Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Tvær ljósperlur Einn daginn á leiðinni í vinnuna freistast ég til að kveikja á hádeg- isfréttum útvarpsins. Fyrsta fréttin greinir frá aftökum flug- ræningjanna í Teheran, er í smáatriðum lýst hvernig þeir skjóta farpegana eftir að hafa bundið þá á höndum og fótum, næsta frétt greinir frá morðum á Sri Lanka, hvernig „skæruliðar tamila" fara að því að brenna blásaklausa vegfarendur inni rútubíl, þriðja fréttin lýsir ástandinu t kringum eiturefna- verksmiðju Union Carbide í fá- tækrahverfum Bhopal. Þegar hér var komið sögu, var ég löglega af- sakaður að slökkva á viðtækinu, því fararskjótinn hafði teymt mig á áfangastað. En ekki voru það fagrar hugsanir er ég bar með mér frá hádegisfréttum útvarpsins til móts við blessuð börnin þar sem þau streittust við jólaprófin. Þetta voru myrkar hugsanir, er leiddu mig fram og aftur um jarðar- kringluna. Þar sá ég fyrir mér mannskepnuna sem hið aumasta dýr jarðarinnar, þrátt fyrir öll glæsilegu hugverkin og þrátt fyrir öll trúarritin er lofa eilífu lífi eftir þennan dag. Veruleiki stóru fréttastofanna er allur annar, þar er mannskepnan leidd fram á hengiflugið, þar sem hún stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að hinir hjartahreinu og umkomu- lausu eru gjarnan myrtir með köldu blóði en morðingjarnir sleppa með bros á vör. Gagnvart slíku óréttlæti stöndum vér máttvana, þar dugir skammt viss- an um fegurra líf handan grafar. Ljósperlur í myrkrinu Til allrar hamingju taka fréttir ekki allan dagskrártímann hér á landi, annars væri þjóðin fyrir Iöngu búin að grafa sig oní kjarn- orkubyrgi. í dagskrá ríkisfjölmiðl- anna þessa helgi voru til dæmis nokkrar ljósperlur er lýstu andar- tak upp þennan myrka heim er vér byggjum. Vil ég rétt minnast á tvær þeirra. Á laugardagskvöldið klukkan 22.30 sýndi sjónvarpið ít- alska sjónvarpsmynd er lýsti þriggja daga gönguferð nokkurra menntaskólanema til Flórens- borgar. Það er engin furða þótt ítalir ráði peisatískunni, hús- gagnatískunni og ég veit ekki hvað. Hvílíkir smekkmenn, í það minnsta var hver sena í þessari mynd einsog lítið ljóð og samt var söguþráðurinn hnökralaus. Kannski stafar þetta af því hve menningin er samrunnin þessu fólki, það hefur fegurðina allt í kringum sig í málverki, bygging- um, höggmyndum. Já svo sannar- lega hefir myndlistin auðgað kvikmyndalist þessarar þjóðar. Þetta er sönnun þess að leyni- þræðir liggja milli hinna ýmsu íistgreina, rétt eins og milli manna og hests. Hin perlan Hina Ijósperluna fann ég oní nuddpotti SundhaJlarinnar í Kastljósi Sigurveigar Jónsdóttur, en þvi beindi hún meðal annars að 92 ára gömlum unglingi er fundið hefur „uppsprettu hinnar eilífu æsku" í volgu vatni og hæfilegri hreyfingu. Það er sannarlega upp- örvandi að sjá menn svo hressa á tíræðisaldri og fá á því staðfest- ingu að reglulegar sundferðir, göngutúrar eða leikfimi geta vakið stirðnuð liðamót til lífs og veitt ómælda gleði hinum öldruðu, sem svo sannarlega eru ekki deginum eldri en tvitugir — í andanum að minnsta kosti. - Ólafur M. Jóhannesson UT VARP / S JON VARP Þingsjá í kvöld í stað Harmleiksins í Varsjá Með sínu lagi: Lög við ljóð ef tir Tómas ¦¦¦¦¦ Breyting verð- OO20 ur á dagskrá &£á—~ sjónvarpsins í kvöld. Sýningu bresku heimildamyndarinnar Harmleikurinn i Varsjá verður frestað og í stað hennar verður þátturinn Þingsjá á dagskrá. Umsjónarmaður þátt- arins er Páll Magnússon. í þættinum munu for- ystumenn stjórnmála- flokkanna koma fram og sitja fyrir svörum. f sjón- varpssal verður einnig þrjátíu manna hópur, sem mun leggja spurningar fyrir forystumennina. Eru fimm manns tilnefndir af hverjum flokki. Gera má ráð fyrir að dagskrá sjónvarpsins lengist eitthvað og að fréttir í dagskrárlok verði um kl. 23.30. ¦¦¦¦¦ í dag leikur 1 CT0O Svavar Gests 1<Í— lög af íslensk- um hljómplötum í þætti sínum „Með sínu lagi", sem er á dagskrá rásar 2. Að þessu sinni verða tekin fyrir ýmiss konar lög, þó aðallega dægurlög, sem samin hafa verið við ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. Einnig mun Svavar grípa niður í einn og einn kafla úr bókinni „Svo kvað Tómas" eftir Matthías Johannessen. Að sögn Svavars er í hverjum þætti tekið fyrir ákveðið efni, svo þáttur- inn sé samfelldur frá upp- hafi til enda. Fjallað er um ákveðinn textahöfund, Tómas Guðmundsson tónskáld eða söngvara og eru eingöngu flutt lög af íslenskum hljómplötum, eins og undirtitill þáttar- ins ber með sér. Lesið úr nýjum barna- og unglingabókum ¦¦¦¦ Þátturinn I>est- OA30 ur úr nýjum £*" ~~ barna- og ungl- ingabókum er á dagskrá útvarpsins í kvöld. Um- sjónarmaður þáttarins er Gunnvör