Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 33

Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 33 Otgefandi nliInÞiti hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Vangreidd húsnæðislán Fyrr eða síðar hlaut að sjóða upp úr í húsnæðis- málunum. Staðreynd er, að Al- exander Stefánsson, félags- málaráðherra, hefur alls ekki haldið á þessum mikilvæga málaflokki sem skyldi. Það er ekki einleikið, að fjöldi ein- staklinga hefur fengið fyrirheit um lán úr hinu opinbera húsnæðiskerfi en stendur síðan uppi með marklaus loforð, af því að engir peningar eru fyrir hendi. Vissulega er víða þröngt í búi um þessar mundir, en þeir sem síst geta leyft sér að bera við fjármagnsskorti eru opin- berir lánasjóðir. Séu ekki næg- ir fjármunir fyrir hendi til að lána lögum samkvæmt á að stöðva lánveitingar en ekki gefa fólki falskar vonir með því að tilkynna því að það eigi fé inni, sem það fær svo ekki fyrr en eftir dúk og disk. Morgunblaðið ætlar ekki að blanda sér i deilur félagsmála- ráðherra og Byggung um það, hve miklar fjárhæðir félagið á inni hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Talsmenn Byggung segja, að þeir eigi 44 milljónir króna í kerfinu en ráðherrann telur upphæðina nema tæplega 35 milljónum króna. Það mun- ar um minna, enda er Byggung komið að fótum fram vegna vanskila hins opinbera lána- kerfis. Vangreidd húsnæðislán Byggingarsjóðs ríkisins nema nú 185 milljónum króna. Ástæðulaust er fyrir alþing- ismenn að halda langar ræður um þessi mál. Lántakendur í húsnæðiskerfinu verða litlu bættari með þvi. Mestu skiptir að þessum málum sé kippt snarlega i liðinn, þannig að þeir einstaklingar, sem ganga um hinn almenna lánamarkað og reyna að fá dýr skammtíma- lán út á vanskil hins opinbera, losni úr þeirri kreppu sem af vanskilunum leiðir. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, beitti sér fyrir því þegar hann var fé- lagsmálaráðherra, að Bygg- ingarsjóður ríkisins var svipt- ur öruggum tekjustofni, það er launaskatti sem upphaflega var á lagður 1964 til að fjár- magna opinber lán til hús- byggjenda. Svavar starfaði samkvæmt því markmiði Al- þýðubandalagsins í ráðherra- embættinu að það væri af hinu illa, að einstaklingar ættu íbúðir sínar sjálfir. Sjálfs- eignastefnan í húsnæðismálum hefur verið á undanhaldi hin síðari ár. Því miður hefur rík- isstjórn Steingríms Her- mannssonar ekki enn tekist að snúa þeirri þróun við, enda sýnist Alexander Stefánssyni ekki vera það neitt sérstakt kappsmál. Ekki er við því að búast, að stjórnarflokkarnir geti hrund- ið skynsamlegri húsnæðis- stefnu í framkvæmd á meðan allir eiga fullt í fangi með að halda núverandi kerfi á floti og tekst það raunar jafn óhönd- uglega og dæmin sanna. Til þess að festa verði sköpuð í húsnæðismálunum og þeir, sem leita eftir lánum hjá hinum opinberu aðilum, hafi traust land undir fótum er nauðsyn- legt að gera tafarlaust upp gamlar skuldir við lántakend- ur. Þá þarf samskonar hreins- unarátak í húsnæðismálum eftir stjórn Svavars Gestsson- ar á þeim og Sverrir Her- mannsson hefur gripið til í iðn- aðarmálum eftir ráðherradóm Hjörleifs Guttormssonar. Merkileg skýrsla Ritgerð Gunnars Gunnars- sonar, starfsmanns örygg- ismálanefndar, um áætlanir