Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 13 Dánarorsakir hér á landi: Hjarta-, æða- og krabbameins- tilfelli algengust — Dánartíðni hærri meðal karla en kvenna DÁNAKTÍÐM íslendinga 1981 var 6,2 af hverjum þúsund, en 5,7 að meðalUli 1976—1980. Árið 1982 lét ust hér 1583 og 1983 1653. Flestir létust úr blóðþurrðarsjúkdómum hjarta 1983, eða 515, 394 úr illkynja Kxlum, 161 úr sjúkdómum í heila- sðum, 97 úr lungnabólgu, 344 úr öðrum sjúkdómum og 142 í slysum. Eldvarnar- og öryggisvika á Selfossi Selfossi, 6. desember. JC-FÉLAGAR á Selfossi vinna að verkefni sem sameiginlegt er öll- uni JC-félögum á íslandi og heitir Öryggi á heimilum. Þeir hyggjast á næstunni kynna Selfossbúum þau öryggistæki sem æskilegt er að til séu á hverju heimili, s.s. reykskynjari og slökkvitæki. Þessi kynning hófst sl. laugar- dag, 8. desember, með því að nem- endum skólanna var kynnt vegg- spjald sem gert hefur verið af þessu tilefni. I för með JC-félögum verður slökkviliðsstjórinn sem mun kenna nemendum á slökkvi- tækin og reykskynjarana. Síðan verður farið um bæinn og íbúum boðin tækin til kaups ásamt sjúkratösku frá Rauða krossi fslands. Ekki er að efa að hér er um þarft verkefni að ræða sem fær margan íbúann til að staldra við og gefa þessum málum gaum því hætturnar leynast víða eins og þeir í JC hafa bent á. Kynning þessi stendur yfir í eina viku. Sig. Jóns. W.K. Wardroper Sendiherra Kanada kveður WILFRID Kenneth Wardroper, sendiherra Kanada á íslandi og í Noregi, var hér á landi fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni. Erindi þeirra hingað nú var að kveðja forseta ís- lands, ráðherra, embættismenn og aðra sem þau hafa átt samskipti við hér á landi síðan 1981 þegar War- droper, sendiherra, tók við þessu starfi sínu. W.K. Wardroper lætur nú af störfum í kanadísku utanríkisþjón- ustunni eftir 36 ára starf, en hann er 62 ára að aldri. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum í utanríkisráðuneyti Kanada í Ottawa en einnig þjónað erlendis svo sem í Finnlandi, Pak- istan og Nígeríu. Eins og áður sagði hefur hann verið sendiherra í Nor- egi og á íslandi síðan 1981 en lætur af störfum nú 18. desember. Á undanförnum árum hefur það komið nokkrum sinnum til tals að Kanadamenn kæmu á fót sendiráði hér á landi. Engin slík áform eru þó á döfinni. Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, er aðal- ræðismaður Kanada á íslandi. I'flta kemur fram í töflu um dánar- tíðni í 10. hefti Hagtíðinda 1984. Á árabilinu 1981—83 létust 4.892 einstaklingar hér á landi. 2.723 karlar og 2.169 konur. Þar af létust 11 úr berkalveiki og 14 úr öðrum bakteríusjúkdómum. Flestar dánarorsakir, eða 1521, flokkast undir blóðþurrðarsjúk- dóma hjarta (953 karlar og 568 konur). Illkynja æxli koma næst: 399 í meltingarfærum, 221 í önd- unarfærum og líffærum í brjóst- holi, 110 í beini, tengivef, húð og brjósti, 90 í öðrum en ekki nánar tilgreindum líffærum, 82 í eitla- og blóðvef. Heldur fleiri karlar deyja af þessum kvilla en konur. Aðrir sjúkdómar í öndunarfær- um en illkynja æxli valda dauða 491 einstaklings og sjúkdómar í heilaæðum dauða 485. Manndráp og áverki veittur af ásettu ráði teljast dánarorsök í 5 tilfellum 1981-1983. Áverki sem ekki er vitað hvort stafar af slysi eða ásetningi telst dánarorsök