Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 fttotgtisifrlafrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ao- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Afstaða Þorsteins skýr E ms og lesendur Morgun- I blaðsins hafa kynnst í tveimur fréttum blaðsins í síð- ustu viku er afstaða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, til ríkisstjórnarinn- ar skýr og afdráttarlaus. Þor- steinn telur að frá pólitískum sjónarhóli séð sé nauðsynlegt að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að hún geti tekist á við mál af festu. Formaður Sjálfstæðis- flokksins telur að eftir byltuna í kjaramálum með gengisfell- ingarsamningnum hafi staða ríkisstjórnarinnar veikst. Þetta pólitíska mat sitt hefur hann lagt fyrir þá sex menn sem sitja fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- stjórninni og í síöustu viku kynnti Þorsteinn Pálsson það á fundum miðstjórnar og þing- flokk sjálfstæðismanna. Fyrir þessum fundum lá með- al annars skrifleg tillaga um það, að sú breyting ætti að verða á ríkisstjórninni, að Þorsteinn Pálsson tæki sæti í henni. Er þessi tillaga upprunnin hjá ung- um sjálfstæðismönnum á Akra- nesi og endurspeglar hug margra flokksmanna til ríkis- stjórnarinnar og ráðherrasetu á vegum Sjálfstæðisflokksins. Af- staða Þorsteins Pálssonar er einnig skýr í þessu máli, eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins. Hann segist hafa lagt pólitískt mat sitt á stöðu ríkisstjórnarinnar fyrir ráðherra flokksins og leitað álits þeirra á því. Séu ráðherr- arnir sammála þessu pólitíska mati hljóti þeir að gera tillögur í samræmi við það. Séu þeir það ekki, segist Þorsteinn Pálsson ekki hreyfa neinum andmælum við þeirri niðurstöðu og ekki gera neinar tillögur um breyt- ingar á skipan þessarar ríkis- stjórnar. Hann ætli ekki að stuðla að því eða gera neina til- lögu um breytingu á stöðu Sjálf- stæðisflokksins í þessari ríkis- stjórn með átökum, annað hvort verði það gert í samkomulagi og samkvæmt tillögu ráðherra flokksins eða ekki. Þeir sem vilja hlut formanns Sjálfstæðisflokksins og flokks- ins sjálfs sem minnstan gefa vafalaust lítið fyrir þá málefna- legu afstöðu sem Þorsteinn Pálsson hefur mótað sér í þessu máli og ekki hikað við að skýra frá þar sem það á við í Sjálf- stæðisflokknum. Andstæðingar Þorsteins og Sjálfstæðisflokks- ins vilja ekki ræða þessi mál- efnalegu rök heldur hamast á þeim áróðri að Þorsteini sé meinaður aðgangur að ríkis- stjórninni! Hér er um stöðu ríkisstjórn- arinnar að ræða. Jafnt stjórn- arsinnar sem stjórnarandstæð- ingar eru sammála pólitísku mati Þorsteins Pálssonar á stöðu stjórnarinnar, hún hefur versnað eftir gengisfellingar- og verðbólgusamningana. Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, hefur sagt að það vantaði kraft í stjórnina. Spurn- ingin er þessi: Fær stjórnin ekki þennan endurnýjaða kraft nema með mannabreytingum? Og þá hljóta menn einnig að velta því fyrir sér, hvort ástæða sé til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Slíkar vangaveltur eru áhuga- mönnum um íslensk stjórnmál jafn kærar nú og ávallt áður. Öðrum finnst þær næsta hvim- leiðar og heldur lítils virði, þetta sé hvort sem er allt sami graut- ur í sömu skál. Það sem gerir málið spennandi núna í augum margra er hvort þeim tekst að koma höggi á nýkjörinn for- mann Sjálfstæðisflokksins með því að þæfa og þvæla málið sem lengst og mest. — Afstaða for- mannsins liggur þó skýr og ljós fyrir. íslenskt mál í ríkisfjölmiðlum Astæða er til að fagna sér- staklega áliti nefndarinnar sem Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, skipaði til að gera tillögur um málvönd- um og kennslu í framburði