Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
51
Hallgrímur Helgason
tæknin hefur þegar gert, reynt
að gera „móðuþægindin" mann-
legri.“
En hvers vegna þetta myndefni,
landslag t.d.?
„Mér fannst myndlistin vera
orðin of nátengd listamanninum.
Listamaðurinn var orðinn sam-
gróinn myndinni, það var kom-
inn naflastrengur á milli. Með
þennan naflastreng var eins og
listamaðurinn væri kominn I
einhvern kjallara eða skamma-
krók. Þegar ég byrjaði í skólan-
um var nýlistin í fullum blóma
og maður hreifst auðvitað með.
Hugmyndlistin var eiginlega það
sem maður kallaði sinn skóla, en
hver alvörumaður er auðvitað
ótrúr sínum skóla. Mér fannst
nýlistin vera komin í öngstræti.
Ekki væri endalaust hægt að
krefjast framþróunar, frekar en
að hagvaxtakúrfan gæti þotið
lóðrétt upp í loftið. Og þá var
eins og ský drægi frá sólu þegar
nýja málverkið kom til sögunn-
ar. En þó ég væri ekki allskostar
ánægður með það notfærði ég
mér það til þess að komast upp-
úr kjallaranum, út undir bert
loft. Og þá hreifst ég auðveld-
lelga af íslensku landslagi, sem
ég sá eins og í fyrsta sinn, eins
og nýfætt lamb. Og ég vildi túlka
þessa sterku tilfinningu fyrir
landi með stórum staf, landi
undir himni, og mála myndir
með stórum staf. Hreinræktaðar
og forsendulausar myndir. Vildi
losa áhorfandann við að lesa
langar fræðigreinar um forsend-
ur verksins, eins og maður þarf
oft að gera fari maður á „nú-
tímatónlistartómleika". Eg held
hinsvegar að ég sé einn af fáum
myndlistarmönnum á íslandi, ef
ekki sá eini, sem er laus undan
nútímalistinni, nútímatjáning-
unni, tilvistarekkanum og frí-
tímaþjáningunni."
Áttu við að nútímalistamenn
máli bara fyrir sjálfan sig?
„Já, þeir segja það sjálfir. Þeir
eru að tjá sig, rétt eins og að
læknisráði. Og ef menn eru ekki
að mála fyrir sjálfan sig eða
börnin sín, mála þeir fyrir lista-
söguna. Halda sig vera að mála
mikilvægan hlekk í samtíma-
listakeðjuna, samanber sýningin
„Post-painting“, sem kom hér í
fyrra. Einhverjir skríðandi
skröltormar með skemmda rófu,
sem er náttúrulega bara bölvuð
lygi. Eins og klippt út úr málara-
tískublaði. List fyrir listasöguna
er alls engin list heldur tóm nú-
tímaleiðindi.
Eins og Godard segir þá er
enginn vandi að fá hugmyndir,
en verra að gera annað en allir
hinir eru að gera. En nú þykir
frumlegt að vera ófrumlegur.
Frumlegt að mála Esjuna í þús-
undasta sinn. Að minnsta kosti
fannst mér það nógu erfitt,
vegna þess hve illa hún var farin
og útjöskuð, eins og módelið í
listaakademíunni í Múnchen,
gamall kall, sem var orðinn geð-
veikur vegna þess hvað búið var
að teikna margar lélegar myndir
af honum. Reyndar varð ég var
við það á fyrstu sýningunni
minni, að sumir héldu að mér
Ný bók eftir Ármann
Kr. Einarsson á norsku
væri ekki alvara með þessu
myndefni, ég hlyti að vera að
grínast, en ég vil taka það fram
að þetta átti ekki að vera brand-
ari.“
Ertu þá ef til vill að gera sam-
bsrilega hlutí og nýju skáldsagna-
höfundarnir, sem skrifa „læsi-
legar“ sögur?
„Já, ætli það ekki, án þess að
ég hafi lesið þá. Góður punktur
hjá þér. Ég man t.d. eftir viðtali
við Einar Má í fyrra, þar sem
hann sagði að sagnarandinn
væri kominn aftur til jarðarinn-
ar, og víst er að þagnarvandinn
er horfinn, listamennirnir hafa
öðlast fulla sjón á ný. Reyndar
finnst mér furðulegt til þess að
hugsa, að nokkrir listamenn,
sem hafast við uppi í ítölskum
fjallaþorpum, geti veifað hendi
og þá viti milljón listamanna
hvað klukkan slær og byrji að
mála í sama dúr. Furðulegt hvað
þetta er orðinn vel skipulagður
heimur, Ringó í Atlavík og
svona, ha? Alveg furðulegt!"
