Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Góðar gjaf ir veittar og þegnar Milljón í Eþíópíuhjálp og 1000 ullarteppi Rauði kross Islands fagnaði 60 ára afmæli samtakanna á hátíða- fundi sl. laugardag í Borgartúni 6 að viðstöddum forseta fsiands, ráðherr- um, biskupinum yfir Islandi, fram- kvæmdastjóra Alþjóðsambands Rauða krossfélaga og fjölda gesta. Voru fhittar hátíðarræður, fram bornar heillaóskir og afhentar góðar gjafir, bæði til afmælisbarnsins og frá þvi. • í upphafsávarpi sínu skýrði Benedikt Gröndal, stjórnarfor- maður RKÍ, frá því að samtökin ætluðu á þessu afmæli sínu að þakka þjóðinni stuðninginn með gjöf í formi 2,5 milljóna króna framlags til kaupa á brjóstmynda- tæki fyrir Krabbameinsfélagið. Sagði Gunnlaugur Snævarr, for- maður Krabbameinsfélagsins, í þakkarræðu sinni að það væri Rauöa krossinum líkt að nota sitt eigið afmæli til að gefa. Þá afhenti Benedikt Gröndal frá RKl milljón króna framlag til hungraðra á þurrkasvæðunum í Afríku. Benti m.a. á að við séum ekki ein í heiminum, við séum hluti af fjölskyldu þjóðanna og minnti á aðstoðina sem við feng- um í Vestmannaeyjagosinu og að- stoðina sem nú yrði að veita hungruðum í Eþíópíu. „Rauði krossinn lýsir sér best í störfum sínum en ekki öfugt," sagði Bene- dikt. Hans Hoegh, framkvæmda- stjóri Alþjóðasambands Rauða kross félaga, árnaði félaginu heilla. Hann sýndi nýja mynd sem BBC hefur tekið á hungursvæðun- um í Eþíópíu og minnti jafnframt á að þetta mætti ekki verða aðeins hálfs mánaðar katastrófa. 10 börn deyja á hverri mínútu víðs vegar í heiminum úr fæðuskorti og fá- fræði þeirra sem um þau sjá sagði hann. Þá talaði Sigurður Magn- ússon fulltrúi RKÍ um þann merka manna Dunand, sem stofnaði al- þjóða Rauða krossinn, dramatískt líf hans og upphaf samtakanna. Ólafur Mixa fyrrv. formaður RKÍ minntist 60 ára afmælis íslands- deildarinnar og Erlingur Aspel- und formaður stjórnar Sjúkra- hótels RKÍ sem er einmitt 10 ára. Sagði að stjórn Rauða kross fs- lands hefði ákveðið í sambandi við afmæliö að eitt meginverkefnið yrði nú stækkun hótelsins, og yrði gengið í skipulagningu á því átaki á næstunni. Skýrði Erling frá því að Kvennadeild Reykjavíkurdeild- ar RKÍ hefði afhent sjúkrahótel- ¦í nV\]ki *^M SI. *jm .; t*> B ^*» '' lÉllft , ¦. S2 '¦'' ^F •'¦:<¦• *-^B " ¦ BSMk V ¦ ^ "> Æm\ Þrír voru sæmdir heiðursmerki Rauða kross íslands í tilefni afmælisins. Afhenti formaður, Benedikt Blöndal, Birni Tryggvasyni fyrrv. formanni gull- merki og Sigríði Helgadóttur brautryðjanda um verzlunarmál í sjúkrahúsum silfurmerki. Anna Cronin í London tekur við sínu heiðursmerki síðar. Hans Hoegh, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða kross-félaga, flytur RKÍ heillaóskir. Fremst má sjá biskupinn yfir íslandi, Pétur Sigurgeirsson, og frú Sólveigu Ásgeirsdóttur, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, forseta íslands, VigdÍ3Í Finnbogadóttur, Benedikt Blöndal, formann RKÍ, og frú Guðrúnu Karlsdóttu, Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og frú Guðlaugu Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/BE. Erling Aspelund, formaður Sjúkrahótels RKÍ, sem á 10 ára afmæli, sagði að stjórnin hefði ikveðið í tilefni afmælisins að eitt meginverkefnið yrði nú að stækka sjúkrahótelið á næstunni. Einnig þakkaði hann 40 þús. kr. gjðf frá Kvennadeildinni til bókakaupa fyrir sjúkrahótelið. „Ef börnin létust í flugslysi væri það komið á forsíöur dagblaða um heim allan" f tilefni 60 ára afmælis Rauða kross fslands kom hingað til landsins Hans Höegh, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins. Höegh er fslendingum að góðu kunnur, en hann var formaður Rauða krossins í Noregi þar til hann tók við framkvæmdastjórn Alþjóðasambandsins 1981. Hans Höegh kom mikið við Rauða krossins er að sinna neyð- sogu i Vestmannaeyjagosinu og bauð m.a. öllum börnum í Vest- mannaeyjum á aldrinum 6—14 ára til hálfsmánaðardvalar í Nor- egi. Um 950 börn dvöldu á norsk- um heimilum, börnin voru mun fleiri en Hoegh hafði gert ráð fyrir, en er hann spurðist fyrir um fjölda þeirra í fyrstu fékk hann þau svör að þau væru um 200. Þó bornin væru þannig um fimm sinnum fleiri en gert hafði verið ráð fyrir upphaflega, var ákveðið að hverfa ekki frá þessari ákvörðun, og með góðum samn- ingum við Flugfélag íslands og stofnun félagsins Hándslag til Is- land varð dvöl barnanna að veru- leika. Rauði krossinn er nú starfandi í 