Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Hef opnað snyrtistofu í Ártúnsholti Meöferöir til aö grenna og styrkja líkamann. Margs konar andlitsböö. Húöhreinsun. Sérstakir kúrar fyrir achne-húð. Fót- og handsnyrting. Plokkun og litun. Vaxmeöferö. Meðferö fyrir bauga og poka undir augum. Dag- og kvöldföröun. Opiö daglega og é þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Óords SNYRTISTOFA MRRIÐAKVÍSL 18 - S. 3883C Ljósastofa JSB Bolholti 6, 4. hæð, sfmi 36645 s i $ t t Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga | Við bjóðum uppá: S ■ 0 & Hina viðurkenndu þýzku Sontegra-ljósabekki. Góöa baðaðstöðu með nuddsturtum frá Grohe. Saunabað og setustofa. Opið frá kl. 8 á morgnana virka daga. Frá kl. 9—22 föstudaga og 10—15 laugardaga. 20 mín. sterkar perur eða 30 mín. fyrir þær sem eru að byrja eða þær sem vilja veröa brúnar án aukaverkana. Ekki andlitsljós. Öryggi og gæði ávallt í fyrirrúmi hjá J.S.B. 10 tíma kort kr. 900. Stakir tímar kr. 100. Pantiö tíma í síma 36645. í orði tákni holdi Leíklíst Jóhann Hjálmarsson Stúdentaleikhúsið: „Skrítin blanda" sagði Brigid. Leikstjóri: Guðmundur Olafsson. Leikmunir og búningar: Halla Helgadóttir og Ásta Helga Ing- ólfsdóttir. Lýsing. Egill Arnarson. Hljóðstjórn: Ásta Helga Ingólfs- dóttir. Hljóðupptaka: Einar Bergmundur. Tónlist úr ýmsum áttum. Val efnis: Ymsir. Stúdentaleikhúsið hefur tekið upp þann sið að kynna nýjar bækur í jólamánuði, setja á svið atriði úr þeim eða bara láta lesa upp úr verkum höfunda. Þessar dagskrár hafa yfirleitt verið sæmilega heppnaðar og óneit- anlega er viðleitnin góð. Að þessu sinni eru kynntar fá- einar bækur, prósi eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Árna Berg- mann, Rúnar Helga Vignisson, Véstein Lúðvíksson, Fríðu Sig- urðardóttur og ólaf Gunnars- son, ljóð eftir Gyrði Elíasson, Þórarin Eldjárn, Lindu Vil- hjálmsdóttur, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Stefán Snævarr, Sigfús Bjartmarsson og Hall- grím Helgason. Hvað prósann varðar ber því ekki að neita að best tókst flutn- ingur og leikgerð þegar gáski var með í för. Eg á þá einkum við Ekkert slor eftir Rúnar Helga Vignisson og Gaga eftir ólaf Gunnarsson. Hið vélræna líf frystihússins í Ekkert slor var ágætlega túlkað í sinni ýktu mynd og fáránleiki Gaga kom vel fram í gervi geimfarans sem heldur að hann sé staddur á Mars, en er í hversdagsleikanum reykvíska miðjum. Gaga naut markvissrar og skemmtilegrar túlkunar, leikstjórn hugkvæm. Alvarlegri þættir eins og Þel Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, hið rómantíska andrúmsloft í Með kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann og hið einkennilega sambland skáldskapar og félags- legs hversdagsprósa hjá Vésteini Lúðvíkssyni voru meira í brotum þrátt fyrir ágæta spretti. Efnið úr Við gluggann eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur var vel flutt og hafði nokkra sérstöðu góðu heilli. Yfir ljóðunum er ekki ástæða til að kvarta. Sum þeirra nutu sín vel í flutningi, til dæmis ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur, Svein- björns I. Baldvinssonar og Stef- áns Snævarr. Sigfús Bjartmars- son kom á óvart með mælsku opnu ljóði: Wall Street Journal spáir þurrkum. Góður Ijóðaflutningur var áberandi hjá Báru Magnúsdótt- ur. Sömuleiðis var áhrifaríkt að heyra Höllu Helgadóttur flytja og leika The end of the beginn- ing eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Flytjendur lögðu sig fram, en auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir létu að sér kveða Arna G. Valsdóttir, Daníel Ingi Pét- ursson, Einar Þór Gunnlaugs- son, Elín Guðjónsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Jónas Skagfjörð, Sigríður Pétursdóttir, Steinunn Knútsdóttir og Óttar Rúnar Ernu- og Svavarsson. Stefán Snævarr hefur ort dá- lítið ljóð sem nefnist Tónninn. Það ætti að vera dæmigert fyrir þessa dagskrá: Mig lifir tónninn sem fiðluna flýr Ég lifi í orði tákni holdi Eigendur fyrirtækisins ásamt nokkrum þátttakendum á matreiöslunámskeiði. Morgunbiaði»/Fri»þjófur Ngtt fyrirtœki sem sérhœfir sig í gerð veislumatar KOKKURINN hf. nefnist nýtt fyrir- tæki sem stofnað var fyrir stuttu og sérhæfir sig í gerð veisiumatar. Fyrirtækið er til húsa við Smiðsbúð 4 í Garðabæ og eigendur eru Sigur- berg Jónsson og Halldór Snorrason, matreiðslumeistarar. Að sögn Halldórs tekur fyrir- tækið að sér allt í sambandi við matargerð og er opið öll kvöld og um helgar. Áuk þess gengst það fyrir matreiðslunámskeiðum fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Hefur eitt námskeið þeg- ar verið haldið en ný fara af stað strax eftir áramót og verða þau haldin í húsnæði fyrirtækisins. Stendur hvert námskeið yfir í sex vikur í senn, eitt kvöld í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.