Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 40

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Könnun á aðbúnaði og aðstæðum fiskvinnslufólks: Fimmta hver kona í fisk- vinnslu með atvinnusjúkdóm — og sami fjöldi fiskvinnslufólks verður fyrir vinnuslysum árlega „EF TEKIÐ verdur mið af niðurstöðum þessarar könnunar og unnið út frá henni í fleiri atvinnugreinum verður árangurinn betri en nýr Borgarspítali," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Is- lands, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar um heilsufar, vinnutilhög- un, aðbúnað og félagslegar aðstæður fiskvinnslufólks. Sambandið hefur gefið út bækling um niðurstöðurnar. „Það vinna um 8.000 manns í fiskvinnslu, 70—75% konur, og af hálfu þessa fólks hefur komið fram þung gagnrýni á bónusvinn- una. Menn vilja leggja það fyrir- komulag niður; bónusvinna er mjög afkastahvetjandi og sömu- leiðis kaupauki — hún felur í sér mestu gjörnýtingu á vinnuafli, sem hugsast getur. En fólk kvart- ar yfir hve heilsuspiilandi þessi vinna er og hve álagið er gífurlegt. Það kemur í ljós, að ástandið er verra en okkur óraði fyrir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „I þessari könnun fengust svör frá yfir 90% þátttakenda og útkoman er vægast sagt skuggaleg. Þessi könnun hlýtur að leiða til veru- legra breytinga á bónusnum eða afnáms hans.“ Fimmta hver kona með atvinnusjúkdóm Könnunina unnu þau Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Gylfi Páll Hersir. Hún var hluti af norrænu verkefni, sem bar heitið „Ákvæð- isvinna og jafnrétti". Úrtakið var 865 manns og bárust svör frá 805 eða 93%. Könnunin leiðir m.a. í ljós, að fjórir atvinnutengdir sjúkdómar skera sig úr hjá fiskvinnslufólki. „Þar af eru tveir í stoð- og hreyfi- kerfi,“ segir í könnuninni, „þ.e. vöðvabólga og bakverkur og einn sýkingarsjúkdómur. Háa tíðni hálsbólgu, slæms kvefs, blöðru- bólgu og móðurlífsbólgu má yfir- leitt rekja til kulda og dragsúgs eða raka. Athygli vekur hve al- gengur hár blóðþrýstingur er, en hann getur verið streitueinkenni á svipaðan hátt og mígreni og magabólga/magasjúkdómar. Með- al kvenna er vöðvabólga lang al- gengust en alls hefur þriðja hver kona leitað lækninga vegna vöðva- bólgu á 12 mánaða tímabili ... 2 0 % allra fiskvinnslukvenna, sem tóku þátt í rannsókninni, eða fimmta hver, hefur fengið stað- festingu læknis á að hún þjáist af vöðvabólgu, sem rekja megi til vinnunnar. — Tryggingakerfið á fslandi flokkar enga sjúkdóma sem atvinnusjúkdóma nema þeir verði af völdum eitrunar og þá eru þeir flokkaðir með vinnuslysum," segir einnig. Þá kemur í ljós, að rúmlega fimmta hver kona kvartar undan verk eða þreytu í augum. „Áður hefur komið fram, að 7% þeirra hafi leitað lækninga á 12 mánaða tímabili vegna augnverkja/- augnskaða. Þetta ætti ekki að koma á óvart, þar sem tvær af hverjum þrem konum vinna við ljósaborð og sami fjöldi reynir mikið á augun við vinnuna ... Rúmlega fjórði hver karl er með skerta heyrn og tæplega fjórða hver kona. Jafnframt því að spyrja um skerta heyrn var spurt hvort það hefði áhrif á möguleika til að fylgjast með samræðum í margmenni og hvort viðkomandi ætti jafnframt erfitt með að halda uppi samræðum í síma. Um 20% karla og kvenna svaraði fyrri liðn- um játandi, eða fimmti hver. Þetta er há tala, sem hlýtur að skrifast beint á