Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGU.R 11. DESEMBER 1984 Nýtt fjárfestingafélag til styrktar einkarekstri ÁKVEÐIN HEFUR verið stofnun nýs fjárfestingafélags, að því er fram kemur í Viðskiptamálum, fréttabréfi Verslunar- ráðs íslands. Stofnfundur félagsins verður haldinn 18. des- ember í Víkingasal Hótels Loftleiða og er hann opinn félög- um Verslunarráðsins, sem áhuga hafa á að standa að stofnun félagsins. Verslunarráð íslands og Félag íslenskra iðnrekenda boðuðu nýlega til fundar með fulltrúum nokkurra fyrirtækja til að kynna hugmyndir um stofnun slíks fé- lags. Undirtektir voru góðar og var þar kosin þriggja manna nefnd til undirbúnings, sem skipuð var Víglundi Þorsteins- syni formanni FÍI, Páli Sigur- jónssyni formanni VSÍ og Ragn- ari Halldórssyni formanni Dalvík: Fádæma veðurblíða og snjólaust í byggð DaJrík, 10. desember. FÁDÆMA veðurblíða hefur verið á Dalvík á þessu hausti og það sem af ¦T vetri. Snjólaust er með öllu í byggð þó grátt sé í rót til fjalls. Utivinna byggingarverktaka stendur enn, en þessa daga hafa þeir unnið við að loka byggingum og er það sjaldgæft á jólaföstu hér. Mikil svellalög eru og nú um helgina voru götur og gangstéttar einn glerungur og varð mörgum vegfarendanum fótaskortur. Hlaut fólk meiðsli af og voru tveir fluttir í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til frekari rannsókna. Sunnudagskvöldið 9. desember var haldið aðventukvöld í Dalvíkur- kirkju. Auk hins nýja sóknar- prests, Jóns Helga Þórarinssonar, komu þar fram kirkjukórinn, Helgi Þorsteinsson bæjarfulltrúi, sem var ræðumaður kvöldsins, og barnakór tónlistarskólans. Þá sungu einsöng Halla Árnadóttir og Hrafnhildur R. Vigfúsdóttir, sem er aðeins átta ára að aldri, og væntanleg fermingarborn fluttu helgileik. Mikið fjölmenni var svo kirkjan var fullsetin. Fréttaritarar Verslunarráðsins. Hlutverk und- irbúningsnefndar var að kynna málið frekar og boða til stofn- fundar. Tilgangur hins fyrirhugaða fé- lags er að stuðla að atvinnu- uppbyggingu með því að efla einkarekstur í landinu. Til þess að vinna að þessu markmiði mun félagið hafa milligöngu um að útvega ián og áhættufé til einka- fyrirtækja hjá hluthöfum sínum eða öðrum aðilum. Félagið mun einnig fjárfesta sjálft í fyrir- tækjum í einkarekstri og standa að stofnun þeirra, en ráðgert er að það selji eignarhluta sína síð- ar. Arðsemi fjárfestinga mun verða meginsjónarmið í rekstri félagsins og fjárfestingum. í samræmi við þennan tilgang mun félagið m.a. hafa frum- kvæði að stofnun, endurskipu- lagingu og sameiningu fyrir- tækja og vinna allar athuganir í því sambandi. Það mun útvega, veita og ábyrgjast lán til at- vinnufyrirtækja, sem félagið tekur beinan þátt í eða beitir sér fyrir, það mun kaupa, eiga og selja hlutabréf atvinnufyrir- tækja, kaupa, eiga og selja skuldabréf og taka þátt í rann- sóknum og nýjungum í atvinnu- lífinu. Fyrirtækið mun taka lán til eigin þarfa, svo og til endur- lána, hafa milligöngu um hluta- fjárútboð einkafyrirtækja og eiga og reka fasteignir ef þörf krefur. Olof Palme Olof Palme heldur fyrir- lestur OLOF PALME forsætisráðherra Svíþjóðar, sem verður í opinberri heimsókn hér á landi föstudaginn 14. desember nk. mun þann dag halda fyrirlestur í boði Háskóla ís- lands. Fyrirlesturinn, sem haldinn verður á sænsku í hátíðarsal Há- skóla íslands kl. 17.15 ber nafnið Norðurlönd og heimurinn. Umhleypingar á loðnumiðum UMHLEYPINGAR eru nú farnir að setja mark sitt á loðnuveiðina. All- mörg skip fengu þó þokkalegan afla um helgina, en síðdegis í gær hafði ekkert