og framkvæmdir í þágu varna landsins markar viss þáttaskil í umræðum um öryggis- og varnarmál þjóðarinnar. í ör- yggismálanefnd sitja fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Skýrslan sem hér um ræðir er gefin út af nefndinni en að sjálfsögðu á ábyrgð höfundar. Fyrir fáein- um árum hefði það þótt sér- stökum tíðindum sæta, að full- trúar þessara flokka hefðu get- að sest niður og rætt saman um þau mál sem í ritgerðinni eru skýrð, hvað þá heldur að þeir stæðu fyrir útgáfu á opinþeru plaggi um þau. Útgáfa skýrslunnar sýnir, að ekki er lengur unnt að dylgja neitt um þau mikilvægu mál sem þar eru rædd. Andstæð- ingar varna íslands hafa oftar en einu sinni reynt að gera varnarframkvæmdir tortryggi- legar með hálfsannleik að vopni sem oft er hættulegri en lygin. Ritgerðin staðfestir enn nauðsyn þess, að íslendingar sjáífir láti meira að sér kveða við mat á eigin öryggishags- munum og töku ákvarðana i þeirra þágu. Með það í huga eigum við að auka þátttöku okkar í því starfi Atlantshafs- bandalagsins sem að þessu lýt- ur. Ætlar Alþingi að auka á fengisv andann? — eftir Tómas Helga- son prófessor Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um áfengisvandamálið sem eitt af alvarlegustu heiibrigð- is- og félagsvandamálum lands- manna. Samt dettur fjölda fólks, þ.á m. alþingsmönnum, í hug að ætla að lögleiða enn eina áfengis- tegund hér á landi, áfengt öl. Vita þó allir sem vilja vita, að ný teg- und mun ekki útrýma þeim sem fyrir eru. Kom þetta m.a. fram í „afar lauslegri hugmynd" forsæt- isráðherra „um tekjur ríkissjóðs af sölu af sterkum bjór“. Það er alþekkt staðreynd, að sá skaði sem áfengi veldur, stendur í tengslum við það áfengismagn sem neytt er. Þó að tengslin milli fjölda drykkjusjúkra og heildar- neyslu áfengis séu óljós, er al- mennt talið að með vaxandi heild- arneyslu megi gera ráð fyrir aukn- um fjölda drykkjusjúkra. Hins vegar er ljóst, að því meira áfengis sem drykkjusjúklingur hefur neytt, því meiri verður vanheilsa hans og því skemmri ævi. Marg- sinnis hefur verið sýnt fram á að ýmis önnur vandamá! sem áfengi veldur vaxa sem margfeldi af heil- darneyslu þess. Með auknu framboði og aukinni fjölbreytni eykst ekki aðeins fjöldi neytenda, heldur drekkur hver einstakur meira og sennilega því meira sem neysla hans var meiri fyrir. Því miður er enn ekki lokið úr- vinnslu gagna úr könnun á áfeng- isneysluvenjum fslendinga á sl. ári sem framkvæmd var af Geð- rannsóknastofnun Háskóla ís- lands og geðdeild Landspítalans með styrk Áfengisvarnaráðs. En við athuganir okkar á árinu 1979 kom í ljós, að það magn sem menn töldu sig framleiða af heima- bruggi, svarar til hálfs lítra af hreinum vínanda á mann á ári á Tómas Helgason aldrinum 25—54 ára. Mest af þessu var bjór. Ef allt er reiknað sem áfengur bjór (milliöl með 4,5% áfengisinnihaldi miðað við rúmmál), svarar það til 11 lítra af áfengum bjór á mann á ári. í ann- arri könnun, sem einnig var gerð af sömu aðilum þetta ár og var hluti af samnorrænni könnun á neyslu áfengis og viðhorfum fólks til hennar, kom í ljós, að meðal- neysla fslendinga á aldrinum 20—69 ára var 6 lítrar af áfengum bjór á ári. Við neyslukannanir sem þessar er það reynsla okkar og annarra, að talsvert