Morgunblaðið - 20.02.1985, Side 21

Morgunblaðið - 20.02.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRpAR 1985 21 leikur verður stundum stirður og sviðsetningar viðvaningslegar. Tilfinningatjáning jaðrar oft við væmni. Þetta kann að benda til þess að lítið sé varið í Nickel Mountain. Svo er þó ekki. Hér er ýmislegt til að gleðja mann. Smábæjarand- rúmsloftið skilar sér vel, mynda- taka David Bridges (Með allt á hreinu), einkum úti í náttúrunni, er víða bráðfalleg, tónlist Pat Metheny og Lincoln Mayorga einkar næmleg og hjálpleg við Ný rödd á Blönduósi Bionduosi, 18. janúar. RÁS 2 hljómaði í viðtækjum flestra Vestur-IIúnvetninga í fyrsta sinn sl. sunnudag. Ekki er annað að heyra en að þessi nýja rödd sé velkomin í okkar samfélag. Gamla útvarpsrásin hefur verið heldur laus í rásinni frá þvi um áramót. Hefur hún ýmist baulað á hlustendur eða þagnað alveg. En þess á milli hefur mátt hlusta án verulegra óþæginda. Hverju sem um er að kenna er það von okkar hér að sú gamla hressist þegar hún hefur nú fengið litlu systur sér við hlið. Fréttaritari. Lítil þúfa undir stóru fjalli Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Nikkelfjallið - Nickel Mountain Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Drew Denbaum, eftir skáldsögu John Gardners. Leikstjóri: Drew Denbaum. Aðalhlutverk: Michael Cole, Heather Langenkamp, Patrick Cassidy. „Snoturt", „lítil og sæt mynd“ eru frasar sem koma upp í hugann þegar fjalla skal um bandarísku myndina Nickel Mountain, en hún var reyndar gerð að hluta af ís- lenskri kvikmyndanýlendu í Kali- forníu. Að sumu leyti er Nickel Mountain óvenjuleg miðað við obbann af amerískum myndum. Hún er alveg laus við sölutrikk, ofbeldi, hasar og samfaraflæði. Hún segir bara sögu af fólki i litlu þorpi, tilfinningum þess og inn- byrðis togstreitu, og hún segir þessa sögu með kyrrlátum hætti sem frekar minnir á franskar kvikmyndir en bandarískar. Af myndinni fæ ég ekki séð að skáldsaga John Gardners sem byggt er á sé ýkja stórbrotin. Efni hennar er ofur venjulegt og í eðli sínu nær einfaldri smásögu en auðugri skáldsögu. Þannig hefur handritshöfundurinn og leikstjór- inn, Drew Denbaum, að minnsta kosti sigtað hana fyrir mynd sína. Mickel Mountain er skipað í fjóra kafla eftir árstíðum. Inngangur- inn leggur fyrst drög að þeim persónutengslum sem sagan snýst um: Tveir karlmenn, hinn ungi og myndarlegi Willard og hinn feiti, miðaldra búllueigandi Henry, eru í kappakstri; umfram allt eru þeir að keppa um athygli stúlkunnar Callie, sem horfir á. Auðvitað vinnur Willard þá keppni. Síðan rekur myndin þróun þessa „ástar- þríhyrnings" gegnum sumar, haust, vetur og vor. Úrslit keppn- innar verða að lokum þveröfug við það sem á horfðist í upphafi. Þegar efni er jafn staðlaö og rýrt og hér veltur útkoman vita- skuld öll á úrvinnslunni. Þar tekst sumt vel, annað miður. Denbaum gerir nokkur mistök í byggingu myndarinnar; dæmi: einræða Henrys snemma í myndinni, framhvörf (flash-forward) til lokauppgjörsins og slatti af laus- um endum (hvað olli t.d. hinni flóttalegu endurkomu Willards? Hvaða efasemdum var verið að sá um það hvort hann væri i skóla eða að gera eitthvað allt annað? Hvað varð um hinn banvæna sjúkdóm Henrys?). Denbaum rýn- ir heldur ekki til botns í persónun- um í handriti sínu og hann á stundum í basli með leikarana sem ekki eru allir jafn góðir. Sam- undirstrikun tilfinningahræringa. Mestu máli skiptir þó að tvær af persónunum, en reyndar aðeins tvær, ná sterkum tökum á samúð og áhuga áhorfanda, stúlkan Callie og hinn geðugi göltur Henry. Að sumu leyti ber Michael Cole í hlutverki Henrys myndina uppi. Fyrir svona ríflega áratug var Cole sætur og dáður súkku- laðidrengur í bandarísku sjón- varpi. Síðan hefur eitthvað komið fyrir hann. Hér dúkkar hann upp að nýju, feitur og fordrukkinn að sjá. Henry er matarmikið hlut- verk, og þótt Cole tefli stundum á tæpasta vað í sterkri tjáningu bældra kennda, trúlega að fyrir- sögn leikstjórans, skilar hann verulega eftirminnilegri persónu. Sjá einnig kvikmyndagagnrýni eftir Áma Þórarinsson bls. 44—45. Þríhyrningurinn — Heather Langenkamp, Michael Cole og Patrick Cassidy í Nickel Mountain. COROLLA1300 Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla — því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. Fréttirfnáfmtu hendi' Kvíkmyndír

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.