Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
Á ferð um ísland
Bókmenntír
Sigurjón Björnsson
Martin A. Hanaen: Á ferð um ís-
land. Myndir eftir Sven Havsteen-
Mikkelsen. Hjörtur Pálsson íslensk-
aði. Almenna bókafélagið. Reykjavfk.
1984. 243 bls.
Þessi bók á annað skilið en vera
hraðlesin í miðri jólakauptíð og fá
stutta umsögn hripaöa í flýti. Ég
hlakka til að vitja hennar á ný, þeg-
ar um hægist, lesa hana hægt og
með hléum, leyfa henni að seytla
inn í hugann og valda þar nýjum
sýnum, dýpri skilningi á íslandi,
landi, þjóð og sögu.
Það leynir sér ekki að skáld held-
ur um penna. Maður sem er gjör-
kunnugur fornum bókmenntum ís-
lenskum og hefur búið sig firnavel
undir ferð sína. Höfundur er jafn-
framt vitur maður og djúpskyggn,
svo að mikil nautn er að lesa hug-
leiðingar hans. Sakar hvergi þó að
hann fari hægt yfir land, láti hug-
ann reika og sé létt um mál. Það
verður aldrei leiðigjarnt, en alltaf
lærdómsríkt.
Félagarnir tveir, danska skáldið
Martin A. Hansen og málarinn Sven
Havsteen-Mikkelsen, ferðuðust um
hluta íslands vorið og sumarið 1952.
Sjá má á bókarkápu að þá hefur
Marteinn verið rúmlega fertugur og
að hann er allur þremur árum síðar.
Ferð þeirra félaga á blæjujeppanum
hefur augljóslega verið eins konar
pílagrímsför. Marteinn skrifaði en
Sveinn teiknaði þaö sem fyrir augu
bar. Margar þeirra mynda prýða
bókina.
Ferðasagan hefst um hvítasunnu-
leytið norður hjá Hrauni í Öxnadal.
Virðist þeim félögum hafa dvalist
lengi á Norðurlandi og átt erfitt
með að slíta sig þaðan, því að öll
bókin utan þrír kaflar fjallar um
þann hluta landsins. í einum kafla
segir frá Borgarfirði og Snæfells-
nesi. Annar gerist á Suðurlandsund-
irlendinu. Og lokakaflinn, einn með
þeim allra fegurstu, er um hafið.
Á Reykjavík er lítið minnst í j>ess-
ari bók, enda telur höfundur það lítt
á sínu færi. Tími virðist ekki hafa
gefist til að skoða Vestfirði, Austur-
Formið yrkir
Bókmenntír
Sveinbjörn I. Baldvinsson
fáguð við hreim og hætti dýrra Ijóða
helgust af því sem gæfan okkur léði.
(Úr. „Hátíð“ bls. 14).
land eða hálendið. E.t.v. hefur hug-
urinn staðið til annarrar íslands-
reisu, en það tóku aðrir í tauma fyrr
en varði.
Því fer víðs fjarri að ég hafi lesið
allar þær bækur, sem útlendir menn
hafa ritað um ferðir sínar til ís-
lands. Engu að síður þori ég að full-
yrða, að vandfundin sé bók sem ís-
lendingum má vera jafnmikið
ánægjuefni og þessi. Margt veldur
því. Hún er svo nákvæm og rétt, að
varla verður betur gert. (Einstaka
smávillur má finna, en svo lítilfjör-
legar að ekki tekur því að nefna
þær.) Þessi nákvæmni hlýtur að
vera einstök, þegar maður skrifar
um annað land en föðurland sitt. Þá
er hið gamla og nýja svo vel fellt
saman að unun er að. Víst hefur
ritarinn drukkið í sig fslendingasög-
ur og dáir þær. En honum gleymist
samt ekki að hann er að heimsækja
lifandi fólk, og hann nýtur bersýni-
lega samvista við það. Þá er það
honum engin ofraun að vera hvort
tveggja í senn sannur Dani, sem
virðir land sitt og þjóð, og skilja og
virða hug íslendinga f garð Dana
fyrr á tíð, án þess að ánetjast sjón-
armiðum fslendinga eða bregðast
reiður við. Og ekki er minnst um
vert að finna hvílíku ástfóstri hann
hefur bundist fslandi, þ.e.a.s. því
sem best er, varanlegast og menn-
ingarlegast.
Érfitt er að gera upp á milli ein-
stakra kafla eða þátta i þessari bók,
þvf að allir eru þeir með miklum
ágætum. Þó er mér nú efst f huga
frásögn af dagstund við Goðafoss,
þar sem höfundur lætur hugann
reika. Og síðasti kaflinn um hafið er
gerður af mikilli snilld.
Hjörtur Pálsson, sem snúið hefur
textanum á íslensku, á mikið lof
skilið fyrir þýðingu sína. Mál hans
er fagurt og tært, ljóðrænt og
svipmikið. Erfitt er að sjá nokkurt
þýðingarbragö þar á.