reikning hávaða á fiskvinnslustöðum, en fjórir af hverjum fimm þátttakendum kvarta yfir honum ... “ 20%veröa fyrir vinnuslysum Könnun á tíðni vinnuslysa leiddi í ljós, að fimmti hver þátt- takandi, 20%, hafði orðið fyrir einu eða fleiri vinnuslysum á 12 mánaða tímabili. Þau Gylfi og Sigurlaug segja: „Gera má ráð fyrir að í 100 manna hópi verði árlega um 30 vinnuslys. Algengast er að fólk skeri sig, en það á við um 33% þeirra kvenna, sem orðið hafa fyrir vinnuslysum og 25% karla." Síðan segir: „Þetta eru nákvæm- lega jafnháar tölur um tíðni vinnuslysa og í rannsókn í bygg- ingar- og málmiðnaði árið 1981. Slysavarðstofan hefur um árabil skráð við hvaða aðstæður þau slys verða, sem þar koma til meðferð- ar. Samkvæmt því koma um það bil 6.000—6.500 manns árlega vegna slysa, sem eiga sér stað við vinnuna. Á því svæði, sem Slysa- varðstofan í Reykjavík þjónar eru um 60.000 starfandi einstaklingar og samtals unnin um 50.000 árs- verk. Því verður rúmlega eitt vinnuslys að meðaltali á hverju ári í tíu manna hópi á þessu svæði, sem er þess eðlis að leita þurfi til Slysavarðstofunnar. 1 lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980 segir ennfremur: „Komi fyrir eitrun eða slys á vinnustað skal atvinnurekandi eða fulltrúi hans á vinnustað tilkynna það lógreglu- stjóra og Vinnueftirliti ríkisins, svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan sólarhrings." Hvernig fara atvinnurekendur eftir þessum lögum um tilkynn- ingaskyldu til Vinnueftirlitsins?” spyrja höfundar könnunarinnar og svara: „Samkvæmt upplýsing- um vinnueftirlitsins bárust því 253 tilkynningar á árinu 1982 um vinnuslys, þar af 30 í fiskiðnaði. Hér vantar greinilga mikið á að atvinnurekendur fari að landslög- um.“ Vinnustreita algeng Þá kemur í ljós að liðlega þriðji hver starfsmaður í fiskvinnslu tel- ur sig vera með einkenni vinnu- streitu, 38% kvenna og 35% karla. Vinnustreita vegna vinnuálags er algengust meðal karla. Meðal kvenna eru helstu ástæður þrjár: vinnuálag, launakerfi og persónu- legar ástæður. Vinnustreita er al- gengust á aldrinum 20—29 ára hjá báðum kynjum. Það kemur einnig fram, að þó flestir vilji halda sínu launakerfi er viðhorf til bónus- vinnu almennt neikvætt. óháð hvaða launakerfi konur vinna við er afstaða þeirra til bónuskerfis- ins þeim mun neikvæðari sem vinna þeirra einkennist meira af vinnuhraða, streitu og vinnusliti. Á næstunni kemur út önnur könnun, sem gerð var á högum og viðhorfum fólks í fata- og vefjar- iðnaði. Kannanirnar voru, sem fyrr segir, gerðar að tilhlutan Jafnréttisnefndar norrænu ráð- herranefndarinnar og fjármagnað af henni en fyrir tilhlutan ASÍ, VMSÍ og Landssambands iðn- verkafólks studdi félagsmálaráðu- neytið verkið fjárhagslega. ih Hárgreiðslustofan Rún flyzt um set Hárgreiðslustofan Kún, sem rekin var á Stekkjarfiöt í Garðabæ hefur nú flutzt í eigið húsnæði að Hrís- móum 4, sem er í nýjum miðbæ Garðabæjar. Eigandi er Guðrún Rós Páls- dóttir hárgreiðslumeistari og vinna hjá henni þær Hildur Pét- ursdóttir hárgreiðslumeistari Anna María hárgreiðslunemi. Rún verður veitt öll almenn þjón- usta sem veitt er á hárgreiðslu- stofum, en opið er virka daga frá klukkan 09 til 18 og laugardaga frá kl. 08 til 13. Helgi Pálsson inn- anhússarkitekt hannaði hin nýju húsakynni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.