GRÁTT MARGIR SVERLEIKAR • MÁLBÖND LOKUD 2, 3, 4, 10, 20 MTR. MÁLBÖND Á GAFFLI 20, 30, 50 MTR. HALLAMÁL „STABILA“ MARGAR LENGDIR • SKRÚFUSTYKKI MARGAR STÆRÐIR MJÖG GOTT VERÐ STJÖRNULYKLAR TOPPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL ÞJALIR MIKIÐ ÚRVAL TRÉRASPAR ÞJALABURST AR VERKFÆRAKASSAR SÍMI 28855 Opið laugardag 9—6 Trúhneigð þjóð, en... — eftir Sigurbjörn Þorkelsson íslendingar virðast trúhneigð þjóð samkvæmt könnun sem gerð var nýlega og hefur verið á allra vörum undanfarið. íslendingar segjast trúa á Guð eða eitthvert yfirnáttúrulegt heimsafl. En at- hyglisvert var að aðeins 11% sögð- ust trúa að Jesús Kristur sonur Guðs væri frelsari þessa heims, og því sjálfsagt enn færri sem hafa tekið við honum sem persónu- legum frelsara sínum. Alvarleg niðurstaða Menn segjast trúa á Guð en vilja ekki þiggja leiðina til hans, sem hann sjálfur hefur boðið okkur. Samkvæmt Guðs orði er Jesús Kristur eina leið okkar til Guðs. Við kristnir menn og jafnvel fleiri trúum því að Guð hafi skap- að heiminn og allt sem í honum er. Hann setti okkur reglur (boðorð) sem við áttum að fara eftir, en okkur tókst það bara ekki, svo við urðum viðskila við Guð. Allt í lagi, Guð skapaði okkur og vildi hafa samfélag við okkur, en við höfðum ekki áhuga á honum eða gátuum ekki fylgt þeim reglum sem hann setti okkur. Hvað var til bragðs að taka? GuÖ elskaöi okkur Guð elskaði okkur sköpun sína og vildi auðvelda okkur að ná til sín, svo hann sendi son sinn Jesúm Krist í heiminn til að taka á sig það sem við höfðum brotið af okkur. En við (allt mannkynið, fyrr og síðar) tókum Jesúm og deyddum hann þ.e.a.s. krossfest- um hann. En Jesús reis upp frá dauðum, sigraði dauðann okkar vegna, svo að við gætum eignast eilíft líf með honum ef við kærð- um okkur um, aðeins með því að trúa. „Því svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þetta stendur í Jóhannesar- guðspjalli, kafla 3, versi 16, það er þetta sem er fagnaðarboðskapur Guðs til okkar mannanna, okkar er aðeins að trúa þessu. Þá vitum við það, og allt í lagi, það getur verið auðvelt að trúa þessu, en samband okkar við Guð virðist samt ekkert breytast. Jú, það breytist ef maður trúir þessu í alvöru og tekur við þessari Guðs gjöf í einlægni. Jesús tók á sig okkar syndir, en við þurfum að biðja hann um fyrirgefningu. Og hann fyrirgefur okkur eins oft og við biðjum hann. Að sjálfsögðu sér Guð í gegn um, ef við leikum okkur að falla og komum svo til hans og biðjum um fyrirgefningu. Við þurfum að koma í einlægni. Okkur tekst ekki að blekkja Guð, því hann sér allt, skilur allt og veit allt. Guð sendi son sinn í heiminn til Sigurbjöm Þorkelsson „Jesús tók á sig okkar syndir, en viö þurfum aö biðja hann um fyrirgefningu. Og hann fyrirgefur okkur eins oft og við biðjum hann.“ að deyja fyrir misgjörðir okkar, en hann reis upp frá dauðum, sigraði dauðann, svo að við fengjum að lifa líka, með honum, eilíflega. Þetta hljómar fárániega, en svona er þetta nú samt, eða þessum ósköpum trúum við kristnir menn. Það er aðeins að vilja taka við þessari gjöf Guðs til okkar, aðeins að trúa. Sannaðu það Komdu með sannanir segja sumir, og er það mjög skynsaml- egt að vilja fá sannanir fyrir öð- rum eins boðskap. En við getum ekkert sannað, eða að minnsta kosti lítið enda er þetU trú okkar. Að trúa einhverju er að vona eitthvað, trú eða von verður ekki sönnuð á einn eða annan hátt. Gjörið allar þjóöir aö lærisveinum Þetta er trú okkar kristinna manna og það er hlutverk okkar að koma þessum fagnaðarboðskap á framfæri, því að Jesús sagði sjálfur „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því að gerið allar þjóðir að lærisveinum mín- um, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." (Matteus 28:18-20.) Það er misjafnlega tekið á móti þessum boðskap, en sem betur fer er málfrelsi hér á okkar Islandi og skoðanafrelsi, kristnir menn eru ekki ofsóttir, bannaðir og þeim varpað í fangelsi eins og í kommúnistalöndunum, þökkum Guði fyrir það. Og þess vegna er það skylda okkar og hlutverk að láta heyra í okkur með boðskapinn á sem flestum stöðum, með öllum tiltækum ráðum og leiðum. Það er sláandi að aðeins 11% trúa á Jesúm, eða segjast gera hér á íslandi, aðeins 11% sem vilja ei- líft líf með Guði. Eru aðeins 11% sem ætla að halda sönn jól og fagna komu frelsarans. Hvað ætla hinir að gera? Hvað ætlar þú að ger? Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú hafnar trúnni og lífinu með frelsaranum Jesúm Kristi. Sigurbjörn Þorkelsson í sæti í stjórn Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hlaut bókmemtaverðlaun Nóbels 1978 " ‘ SJOSJA Isaac „Sjosja" — ný skáldsaga eftir Isaac Bashevis Singer SETBERG hefur gefið út skáldsög- una „Sjosja" eftir Nóbelsskáldið Is- aac Bashevis Singer. Singer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1978. Hann er gyðingur, fæddist í Póllandi 1904, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1935 og gerðist þar blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifar á móðurmáli sínu, jiddísku, en er jafnharðan þýddur á ensku, og fjöl- mörg önnur tungumál. Sjosja er fjórða bókin sem Setberg gefur út eftir Isaac Bashevis Singer. Áður hefur forlagið gefið út Töframann- inn frá Lúblín, í föðurgarði og Sautján sögur. Hjörtur Pálsson hefur þýtt allar þessar bækur, en einnig hefur verið gefin út á ís- lensku skáldsagan Övinir — ást- arsaga. „Sjosja gerist í Varsjá og eins og alltaf hjá Singer eru smáskrítnir og stórskrítnir gyðingar í miðju sögunnar. Og aðalpersónan er ung- ur og upprennandi rithöfundur sem um margt minnir á Singer sjálfan. Örlög fólks og aðstæður eru raktar af sannri snilld. Við öðlumst nýja sýn á okkur sjálf, okkar eigin tíð,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgefanda. Peðsfórn Kasparovs dugði aðeins til jafntefiis Skák Bragi Kristjánsson Karpov og Kasparov tefldu á miðvikudag 28. einvígisskákina um heimsmeistaratitilinn. Kasp- arov byrjaði óvænt með kóngspeði og við það gerðust áhorfendur svo hávaðasamir, að nokkurn tíma tók að róa þá. Karpov beitti Petrovs- vörn, sem þykur mjög róleg og ör- ugg byrjun. Kasparov fórnaði peði fyrir sóknarfærim en varð fljótt að fara í drottningarkaup í framhald- inu. Sovéski stórmeistarinn, Mark Tajmanov, taldi Karpov hafa möguleika á að nýta sér peðið til sigurs, en heimsmeistaranum fannst ekki árennilegt að gera vinningstilraunir gegn sterkum biskupum áskorandans. Kasparov bauð jafntefli eftir 25. leik sinn og þáði Karpov það strax. 28. skákin: Hvítt: Kasparov. Svart: Karpov. Petrovs-vörn. 1. e4 Þessi leikur olli svo miklum hávaða meðal áhorfenda, að skákstjórarnir áttu í vandræð- um með að koma ró á aftur. Kasparov leikur undantekn- ingalítið 1. d4, svo að nú mátti búast við harðri skák. 1. - e5, 2. Rf3 - Rf6 Karpov velur eina öruggustu og rólegustu byrjun, sem til er gegn e2 — e4, svokallaða Pet- rovs-vörn. 3. Rxe5 Önnur leið er hér 3. d4 — exd4, (eða 3. — Rxe4, 4. Bd3 — d5, o.s.frv.) 4. e5 — Re4, 5. Dxd4 — d5, 6. exd6 — e.p.(framhjáhlaup) — Rxd6, o.s.frv. 3. — d6 Auðvitað ekki 3. — Rxe4, 4. De2 og hvítur vinnur a.m.k. peð. 4. Rf3 - Rxe4, 5. d4 — d5, 6. Bd3 — Rc6, 7. (M) — Bg4, 8. Hel — Be7, 9. c4 Kasparov tekur ekki peðið, enda hefði peðastaðan fyrir framan kóng hans orðið veik eft- ir 9. Bxe4 — dxe4, 10. Hxe4 — Bxf3, 11. gxf3 o.s.frv. Með leikn- um í skákinn grefur hvítur und- an svarta riddaranum á e4. 9. — Rf6, 10. cxd5 - Bxf3 Auðvitað ekki 10. — Rxd4?, 11. Da4 og hvítur vinnur mann. 11.1)xf3 — Dxd5, 12. Dh3 Leikur Kasparovs er nýr í þessari stöðu. Hann fórnar peði í von um sóknarfæri. 12. — Rxd4, 13. Re3 — Dd7, 14. Dxd7+ Ekki er að sjá, að hvítur eigi betri leik í þessari stöðu. { fram- haldinu treystir hann á mátt guðsmannanna til að bæta sér upp peðsmissinn. 14 — Kxd7, 15. Be3 — Re6, 16. Bf5 — Bd6,17. Hadl - Hfd8 Hvítur hótar Bf4 ásamt Rb5, svo að svartur undirbýr að valda betur d6-reitinn. 18. Rb5 — Ke7, 19. Rxd6 — cxd6 Auðvitað ekki 19. — Hxd6, 20. Bc5 o.s.frv. 20. h3 — b6, 21. g4 — h6, 22. Bd4 Hvítur hótar nú m.a. að tvö- falda hrókana á e-línunni. 22. — Hac8, 23. Bc3 — g6, 24. Bc2 — h5, 25.13 og keppendur sömdu um jafn- tefli. Svartur hefur peð yfir, en hvítu biskuparnir eru sterkir, þannig að ekki er auðvelt fyri svart að notfæra sér peðið. Staðan: Karpov 5 (23 jafntefli) Kasparov 0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.