Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 80
SDMNfSr IÁNSIRAUST OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Hagnaður í ár um 100 m. kr. HAGNAÐUR Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga verður um eða yfir 100 milljónir króna í ár, að sögn Jóns Sigurðssonar, fram- kvsmdastjóra fyrirtaekisins. í fyrsta sinn frá því verksmiðjan tók til starfa árið 1979 verður hagnaður af rekstrinum, sem á fyrri helmingi þessa árs stóð í járnum, en veruleg umskipti hafa orðið til hins betra á síðari hluta ársins. „Ástæða bættrar afkomu er fyrst og fremst verðhækkun á kís- iljárni, en einnig aukin fram- leiðsla. Þá hefur vaxtakostnaður fyrirtækisins lækkað nú undir árslok vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og samsvar- andi endurgreiðslu lána í tengsl- um við eignaraðild japanska fyrir- tækisins Sumi Tomo,“ sagði Jón Sigurðsson, í samtali við blm. Mbl., en hann sótti stjórnarfund járnblendifélagsins í Osló í vik- unni. í fyrra var framleiðsla verk- smiðjunnar tæp 50 þúsund tonn af kísiljárni, en verður í ár um 60 þúsund tonn. Verð á tonni af kís- iljárni hefur verið um 700 til 750 dollarar í Japan, en heldur lægra í Evrópu. Að sögn Jóns eru ýmis teikn á lofti um að þessi mismun- ur verði úr sögunni á næstunni. HorgunblaðiA/Ólafur K. Magnúsaon. Oslóartréð komið á sinn stað OSLÓARJÓLATRÉÐ var sett á sinn stað á Austurvelli í gærkvöldi og verða Ijósin kveikt á því við hefðbundna athöfn næstkomandi sunnudag. Starfsmenn borgarinnar settu tréð upp og á myndinni sjást þeir Jóhann Diego, Ragnar Scheving og Kristján Vídalín við vinnu sína í gærkvöldi. Miðstjórn og þingflokkur sjálfstæðismanna: Hækkun vaxta á döfinni Á fundi bankaráðs Seðlabank- ans í gær voru samþykktar tillög- ur um vaxtahækkanir og verða þær lagðar fyrir ríkisstjórnina, væntanlega á fundi hennar ár- degis. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri sagði í samtali við Mbl. að samþykktar hefðu ver- ið tillögur um vaxtabreytingar. Vaxtamál hefðu verið til um- fjöllunar í Seðlabankanum og yrði ríkisstjórninni kynntar þær niðurstöður. Hann benti þó á, að almennir vextir væru nú að stórum hluta ákveðnir af bönkunum sjálfum. Reykjavík: Innheimt- an betri en í fyrra Pólitísk staða stjórn- arinnar til umræðu ÞINGFLOKKUR og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa í gær og í fyrradag rætt stjórnmálaviðhorfið og stöðu ríkisstjórnarinnar miðað við þá atburði sem gerst hafa í kjara- og Flugfar- gjöld hækka um 11,5% VERÐLAGSRÁÐ heimilaði 30. nóv. sl. 22,2% hækkun á að- gangseyri í kvikmyndahús, enn- fremur 7—18% hækkun á gjald- skrá Landfara, þ.e. vöru- flutningum innanlands, og 11,5% hækkun á fargjöldum innan- lands. Samkvæmt þessu hafa bíó- miðar hækkað úr kr. 90 stk. í kr. 110. Hækkanir á vöruflutn- ingum eru misjafnlega háar, eða allt frá 7% í 18%, eins og að framan greinir. Flugmiði með Flugleiðum til Akureyrar kostar nú 1.730 kr., en kostaði 1.552 kr. Til Vestmannaeyja kostar hann nú 1.124 kr., en kostaði 1.008 kr. Til Patreks- fjarðar hækkaði hann úr 1.403 kr. í 1.564 kr. Þá bætist við 18 kr. flugvallarskattur á hvern miða, en sú upphæð er óbreytt. efnahagsmálum. Jafnframt hefur verið rætt um það í þessum stofnun- um flokksins, hvort ástæða sé til að skipta um menn í ráðherraembætt- um. Á almennum flokksfundum hafa komið fram þau viðhorf meðal annars í skriflegri tillögu, að for- maður Sjálfstæðisflokksins taki sæti í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins skýrir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, af- stöðu sína til þessara