ís- lenskrar tungu í ríkisfjölmiðl- um. Af hálfu menntamálaráð- herra var brugðist skjótt við ályktun Alþingis frá því í vor um þetta mál. Óg þótt undarlegt kunni að virðast er næsta óvenjulegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að ráðherrar og nefndir á þeirra vegum skili áliti á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. Hitt skiptir þó meiru að það sem í áliti nefnda segi sé skyn- samlegt og framkvæmanlegt. Morgunblaðið birti þetta nefnd- arálit í heild sinni á laugardag- inn, þannig að lesendur geta sjálfir dæmt um efni þess. Þar er ekkert ofsagt og ekkert fram tekið sem ekki er framkvæman- legt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum við framkvæmdina ekki síður en við tillögusmíðina. Morgunblaðið tekur sérstak- lega undir það meginsjónarmið nefndarmanna, að ekki skuli stefnt að einhvers konar sam- ræmdum ríkisframburði fyrir tilstuðlan ríkisfjölmiðla, þvert á mót á fjölbreytni vandaðs máls að fá að njóta sín. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuilokksins, flytur rædu á fundi SVS og Varðbergs á laugardaginn. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuf lokksins: Stöndum vörð um lýð andspænis alræðiskei Sovétstjórninni sérstakt kappsmál að losa íslan „Það er rangt að leggja lýðræðis- ríki og lögreglurfki að jöfnu. Þeir sem trúa á lýðréttindi verða að berjast fyrir þeim og standa vörð um þau. Hér er um grundvallarat- riði í stjórnmálabaráttu að ræða, þess vegna eru utanríkismál líka stjórnmál," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og nýkjörinn formaður Alþýðuflokks- ins, í upphafi ræðu sinnar á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardaginn. Ræða Jóns Baldvins á fundinum, sem var fjölsóttur, bar yfirskrift- ina: Utanríkismál eru líka stjórn- mál. Ræðumaður gerði grein fyrir því að fram til sautján ára aldurs hefði hann verið sanntrúaður marxisti og kommúnisti. f þeirri trú fælist að menn teldu það af hinu illa að íslendingar ættu sam- vinnu við lýðræðisríkin um varn- ar- og öryggismál. Marxistar teldu að vestræn ríki væru ekki annað en gjörspillt og gömul nýlenduríki, sem fsland ætti ekki samleið með. Þeir tryðu á Sovétríkin sem fram- tíðarlandið, sósíalisminn ætti að sigra heiminn undir forystu þeirra, öll andstaða gegn því væri af hinu illa. Það hefði verið í rök- réttu samhengi við þessa stjórn- málaskoðun að hann hefði verið einn af stofnendum samtakanna Friðlýst land (forvera Samtaka herstððvaandstæðinga, innsk. Mbl.) og ferðast um landið með þeim Jónasi Árnasyni og Ragnari Arnalds til að boða úrsögn fslands úr NATO og brottför varnarliðs- ins. Grundvölluð á ofbeldi Ýmislegt varð til þess að opna augu mín fyrir raunverulegu eðli Sovétríkjanna, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, og nefndi þar með- al annars bókina Hin nýja stétt eftir Milovan Djilas sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1958 í þýð- ingu þeirra Magnúsar Þórðarson- ar og Sigurðar Líndals. í Sovétríkjunum væri ekki al- ræði öreiganna heldur væru þau alræðisríki, grundvölluð á ofbeldi, í raun alþjóðlegt tugthús utan um öreigana. Stefna Sovétstjórnar- innar gagnvart öðrum ríkjum sýndi, að ríki hennar væri árás- argjarnt nýlenduveidi sem fylgdi hættulegri útþenslustefnu. Gegn þessari stefnu yrði að verjast. Lýðræðissinnaðir jafnað- armenn hefðu stefnu sem byggðist á vörn gegn alræðinu, stæði vörð um lýðréttindi, frelsi einstaklings- ins og mannréttindi. Þeir væru öflugasta friðarhreyfingin. Örygginu ógnad Öryggi fslands eins og annarra lýðræðisríkja væri ógnað af út- þensluáhrifum og hernaðarmætti ríkjasamsteypu alræðisins, sem vildi koma lýðræðisríkjunum fyrir kattarnef. Gjalda