Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Viðvörun gegn verk-
föllum og fleira
— eftirÖnnu
Þórhallsdóttur
„Bandalag starfsmanna ríkis og
baeja“ eða BSRB sem er stytting
og gengur almennt undir því
nafni. Bandalag þetta var stofnað
árið 1948 og er samsteypa af þrjá-
tíu og þrem félögum. I þeim eru
eingöngu starfsmenn ríkis og
bæja. Það nær yfir allt landið og
hefir um 17.500 meðlimi. BSRB
fékk verkfallsrétt árið 1976. Fyrir
þann tíma, eða frá árinu 1915,
mátti enginn starfsmaður ríkisins
fara í verkfall og þýddi þau
brottrekstur úr starfi ef að útaf
var brugðið. Þar sem ég býst við
að nafn mitt sé skráð hjá Bandal-
aginu, ætla ég að gera grein fyrir
stöðum mínum, starfsheitum, og
þjónustualdri. Sú upplýsing er
nauðsynleg vegna efnis þess sem á
eftir kemur. Eg undirrituð starf-
aði í tuttugu og fimm ár við
Landssíma Islands sem er ríkis-
stofnun eins og flestir vita. Fyrst
var ég skipuð í stöðvarstjórastöðu
árið 1924 við landssímastöðina á
Höfn í Hornafirði. Það ár komu
heimshnattflugmennirnir þangað,
á leið sinni kring um hnöttinn. Nú
eru sextíu ár liðin frá þí að fyrsta
flugvélin flaug til íslands, það var
2. ágúst. Frá þessari litlu stöð
símaði ég fréttir til umheimsins.
Það voru alheimsfréttir af
hnattfluginu.
Árið 1928 bauðst mér staða við
Landssíma íslands í Reykjavík.
Þar þjónaði ég bæjarbúum sér-
staklega. Á skrifstofu „Bæjarsíma
Reykjavíkur og nágrennis”, starf-
aði ég í tíu ár. Fyrstu tvö árin
gegndi ég gjaldkera- og bókarast-
arfi, eftir það einnig skrifstof-
ustjórastarfi á nefndri skrifstofu.
í dag heitir hún „Innheimta
Landssímans".
Næst var ég skipuð á skrifstofu
aðalgjaldkera Landssímans sem
aðstoðargjaldkeri. Síðstu árin
fékk ég fulltrúalaun án þess að fá
það starfsheiti. Ég veiktist í starfi
og varð að yfirgefa stöðu mína
fimm árum áður en ég gat fengið
fyllstu eftirlaun. Ég var í áratugi í
„Félagi íslenskra símamanna" og
tilheyri nú deild aldraðra og hefi
eftirlaun kr. 8.577.00 á mánuði. Ég
kvarta ekki, en hvað mundu
karlmenn fá í eftirlaun fyrir slík-
ar ábyrgðarstöður?
Þeir sem ákveða laun starfsm-
anna ríkis og bæjar verða að fylgj-
ast betur með en gert hefir verið
fyrr og síðar. Þær kröfur verður
Pottþétt
unglingabók
Fimmtán ára á föstu, nýja unglingasagan eftir
Eövarö Ingólfsson, er auövitaö opinska. spennandi
og skemmtileg. En hún er ekki síður einlæg og sönn,
þvi þannig skrifar Eðvarö. Og þannig bækur vilja
unglingarmr eiga og þannig bækur er gaman aö gefa
þeim. Það er alveg pottþétt!
Fimmtán ára á föstu - pottþétt unglingabók!
ÆSKAN
Laugavegi 56 Sími17336
að gera í velferðarríki að vinnandi
menn fái laun sem hægt er að lifa
af mannsæmandi lífi og að aldrei
verði skertur hagur þeirra sem
þarfnast hjálpar, svo sem sjúkra,
aldraðra og fatlaðra. Minna skal
þó á að of miklar kröfur til ann-
arra geta leitt til vandræða.
Flokkun starfsmannalauna er
nauðsynleg og þarf að vera glögg
og óumdeilanleg eftir starfsheit-
um sem gefa til kynna kunnáttu
og ábyrgð í starfi. Ef slíkt er ekki
gert býður það hættunni heim.