máia á þann veg, að frá pólitískum sjónarhóli sé nauðsynlegt að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að hún geti tekist á við mál af festu. Þær hugmyndir séu ofarlega á baugi hjá ýmsum að stjórnin öðlist ekki nauðsynlegan styrk nema formað- ur Sjálfstæðisflokksins taki þátt í henni. Breytingar á ríkisstjórn- inni verði hins vegar ekki gerðar nema með samkomulagi þeirra sem þar eru fyrir, ekki verði flutt vantraust á nokkurn ráðherranna. Séu ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins sammála þessu pólitíska mati hljóti þeir að gera tillögur í sam- ræmi við það. Séu þeir það ekki segist Þorsteinn Pálsson ekki hreyfa neinum andmælum við þeirri niðurstöðu og ekki gera neinar tillögur um breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar. Heimildir Morgunblaðsins herma að Þorsteinn Pálsson hafi lagt mál fyrir með þessum hætti í miðstjórn og þingflokki sjálfstæð- ismanna og skýrt frá viðræðum við ráðherra á þessum grundvelli. Á fundunum hafa ráðherrar skýrt sín sjónarmið. Miðstjórnarmenn og þingmenn hafa látið í ljós skoð- anir sínar og hníga þær að því að nauðsynlegt sé að styrkja ríkis- stjórnina. Þá hafa verið uppi hugmyndir Hér er því um að ræða 320 millj- ónir króna (8 milljónir dollara) samtals. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Björnssonar, stjórnarfor- manns Skreiðarsamlagsins, eiga framleiðendur hér heima því enn eftir um 800 milljónir króna (20 um fjölgun ráðherra í ríkisstjórn- inni en þeir eru nú 10 en ráðuneyt- in 12 auk Hagstofu íslands, for- menn beggja stjórnarflokkanna eru andvígir þessum hugmyndum. Á vegum forsætisráðherra er starfandi nefnd um stjórnkerfi ríkisins, sem hefur skilað frum- tillögum, verði þær samþykktar yrði breyting á skipan ráðuneyta. milljónir dollara) útistandandi í Nígeríu. ólafur Björnsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú hefðu borizt um það fréttir að þessir peningar hefðu verið sendir áleiðis til 'íslands, en það gæti tekið eina INNHEIMT opinber gjöld, álögð skv. gjaldheimtuseðlum 1984 í Reykjavík, námu 63% 30. nóv- ember sl. Til samanburðar námu þau 62,6% á sama tíma í fyrra. Eftirstöðvar frá fyrri árum, þ.e. gjöld, sem óinnheimt voru um síðustu áramót, höfðu inn- heimst um sem nemur 42,04% 30. nóvember sl., en samsvar- andi tala var 37,68% í fyrra, að sögn Guðmundar Vignis Jós- efssonar gjaldheimtustjóra í Reykjavík. Hann sagði enn- fremur, að innheimt fasteigna- gjöld 30. nóvember sl. næmu 91,97%, en hefði numið 93,71 í fyrra. Guðmundur sagði í þessu tilefni, að svo virtist sem verkföllin hefðu ekki haft mikil áhrif á innheimtur opin- berra gjalda einstaklinga. til tvær vikur áður en þeir næðu á áfangastað. Þetta væru greiðslur fyrir skreið, sem afskipað hefði verið á síðasta ári og fréttir þess- ar gæfu vonir um frekari greiðslur innan skamms tíma. Þá gat Ólafur þess, að allar flugufregnir um það, að gerðir hefðu verið samningar um sölu skreiðar til Nígeriu á þessu ári, væru algjörlega úr lausu lofti gripnar, því miður, þar sem verð- mæti skreiðarbirgða í landinu nú væri 2 til 2,4 milljarðar króna (50 til 60 milljónir dollara). Nígeríumenn grynnka á skreiðarskuldimum: 320 milljónir króna á leið til landsins — 800 milljónir króna enn ógreiddar SKREIÐARSAMLAGIÐ og Skreiðardeild SÍS eiga nú von á 260 milljónum króna (6,5 miiljónum dollara) frá Nígeríu upp í skreiðarskuldir þarlendra við framleiðendur hér á landi. Aður hefur verið getið um það, að 60 milljónir króna (1,5 milljón dollara) væru á leiðinni til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.