í 26 tilfellum. Sjálfsvíg eru talin 78. Umferðarslys valda 70 dauðsföll- um, flutningaslys á sjó eða í vatni 41, flugslys 19, drukknanir 16 og önnur slys 56. Á þessu árabili, 1981—1983, er dánartíðni Íslendinga 697 af hverjum 100 þúsund að meðaltali á ári, þar af 770 karlar en 623 konur. Hér sést einn unglinganna 16 sem á laugardag hlupu frá Reykjavík heim til Þorlákshafnar. Unglingarnir söfnuðu ábeitum til styrktar ferðasjóði sínum. „Leiðin heim er alltaf styttri Í6 — 16 unglingar hlupu frá Reykjavík til Þorlákshafnar SEXTÁN unglingar frá Þorláks- höfn lögðu land undir fót á laugar- dag og hlupu frá Reykjavík og beim, samtal.s 50 kílómetra. Að sögn Bjarna E. Sigurðsson- ar, skólastjóra, voru þátttakend- ur nemendur 9. bekkjar grunn- skólans og söfnuðu þau áheitum. Einstaklingar og fyrirtæki greiddu þeim vissa upphæð fyrir hvern kílómetra, sem þau hlupu og ætla þau að nota peningana í ferðasjóð. „Þau lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 9 á laugar- dagsmorgni, því það er alltaf styttra að fara heim," sagði Bjarni og hló. „Heim voru þau komin kl. 13 og voru fljótari í ferðum en búist var við. Veður var ágætt miðað við árstíma og hver og einn hljóp að meðaltali um 2—3 kílómetra. Þau voru öll vel búin og hálka var lítil, svo ekki var hún til trafala." Bjarni sagði, að unglingarnir hefðu fengið ágæta upphæð fyrir hlaupið, en ekki hefði verið ákveðið enn hvert farið yrði í lok skólaársins. „Nú er þó hægt að hugsa til lengri farar en áður, því þetta tókst svo vel," sagði Bjarni E. Sigurðsson, skóla- stjóri, að lokum. Alfreð Elíasson Jakob F. Asgeirsson Alfreðs saga og Loftleiða — skráð af Jakobi F. Ásgeirssyni tæki íslendinga," segir í kynningu forlagsins. Bók þessi er tileinkuð „öllum þeim sem lögðust á eitt að gera Loftleiðaævintýrið að veruleika." Saga þess fyrirtækis er megin- inntak bókarinnar, og frásögninni lýkur við sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Aðdragandi hennar er rakinn í ítarlegu máli og greint frá sviptingum bak við töldin þegar stjórnvðld knúðu sem ákafast á um sameiningu. Urðu árekstrar þar harðir, einkum er til þess kom að meta eignir félaganna og ákveða um valdahlutföll hvors aðila um sig í hinu nýja félagi, segir í kynningunni. Um sömu mundir og sameiningin var á döf- inni varð Alfreð Eliasson fyrir al- varlegum heilsubresti, og nokkru eftir að Flugleiðir voru settar á stofn var hann neyddur til að draga sig í hlé frá forustuhlut- verki sínu í íslenskum flugmálum. Alfreðs saga og Loftleiða er stór bók, 350 bls. og ríkulega mynd- skreytt í eftirmála gerir skrasetjari grein fyrir helstu heimildum, og aft- ast er skrá um mannanöfn. Bókin er prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf. Kápa er hönnuð í Auglýsingastof- unni Octavo. 29555 3ja herb. ibuðír Engjasel. 3ja herb. 105 fm íbúö á 1. hæo i enda ásamt bílskýli. Laus nú þegar. Glæsi- leg eign. Verö 2000 þús. Hamraborg. 3ja herb. 100 fm íb. á 2. hæö. Bilskýli. Verö 1900 þús. Kleppsvegur. 3ja—4ra herb. íbuð 95 fm í blokk, gott útsýni. Verö 1850 þús. Engihjalli. 95 fm ibúö í lyftu- blokk. Verð 1700—1800 þús. Gamli bærínn. 110 fm íbúð í risi. Verö 1750 þús. Godheimar. 3ja herb. 100 fm ibuð á jardhæö. Sér inng. Verð 2 millj. Eyjabakki. 