Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Minning: Stefán Lúther Stefánsson Fæddur 18. janúar 1923 Dáinn 3. desember 1984 Þeir sem að guðirnir elska ... Hvílík sorgarfregn. Mig setur hljóðan. Ótal spurningar vakna, ekkert svar er fullnægjandi. Óskiljanleg staðreynd hefur búið um sig hjá fjölskyldu og vinum. Hann eslku pabbi minn er kvadd- ur burt svo ótímabært að því er virðist og að tilgangslausu. Svar við spurningu eins og af hverju? verða tími og djúpstæðar hugsanir að leiða í ljós. Eitt er gott, að einskis er að minnast, nema með gleði og ást. Enginn veit, nema reynslu hafi, hversu frábrugðið lif sjómannsfjölskyldu er því, er telja má eðliiegt fjöl- skyldulíf. Að eiga tvö heimili á þennan hátt hlýtur að vera und- arlegt. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig þetta líf hlýtur að vera fyrir viðkomandi. Frá því ég man eftir mér hefur pabbi verið í burtu meira og minna. En eitt er víst, að ekki gerði það annað en að styrkja vin- áttuböndin. Auðvitað var alltaf hátíð er skipið lagði að. Og allar okkar samverustundir styrktu þá trú, að ekki er það alltaf magnið sem sannar gæðin, heldur gæðin á meðan á stendur. Hvílík hugarró að mega til þess hugsa, að einskis er að minnast nema af hinu góða. Pabbi var perla, gimsteinn sem gljáir í myrkri og amstri hins daglega lífs. Eftir að aldur og þroski tóku að segja til sín fór ég sjálf að gera mér grein fyrir þeim kostum sem maðurinn hafði að geyma. Ég fór að átta mig á því, hversu góða, ábyggilega og sterka eiginkonu hann átti og hversu mikils hann mat það. Það er nú einu sinni svo, að fjölskylda farmanns er í hönd- um eiginkonu og móður. Ég minnist hans pabba er að minnast sem yndislegs manns, hógværs, vandvirks með eindæm- um, svokallaðs þúsundþjalasmiðs. Hann bar kannski ekki tilfinn- ingarnar utaná sér, en hann hafði svo sannarlega sínar skoðanir, alltaf sanngjarnar þó, og oft var reglulega gaman að ræða við hann fyrir okkur sem þekktum hann vel og vildum eitthvað til leggja í þjóðmálum. Það hlýtur oft að hafa verið erf- itt að geta ekki tekið beinan þátt í öllum þeim bæði smáu og stóru atriðum, sem upp koma í daglegu lífi. Ég hugsa, að oft hafi hann fundið til vanmáttartilfinningar að vera svona mikið fjarverandi. Snemma vildi hann sýna mér, heiminn, kannski vildi hann reynda að sýna mér sinn heim. Sumar eftir sumar sigldi ég með honum um höfin breið og allt vildi hann gera til að gera mér ferðina ógleymanlega. Og þá eru þær ógleymanlegar stundirnar sem við áttum bara tvö ein. Árin líða, og margs er að minn- ast. Eins og svo margir aðrir ungl- ingar kvaddi ég heimahaga og hélt til náms erlendis. Erfitt að mörgu leyti að skilja mömmu eftir eina heima. En, þvílik heppni, faðir minn siglir á þessa fjarlægu höfn allan þann tíma sem ég var fjar- verandi, og við fengum að hittast og vera saman fjórtánda hvern dag allan þann tíma sem ég var fjarverandi. Ég get ekki lýst þeirri gleði minni. Reyndar fékk ég að kynnast pabba betur en nokkru sinni fyrr og aftur tengdumst við þessum svo yndislegu órjúfandi vinaböndum, sem bara við vissum um. Hvílík heppni. Ég var aldrei ein. Það er allt að því tilgangslaust að minnast á alla þá hlýju og þá gjafmildL sem alltaf stöfuðu af honum. Eg veit að það eina sem gæti valdið honum áhyggjum er að hafa ekki getað kvatt barna- börn sín nógu vel, við hin getum tekið því. Við reynum að skýra þetta allt út fyrir þeim. Guð veiti mömmu styrk. Ella í dag er lagður til hinstu hvilu Stefán Lúther Stefánsson sjómað- ur, Hjarðarhaga 58, Reykjavík. Brottför hans héðan úr jarðlífi var i fullu samræmi við framgöngu hans alla, hljóðlát og fyrirvara- laus. Hann lést skyndilega er skip hans var nýkomið að landi hinn 3. desember sl. Við svo óvænta brottför vinar, sem við kvöddum kátan og frískan fyrir fáum vik- um, kemur í hugann fjöldi bjartra og góðra minninga. Þær verða ekki raktar hér í þessum fátæk- legu kveðjuorðum. Ekki skal held- ur hlaðið lofi á Steán látinn. Það væri sist að hans skapi, sem gekk sinn æviveg hlédrægur og yfirlæt- islaus. En nú er við kveðjum hann um sinn og finnum sáran söknuð- inn, þá sjáum við glöggt hve vel hann fyllti sitt rúm og vitum að skarðið sem hann skilur eftir sig mun standa autt hér eftir. Stefán fæddist í Hallfríðar- staðakoti í Hörgárdal nyrðra 18. janúar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Ella Sigurðardóttir og Stefán Sigurjónsson, sem þar bjuggu. Hann var yngsta barnið af fjórum og kveðja nú systur hans þrjár kæran bróður. Þegar Stefán var sjö ára að aldri brugðu for- eldrar hans búi og fluttu til Akur- eyrar. Ekki naut Stefán langrar skólagöngu, en