skip tilkynnt um afla. Heildar- aflinn er nú orðinn um 370.000 lestir og þar af hefur rúmum 26.000 lestum verið landað erlendis. Nægilegt þróar- rými er nú á Austfjarðahöfnum, en einstaka skip hafa landað annars stað- ar. Á laugardag tilkynntu eftirtalin 9 skip um afla, samtals 5.110 lestir: Gígja RE, 700, Harpa RE, 570, Börk- ur NK, 920, Hákon ÞH, 820, Sæberg SU, 550, Huginn VE, 450, Gísli Árni RE, 320, Súlan EA, 540, og Erling KE 240 lestir. Á sunnudag tilkynntu alls eftir- talin 25 skip um afla, samtals 10.010 lestir: Þórður Jónasson EA, 440, Keflvíkingur KE, 500, Sighvatur Bjarnason VE, 640, Albert GK, 550, Sæbjörg VE, 440, Hilmir II SU, 440, Hilmir SU, 700, Jöfur KE, 400, Sjáv- arborg GK, 500, Hrafn GK, 530, Pét- ur Jónsson RE, 600, ísleifur VE, 400, Beitir NK, 300, Helga II RE, 280, Guðmundur Ólafur OF, 310, Rauðs- ey AK, 380, Jón Finnsson RE, 290, Júpiter RE, 520, Dagfari ÞH, 250, Gullberg VE, 150, Víkuberg GK, 230, Skarðsvík SH, 250, Grindvíkingur GK, 580, Örn KE, 200, og Heimaey VE, 130 lestir. Málverk eftir Ásgrím Jóns- son selt á 210 þúsund krónur OLÍUMÁLVERKIÐ „Frá Þingvöll- um" eftir Ásgrím Jónsson sem aug- lýst var til sölu í Morgunblaðinu 9. desember sl. hefur nú verið selt Söluverð þess var 210 þúsund krón- ur. Að sögn Úlfars Þormóðssonar, hjá Gallerí Borg, sem annaðist söluna, er málverkið af gamla Þingvallarbænum og hefur það verið málað einhvern tímann á bilinu 1923-28. Myndin er máluð á léreft og er 77x91,5 að stærð. Hrávorufrumlcu\indi Framleiðandi Heildsali Slll.is.lll K iup K.iup N.il.i Kaup Sala Kaup Sala Skaitur 1 grciðslutimahil 2. grcioslutímafiil 3. greiðslutimabil 4. grcioslutímabtl RÍKISSJÓÐUR Virðisaukaskattur er fjölstigaskattur Virðisaukaskattur er fjölstigaskattur. Hann er innheimtur á öllum stigum viðskipta, en frádráttarheimild endurseljanda á innskatti veldur því að skatturinn rennur ekki endanlega til rikissjóðs fyrr en við sölu til neytenda. Fyrirtækin mega draga allan skatt af vörukaupum frá skatti af seldum vörum. Þau þurfa því almennt ekki að fjármagna skatt af vörubirgðum þar sem innskattur er af þeim dreginn frá útskatti af öðrum vörum við skil til ríkissjóðs eða fæst endurgreiddur. Frumvarpinu fylgir skýringarmynd, sem hér er birt, og sýnir dæmi þar sem framleiðsluvöru er fylgt í gegnum fjogur viðskiptastig á jafnmörgum greiðslutímabilum. Tvö stjómarfrumvörp: Hækkun söluskatts Virðisaukaskattur Fjármálaráðherra lagði í gær fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um hækkun söluskatLs. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir að svonefndur söluskatts- auki hækki um 0,5% úr 2% í 2,5% Heildar sölugjald yrði þá 24% (var 23,5%), en þar af er söluskattur 20%, orkujöfnunargjald 1,5% og solu skattsauki 2,5% Áætlað er að hækk- un þessi færi ríkissjóði 200—210 m.kr. tekjuauka. Þá lagði fjármálaráðherra fram stjórnarfrumvarp um virðisauka- skatt, sem ætlað er að leysa sðlu- skatt af hólmi. í greinargerð segir að söluskattur hafi ýmsa veiga- mikla galla. Helstur þeirra sé upp- söfnunaráhrif hans, sem hafi til- viljanakennd áhrif á framleiðslu- aðferðir og samkeppnisstöðu at- vinnugreina. Reynt hafi verið að bæta úr þessum skaðlegu áhrifum með „víðtækum undanþágum og endurgreiðslu á uppsöfnuðum skatti". Marvíslegar undanþágur hafi annarsvegar raskað sam- keppnisstoðu framleiðslugreina og haft óeðlileg áhrif á neyzluval. Þar að auki skapi undanþágurnar „verulega erfiðleika við fram- kvæmd og eftirlit með skattinum". Þá segir í greinargerð að „virð- isaukaskattur bæti úr megingöll- um söluskattskerfisins, en