Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Helgi Guðmunds- son — Minning Fæddur 25. október 1936 Dáinn 30. nóvember 1984 Helgi Guðmundsson, starfsmað- ur Landsbanka íslands, vinnufé- lagi og vinur um árabil, er látinn langt um aldur fram. Ég ætla ekki að rekja ættir Helga eða æviferil í þessari fátæklegu minningargrein né heldur langan starfsferil hans í Landsbankanum, væntanlega verða aðrir mér færari menn til þess. Helgi réðst til starfa í Lands- bankanum árið 1955 þá aðeins 19 ára gamall og starfaði þar óslitið til dauðadags. Enda þótt banka- störf yrðu hans starfsvettvangur um hartnær 30 ára skeið, má með sanni segja að hugur hans hafi meira hneigst til annarra hugðar- efna. Helgi var afskaplega list- hneigður maður, málari ágætur og hagur á allt, sem hann tók sér fyrir hendur. En hann varð að hlíta sömu örlögum og svo mörg listamannsefni okkar litlu þjóðar að verða að vinna fyrir sér og sín- um með öðrum störfum en hugur- inn stefndi til. Frístundirnar voru því notaðar til að fullnægja þeirri sköpunarþðrf, sem hið daglega amstur bankastarfa megnaði ekki að fullnægja. Helgi var farsæll í starfi, hann leysti þau störf, sem honum voru falin, vel og samviskusamlega af hendi. Hann var afar vinsæll bæði meðal starfsfélaga og viðskipta- vina bankans, mannlegur og hlýr persónuleiki og ávallt í góðu skapi. Hin síðari ár gegndi Helgi við- kvæmu og vandasömu starfi en það var að innheimta skuldir hjá fólki, sem komist hafði í greiðslu- vandræði. Eins og allir mega skilja eru slík störf afar viðkvæm og ég hef fyrir þvi margar sagnir, að i þessu starfi hafi Helgi aldrei gleymt hinum mannlega þætti og heldur kosið samningaleiðina en Hvað er velgengni? Ég hef aldrei itt jarðneskan auð um dagana. Ætli ég sé ekki einn af þeim, sem menn segja að séu „fæddir skussar"? Vinir mínir ero flestir ríkir, og lánið fylgir þeim í öllum greinum. En ég, ræfillinn, mér mistekst allt. Vill Guð, að sumir njóti velgengni, en öðrum séu mislagðar hendur? Spurning yðar bendir til þess að þér skiljið hugtakiö velgengni í mjög þröngri merkingu. Það táknar nánast sama og „krónur og aurar". En Jesús sagði, að enginn tryggði líf sitt með eign- uin sinum. Sumar athyglisverðustu sög- urnar um velgengni, sem ég hef lesið, eru um menn, sem eru fá- tækir að þessa heims gæðum, en ríkir í andlegri merkingu. Ef til vill er Guð að opna augu yðar, svo að þér lærið að meta annars konar auð, og hann er hugsan- lega við bæjardyr yðar. Til er saga um mann, sem kunni vel að meta alls konar þægindi. Nú dó hann og var bor- inn i annan heim, þar sem öllum óskum hans og löngunum var fullnægt. Hann þurfti ekkert að gera, ekkert að leggja á sig. Brátt varð hann dauðleiður á tilverunni og sagði: „Ég þoli ekki lengur þessa eilífu alsælu. Ég vil finna, að til sé eitthvað, sem ég get ekki eignazt. Ég vil komast til neðri byggðar." Þjónninn anz- aði: „Hvar haldið þér, herra minn, að þér séuð?" Ég þekki margt fólk, sem fékk öll efnisleg gæði, sem það girnt- ist, og „lánið" veldur þvi óþol- andi leiðindum. En engan þekki ég, sem lagði rækt við það, sem er af andanum og varð nokkru sinni leiður á lífinu. Hvað segið þér um að setja yð- ur nýtt mark og mið? Rex*Rotary -7010 Það er ekkert mál ad finna smá pláss fyrír Rex- Rotary 7010. Þessi litla en harðsnúna ljósritunarvél er aðeins 24 cm á hæð og 47 cm á lengd. Hún annar samt allri venjulegri ljósritun á örskömmum tíma. Þú hlýtur að muna eftir Rex-Rotary, hún var í „öllum" skólum hér um árið. mn GISLI J. JOHNSEN TOLVUBUNADUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF SMIÐJUVEGI 8 - PO BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SlMI 73111 harkalegar innheimtuaðgerðir, ef þess var nokkur kostur. Um svipað leyti og Helgi tókst á hendur þetta vandasama starf hófst eiginlega hið nána samband hans við mig og starfsfólk minnar deildar, enda vann hann í næsta herbergi við okkur. í þau rúm 10 ár, sem síðan eru liðin, leið naum- ast sá dagur að Helgi liti ekki inn til okkar til spjalls og ráðagerða. Dagurinn byrjaði undantekninga- lítið á því, að Helgi kom inn til mín með kaffibolla í hendi, bros- mildur að vanda, og við hófum spjall um úrslit dagsins, eins og sagt er á íþróttamáli. Helgi var mikill unnandi íþrótta og góður íþróttamaður sjálfur. í hádeginu gengum við siðan um götur mið- bæjarins eða hring umhverfis Tjörnina og ræddum okkar sam- eiginlegu áhugamál. Þótt vinátta væri ekki oft rædd á þessu rölti okkar, enda hvorugum okkar tamt að flíka tilfinningum sínum, fór ekki hjá því að milli okkar skapað- ist djúpstæð vinátta, sem aldrei bar skugga á. Þessar morgun- stundir og hádegisgöngur okkar Helga heitins verða mér minnis- stæðar um ókomin ár. Stundum talaði Helgi um fjölskyldu sína og þá alltaf af mikilli hlýju og inni- leik. Mikið var hann stoltur, þegar hann varð afi. Helgi var eins og áður segir ákaflega listfengur maður. Mál- aralistin átti hvað mest ítök í hon- um enda var hann vandvirkur og fær málari. Hann hélt nokkrar málverkasýningar, sem allar voru fjölsóttar. Annað áhugasvið Helga heitins voru laxveiðar. Hann var með afbrigðum laginn veiðimaður. f nokkur ár fórum við nokkrir fé- lagar til laxveiða i Vatnsdalsá. Þetta var harðsnúinn hópur, sem ég kallaði Harkaliðið. Helgi var þar fremstur í flokki og mikil var tilhlökkunin, þegar líða tók á ág- ústmánuð. Hann var afbragðs flugukastari og sjaldgæft var að hann kæmi laxlaus heim, þótt aðr- ir fengju lítið eða ekkert. Hann var afar glöggur á vatn og fljótur að átta sig á aðstæðum. Voru það kannski hin næmu augu lista- mannsins, sem greindu nánar en augu annarra straumköst og sí- breytilegan leik ljóss og lita á spegilsléttum vatnsfleti? Mér er næst að halda að á slíkum stund- um hafi hinn innri maður Helga heitins birst best, með stöng í hendi við fallega laxveiðiá velj- andi flugu af stakri kostgæfni. Það var unun að fylgjast með Helga á slíkum stundum, veita at- hygli yfirvegun hans og rósemi. Aldrei varð æðrast þótt treglega gengi að fá laxinn til að taka. Og að loknum veiðidegi var hann hrókur alls fagnaðar og gladdist innilega yfir velgengni félaga sinna. Fyrir þessar fallegu minn- ingar þakka ég Helga, þær eru mér mjög dýrmætar. Synir mínir voru ekki háir í loftinu, þegar þeir þáðu fyrstu ráðleggingar Helga í laxveiði og mörg góð ráðin hafa þeir þegið af honum síðan. Mín bíður nú sú þunga raun að segja syni mínum lát Helga vinar