135 löndum og félagsmenn um heim allan um 250 milljónir. Mbl. hitti Höegh að máli stuttu áður en hann gekk inn á hátíðarfund Rauða kross íslands, en þar sýndi hann m.a. nýja mynd sem BBC hefur látið gera um starfsemi Rauða krossins í Afríku. Hoegh lagði áherslu á að Rauði krossinn gæti aldrei komið í veg fyrir hungur, slíkt væri eingöngu á færi stjórnvalda, en hlutverk arþjónustu víða um heim. f því sambandi sagði hann hlutleysi Rauða krossins mjög mikilvægt, og það gerði þeim kleift að að- stoða fórnarlömb um heim allan. Eitt veigamesta verkefni Al- þjóðasambands Rauða krossins nú er aðstoð við fólk á hungur- svæðunum í Afríku, en Höegh sagði þá hjá samtokunum hafa bent á likur á neyðarástandi þeg- ar í desember á liðnu ári. „En það hlustaði enginn á okkur þá, við létum gera kvik- mynd í þessu sambandi í desem- ber í fyrra og sendum hana til sjónvarpsstöðva víða um heim, en það er ekki fyrr en fólk er farið að deyja í storum stíl að þessir at- burðir ná í raun til fjölmiðlanna." Og Hoegh bætti þvi við að ýms- ar aðrar hörmungar væru að ger- ast í þriðja heiminum, á ári hverju deyja t.d. um 5 milljónir barna úr magakveisu í Afríku. „Þetta heyrir til þess sem við höfum kallað hinar þoglu hörm- ungar vegna þess hve lítið fréttist af þessu. f byrjun þessa árs fór- um við hjá Rauða krossinum af stað með nýja áætlun sem við höfum kallað „Child alive" sem Morgunblaðið/Friðþjófur Hans Höegh framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins. miðast að því að lækka þessa dánartölu. Orsökin fyrir þessum mikla barnadauða er fyrst og fremst fáfræði mæðranna, þær hætta að gefa börnunum næringu er þau veikjast, þessi ráð þiggja mæðurnar frá formæðrunum. Fljótt á litið virðist auðvelt að kenna þeim viðeigandi meðhöndl- un, en hið einfalda er oft flóknara en margur heldur." Hann bætir því við að þær 5 milljónir barna sem látist hafaaf þessum orsökum séu 17 sinnum fleiri en þeir sem fórust í Hiro- shima á sínum tíma, „ef lítið brot af þessum börnum færust í flugslysi væri það komið á forsíð- ur dagblaða um heim allan". Hið sama segir hann að megi segja um ástand fatlaðra í vanþróuðu löndunum, „það er t.d. talið að um 50 milljónir blindra séu í þessum löndum, fyrir utan þá sem eru fatlaðir af öðrum orsökum, en enginn hefur fengist til að hlusta á það enn." Hans Höegh sagði að auk þess að sinna neyðarþjónustu reyndi Rauði krossinn að reyna að hjálpa til sjálfshjálpar með því að senda sérmenntað fólk til starfa sem getur aðstoðað við að byggja upp ákveðnar atvinnu- greinar og þjónustu. Hans Hoeg var spurður hvort framlög til Rauða krossins kom- ist alltaf til skila. „Þörfin fyrir aðstoð er svo gffurleg, að við get- um ekki búist við framlögum ef það er ekki tryggt að þau komist til skila til réttra aðila. Rauða kross-deildirnar víða um heim verða að segja frá árangri starf- seminnar á hverjum stað jafnt sem þörf fyrir aðstoð. Sem dæmi um árangur get ég nefnt starf okkar í Eþiópíu, i júnf sl. voru í Woliaita í Suður-Eþfópíu um 8.000 börn sem voru að deyja úr hungri. í dag er tala þeirra sem eru í lífshættu komin niður f 250. Aðrir staðir sýna ekki jafn góðan árangur tölulega, t.d. Wollo, en þegar við hófum hjálparstarfið þar voru 3.000 manns að deyja úr hungri, talan óx Á skömmum tíma upp í 15.000, þá 25.000. Fyrir viku var mér sagt að dánartalan væri að færast niður, en er ég fór frá Genf á laugardaginn var mér sagt að dánartalan hefði aldrei verið hærri en sl. þrjá daga. Það er stoðugur straumur af fólki sem kemur til hjálparstoðvarinnar f WoIIo, og það er í hræðilegu ástandi." f skýrslu Rauða krossins um hungursneyðina f Afríku sem kom út nú í nóvember kemur fram að þörfin fyrir aðstoð er gíf- urleg og búist er við að alvarlegt ástand ríki víða á árinu 1985. Vegna langvarandi þurrka vfða í Afrfku ríkir nánast neyðarástand nú í Eþíópfu og Chad, og búast má við að á næsta ári verði ástandið svipað á þurrkasvæðum í mörgum öðrum löndum Afríku. „Við vinnum í samvinnu við ótal aðrar stofnanir svo sem FAO og þann 17. desember verð ég m.a. á fundi í New York þar sem full- trúar ýmissa stofnana munu hitt- ast og bera saman bækur sfnar. Þann 22. desember fer ég til Eþíópíu og verð þar um jólin, heimsæki fulltrúa Rauða kross- ins í Eþíópíu og Súdan. Þetta fólk vinnur allt á jólunum og hvers vegna ætti ég að taka mér frí þó ég sé yfirmaður þeirra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.