Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 32
32
Verkamaður sem lokað-
ist inni í námu á Taiwan:
Át hluta
af lík-
ama fé-
laga síns
Taipei, Taiwan, 10. dexember. AP.
VERKAMAÐUR, sem lokað-
ur hafði verið inni í hruninni
námu á Taiwan í fjóra daga,
en bjargað var í gær, kvaðst
hafa lagt sér til munns hluta
af líkama látins vinnufélaga
og þannig tekist að halda í
sér lífinu.
Lík 51 námumanns hefur nú
fundist, en 42 er enn saknað. Að-
eins einn annar námumaður
hefur fundist á lífi og liggur
hann nú milli heims og helju.
Sprenging varð í námunni, sem
er í Haishan Yikeng, 25 km fyrir
suðvestan höfuðborgina, Tapei,
á miðvikudag og er talið að gas-
leki hafi valdið henni.
Sá sem bjargaðist heitir Chou
Chung-Lu og er 56 ára gamall
fjölskyldumaður. Hann sagði
blaðamönnum að fyrsta daginn,
sem hann var lokaður í nám-
unni, hefði hann nærst á því að
drekka vatn sem rann niður í
hana, en á öðrum degi hefði
hann rekist á líkama látins fé-
laga síns og tekið bita af læri
hans, þótt óþefur hefði í fyrstu
valdið þvi að hann kastaði nærri
upp. Hann kvaðst síðan hafa
haldið mannátinu áfram þar til
honum var bjargað.
Chung-Lu sagði að nokkru áð-
ur en björgunarmenn komu
honum til hjálpar hefði hann
ætlað að stytta sér aldur vegna
vonleysis og hins skelfilega
ástands í kringum sig.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
MARTROÐINNI LOKIÐ
AP.
Flugstjóri þotunnar, sem flugræningjar höfðu á valdi sínu á Teheran-flugvelli, ásamt bandarískum farþega. Myndin er tekin
sjúkrahúsi í Teheran og eins og sjá má eru þeir allshugarfegnir yfir því að martröðinni skuli vera lokið.
Alþjóðasamtök neytendafélaga:
íhuga að hundsa vör-
ur frá Union Carbide
Bangkok, 10. desember. AP.
ALÞJÓÐASAMTÖK neytendafélaga (IOCU), sem halda um
þessar mundir ráðstefnu í Bangkok á Tailandi, munu á fostu-
dag greiða atkvæði um tillögu þess efnis, aö skora á fólk að
leiða hjá sér framleiðsluvörur fyrirtækisins Union Carbide, í
kjölfar gaslekans frá verksmiðju fyrirtækisins í Bhopal á
Indlandi, sem varð a.m.k. 2.000 manns að bana.
laga voru stofnuð árið 1960 og
eiga neytendafélög í um 50 ríkj-
um aðild að þeim. Þingið í
Bangkok sitja 400 fulltrúar frá
100 löndum.
Samtökin sendu í dag frá sér
ályktun þar sem forráðamenn
Union Carbide eru harðlega
fordæmdir fyrir gaseitrunina,
sem þau segja „síðasta og jafn-
framt hrikalegasta dæmi um
vanrækslu fjölþjóðafyrirtækis-
ins að ábyrgjast öryggi neyt-
enda í þriðja heiminum“.
Alþjóðasamtök neytendafé-
ERLENT
Mótmælaseta iðn-
nema í Póllandi
WloHzrzowa, 10. dcwember. AP.
FLEIRI en eitt hundrað nem-
endur í iðnskólanum í bænum
Wloszczowa í suðurhluta Pól-
lands hafa nú dvalið í skólanum
í viku í því skyni að mótmæla
því að yfirvöld létu fjarlægja 17
krossa, sem nemendur höfðu
komið fyrir í kennslustofum.
Auk nemendanna eru tveir
prestar sagðir í hópi mótmæl-
enda í skólanum. Engin
kennsla hefur verið þar síðan
mótmælin hófust.
Lögregla hefur meinað er-
lendum fréttamönnum að
koma nálægt skólabygging-
unni og fullyrðir að verkfallið
sé að renna út í sandinn.
Veður
víða um heim
Akurayri
Amsterdam
Aþena
Barcaiona
Berlin
Bruaael
Chicago
Dublin
Feneyiar
Frankfurt
Genf
Hetamki
Hong Kong
Jerúsalem
Kaupmannahöfn
Las Palmas *
Lissabon
London
Los Angeles
Luxemborg
Mallorca
Miami
Montreal
Moskva
New York
Osló
Parts •
Peking
Reykiavík
Rio de Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Sydney
Tókýó
Vínarborg
Pórshöfn
3 snjóól
10 heiöskfrt
17 heiöskirt
13 lóttskýjsð
7 skýjaó
10 skýjaó
6 heióskírt
11 heióskirt
7 þokumóóa
8 skýjaó
4 skýjaó
6 skýjaó
23 heióskírt
12 akýjað
9 heióskirt
vantar
15 skýjaó
9 heióskirt
19 skýjað
vantar
18 heióskfrt
17 lóttskýjaó
21 heióskirt
4 skýjaó
2 snjókoma
10 heióskfrt
5 heióskfrt
9 heióskirt
6 skýjaó
1 alskýjaó
26 skýjaó
13 heióskfrt
7 heiðskirt
21 heióskírt
14 skýjaó
4 skýjaó
5 skýjaó
Lene sagði já
við Möller
Poul Möller, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur og lítill
stuðningsmaður íslendinga í handritamálinu, gekk í það heilaga
sl. föstudag og fór vígslan fram í ráðhúsinu á Friðriksbergi.
Heitir eiginkona hans Lene Bro. Nokkur vafi lék á að af hjóna-
vígslunni gæti orðið á tilsettum tíma þar sem Möller var með
kvef, en hann hristi af sér slenið á síðustu stundu. Poul Möller er
nú varaforseti Evrópuþingsins.
Burt með tölvurnar
og tæknibrellurnar
og börnin vilja fá gömlu leikföngin í jólagjöf
LoimIob, 10. deœmber. AP.
BÖRNIN virðast vera búin að fá
sig fullsödd á Ueknibrellum alls-
konar og vilja nú bara fá í jólagjöf
dúkkur, lestir og gamaldags spila-
leiki eins og lúdó og þess háttar.
Kemur þetta fram hjá forráða-
mönnum Hamleys-verslunarinnar
í London, sem er stærsta leik-
fangabúð í heimi að þeirra eigin
sögn.
„Það virðist vera um aftur-
hvarf að ræða til gamaldags
jólagjafa að þessu sinni og ég er
viss um, að það eru börnin, sem
eru á bak við það, ekki foreldr-
arnir,“ sagði forstjóri fyrirtæk-
isins, Robert Bradley, og bætti
því við, að ekki væri nú mikið
spurt eftir tölvuleikjum, sem
hefðu verið langvinsælastir í
fyrra. „Dúkkur seljast sérstak-
lega vel, járnbrautarlestir betur
en þær hafa gert í mörg ár og
gamaldags borðieikir eiga nú
aftur upp á pallborðið hjá krökk-
unum.“
Forráðamenn Debenham’s,
annarrar stórrar leikfangaversl-
unar, höfðu alveg sömu sögu að
segja.