Fyrir nokkrum árum hafði ég
mikla þörf fyrir betri laun. Þá
leitaði ég til BSRB. Formaður tók
mér vel, hann hlutaðist til um að
ég fengi dálitla hækkun og var ég
þakklát fyrir það. Mér fannst
þetta þörf þjónusta þá og ekkert
við hana að athuga. Nú hafa min
viðhorf breyst. Eftir verkfall
Bandalagsins var öllum sýnilegt
að það hafði tveim hlutverkum að
gegna. Hið fyrra eru skrifstofust-
örf fyrir félög sem eru í BSRB.
Væntanleg skýrslugerðir um laun
og athugun á þeim í sambandi við
kaupgreiðslur.
Hið siðara er pólitískt starf
fyrir verkalýðinn í landinu. Út-
koman er sú að starfsmenn ríkis
og bæja, háir sem lágir hafa verið
dregnir saman í einn dilk, settir
síðan á eina línu í verkalýðshreyf-
inguna. Sennilega er okkur ölum
komið fyrir í flokkspólitík Þjóð-
viljans. í því blaði þ. 4. nóvember
má sjá sigurgleði um ágæti verk-
fallsins. Á heilsíðu þennan dag,
birtist grein með mynd af einum
stjórnarmeðlimi BSRB. Hann
þjónar kommúnistum eða Alþýðu-
bandalagsmönnum, þeir flokkar
eru tvö tré á einum meiði, að sagt
er.
Kommúnistaflokkar í öllum
löndum hafa svipaða aðferð með
að ná sér í sitt pólitíska atkvæði. t
upphafi var sá flokkur nefndur
flokkur öreiganna. Það var fagurt
markmið, að hjálpa fátækum, en
nú virðist þetta hafa mikið breyst
í valdabaráttu. Markmið þess
flokks er að steypa stjórn landa og
ná þeim undir sig.
í gleði sinni um vellukkað verk-
fall BSRB sem nefndur stjórnarm-
eðlimur þess skýrir frá, létu fjórir
vinstri sinnaðir flokkar ekki á sér
standa. Þeir boðuðu vantraust á
ríkisstjórnina, í þeirri trú að nú
væru þeir búnir að ná undirtökum
í stjórnmálum. Þetta heppnaðist
ekki sem betur fór. Tillagan var
felld á Alþingi þ. 8/11 sl.
BSRB tókst samt að rugla fjár-
hagsáætlunum ríkisstjórnarinnar
sem hafði meðal annars komið
Dóris
opnará
Ártúns-
holti
SNYRTIBTOFAN Dóris tók
til starfa í nóvember að Urr-
ióakvísi 18 á Ártúnsholti.
Boðið er upp á andlits-
böð, húðhreinsun, vax, lit-
un, förðun, hand- og fót-
snyrtingu og ýmislegt
fleira. Eigandi stofunnar
er Þórunn Jensdóttir,
snyrtifræðingur, sem
jafnframt vinnur á stof-
unni.
N
Anna Þórhallsdóttir
„Til þess að svona verk-
föll endurtaki sig ekki á
Islandi, ætti háttvirt Al-
þingi að afnema lögin
frá 1976 um verkfallsr-
étt starfsmanna ríkis og
bæja. Það voru mistök
þess að leyfa þann
rétt.“
niður verðbólgunni sem er skað-
valdur í öllum þjóðfélögum. Skul-
dahalinn við erlend ríki er
áhyggjuefni. Ef baðir aðilar hefðu
sýnt meiri samningslipurð hefði
þetta verkfall ekki þurft að brjót-
ast út. Bandalagsmenn eru margir
láglaunamenn enn og ekki er séð
fyrir hver dýrtíðin verður. Tug-
þúsundir íslendinga hafa orðið
fyrir stórkostlegu tjóni. BSRB-
menn hrósa happi, þeir segjast
hafa náð pólitískum sigri. Upp
komast svik um síðir. Hér hafa
verið höfð pólitísk brögð í tafli.
