Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Könnun á aðbúnaði og aðstæðum fiskvinnslufólks: Fimmta hver kona í fisk- vinnslu með atvinnusjúkdóm — og sami fjöldi fiskvinnslufólks verður fyrir vinn uslysum árlega „EF TEKIÐ verður mið af niðurstöðum þessarar konnunar og unnið út frá henni í fleiri atvinnugreinum verður árangurinn betri en nýr Borgarspítali," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- iands, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar um heilsufar, vinnutilhög- un, aðbúnað og félagslegar aðstæður fiskvinnslufólks. Sambandið hefur gefið út bækling um niðurstöðumar. „Það vinna um 8.000 manns í fiskvinnslu, 70—75% konur, og af hálfu þessa fólks hefur komið fram þung gagnrýni á bónusvinn- una. Menn vilja leggja það fyrir- komulag niður; bónusvinna er mjög afkastahvetjandi og sömu- leiðis kaupauki — hún felur í sér mestu gjörnýtingu á vinnuafli, sem hugsast getur. En fólk kvart- ar yfir hve heilsuspillandi þessi vinna er og hve álagið er gífurlegt. Það kemur í ljós, að ástandið er verra en okkur óraði fyrir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „í þessari könnun fengust svör frá yfir 90% þátttakenda og útkoman er vægast sagt skuggaleg. Þessi könnun hlýtur að leiða til veru- legra breytinga á bónusnum eða afnáms hans." Fimmta hver kona með atvinnusjúkdóm Könnunina unnu þau Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Gylfi Páll Hersir. Hún var hluti af norrænu verkefni, sem bar heitið „Ákvæð- isvinna og jafnrétti". Úrtakið var 865 manns og bárust svör frá 805 eða93%. Könnunin leiðir m.a. í ljós, að fjórir atvinnutengdir sjúkdómar skera sig úr hjá fiskvinnslufólki. „Þar af eru tveir í stoð- og hreyfi- kerfi," segir í könnuninni, „þ.e. vöðvabólga og bakverkur og einn sýkingarsjúkdómur. Háa tíðni hálsbólgu, slæms kvefs, blöðru- bólgu og móðurlífsbólgu má yfir- leitt rekja til kulda og dragsúgs eða raka. Athygli vekur hve al- gengur hár blóðþrýstingur er, en hann getur verið streitueinkenni á svipaðan hátt og mígreni og magabólga/magasjúkdómar. Með- al kvenna er vöðvabólga lang al- gengust en alls hefur þriðja hver kona leitað lækninga vegna vöðva- bólgu á 12 mánaða tímabili ... 2 0 % allra fiskvinnslukvenna, sem tóku þátt í rannsókninni, eða fimmta hver, hefur fengið stað- festingu læknis á að hún þjáist af vöðvabólgu, sem rekja megi til vinnunnar. — Tryggingakerfið á íslandi flokkar enga sjúkdóma sem atvinnusjúkdóma nema þeir verði af völdum eitrunar og þá eru þeir flokkaðir með vinnuslysum," segir einnig. Þá kemur í ljós, að rúmlega fimmta hver kona kvartar undan verk eða þreytu í augum. „Áður hefur komið fram, að 7% þeirra hafi leitað lækninga á 12 mánaða tímabili vegna augnverkja/- augnskaða. Þetta ætti ekki að koma á óvart, þar sem tvær af hverjum þrem konum vinna við ljósaborð og sami fjöldi reynir mikið á augun við vinnuna ... Rúmlega fjórði hver karl er með skerta heyrn og tæplega fjórða hver kona. Jafnframt því að spyrja um skerta heyrn var spurt hvort það hefði áhrif á möguleika til að fylgjast með samræðum í margmenni og hvort viðkomandi ætti jafnframt erfitt með að halda uppi samræðum í síma. Um 20% karla og kvenna svaraði fyrri liðn- um játandi, eða fimmti hver. Þetta er há tala, sem hlýtur að skrifast beint á reikning hávaða á fiskvinnslustöðum, en fjórir af hverjum fimm þátttakendum kvarta yf ir honum ..." 