3ja herb. 90 fm íb. á 1. hæð. Þvottur og búr innaf eldhúsi. Aukaherb. í kj. Verö 1800—1850 þús. Alagrandi. 3)a herb., 85 fm, íbuð á jaröh , nýjar innr. Verð 1950—2000 þús. 4ra herb. og stærn Kópavogsbraut. 3ja—4ra herb. 100 fm íb. á 1. hæð ásamt 36 fm bílskúr. Verö 2,3—2,4 millj. Dalsel. 4ra herb. 110 fm ib. á 2. haeð ibúðin skiptist í 3 rúmg. svefnherb., sjónvarpshol og rumg stofu. Þvottah og búr innaf eldhusi. Bilskýli. Mögul. aö taka minni eign uppí hluta kaupverðs. Hraunbær. 4ra herb. 110 fm íb. á 1. hæð. Mögul. skipti á 2ja herb. Verð 1850—1900 þús. Meistaravellir. 4ra herb. 117 fm íb. í blokk. Mjög vönduð eign. Verð 2,1—2 millj. Breiovangur. 4ra herb. 122 fm íb. á 1. hæð. Mjög vönduö eign. Þvottur og búr innaf eld- húsi. Verð 2,3—2,4 millj. Arahólar. 4ra-5 herb. 110 fm íb. í fyftublokk. 30 fm bílsk. Mjög góö eign. Gott útsýni. Mögul. skipti á 2ja-3ja herb. íb. Stelkshólar. 4ra herb. 110 fm íb. á 3. hæö ásamt bilskúr. Mjög vandaðar innréttingar, glæsileg eign. Verö 2,4 millj. Langholtsvegur. 4ra herb. 120 fm ibuð á 1. hæö. Skipti á minni eign æskileg. Granaskjól. 140 fm sérhæo á 1. hæð. 40 fm bilskur. Verö 3,3 millj. Einbýlis- raöhus Langageröi. 230 fm einb.hús, sem er 2 hæöir og kj. Stór bílsk. Skipti á minni eign koma til greina. Verö 5 millj. Vantar allar stæröir og geröir eigna á söluskrá EIGNANAUST Bolstaðarhlið 6, 105 Reykjavik. Símar 29555 — 29558. Hrolfur H|allason. vioskiplafræöingur BOKAUTGAFAN Iðunn hefur sent frá sér Alfreos sögu og Loftleiða. Jakob F. Ásgeirsson skráði eftir frásögn Alfreðs og ýmsum fleiri heimildum. í bókinni rekur Alfreð Elíasson fyrrverandi forstjóri minn- ingar sínar og greint er frá tilurð og sögu Loftleiða, „hvernig fyrirtækið óx úr nánast engu upp í að verða stórveldi á íslenskan mælikvarða," segir í frétt frá forlaginu. „Fjallað er um íslenska flugsögu sem nær hápunkti með samein- ingu Flugfélags Islands og Loft- leiða sem sumir vilja kalla „sluld aldarinnar", segir þar ennfremur. Alfreð Elíasson segir hér frá uppvaxtarárum sínum, dvöl vest- an hafs, fyrstu kynnum af flugi og flugmálum, og koma hér við sögu allir helstu forvígismenn í íslensk- um flugmálum við stríðslokin. Þá er greint frá stofnun Loftleiða og baráttu þeirra fyrir stöðu sinni á hinum harða markaði Atlants- hafsflugsins. Frásögnin er studd margvíslegum gögnum, samtíma- frásögnum blaða, munnlegum upplýsingum, svo og einkaplögg- um sem ekki hafa fyrr verið hag- nýtt. „Hér kemur því fram ýmis- legt sem hingað til hefur verið á fárra vitorði um hvað gerðist bak við luktar dyr fundaherbergja og forstjóraskrifstofa þegar teflt var um völd og metorð í stærsta fyrir- SVERRIR KRISTJANSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆO LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Einstakt tækifæri — í smíöum í Bústaöahverfi Til sölu þrjár 4ra—5 herb. íbúðir á tveim hæoum ásamt bílskur og þrjár 2ja herb. /búöir á 3. hæd. Hver íbúð hefur sórinng. og gott útsýni. Suðursvalir. Á 1. og 2. hæð er mögul. aö skipta íbúöunum i tvær 2ja herb. íbúðir. ibúðirnar afh. tilb. undir trév. í ágúst 1985. Fullgerð sameign i nóv. 1985. Esjugrund — Kjalarnesi Ca. 160 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr. Til afh. strax fokhelt meö gleri, járni á þaki. Verö 1600 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.