Eins og staðið var að þessu verk-
falli sem mislukkaðist, þá var það
þjóðarskömm sem seint mun fyrn-
ast yfir.
Nú virðist að Sjónvarp og Út-
varp opni sínar gáttir í ríkum
mæli fyrir formælendum stjórn-
arandstöðuflokkanna. Kona frá
kvennasamtökunum hrópaði:
„Stjórnin á að segja af sér.“ Þetta
finnst mér vanhugsað. Núverandi
stjórn á að fá vinnufrið og hafa
tækifæri til að vinna bug á erfið-
leikunum. Hún ætti að sita út sitt
kjörtímabil. Fólk almennt vill
ekki vinstri stjórn. Gandreið þess-
ara flokka dregur nú dilká eftir
sér.
Eina leiðin úr úr „Bandalagi
starfsmanna ríkisog bæjar“ er að
leysa það upp í þeirri mynd sem
það nú er. Þau starfsmannafélög
sem hafa félaga sem eru andsnún-
ir kommúnistum eða Alþýðuband-
alaginu, ættu að láta frá sér
heyra. Þetta mál þarf rannsóknar
við. Rannsóknarlögregla ríkisins
hefir í ýmsu að snúast vegna verk-
fallsins. Hinir margvíslegu ár-
ekstrar segja til sín.
Til þess að svona verkföl endur-
taki sig ekki á íslandi, ætti há-
ttvirt Alþingi að láta afnema lögin
frá árinu 1976 um verkfallsrétt
starfsmanna ríkis og bæja. Það
voru mistök þess að leyfa þann
rétt. Stjórnmálamenn fyrri tíma
þvertóku fyrir slíkt leyfi. Ég
fylgdist með því í mínu starfi.
Það er einnig ástæða til að
leggja fram þá spurningu nú,
hvort ekki sé tímabært að yfirvöld
leggi bann við öllum verkfollum, al-
mennt á íslandi.
Undanfarið hafa þau verið svo
tíð að þau vekja ugg og ótta og af
þeim stafar gífurlegt eignatjón.
Flótti frá Islandi er hugsanlegur,
ef ekkert er að gert.
í stað verkfalla mætti taka upp
samningaleiðina eingöngu og hún
lögfest. Hinir lærðu hagfræðingar
og lögfræðingar gætu lagt fram
drög að drögum um samning-
agerðir og sáttaleið.
Verkföll tíðkast um víða veröld,
en ekki í Rússlandi. Þau átök sem
þau orska eru oft grimm og
ómannúðleg. Það er óþarft að lýsa
þeim, fjölmiðlar keppast um að
auglýsa þau. Þar má sjá óðan lýð
hlaupandi um með byssur og önn-
ur morðvopn til að tortíma öllu
því sem fyrir er. Við tslendingar
eigum því láni að fagna að vera
ekki hernaðarþjóð. Uppreisnar-
andi ætti því að vera framandi.
Óheimilt er fyrir almenning að
bera á sér vígfol og mannsmorð
eru fátíð. Hið grófa verkfall
BSRB, var uppreisn gegn allri
þjóðinni. Sú skylda hvílir á öllum
ráðamönnum hennar að slíkt
endurtaki sig ekki.
Þar sem ég tel nauðsynlegt að
sem flestir fái óbeit á verkfallsað-
gerðum og nái um allt land, mun
ég í stórum dráttum lýsa ástand-
inu á höfuðborgarsvæðinu og sú
tilfinning sem greip menn við
stjórnun á hinu hættilega verk-
falli.
Verkfallið stóð yfir í 27 daga,
frá 3. okt. til 30. s.m. Útvarps- og
sjónvarpsmenn byrjuðu þrem dög-
um fyrr, eða 1. okt.
Flestir þekkja nafn formanns
BSRB, Kristjáns Thorlacíusar.
Hans framkoma við upphafið
minnti mest á konung sem ríkti
nokkrar vikur á íslandi, árið 1908.
Það var Jörundur Hundadagak-
onungur. Sá maður kom með
fámennan hóp manna til landsins
og taldi folki trú um að hann hafi
lagt hald á land og’þjóð og að nú