20%verða fyrir vinnuslysum Könnun á tíðni vinnuslysa leiddi í ljós, að fimmti hver þátt- takandi, 20%, hafði orðið fyrir einu eöa fleiri vinnuslysum á 12 mánaða tímabili. Þau Gylfi og Sigurlaug segja: „Gera má ráð fyrir að í 100 manna hópi verði árlega um 30 vinnuslys. Algengast er að fólk skeri sig, en það á við um 33% þeirra kvenna, sem orðið hafa fyrir vinnuslysum og 25% karla." Síðan segir: „Þetta eru nákvæm- lega jafnháar tölur um tíðni vinnuslysa og í rannsókn í bygg- ingar- og málmiðnaði árið 1981. Slysavarðstofan hefur um árabil skráð við hvaða aðstæður þau slys verða, sem þar koma til meðferð- ar. Samkvæmt því koma um það bil 6.000—6.500 manns árlega vegna slysa, sem eiga sér stað við vinnuna. Á því svæði, sem Slysa- varðstofan í Reykjavík þjónar eru um 60.000 starfandi einstaklingar og samtals unnin um 50.000 árs- verk. Því verður rúmlega eitt vinnuslys að meðaltali á hverju ári í tíu manna hópi á þessu svæði, sem er þess eðlis að leita þurfi til Slysavarðstofunnar. í lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980 segir ennfremur: „Komi fyrir eitrun eða slys á vinnustað skal atvinnurekandi eða fulltrúi hans á vinnustað tilkynna það lögreglu- stjóra og Vinnueftirliti ríkisins, svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan sólarhrings." Hvernig fara atvinnurekendur eftir þessum lögum um tilkynn- ingaskyldu til Vinnueftirlitsins?" spyrja höfundar könnunarinnar og svara: „Samkvæmt upplýsing- um vinnueftirlitsins bárust því 253 tilkynningar á árinu 1982 um vinnuslys, þar af 30 í fiskiðnaði. Hér vantar greinilga mikið á að atvinnurekendur fari að landslög- um." Vinnustreita algeng Þá kemur í ljós að liðlega þriðji hver starfsmaður í fiskvinnslu tel- ur sig vera með einkenni vinnu- streitu, 38% kvenna og 35% karla. Vinnustreita vegna vinnuálags er algengust meðal karla. Meðal kvenna eru helstu ástæður þrjár: vinnuálag, launakerfi og persónu- legar ástæður. Vinnustreita er al- gengust á aldrinum 20—29 ára hjá báðum kynjum. Það kemur einnig fram, að þó flestir vilji halda sínu launakerfi er viðhorf til bónus- vinnu almennt neikvætt. Óháð hvaða launakerfi konur vinna við er afstaða þeirra til bónuskerfis- ins þeim mun neikvæðari sem vinna þeirra einkennist meira af vinnuhraða, streitu og vinnusliti. Á næstunni kemur út önnur könnun, sem gerð var á högum og viðhorfum fólks í fata- og vefjar- iðnaði. Kannanirnar voru, sem fyrr segir, gerðar að tilhlutan Jafnréttisnefndar norrænu ráð- herranefndarinnar og fjármagnað af henni en fyrir tilhlutan ASÍ, VMSÍ og Landssambands iðn- verkafólks studdi félagsmálaráðu- neytið verkið fjárhagslega. Hárgreiðslustofan Rún flyzt um set Hárgreiðslustofan Rún, sem rekin var á Stekkjarflöt í Garðabæ hefur nú flutzt í eigið húsnæði að Hrís- móum 4, sem er í nýjum miðbæ Garðabæjar. Eigandi er Guðrún Rós Páls- dóttir hárgreiðslumeistari og vinna hjá henni þær Hildur Pét- ursdóttir hárgreiðslumeistari Anna María hárgreiðslunemi Rún verður veitt öll almenn þjón- usta sem veitt er á hárgreiðslu- stofum, en opið er virka daga frá klukkan 09 til 18 og laugardaga frá kl. 08 til 13. Helgi Pálsson inn- anhússarkitekt hannaði hin nýju húsakynni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.