Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 3 Morgunbladid/Sigurgeir Tjaldurinn kominn til Eyja Tjaldurinn er nú farinn að heiðra Vestmanneyinga með nærveru sinni og er hann nokkru fyrr á ferðinni en venjulega. Telja Eyjamenn þetta merki þess að vorið verði fyrr á ferðinni en áður og því til stuðnings benda þeir á að lundinn sé þegar farinn að sjást upp undir Eyjum. Borgarleik- húsið við Listabraut BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum nýverið nýtt götunafn í nýja miðbænum við Kringlumýri. Nafnið á götunni verður Lista- braut og standa Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið við götuna. Svavar Gests lýsti því yfir að Lionshreyfingin myndi brátt hefja söfnun fyrir línuhraðli, mjög full- komnu geislalækningatæki, sem Lionsmenn hyggjast gefa Landspít- alanum. Lionstncnn safna fyrir tínuhraðli n Svavar Gests, formaður Lionshreyfingarinnar, á íslandi tók til máls og lýsti því yfir að í apríl yrði hafin söfnun fyrir full- komnasta geislalækningatæki sem völ væri á, svokölluðum línuhraðli, sem Lionsmenn hyggjast gefa Landspítalanum. Svavar sagðist vona að tækið yrði tilbúið til af- hendingar stuttu áður en K-bygg- ingiii yrði tekin i notkun. Ennfremur tóku til máls Magn- ús Karl Pétursson læknir og Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Vesturgata: Hraðahindranir teknar niður BORGAKRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudag, að taka niður hraðahindranir við Vesturgötu, en nokkrar deilur hafa staðið um hindr- anir þessar að undanförnu. Hér er um að ræða tvær grindur austast og vestast í götunni, sem nú hefur verið ákveðið að taka niður. Þess í stað verða settar upp þrjár upphækkanir til að draga úr umferðarhraða við götuna og að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra er þessi afgreiðsla málsins í sátt við alla aðila. „Afslátturinn getur spar- að ríkinu milljónir króna“ — segir forstjóri Innkaupastofnunar um bifreiðaútboö ríkisins 0 Borgartúni 27 Sími 28450 tilboð, t.d. bárust 42 tilboð í 7 gerðir jeppa- og fjórhjóladrifs- bifreiða. Verð þeirra var á bilinu 287 þúsund til 1300 þúsund, en viðmiðunartegundir voru á bilinu 375 þúsund til 955 þúsund. í fimm tegundir sendibíla bárust 43 tilboð, hið lægsta 283 þúsund krónur, en hið hæsta 810 þúsund. Tilboð í viðmiðunartegundir voru á bilinu 370—542 þúsund. Tilboð í tvær tegundir skutbíla voru frá krónum 507 þúsund til 706 þús- und. Tilboð í viðmiðunarbifreiðir voru á bilinu 557 þúsund til 668 þúsund krónur. „Það er greinilegt að ríkið hef- ur úr mörgu að velja og hægt er að fara langt niður í verði. Hins vegar þarf auðvitað líka að velja bifreiðirnar með tilliti til gæða,“ sagði Ásgeir Jóhannesson að lok- um. Allt tréverk í húsið frá okkur Eldhús- og baðinnréttingar, skápar, stigar, handrið, hurðir og svo mætti lengi telja. Við spörum fólki ómæld skrefm í leit að fallegu, smekklegu og vönduðu tréverki í húsið, það fæst ailt hjá okkur. Tréverkið frá okkur mælir með sér sjálft. Það hefúr sýnt sig að fólk sem einu sinni hefúr valið innréttingar frá okkur velur aftur Benson-gæði. Ef þú ert að skapa þér og þínum heimili sem á að vera smekklegt og vandað átt þú erindi til okkar. „AFSLÁTTUR fyrirtækja er mjög misjafn, allt frá 2,5% upp í 15%, en það er Ijóst að heildarafsláttur get- ur numið nokkrum milljónum króna,“ sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríkis- ins, þegar hann var spurður frétta af bifreiðaútboði ríkisins. „Við erum núna að vinna að úttekt á tilboðum í samvinnu við ýmsar ríkisstofnanir með kaup á bifreiðum í huga,“ sagði Ásgeir. „Það komu á annan tug áhuga- verðra tilboða, en mismunandi mörg í hinar ýmsu stærðir bif- reiða, sem við óskuðum eftir. Sem dæmi má nefna, að í fjórar tilgreindar stærðir smábíla komu tilboð um 53 mismunandi tegundir. Verð á þeim bifreiðum voru frá um 130 þúsund krónum upp í 760 þúsund, en viðmiðun- artegundir, sem við gáfum upp, voru á bilinu 214 þúsund til 375 þúsund krónur. Það er greinilega úr miklu að velja.“ Ásgeir nefndi fleiri dæmi um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.