for- senda þess er þó sú að við upptöku hans verði skattskyldusviðið vikk- að verulega og nær allar undan- þágur núverandi kerfis felldar niður". Virðisaukaskattur er tal- inn flóknari og dýrari í fram- kvæmd en söluskattur, en sölu- skattskerfið, ef áfram verði notað, kalli einnig á breytingar, „ef það á að fullnægja lágmarkskröfum um öryggi, eftirlit og aðra þætti sem að framkvæmdinni lúta". Fjármálaráðherra: i j<u uiauu auiici i a, Það getur orðið mik- ið fall þegar loftið fer úr vindbelgnum Til snarpra umræðna kom í neðri efnislega vafamál, hve langt A Til snarpra umræðna kom í neðri deild Alþingis í gær nnlli Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra annarsvegar og formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka, Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar, hinsvegar. Dagskrár- málið var stjórnarfrumvarp um „frá- drátt vegna fjárfestingar í atvinnu- rekstri", en umræðan snérist um skattamál almennt og meint „hrip- lekt skattakerfí". Kröfðust Jón Baldvin og Svavar upplýsinga um, hve háum fjárhæðum skattfrádrátt- ur af þessu tagi hafí numið samtals 1984. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra kvað stefnt að 200 m.kr. tekjuauka með 0,5% söluskatts- hækkun. Hert innheimta, sem einnig væri stefnt að, gæti hækk- að þessar tekjur í 250 m.kr. Hins- vegar væri gert ráð fyrir 600—700 m.kr. rekstrarhalla á ríkissjóði, þrátt fyrir verulegan útgjalda- samdrátt. Enn vantaði því tölu- vert í jöfnuð tekna og gjalda. Fjármálaráðherra sagði einkum tvennt valda ráðgerðum fjárlaga- halla. Tekjuskattur einstaklinga lækkaði um 600 m.kr. 1985 miðað við fyrri tekjuskattsreglur. Það væri í samræmi við stefnumið og fyrirheit stjórnarflokkanna. Þá væri ráðgert að endurgreiða sjáv- arútvegi uppsafnaðan söluskatt, 400—500 m.kr., á næsta ári. Ef þetta tvennt kæmi ekki til næðu endar saman hjá rikissjóði á næsta ári, þrátt fyrir allt. Hann taldi fjaðrafok formanna Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem lengi hefðu þjónað undir það skattkerfi, er þeir gagnrýndu nú í stjórnarandstööu, koma úr hörðustu átt, þegar stefnt væri að úrbótum. Fjármálaráðherra sagði efnislega vafamál, hve langt AI- þýðuflokkurinn flyti á þunnlofti nýs formanns, en það gæti orðið mikið fall úr hæðum þegar loftið færi úr vindbelgnum. Stuttar þingí'réttir Verðlagsráð sjávarútvegsins FRAM hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um Verðlagsráð sjávar- útvegsins, sem fjallar um skipan Verðlagsráðs og verkefni, verð- ákvarðanir á sjávarafla og fleiri atriði. Tvö ákvæði eru til bráða- birgða. Annarsvegar um skipan Verðlagsráðs, hinsvegar um ákvörðun verðs á sjávarafla fyrir tímabilið frá 21. nóvember 1984 til 31. ágúst 1985, með heimild til uppsagnar, þó ekki fyrr en frá 1. júní 1985. Breytingar, sem frumvarpið geymir, eru þessar helztar: 1) fækkun fulltrúa í ráðinu úr 12 i 8, 2) heimilt er að gefa verðlagningu á tilteknum fisktegundum frjálsa, er sérstaklega stendur á að mati ráðsins ef einróma samkomulag innan þess, 3) verðákvörðun skal stuðla að bættri meðferð aflans. Selkjöt og loðdýrarækt STJÓRNARFRUMVARP til laga um selveiðar við ísland var lagt fram í gær. Samkvæmt því hefur sjávarútvegsráðuneytið yfirum- sjón allra mála er selveiðar varða, en hafrannsóknastofnun annast rannsóknir á selastofninum. I greinargerð kemur fram að selveiðar hafa verið stundaðar hér frá upphafi byggðar i landinu. Meðalselveiði 1897—1919 var um 6 þúsund dýr á ári, en er komin í 2.500 dýr 1939—1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.