Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 3 Morgunbladid/Sigurgeir Tjaldurinn kominn til Eyja Tjaldurinn er nú farinn að heiðra Vestmanneyinga með nærveru sinni og er hann nokkru fyrr á ferðinni en venjulega. Telja Eyjamenn þetta merki þess að vorið verði fyrr á ferðinni en áður og því til stuðnings benda þeir á að lundinn sé þegar farinn að sjást upp undir Eyjum. Borgarleik- húsið við Listabraut BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum nýverið nýtt götunafn í nýja miðbænum við Kringlumýri. Nafnið á götunni verður Lista- braut og standa Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið við götuna. Svavar Gests lýsti því yfir að Lionshreyfingin myndi brátt hefja söfnun fyrir línuhraðli, mjög full- komnu geislalækningatæki, sem Lionsmenn hyggjast gefa Landspít- alanum. Lionstncnn safna fyrir tínuhraðli n Svavar Gests, formaður Lionshreyfingarinnar, á íslandi tók til máls og lýsti því yfir að í apríl yrði hafin söfnun fyrir full- komnasta geislalækningatæki sem völ væri á, svokölluðum línuhraðli, sem Lionsmenn hyggjast gefa Landspítalanum. Svavar sagðist vona að tækið yrði tilbúið til af- hendingar stuttu áður en K-bygg- ingiii yrði tekin i notkun. Ennfremur tóku til máls Magn- ús Karl Pétursson læknir og Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Vesturgata: Hraðahindranir teknar niður BORGAKRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudag, að taka niður hraðahindranir við Vesturgötu, en nokkrar deilur hafa staðið um hindr- anir þessar að undanförnu. Hér er um að ræða tvær grindur austast og vestast í götunni, sem nú hefur verið ákveðið að taka niður. Þess í stað verða settar upp þrjár upphækkanir til að draga úr umferðarhraða við götuna og að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra er þessi afgreiðsla málsins í sátt við alla aðila. „Afslátturinn getur spar- að ríkinu milljónir króna“ — segir forstjóri Innkaupastofnunar um bifreiðaútboö ríkisins 0 Borgartúni 27 Sími 28450 tilboð, t.d. bárust 42 tilboð í 7 gerðir jeppa- og fjórhjóladrifs- bifreiða. Verð þeirra var á bilinu 287 þúsund til 1300 þúsund, en viðmiðunartegundir voru á bilinu 375 þúsund til 955 þúsund. í fimm tegundir sendibíla bárust 43 tilboð, hið lægsta 283 þúsund krónur, en hið hæsta 810 þúsund. Tilboð í viðmiðunartegundir voru á bilinu 370—542 þúsund. Tilboð í tvær tegundir skutbíla voru frá krónum 507 þúsund til 706 þús- und. Tilboð í viðmiðunarbifreiðir voru á bilinu 557 þúsund til 668 þúsund krónur. „Það er greinilegt að ríkið hef- ur úr mörgu að velja og hægt er að fara langt niður í verði. Hins vegar þarf auðvitað líka að velja bifreiðirnar með tilliti til gæða,“ sagði Ásgeir Jóhannesson að lok- um. Allt tréverk í húsið frá okkur Eldhús- og baðinnréttingar, skápar, stigar, handrið, hurðir og svo mætti lengi telja. Við spörum fólki ómæld skrefm í leit að fallegu, smekklegu og vönduðu tréverki í húsið, það fæst ailt hjá okkur. Tréverkið frá okkur mælir með sér sjálft. Það hefúr sýnt sig að fólk sem einu sinni hefúr valið innréttingar frá okkur velur aftur Benson-gæði. Ef þú ert að skapa þér og þínum heimili sem á að vera smekklegt og vandað átt þú erindi til okkar. „AFSLÁTTUR fyrirtækja er mjög misjafn, allt frá 2,5% upp í 15%, en það er Ijóst að heildarafsláttur get- ur numið nokkrum milljónum króna,“ sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríkis- ins, þegar hann var spurður frétta af bifreiðaútboði ríkisins. „Við erum núna að vinna að úttekt á tilboðum í samvinnu við ýmsar ríkisstofnanir með kaup á bifreiðum í huga,“ sagði Ásgeir. „Það komu á annan tug áhuga- verðra tilboða, en mismunandi mörg í hinar ýmsu stærðir bif- reiða, sem við óskuðum eftir. Sem dæmi má nefna, að í fjórar tilgreindar stærðir smábíla komu tilboð um 53 mismunandi tegundir. Verð á þeim bifreiðum voru frá um 130 þúsund krónum upp í 760 þúsund, en viðmiðun- artegundir, sem við gáfum upp, voru á bilinu 214 þúsund til 375 þúsund krónur. Það er greinilega úr miklu að velja.“ Ásgeir nefndi fleiri dæmi um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.