Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Fyrra uppboð á Sjávarborg GK 60 í gæn Fiskveiðasjóður bauð 150 milljónir FYRKA uppbod á nótaskipinu Sjávarborg GK 60 fór fram í Keflavík í gær aó kröfu Fiskveióasjóós. Annaó og síðara uppboó fer fram í marzbyrjun á næsta Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Keflavík, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að Fiskveiðasjóð- ur hefði einn boðið í skipið, 150 milljónir króna og ennfremur krafizt útlagningar sem ófull- nægður veðhafi, en Fiskveiðasjóð- ur ætti kröfu í skipið að upphæð 170 milljónir króna. Að beiðni uppboðsþolanda hefði annað og síðara uppboð á skipinu verið ákveðið 7. marz næstkomandi. Eigandi Sjávarborgarinnar er Sjávarborg hf. í Sandgerði, en skipið er á loðnuveiðum um þessar mundir. Sjávarborg er byggð í Póllandi og Slippstöðinni á Akur- eyri og bar áður nafnið Þórunn hyrna, en skipið var á sínum tíma kallað „Flakkarinn". Annað uppboð á togaranum Bjarna Herjólfssyni ÁR 200 hefur verið ákveðið um miðjan þennan mánuð, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu önnur upp- boð skipa að kröfu Fiskveiðasjóðs ekki vera fyrirhuguð á þessu ári. Svínakjöt hækkaöi um 12% og hrossakjöt um 11,8% FÉLAGSRÁÐ Svínaræktarfélags ís- lands kom nýlega saman til fundar og ákvað þá 12% hækkun á heild- söluverði á svínakjöti. Þá gaf Fram- leiósluráó landbúnaóarins út nýjan verðlista meó heildsöluverði hrossa- kjöts, þar sem kjötið er hækkaö um 11,8% Heildsöluverð á svínakjöti í 1. flokki A hækkaði úr 127,69 í 143,01 kr., 1. flokkur B hækkaði úr 121,61 í 136,20 og 1. flokkur C hækkaði úr 91,30 í 102,26 kr. hvert kíló. Heild- söluverð af hrossakjöti í 1. flokki A hækkaði úr 76,45 í 85,47 krónur hvert kíló. 2. verðflokkur hækkaði einnig um 11,8% og kostar hvert kíló nú 63,60 kr. Vinningsnúmer í Happdrætti Sjálf- stæðisflokksins DREGIÐ var í hausthappdrætti Sjálfstæóisflokksins hjá borgar- fógeta síóastlióinn mánudag. Upp komu númerin 56201, greiósla upp í íbúð kr. 350.000; 61698, greiösia upp í íbúð kr. 300.000 og 81606, bifreiðavinn- ingur kr. 200.000. I fréttatilkynningu frá Happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins segir að eigendur ofan- greindra vinningsmiða skuli hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ennfremur segir að Sjálfstæðisflokkurinn þakki öllum þeim fjölmörgu, sem þátt hafi tekið í happ- drættinu fyrir stuðning við flokkinn með kaupum á happ- drættismiðum. Ofangreind vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Fimm sóttu um stöðu siglinga- málastjóra Umsóknarfrestur um stöóu sigl- ingamálastjóra er runninn út, en Hjálmar R. Báróarson mun senn láta af störfum fyrir aidurs sakir. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Agnar Erlingsson verkfræðingur, Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur, Jón Bernodusson verk- fræðingur, Magnús Jóhannsson verkfræðingur og Ólafur Jón Briem verkfræðingur. Morgunblaöiö/SÍKurgeir Olíusaltfiskurinn metinn UNNIÐ var aö því í allan gærdag að kanna skemmdir saltfiskfarms- ins, sem var um borö í Stuölafossi þegar oiía komst í neóri hluta aft- ari lestar skipsins í vonskuveðri á leiö frá Reykjavík til Vestmanna- eyja í vikunni. Skv. upplýsingum skoðunar- manna í Eyjum virðist tjónið ekki vera stórvægilegt en það hefur þó ekki verið kannað til hlítar. Verðmæti þeirra 500 tonna, sem voru í lestinni, er tal- ið vera 35—40 milljónir króna. Stuðlafoss fór frá Eyjum í fyrrinótt áleiðis til Portúgal með 580 tonn af saltfiski. 