varð fljótt eftir- sóttur til vinnu. Hann vann við verslunar- og bankastörf þar til hann flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall. Hér hélt hann áfram verslunarstörfum til ársins 1946, er hann hóf vinnu á sjó og sjó- mennska varð hans starf til dán- ardags. Síðustu 33 árin starfaði hann á skipum Eimskipafélags ís- lands sem vélgæslumaður og vél- stjóri. Þessar staðreyndir segja fátt um manninn senvvann verk sín af samviskusemi og snyrtimennsku. Þær segja ekki frá hæfileikum til ýmissa átta. Ekki heldur frá prúðmenni, sem var höfðingi heim að sækja. Ekki segja þær frá um- hyggjusömum eiginmanni, föður og afa. En allt þetta var Stefán. Stefán kvæntist árið 1946 Gyðu Ólafsdóttir, Sigurðssonar skip- stjóra úr Reykjavík, hinni mæt- ustu konu. En hún og börnin tvö, Stefán Gunnar stórkaupmaður og Ella innanhússarkitekt, og barnabörn- in þrjú ásamt tengdadótturinni Hafdísi voru fjársjóðurinn hans. Þeim helgaði Stefán alla sina um- hyggju og hlýju. Frá heimili hans og Gyðu á Hjarðarhaga 58 og sumarbústaðnum við Þingvalla- vatn eiga vinir þeirra margar ljúf- ar minningar, sem nú rifjast upp á kveðjustund. Yfir þeim minning- um er sérstök birta, sem ekki fell- ur á né fyrnist. Og nú skal þökkuð samfylgdin. Fari hann vel, Kári Jónsson í dag kl. 15.00 verður Stefán Lúther Stefánsson jarðsunginn frá Neskirkju. Stefán fæddist 18. janúar 1923 á Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal, yngsta barn hjón- anna þar, Ellu Sigurðardóttur og Stefáns Sigurjónssonar, en eftir- lifandi eru þrjár systur hans. Stefán ólst upp á Akureyri og gekk þar í skóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Að námi loknu fluttist Stefán til Reykjavíkur og vann þar fyrst við verslun, en hóf síðar sjómennsku hjá Ríkisskip, sem aðstoðarmaður í vél á ms. Esju. 1952 réðst Stefán til Eim- skipafélags (slands og starfaði þar óslitið til dauðadags, ýmist sem aðstoðarmaöur í vél eða vélstjóri. Stefán var gjörvilegur og geð- þekkur maður, dagfarsprúður og rólyndur. Engum, sem kynntist honum, duldist meðfæddir mannkostir hans. Tryggð, trúmennska og verklagni voru honum í blóð borin og þessir kost- ir hans gerðu hann eftirsóttan til starfa. Þótt starfsævi Stefáns væri öll hér sunnanlands, duldist engum þær sterku taugar, sem ávallt tengdu hann við Akureyri og sól- ríkan Eyjafjörðinn. 8. júní 1946 kvæntist Stefán eft- irlifandi eiginkonu sinni, Gyðu, dóttur Unu Þorsteinsdóttur og Ólafs Sigurðssonar, skipstjóra i Reykjavík. Börn Gyðu og Stefáns eru Ella, innanhússarkitekt, og Stefán Gunnar, forstjóri í Reykjavík. Stefán Gunnar er kvæntur Haf- disi Hannesdóttur og hefur þeim orðið þriggja barna auðið. Hið skyndiiega fráfall Stefáns bar að hinn 3. desember, þegar hann að loknu dagsverki var að fara frá borði skips síns, ms. Eyrarfoss, við bryggju í Reykjavík, en þar hafði hann skömmu áður glaður og reif- ur heilsað konu sinni og börnum. í þetta sinn hafði hann sérstaka ástæðu til að gleðjast, því hann hafði fengið frí, og hugðist eyða því í faðmi fjölskyldu og vina um jólin. Sú varð ekki raunin á, því Stef- án var kallaður til enn einnar ferðar. Þeirrar ferðar, sem við öll verðum að lokum að fara. Við biðj- um algóðan Guð að taka vel á móti Stefáni Lúther, þegar hann tekur land, þar sem við öíl eitt sinn tök- um land. Ennfremur biðjum við Guð fyrir Gyðu, börn hans, tengdadóttur og barnabörn. Einn- ig fyrir systur hans og ættingja. Megi Drottinn styrkja þau og hugga í sorg þeirra. Við þokkum Stefáni allar þær samverustundir sem við áttum með honum og fjöl- skyldu hans. Sigurður og Gunnar Ólafssyni gramm Iðunn: Paradís, eftir Bo Carpelan, komin út Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út unglingasöguna Paradís eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson þýddi. Saga þessi fjallar um sömu persónur og Boginn sem út kom í íslenskri þýðingu fyrir tveimur árum. Höfundurinn er sænskumæl- andi Finni og eitt kunnasta ljóð- skáld í landi sínu. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir ljóð sín árið 1977. Hann hefur einnig ritað nokkrar bækur fyrir börn og unglinga sem hlotið hafa einróma lof og viðurkenn- ingu, m.a. Nilla Hólmgeirsson- ar-verðlaunin sænsku sem veitt eru afburðagóðum unglingasög- um. I'aradís er sjálfstætt framhald Bogans og segir frá vináttu Jó- hanns sem er sögumaður og hin- um þroskahefta Marvin. Nú eru þau Marvin og Gerða móðir hans flutt til borgarinnar því að eyjan Boginn hefur verið seld undir sumarhús. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum og er hún 128 blaðsiður, prentuð í Odda hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.