Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 49 ná slíku markmiði þurfum við að vita ýmislegt um áhrif bjórsins í beim efnum. Við þurfum því að fá svör við margþættum spurning- um. Er t.d. líkur á að bjórneysla muni draga úr heildarneyzlu áfengis hér á landi þvert ofan í það sem gerist hjá öðrum þjóðum? Dregur bjórneysla úr áfengis- neyslu unglinganna? Hvaða áhrif mundi bjórneysla hafa á ölvun við akstur? Mundi neysla öls auka fæðingafjölda vanvita barna, sem þegar er orðið alvarlegt mál? Mundi bjórneysla hér á landi valda auknu heilsutjóni og ótíma- bærum dauðsföllum eins og það sem gerist hjá bjórneysluþjoðun- um? Mundi hún auka sjúkrakostn- að, félagslega aðstoð, lögbrot og upplausn heimila? Mundi bjór- neyslan auka neyslu annarra vímuefna en áfengis? Mundi hún auka slys og draga úr vinnuafköst- um í þjóðfélaginu? Við þessum spurningum og mörgum fleiri þurfa að liggja skýr svör. Og þau er hægt að fá. Sum hver bæði af reynslu og þekkingu sérfróðra manna íslenskra og hægt er að styðjast við reynslu og rannsóknir annarra þjóða. Tilraunir þarf því ekki að gera hjá íslensku þjóðinni til aö leita sanninda um áhrif áfengs öls. Víma kallar á vímu Áfengt öl veldur vímu. Fólk, sem sækir í vímu, vill því gjarnan bjór. En áfengið myndar þol. Það þarf því stöðugt aukið magn til þess að ná sömu vímuáhrifum. Þegar bjórinn dugir ekki er leitað til sterkari drykkja og/eða ann- arra vímuefna. Þess vegna eykur bjórinn neyslu sterku drykkjanna, enda sýna það tölur frá bjór- neyslulöndunum. í þeim vex neysla sterku drykkjanna hröðum skrefum. Þetta eru aðeins sann- indi og eðli allrar vímuuefna- neyslu. Vímuefnaneytandinn er ekki frjáls maður heldur þræll vímuefnasalanna og stuðnings- manna þeirra. Hamingja fólks og ekki síst þess, sem minni fjármuni hefur handa á milli, er undir því komin að „bjórbandalagið" fái sem minnstan stuðning bæði á Al- þingi og utan þess. Pill V. Daníelsaon er riðskipta- fræóingur. Sýning á tré- skurðar- verkum SÍÐASTLIÐINN sunnudag, 9. des- ember, var opnuð sýning á gömlum trésmíðaverkfærum og frístunda- verkum nokkurra félagsmanna Trésmiðafélags Reykjavíkur. Sýningin er í tilefni 85 ára af- mælis félagsins, en félagið er stofnað 10. desember 1899. Sýningin er í húsakynnum Trésmiðafélagsins að Suður- landsbraut 30, annarri hæð, og verður opin alla daga vikunnar frá kl. 10.00—17.00 til sunnudagsins 16. desember. Landspítala færð gjöf: Tæki til greiningar á hjartsláttar- truflunum LANDSSAMTOK hjartasjúklinga færðu hjartadeiid Landspítalans fyrir skömmu að gjöf tæki, sem gerir kleift að fylgjast með hjartslætti fólks í lengri tíma en nú er og finna þannig hjartsláttartniflanir. Þórður Harðarson, yfirlæknir á Landspítalanum, sagði, að tæki þetta kæmi að mjöggóðum notum. „í raun er um fleiri en eina gjöf að ræða," sagði Þórður. „í fyrsta lagi var Landspitalanum gefin þrjú segulbandstæki, sem eru spennt um mitti sjúklings og taka upp hjartslátt hans i 24 klukkustundir. í öðru lagi var gefinn hugbúnaður Landssamtök hjartasjúklinga færðu Landspítalanum fullkominn tækjabúnað að gjöf fyrir skömmu. Á myndinni eru Þórður Harðarson, yfirlæknir, lengst til hægri, Viktor Magnússon, tæknimaður, er við hlið hans og Guðrún Bjarnadóttir, meinatæknir, stendur vinstra megin við tækjabúnaðinn. Stjórnarmenn í Landssamtökum hjartasjúkl- inga standa að baki. í tölvu, en þessi hugbúnaður gerir það kleift að lesa af segulböndun- um og finna hjartsláttartruflanir, sem er undir hælinn lagt að fynd- ust með þeirri tækni sem nú er notuð, þ.e. að taka hjartalínurit í skamma stund. Loks buðust Landssamtök hjartasjúklinga til að kosta þjálfun starfsmanns og verður Guðrún Bjarnadóttir, meinatæknir, send til Bretlands til að kynna sér þessa tækni." Segulbandstækin eru af Holt- er-gerð og sagði Þórður Harðar- son að þau hefðu valdið algerri byltingu í greiningu hjartslátt- artruflana. „Um helmingur allra hjartasjúklinga deyr vegna hjart- sláttartruflana og við ætlum okkur að koma upp landsþjónustu með þessum tækjum, þ.e. lána þau um allt land og lesa síðan af snældunum hér," sagði Þórður. „Þess má geta, að Landssamtök hjartasjúklinga hafa fleiri járn í eldinum en þessa gjöf, samtökin eru nú með í undirbúningi lands- söfnun til styrktar hjartaskurð- lækningum, sem áætlað er að hefj- ist hér á landi árið 1986." „ _^ TÆKNILEG ÆVINTYRI GERAST ENN Þriðji ættliðurinn í Honda Civic Hatchback-línunni byggir á margra ára reynslu — en er samt byltingarkenndur í tækninýjungum. Bíll, sem aðrir bílaframleiðendur munu líkja eftir. Hann er sann- arlega frábrugðinn öðrum. Bíll, sem hlotið hefur lof bílasérfræðinga, margföld verðlaun fyrir formfeg- urö, góða aksturseiginleika og sparneytni. BÍLL, SEM VEKUR ÓSKIPTA ATHYGLI. Tæknilegar upplýsingar: Vél: 4 cyl OHC- 12 ventla — þverstæö. Sprengirými: 135cceða 1500cc. Hestöfl: 71 Din eða 85 Din. Gírar: 5 eöa sjálfskipt. Viðbragö: 10,8 sek/100 km 1,31. 9,7 sek/100 km 1,51. LxBxH: 3,81 x 1,635 x 1,34m. \ Hæð undir 1. punkt: 16,5 sm. Verö: frá 372.400,- á götuna. Gengi.Yen. 0,16140. CIVIC Wi 2-door Hatchback HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, SÍMAR 38772 — 39460.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.