500 voru fyrir í fremri lest skipsins, 80 til viðbótar voru tekin um borð í Vestmannaeyjum. Á myndinni er einn skoðun- armanna Söiusambands ísl. fisk- framleiðenda, Magnús Andrés- son, að fara í gegnum saltfisk- stæðu á bryggju í Eyjum. Iðnóminning- ar Sveins Einarssonar ÚT ER komin á vegum Almenna bókafélagsins minningabók Sveins Einarssonar frá því að hann var leikhússtjóri í Iðnó, Níu ár í neóra. Bókin er kynnt þannig á bókar- kápu: „Sveinn Einarsson var leik- hússtjóri í lónó á gróskuárum Leik- félags Reykjavíkur 1963—1972. Þá voru tekin til sýningar hin margvís- legustu leikverk, sum sannarlega mikils háttar, og leikhúsið var afar vel sótt. Sveinn segir hér frá þessum ágætu 9 árum sínum í hinu þrönga en vinalega leikhúsi, árum sem Sveinn Einarsson einkenndust af framsækni og bjartsýni. Hann segir frá kynnum sínum og samvinnu við leikara, lífinu á vinnustaðnum Iðnó og lýs- ir því hvernig leikverkin hlutu þá ásýnd sem leikhúsgestir fengu að sjá. Að baki þeirri ásýnd lágu oft mikil átök, stundum brosleg, en umfram allt mikil vinna. En leik- húsgestir fá ekkert um það að vita. Níu ár í neðra fjallar um þá Iðnó sem leikhúsgestum er ekki sýnd.“ Bókin er með mörgum myndum frá leiksýningum í Iðnó, nafna- skrá og leikritaskrá. Hún er 220 bls. og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Öll aðildarfélög Sjómannasambands Islands segja upp samnmgum: Hef ekki orðið var við meiri samstöðu sjómanna — segir Óskar Vigfússon, formaður sjómannasambandsins O' INNLENT Óll aðildarfélög Sjómannasam- bands íslands hafa sagt lau.su m launalióum kjarasamninga sinna frá og meó 1. desember síðastliðnum. Hafa sjómenn fariö fram á tvöföld- un launa á stóru skuttogurunum og tvöföldun kauptryggingar á bátum og minni togurum. Oskar Vigfússon, formaður sjómannasambandsins, sagói í samtali vió blm. Morgun- FN leitar ísbjarn- arveiðimanna Lögreglustjórinn í bænum Agnmagssalik á austurströnd Grænlands seri sér í fyrradag til Flugfélags Norðurlands (FN) og baó um að félagið sendi flugvél til að leita tveimur Grænlendingum sem farið höfðu til ísbjarnarveiða frá eyju einni rétt utan við Scorsby- sund. Þeir höfðu farið á tveimur hundasleðum og lagt af stað 23. nóvember síðastliðinn. Ekki er líklegt að þeir hafi ætlað sér að vera lengi í ferðinni, því þeir höfðu ekki tekið mikinn mat með sér og engin fjarskiptatæki. í gær þegar leggja átti af stað í leitarflugið frá Akureyrarflug- velli var snjókoma á svæðinu sem flugvélin skyldi leita á ,og því ekki lagt af stað. Mennirnir tveir eru bræður, 38 og 46 ára, og heita Nuka og fsak Danielsen. biaðsins, að hann hefði ekki orðið var meiri samstöðu meðal sjómanna, enda ekki nema von eins vegið væri að kjörum þeirra. Óskar sagði ennfremur, að þetta væri í samræmi við samþykktir sjómannaþings, þar sem ekki hefði aðeins verið leitað eftir því, að félögin segðu upp samningum, heldur einnig að þau öfluðu sér verkfallsheimildar. Hann vonaðist eftir því, að sjómannastéttin stæði saman í væntanlegri kjarmálabar- áttu hennar og árangur yrði í hlutfalli við það, eins og að væri stefnt og þegar mætti sjá á þess- um uppsögnum. Kröfur sjómanna væru tvöföld- um kauptryggingar og launa á stóru togurunum miðað við þing- tíma sjómannaþingsins, en kaup- trygging þá hefði verið um 17.000 krónur og laun á stóru togurunum um 14.000; Að kostnaðarhlutdeild kæmi til fullra skipta; Að sjómenn hefðu frítt fæði til sjós eins og aðrir launþegar, sem ynnu fjarri heimilum sínum og mikil áherzla væri lögð á úrbætur í lífeyrismál- um sjómanna. „Ég hef ekki orðið var við svona mikinn samstöðumátt meðal sjó- manna áður, enda er það af eðli- legum ástæðum. Það eru orðnar gjörbreyttar aðstæður í sjávarút- veginum og okkur er nauðugur einn kostur; það er að tryggja kjör umbjóðenda okkar betur en áður hefur verið. Menn eru ekki frjálsír fiskimenn lengur," sagði Oskar Vigfússon. SVS og Varðberg: Jón Baldvin ræðir um utanríkismál NÝKJÖRINN formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son aiþingismaður, mun hafa fram- sögu á fundi, sem Samtök um vest- ræna samvinnu, SVS, og Varðberg halda sameiginlega laugardaginn 8. desember. Framsöguerindi sitt nefnir Jón Baldvin: „Utanríkismál eru líka stjórnmál." Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu og verða salarkynni opnuð klukk- an tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.