okkar, þegar hann kemur heim frá út- löndum rétt fyrir jólin. Þeir Helgi voru miklir máta. Ætíð var við- kvæðið hjá syni mínum, þegar hann kom heim úr velheppnaðri veiðiferð: „Þú verður að segja Helga frá þessu." Eða ef eitthvað óvænt hafði hent hann í veiðiferð, t.d. ef hann hafði uppgötvað óvæntan veiðistað: „Pabbi, þú mátt engum segja frá þessum stað nema Helga." Og að kvöldi, er heim var komið, var siðan fyrsta spurningin: „Hvað sagði Helgi?" Umsögn Heiga var fyrir hann nokkurs konar hæstaréttardómur, sem ekki varð áfrýjað. Leiðrétting í minningargrein um Guðmann Þorgrímsson frá Tungufelli, sem birtist hér i blaðinu á sunnudag, segir að börn hans og Þóru konu hans hafi veríð tíu. Hið rétta er að þau voru níu talsins. Þau misstu einn son og eru því átta á lífi nú. Ekki veit ég, hvort laxveiðiár fyrirfinnast í þeim heimi, sem Helgi dvelst nú í. En sé svo þykist ég þess fullviss að þar muni bíða hans gamall veiðifélagi reiðubú- inn að leiða hann að bestu veiði- stöðunum. Sagt er að lendur séu fagrar og víðar í Guðs ríki. Ég vona að þar gefist Helga betri tími og næði til að sinna þeim hugðarefnum, sem hugur hans stóð svo mjög til. Eg, fjölskylda mín, svo og allir hinir mörgu vinir í Landsbankan- um þakka Helga eftirminnilegar samverustundir. Við eigum öll dýrmætar minningar um ljúfan og góðan dreng. Án þessara endur- minninga værum við öll miklu fá- tækari. Konu Helga, börnum og ætt- ingjum sendum við okkar dýpstu og innilegustu samúðarkyeðjur. Barði Árnason Þegar brimaldan hnigur og öldurótið lægir fellur kyrrðin á. Að þessu sinni er hún djúp og höfg — nistandi. Að nýju gárast haf- flöturinn og skolar þá að landi bárum minninganna. Komið er að kveðjustund. Hnip- in stöndum við, smá og lítils megnug. Minningarnar hrannast upp frá góðum stundum er ég átti með Helga vini minutn. Ekki verður ævisaga Helga Guðmundssonar rakin í þessum fáu orðum. Frekar reikað aftur í tímann. Til stunda í starfi og leik, með góðum starfsfélaga úr Lands- bankanum. Ávallt er mér í huga listamað- urinn Helgi, er gerði jólavökurnar í bankanum ógleymanlegar, með myndum sínum og skreytingum. Réttur maður þar, úrræðagóður, smekkvis, ómissandi okkur er störfuðum með honum að þessum málum. Náttúrubarnið Helgi, sem naut í ríkum mæli útivistar í faðmi nátt- úrunnar. Bera myndir hans þess glögg merki. Þá gleymast ekki ferðalög og veiðiferðir er við nut- um saman. Helgi var dulur maður, sem sjaldan ræddi um sínar tilfinn- ingar, en mikill vinur, sem gott var að leita til á erfiðum stundum. t starfi var hann farsæll og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir bankann. Oft er erfitt að halda lifsins ljósi skæru og tindrandi á storma- samri jörð. En er veraldarfjötrar bresta og sálin svifur laus allra þjáninga mót eilífðarljósi til Hans, sem öllu ræður, er það huggun harmi gegn að vita Helga ganga léttstigan og glaðan hinn bjarta veg. Ég votta Hrafnhildi, börnunum og oðrum ættingjum innilega samúð mína. Jóhannes Jensson Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Þrótti Fæddur 25. október 1936 Dáinn 30. nóvember 1984 Sú harmafregn barst okkur fé- lögum í Þrótti, laugardaginn 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.