Allur frágangur bókarinnar er
smekklegur og hinn vandaðisti í hví-
vetna.
Ég hika ekki við að mæla með
þessari bók við vandfýsna lesendur,
sem fremur kjósa sér lesefni til list-
rænnar nautnar en afþreyingar.
Sveinbjörn Beinteinsson:
HEIÐIN, kvæðabók, 95 bls.
Hörpuútgáfan.
Þessi kvæðabók allsherjargoða
Ásatrúarfélagsins er hin fimmta
sem hann sendir frá sér. Hún hef-
ur að geyma kveðskap allt frá 1940
til þessa árs. Þessi kveðskapur er í
því formi sem löngum hefur verið
kallað hefðbundið, en sú skilgrein-
ing er nú vart fullngæjandi lengur
eftir að ort hefur verið á íslensku
án endaríms og stuðla og höfuð-
stafa í tvo eða þrjá mannsaldra.
En form er fleira en rím og
stuðlar. Enn í dag er ort með rími
og stuðlum án þess þó að sá
kveðskapur beri yfirbragð liðinna
alda. Mætti nefna til dæmis Þór-
arin Eldjárn og Megas í því sam-
bandi. Þegar í byrjun þessarar
aldar hófst mikil endurnýjun inn-
an hins rímaða og stuðlaða ljóð-
forms. Endurnýjun í efnistökum
og máli, svo eitthvað sé nefnt.
Dæmi: Davíð, Tómas, Steinn. Að
ógleymdum Jóhanni Sigurjóns-
syni.
Því er þessi pistill settur á blað
hér, að það vakti furðu þess er
þetta skrifar að Sveinbjörn Bein-
teinsson virðist hafa farið á mis
við nánast alla þessa þróun sem
hér er að vikið. Eg myndi fremur
kalla kvæðin í þessari bók gam-
aldags en hefðbundin. En það þýð-
ir að sjálfsögðu ekki endilega að
þau séu slæm. Það þýðir bara að
þau er gamaldags. Bæði hvað
varðar form og innihald:
Fjallkonumálið móðurtungan góða
mótaðist hér við líf í sorg og gleði
Ljóðið sem þessi tilvitnun er úr
er frá árinu 1974 að því er ég best
fæ séð (ekkert ártal fylgir því en
næsta ljóð á eftir er frá nefndu
ári). Undirritaður hefði látið
blekkjast hefði honum verið tjáð
að það væri frá 1874.
Sem sagt: „Heiðin" getur naum-
ast talist lóð á vogarskál þróunar í
íslenskum bókmenntum. Hið
gamla form stendur svo traustum
fótum í þessum ljóðum að nýjum
efnistökum verður ekki við komið.
En víða er dýrt og lipurt kveðið
innan þessara þröngu marka. Fer
ekki hjá þvi að manni finnist á
köflum að formið hafi hreinlega
ort innihaldið, svo mjög sem það
hefur yfirhöndina í bókinni:
Rís nú mengi fletum frá.
Fýsir dreng að starfa þá,
kýs ég lengja Ijóðaskrá,
lýsing engin fatast má.
Mínar annir hef í hönd.
Illýnar manni sefaströnd.
Brýna sannar sögur önd
sín að kanna foður lönd.
(Ún „Tímaríma" bls. 61).
Sveinbjörn Beinteinsson yrkir
heilu bálkana með þessum hætti
og er það mikil íþrótt. Hætt er við
að fáir núlifandi íslendingar gætu
leikið það eftir honum. Að lokum
langar mig að vísa til formála
Sveinbjarnar að kvæðum sínum.
Þar kemur fram sitt hvað um
skoðanir hans á skáldskap og þar
á meðal einmitt það að skáldskap-
ur sé íþrótt. Þar skilja leiðir okkar
nafnanna.
SKRÝTMAR 06 SKeMMTiieGAR 'BÆKOK
FJ ALLAKRÍ LIN
ÓVÆNT HEIMSÓKN
eftir Iðunni Steinsdóttur
Það er heldur betur kátt í
koti hjá krílunum: Fausi,
Fjárbjóður og Meinfús fá
framandi gesti og sam-
búðin verður hin söguleg-
asta.
Framhald af vinsælu
barnabókunum Knáir
krakkar og Fúfu og
fjallakrílin með skemmti-
legum myndum eftir Búa
Kristjánsson.
ÞAÐ ER EKKI
HÆTTULAUST
að vera lítil mús í leit að æti eða
íkorni úti í skógi. Við erum svo
ósköp smá og margir sem vilja
læsa í okkur klónum.
ÞU GETUR
HJÁLPAÐ
Ýttu okkur bara gegnum
rifuna. Það er smuga á
hverri blaðsíðu í bók-
unum um okkur. Og svo
geturðu lesið um okkur í
leiðinni. Eða mamma
eða pabbi.
Og þá verður gaman.
Bókhlaðan