Einhverjar fyrirmyndir meðal
annarra listamanna?
„Pieter Breugel, Jónas Hall-
grímsson, Marcel Duchamp og
Michael Jackson. Reyndar fann
ég svo fyrir skyldleika við Giotto
í gær, ef til vill vegna frum-
myndakenningarinnar. Svo lifir
maður á Laxness frá degi til
dags.
Engir fleiri lifandi fslendingar?
„Engir íslendingar lifandi"
Á hverju lifir þú svo?
„Ég lifi á listinni, þeirri gömlu
gróðavon. Þetta er engin tóm-
stundaiðja."
Hefurðu fundið fyrir einhverri
breytingu frá því þú sýndir fyrst
fyrir ári?
„Mér finnst ég vera tæknilega
betri, frjálsari, kaldari og fljót-
ari, þó ég sé nú mun lengur með
myndirnar en þegar ég byrjaði."
Ekkert á leiðinni út?
„Nei, ætli það. Maður er kom-
inn í svo gott stuð og verður að
nota tímann vel á meðan. Svo er
heldur ekkert að gerast í útlönd-
um núna. Menn eru bara heima
hjá sér núna, hver í sínu horni
og eru að vinna, mála og mála.
Ég held að listaheimurinn sé að
stabílíserast, jafna sig eftir nú-
tímalistina. Hlutirnir eru ekki
lengur skoðaðir í ismum og ist-
um heldur einstaklingum,
sjálfstæðum persónum. Allt
mun ganga hægara fyrir sig,
þetta er það mikil vinna að mála.
Andi gömlu meistaranna er far-
inn að svífa yfir vötnum á ný.
Heimurinn er að verða gamall
aftur. Menn nenna ekki að bíða
endalaust eftir tölvubyltingunni.
Á meðan málar hver I sínu
horni. Þjóðareinkennin koma
aftur fram. Heimalistin blífur,
hin sanna heimslist.“
R.Ó.
FYRIR rúmri viku kom út á ný-
norsku hjá Forlagi Norsk Barne-
hlads í Osló barnabók Ármanns Kr.
Einarssonar, Himnaríki fauk ekki
um koll. Hún er einkar fallega út
gefin og ber heitið Himmelriks-
Hytta. Er það 16. bók Ármanns sem
þýdd er á norska tungu. Teikningar
eru eftir Pétur Halldórsson, en
káputeikningu norsku útgáfunnar
gerði Freda Magnússen.
Umsagnir blaða um bókina hafa
ekki enn borist, en á bókarkápu
stendur þetta meðal annars:
„Bókin er viðburðarík og sönn
lýsing á því umhverfi, sem viss
hluti íslenskra barna vex upp í í
hinni ört vaxandi borg Reykjavík.
Við kynnumst engum auðveld-
um lausnum á erfiðleikum Simma.
En við kynnumst veröldinni, eins
og hún birtist honum. Og í sumar-
bústaðnum þeirra, sem drengur-
inn nefnir Himnaríki, finnur hann
mesta öryggið, stundum með föður
sínum, en stundum einnig í eigin
hugarheimi."
Kápumynd bókarinnar.
ESCORTLASER
NÝRBÍLL
Á otrulega hagstæðu verði
Kr. 315.000. * i
(gengi 3/12/84)
Nú bjóðum við nýja gerð af Ford ESCORT
Mest selda bíl í heimi undanfarin 3 ár- ESCORT LASER
ESCORT LASER er 3ja dyra, búinn 1.1 L vél,
5 hraða gfrkassa og mjög vandaðri innréttingu.
Svo er sparneytnin í sérflokki.
SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.
ina»s>.
ARlSfQKRATIM
ný hársnyrtistofa Villa rakara
Þaö er margt nýtt og skemmtilegt á Aristókratanum.
Eitt af því er símanúmerið:
687960
...og við biðjum þig vinsamlegast um að skrifa það
hjá þér þar sem númerið er enn ekki skráð
í símaskrána. öruggaraeraðpantatímameðfyrirvara
til þess að forðast óþarfa bið.
Dömu- og herraklippingar eins og þærgerast bestar