Braga, en kynnir er Sigurlaug M. Jónas- dóttir. Þátturinn í kvðld hefst með því að lesið verður úr bókinni í ræningjahönd- um eftir Ármann Kr. Ein- arsson. Bókaútgáfan Vaka gefur bókina út. Síðan verður lesið úr bókinni Bogga á Hjalla eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur, sem gefin er út hjá Máli og menningu. Vilborg las þessa sögu í útvarpið fyrir nokkrum árum og hét hún þá Við stokkinn. Þá verður lesið úr bók- inni Dagur í lífi drengs eftir Jóhönnu Á. Stein- grímsdóttur, sem Iðunn gefur út. Síðasta bókin að þessu sinni er Strákarnir sem struku til Skotlands eftir Marinó L. Sveinsson. Bók- in er gefin út hjá Skjald- borg. Gunnvör Braga, um- sjónarmaður, sagði að í þætti þessum væri ein- göngu lesið úr nýjum bók- um eftir íslenska höfunda. Þátturinn er með svipuðu sniði og Á bókamarkaðin- um, sem Andrés Björns- son hefur verið með fyrir jólin á undanförnum ár- um. Næstu þættir verða á laugardaginn kemur kl. 11.20 og á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Bjarni Guð- leifsson á Möðruvöllum talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin í Sunnuhllð og vinir hennar" eftir Margréti Jóns- dóttur. Sigurður Skúlason les sögulok (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 „Man ég það sem löngu leið" Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Umsjón: Ingimar Eydal. (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1Z20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnír. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir. 13.30 Þýskt og danskt popp. 14.00 A bókamarkaðinum Andres Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miödegistónleikar Parlsar-hljómsveitin leikur . Lærisvein galdrameistar- ans", hljómsveitarverk eftir Paul Dukas; Jean-Pierre Jacquillat stj. 14.45 Upptaktur Guömundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóníu nr. 6 í h-moll eflir Pjotr Tsjalkovský; Loris Tjeknavorian stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: .Antllópusöngvarinn" eftir Ruth Underhill I útvarpsleik- gerð Ingebrigt Davik. 6. og slðasti þáttur: Græni dalurinn. Aður útvarpað 1978. Þýðandi: Sigurður Gunnars- son. Leikstjóri: Þórhallur Sig- urðsson. Leikendur: Hákon Waage. Steindór Hjörleifs- son, Kristbjörg Kjeld, Jónlna H. Jonsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórsdóttir, Arni Benediktsson og Jóhann Örn Hreiðarsson. 20.30 Lestur úr nýjum barna- og unglingabökum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 21.05 íslensk orgeltónlist Ragnar Björnsson leikur á orgel Kristskirkju I Landa- koti. a. Inngangur og passacag- lia i f-moll eftir Pál Isólfsson. b. Prelúdla, kórall og fúga eftir Jón Þórarinsson. 21.30 Utvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (12). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP 19.25 Sú kemur tlö Fjóröi þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geim- lerðaævintýri. Þýðandi og sögumaður Guðnj Kolbeins- son. Lesari með honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttaagrip á táknmáli. 20.00 Fréftir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Rauöi kross Islands 60 ára Um þessar mundir eru liðin sextlu ár frá þvl að Rauði ÞRIÐJUDAGUR 11. desember kross Islands var stofnaður. Samtökin hafa af þvl tilefni látið gera þessa stuttu mynd sem lýsir hinu fjölþætta starfi sem nú fer fram ð vegum þeirra. 21.15 Njósnarinn Reilly 10. Samtökin. Breskur framhaldsmynda- flokkur I tólf þéttum. Reilly heldur áfram afskipt- um sinum af baráttu rauöliða og hvltliða, innan Sovétrlkj- anna sem utan. Þýðandí Kristmann Eiðsson. 22.20 Harmleikurinn I Varsjá Bresk heimildamynd sem lýsir atburðum I Varsjá, höf- uðborg Póllands, haustið 1944. Þá gerðu Varsjárbúar uppreisn gegn hernámsliði nasista og var henni mætt af mikilli hörku. SS-sveitir drápu um 100.000 manns en aðrir Ibúar voru fluttir brott og borgin nær jöfnuð viö jörðu. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar I Bústaða- kirkju i sl. mán. Stjórnandi: Kurt Lewin. Ein- leikari: Sigurður I. Snorra- son. Einsöngvari: John Speight. Planóleikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kynnir: Asgeir Sigurgests- son. 23.30 lonlcik.H 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RAS2 ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Múslk og meðlaeti Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt Iðg af hljómþlötum. Stjórnandí: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþattur Komið við vltt og breitt I heimi þjoölagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþattur. Stjornandi: Eðvarð Ingólfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.