bæri varhug við þeim sem vildu líta á Sovétríkin eins og hvert annað ríki, sem unnt væri að ræða við á hefðbundnum forsendum í samskiptum ríkja. f málflutningi þeirra fælist ekki nægileg varðstaða, þeir vildu ekki leggja nógu hart að sér við að verja þau réttindi sem skilja á milli lýðræðis og alræðis. Jón Baldvin Hannibalsson greindi frá því að hann hefði þýtt bækling eftir Vladimir Bukovsky (sem talaði á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs haustið 1979, innsk. Mbl.) um hætturnar af friðarhreyfingunum. Las hann kafla úr honum, þar sem höfundurinn lýsir ógnarstjórninni í Sovétríkjunum og segir að skiln- ingur á þessu stjórnarfari sé for- senda þess að menn skilji hættuna af Sovétríkjunum á réttan hátt. Varnarsamstarf naudsynlegt Ríki tryggja öryggi sitt með misjöfnum hætti. Til dæmis mætti nefna tvenns konar hlut- leysisafstöðu. Svíar veldu til að mynda þann kost að standa utan varnarbandalaga en hefðu mjög öflugan her. Aðrar þjóðir veldu þann kost að lýsa yfir hlutleysi en nytu endurtryggingar frá stór- veldi. Hér á landi hefðu andstæðingar þeirrar stefnu sem fsland fylgdi í öryggismálum aldrei fært nein haldbær rök fyrir því hvernig staðið skyldi að hlutleysi íslands, sem þeir boðuðu. Hið eina sem þeir hefðu til málanna að leggja væri að afneita því að nokkur hætta steðjaði að landi og þjóð. Þetta væri hættulegt viðhorf. Menn þyrftu ekki að velkjast í neinum vafa um, að ísland væri í hættu. Nauðsynlegt væri að gera hér ráðstafanir á friðartímum til að tryggja öryggi þjóðarinnar, þetta hefði verið gert með varn- arsamstarfi við vestrænar þjóðir. I Sovétríkjunum hefði verið gef- ið út rit, þar sem fram kæmu markmið Sovétstjórnarinnar í hernaðarlegu tilliti gagnvart ís- landi. Þar væri það harmað hve illa tókst til í baráttu Sovétmanna gegn því að bandarískum kjarn- orkuflaugum yrði komið fyrir í Evrópu, þó mætti ekki láta deigan síga í viðleitninni við að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. ísland veiki hlekkurinn Jón Baldvin Hannibalsson sagði að í þessu riti, sem trúlega hefði verið samið að fyrirlagi sovéska varnarmálaráðuneytisins, kæmi fram sú skoðun að fsland væri veikur hlekkur innan NATO. Það skipti mjög miklu máli fyrir Sov- étmenn að koma ár sinni vel fyrir borð í landinu í því skyni að veikja stuðning almennings við vestrænt varnarsamstarf. Landið væri í raun tákn samstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í öryggismálum og þar að auki skammbyssa í hendi hvers þess sem vildi ógna þessu samstarfi eins og Lenín orðaði það á sínum tíma. Það yrði ótrúlegur pólitískur ávinningur fyrir Sov- étríkin ef tækist að losa ísland úr NATO. Ræðumaður greindi frá efni þessarar sovésku bókar (ísland: Vandamál utanríkisstefnu Moskva 1983). Þar væri vísað til margra íslenskra heimilda og lagt mat á stjórnmálaþróun hér á landi með hliðsjón af sovéskum stórveldahagsmunum. Því væri til dæmis sérstaklega fagnað að Framsóknarflokkurinn hefði kom- ist til valda 1979 og það talið til betri tíðinda í Moskvu. En einn innlendur aðili nyti þó mestrar virðingar í þessu sovéska riti og hann væri jafnan nefndur Ó.R. Grímsson í því. Jón Baldvin minnti á að Sov- étmenn hefðu efnt til mikils fund- ar í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, 1981 þar sem blásið hefði verið tií atlögu gegn vörnum lýðræðisrikj- anna, þar hefði „starfsáætlunin mikla" um „friðarherferðina" á Vesturlöndum verið samþykkt. Hún hefði ekki skilað tilætluðum ai (1; vi h ti N .VI I! u VI u s< nr VI u vi II I n' r< I;: 'l) N I) k. ei k rí ni hi Sl h vi VI B is VI VI W sl b þ; vi I. n m u ir ai A k h si r;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.