Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Verkamaður sem lokað- ist inni í námu á Taiwan: Át hluta af lík- ama fé- laga síns Taipei, Taiwu, 10. deaeuber. AP. VERKAMAÐUR, sem lokað- ur hafðí verið inni í hruninni námu á Taiwan í fjóra daga, en bjargað var í gær, kvaðst hafa lagt sér til munns hluta af líkama látins vinnufélaga og þannig tekist að halda í sér lífinu. Lík 51 námumanns hefur nú fundist, en 42 er enn saknað. Að- eins einn annar námumaður hefur fundist á lífi og Iiggur hann nú milli heims og helju. Sprenging varð í námunni, sem er í Haishan Yikeng, 25 km fyrir suðvestan höfuðborgina, Tapei, á miðvikudag og er talið að gas- leki hafi valdið henni. Sá sem bjargaðist heitir Chou Chung-Lu og er 56 ára gamall fjölskyldumaður. Hann sagði blaðamönnum að fyrsta daginn, sem hann var lokaður í nám- unni, hefði hann nærst á því að drekka vatn sem rann niður í hana, en á öðrum degi hefði hann rekist á líkama látins fé- laga síns og tekið bita af læri hans, þótt óþefur hefði í fyrstu valdið því að hann kastaði nærri upp. Hann kvaðst síðan hafa haldið mannátinu áfram þar til honum var bjargað. Chung-Lu sagði að nokkru áð- ur en björgunarmenn komu honum til hjálpar hefði hann ætlað að stytta sér aldur vegna vonleysis og hins skelfilega ástands í kringum síg. MARTROÐINNI LOKIÐ Flugstjóri þotunnar, sem flugræningjar höfðu á valdi sínu á Teheran-flugvelli, ásamt bandarískum farþega. Myndin er tekin á sjúkrahúsi í Teheran og eins og sjá má eru þeir allshugarfegnir yfir því að martröðinni skuli vera lokið. Alþjóðasamtök neytendafélaga: íhuga að hundsa vör- ur frá Union Carbide Bangkok, 10. desember. AP. ALÞJÓÐASAMTÖK neytendafélaga (IOCU), sem halda um þessar mundir ráðstefnu í Bangkok á Tailandi, munu á fóstu- dag greiða atkvæði um tillögu þess efnis, að skora á fólk að leiða hjá sér framleiðsluvörur fyrirtækisins Union Carbide, í kjölfar gaslekans frá verksmiðju fyrirtækisins í Bhopal á Indlandi, sem varð a.m.k. 2.000 manns að bana. Iaga voru stofnuð árið 1960 og eiga neytendafélög í um 50 ríkj- um aðild að þeim. Þingið í Bangkok sitja 400 fulltrúar frá 100 löndum. Samtökin sendu í dag frá sér ályktun þar sem forráðamenn Union Carbide eru harðlega fordæmdir fyrir gaseitrunina, sem þau segja „síðasta og jafn- framt hrikalegasta dæmi um vanrækslu fjölþjóðafyrirtækis- ins að ábyrgjast öryggi neyt- enda í þriðja heiminum". Alþjóðasamtök neytendafé- Mótmælaseta iðn- nema í Póllandi Wkxoezowa, 10. deaember. AP. FLEIRI <n eitt hundrað nem- endur í iðnskólanum í bænum Wioszczowa í suðurhluta Pól- lands hafa nú dvalið í skólanum í viku í því skyní að mótmæla því að yfirvöld létu fjarlægja 17 krossa, sem nemendur höfðu komið fyrir í kennslustofum. Auk nemendanna eru tveir prestar sagðir í hópi mótmæl- enda í skólanum. Engin kennsla hefur verið þar síðan mótmælin hófust. Lögregla hefur meinað er- lendum fréttamönnum að koma nálægt skólabygging- unni og fullyrðir að verkfallið sé að renna út í sandinn. yí ^ *i V Veöur víða um heim Akureyn 3 snjoel Amsterdam 10 heioskírt Aþena 17 heíðskírt Barcelona 13 lettskýjað Beflín 7 skýjað Brussel 10 skýjað Chicago 6 heiöskírt Dublin 11 heiöskirt Feneyjar 7 þokumóoa Frankfurt 8 akýjao Gwnf 4 skýiao Helsínkf 6 skýjao Hong Kong 23 heioskírt Jerúsalem 12 skýiao Kaupmannahöfn 9 heidskirl Las Palmas * vantar Lissabon 15 skýjað London 9 heiðskírl Los Angeles 19 skyiao Luxomborg vantar Malega 18 heioskirt MaNorca 17 lettskýjað Miami 21 heidskírt Montreal 4 skýjao Moskva 2 snjókoma NwwYork 10 heiðskirt Owiw 5 heioskirt Paría 9 heidskírt Pekmg 6 skýjað Reyk|avík 1 alskýjao Bio de Janeiro 26 skýjaö Rómaborg 13 heiöskírt Stokkholmur 7 heiðskirl Sydney 21 heiöskirl Tókýó 14 akýiað Vmarborg 4 skýiað Þórshofn 5 skýiað Lene sagði já við Möller Poul Möller, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur og lítill stuðningsmaður íslendinga í handritamálinu, gekk í það heilaga sl. föstudag og fór vígslan fram í ráðhúsinu á Priðriksbergi. Heitir eiginkona hans Lene Bro. Nokkur vafi lék á að af hjóna- vígslunni gæti orðið á tilsettum tíma þar sem Möller var með kvef, en hann hristi af sér slenið á síðustu stundu. Poul Möller er nú varaforseti Evrópuþingsins. Burt með tölvurnar og tæknibrellurnar — og börnin vilja fá gömlu leikfóngin í jólagjöf London, 10. desember. AP. BÖRNIN viröast vera búin að fá sig fullsödd á taknibrellum alls- konar og vilja nú bara fá í jólagjöf dúkkur, lestir og gamaldags spila- leiki eins og lúdó og pess háttar. Kemur þetta fram hjá forráða- mönnum Hamleys-verslunarinnar í London, sem er stærsta leik- fangabúð í heimi að beirra eigin sögn. „Það virðist vera um aftur- hvarf að ræða til gamaldags jólagjafa að þessu sinni og ég er viss um, að það eru börnin, sem eru á bak við það, ekki foreldr- arnir," sagði forstjóri fyrirtæk- isins, Robert Bradley, og bætti því við, að ekki væri nú mikið spurt eftir tölvuleikjum, sem hefðu verið langvínsælastir í fyrra. „Dúkkur seljast sérstak- lega vel, járnbrautarlestir betur en þær hafa gert í mörg ár og gamaldags borðleikir eiga nú aftur upp á pallborðið hjá krökk- unum." Forráðamenn Debenham's, annarrar stórrar leikfangaversl- unar, höfðu alveg sömu sögu að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.