Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11 DESEMBER 1984 35 Bretland: Enn reynt að ná í sjóð námumanna London, 10. desember. AP. IKIMSTÓLL sá í London, sem í fyrri viku úrskurðaði að hald skyldi lagt á 4,38 milljónir sterlingspunda, sem samtök námumanna í Bretlandi geyma í banka í Lúxemborg, hyggst reyna að fá aðstoð dómsmálayfirvalda þar til að ná fénu út úr bankanum, en stjórendur hans hafa ekki viljað afhenda það. Einn af foringjum Samstöðu látinn laus: Tíu þúsund fogn- uðu Lis í Gdansk Varajá, 10. deoember. AP. UM TÍU þúsund manns fognuðu Bogdan Lis, einum af leiðtogum Samstöðu, óháðu verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi, þegar hann kom til útimessu í Gdansk á sunnudag, eftir að hann var látinn laus úr fangelsi á laugardaginn. Upphæðin, sem samtök námu- manna geyma í Nobis-Finanz bankanum í Lúxemborg, er talin um helmingur af því fé sem er í sjóðum samtakanna. Hinn hlutinn er sennilega geymdur í bönkum í írska lýðveldinu og Sviss. Úrskurðurinn um að hald skyldi lagt á sjóð námumanna var kveð- inn upp eftir að forystumenn sam- taka þeirra neituðu að greiða sekt að upphæð 200. þúsund sterlings- pund fyrir að efna til ólögmæts verkfalls og fyrir að neita að bera vinnustöðvunina undir félags- menn í almennri atkvæðagreiðslu. Leiðtogar breska verkalýðssam- bandsins (TUC), sem telur tíu milljónir félagsmanna, og samtök námumanna eiga aðild að, hugð- ust í dag reyna að beita sér fyrir því við Margréti Thatcher forsæt- isráðherra, eða Peter Walker orkumálaráðherra, að samninga- viðræðum milli stjórnar ríkis- reknu kolanámanna og samtaka námumanna yrði haldið áfram, en þær hafa legið niðri um nokkurt skeið, þar sem ágreiningsefnin virðast óleysanleg. Picasso- mynd seld London, 10. desember. AP. FYRIR skömmu var málverk eftir Pablo Picasso slegið á sem svarar rúmum 68 milljónum króna hjá hinu þekkta Sothe- bys-uppboósfyrirtæki í London. Var hér um að ræða nekt- . armynd af kabarettdansmey. Er myndin gerð árið 1901 eða fyrir súrrealíska tímabilið hjá Picasso. Að sögn séra Henryks Jank- owski, sem stjórnaði guðsþjónust- unni, ávarpaði Lis mannfjöldann að messunni lokinni og lýsti því yfir að hann mundi halda áfram baráttu sinni fyrir endurreisn óháðu verkalýðshreyfingarinnar. Ummæli hans hlutu góðar undir- tektir og voru hrópuð vígorð Sam- stöðu. Bogdan Lis, sem er 32 ára að aldri, var í hópi stofnenda Sam- stöðu árið 1980. Hann fór huldu höfði eftir að herlög voru sett 1981, en var handtekinn í júní á þessu ári. Hann var ekki í hópi þeirra 630 pólitísku fanga, sem gefnar voru upp sakir í júlí sl., og sögðu yfirvöld þá, að ákærurnar gegn honum væru svo alvarlegs eðlis, að ekki væri hægt að láta hann lausan. Auk Lis var öðrum félaga í Samstöðu, Piotr Mierzewski frá Gdansk, sleppt úr haldi á laugar- dag. Telja sumir að ákvörðun stjórnvalda að láta þá lausa muni greiða fyrir viðskiptum Póllands við Bandaríkin, en stjórn Reagans forseta hafði lýst því yfir að það væri forsenda fyrir því að efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Póllandi yrði að fullu hætt, að pólitískum föngum yrðu gefnar upp sakir. Drer- sjúklingar noti sólgleraugu HÆTTA er talin á, að drersjúkl- ingar, sem fengið hafa gervi- augastein, geti orðið fyrir varan- legum augnskaða af völdum út- fjólubláss Ijóss að því er segir í frétt í bandaríska tímaritinu UX News & World Report. Er hún höfð eftir læknum við Em- ory-læknaháskólann í Atlanta. Segja læknarnir, að ef nátt- úrulegir augnsteinar hafi ver- ið fjarlægðir verði fólk að bera sérstök sólgleraugu því að annars sé mikil hætta á að sjón augans (nethimnan) verði fyrir skemmdum af útfjólu- blárri geislun. (Hér er um að ræða, að ský eða vagl er á auga en nú er farið að nota um það gamla, íslenska orðið drer, sem merkir grugg eða óhrein- indi.) Þota olíu- fursta gerð upptæk London, 10. deoember. AP. BOElNG-707 einkaþota í eigu ætt- arhöfðingja frá Saudi-Arabíu var gerð upptæk í dag vegna vangold- inna stæðisgjalda að upphæð 42 þús- und dollara, eða jafnvirði 1,7 millj- óna króna. Dómstóll veitti eigendum Lut- on-flugvallar leyfi til að selja flugvélina til þess að hafa upp í stæðisgjöldin. Þotan er farin að tærast og hjólbörðum hennar hef- ur verið rænt. Svo virðist sem ættarhöfðing- inn, kæri sig kollóttan um þotuna, sem flutt getur 179 farþega. Á sín- um tíma samdi hann við enskt fyrirtæki um að innrétta þotuna í glæsistíl og átti innréttingin að kosta 750 þúsund sterlingspund, eða jafnvirði tæpra 40 milljóna króna, svo hann gæti flogið um og sýnt sig á viðeigandi hátt. En greiðslurnar bárust seint og illa og var því hætt í miðju verki. UMORYGGI INNLÁNSREIKNINGS MEÐÁBÓT ÁBÓTÁ ÁBÓT OFAN Fé þitt er öruggt á InnlárisreiHningi með Abót. Ábótin vex í samræmi við verðbólgustig hvers mánaðar og reikningurinn ber 3% vexti að auki. Þetta eru sömu vextir og bjóðast á verðtryggðum inn/ánsreikningum með 5ja mánaða bindingu. SÉRSTAÐAN HELST 5ér5taða InnlánsreiHnings með Abót helst, því þrátt fyrir þessa tryggingu getur þú teHið út af reiHningnum þegar þú vilt og haldið ósHertum öllum vöxtum sem þú hefur 5afnað. Enn skaiar Abotin íram úr. ÁBÖT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU MÓNUSTA O I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.