sé vantal- ið. Er því nær að ætla að heildar- neysla ólöglegs áfengis sé um 1 lítri af hreinum vínanda á mann á ári 15 ára og eldri, en það svarar til tæplega fjórðungs þess sem Áf- engis- og tóbaksverslun ríkisins selur. Er þetta hlutfallslega held- ur minna magn óskráðrar áfengis- neyslu en áætlað hefur verið í Noregi. Þar í landi er áfengt öl á boðstólum eins og kunnugt er og „Ekki verdur að óreyndu ööru trúað en að meiri hluti alþing- ismanna muni nú sem fyrr beta vit og gæfu til þess að fyrirbyggja aukningu þeirra sjúk- dóma og vandamála, sem af aukinni heildar- áfengisneyslu leiðir.“ skráð heildarneysla áfengis á ári 53 lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldir. Þó að víða sé bannað að selja unglingum undir tvítugu áfengi eins og hér á landi, er venja að reikna meðal- neysluna á þá íbua sem eru 15 ára og eldri. ÍJtreikningar forsætisráðherra í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. skýrði forsætisráðherra frá því, að hann hefði beðið Þjóðhagsstofnun að athuga hvaða tekjur mætti ætla að ríkissjóður geti haft af sölu á sterku öli, ef Alþingi heim- ilar slíkt. Þjóðhagsstofnun gaf sér þær forsendur, að hver íbui 15 ára og eldri myndi drekka 40 lítra, eða nálægt 120 flöskum, af sterku öli á ári og gæfi það ríkissjóði 915 millj. króna í tekjur. Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að einhver sam- dráttur yrði í sölu annarra áfengra drykkja og jafnframt að sala á sterku öli kæmi að ein- hverju leyti leyti í stað ólöglegrar sölu. Þannig taldi stofnunin ekki ógætilegt að ætla, að tekjuauki ríkissjóðs af sölu á sterku öli yrði 600—800 millj. króna á ári. Þetta þýðir, að 25—35 lítrar af öli kæmu fram sem skráð neysluaukning eða aukning á heildarneyslu vín- anda 1,2—1,6 lítrar á mann á ári. Mundi þá skráð heildarneysla áfengis hér á landi verða meiri en í Noregi. Hin óskráða neysla mundi væntanlega haldast lítið breytt eftir sem áður, því að ekki hefur komið neitt fram í umræð- um eða frumvörpum sem bendir til þess að draga eigi úr innflutn- ingi bruggefna eða innflutningi ferða- og farmanna á tollfrjálsu áfengi. Tvískinnungur Menn tala fjálglega um áfeng- isvandamál, nauðsyn á meðferð, fyrirbyggjandi aðgerðum, fræðslu og stefnumótun. Jafnframt virðist næstum því kerfisbundið unnið að því að brjóta niður þá áfengis- stefnu sem hér hefur ríkt um langt skeið og miðar að því að draga úr áfengisneyslu svo sem kostur er. Hefur ísland verið for- gönguland á því sviði og er Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin nú að leggja til við aðildarlönd sín, að upp verði tekin ýmis af þeim stefnumiðum sem verið hafa í ís- lenskri áfengislöggjöf í marga áratugi, svo sem að banna auglýs- ingar á áfengi og gera áfengi eins óaðgengilegt og kostur er með háu verði og fáum útsölustöðum. Hámarki hefur tvískinnungs- hátturinn náð á síðustu árum, þegar Alþingi samþykkir að skipa skuli stóra nefnd til þess að móta áfengisstefnu, en um leið lætur ríkisvaldið óátalin skýlaus brot á áfengislögum eins og tollfrjálsan innflutning ferðamanna á áfengu öli. í takt við þennan tvískinn- ungshátt eru síðan hunsaðar fyrstu tillögur nefndarinnar, sem sett var eftir samþykkt þings- ályktunartillögunnar. Meðal þeirra tillagna sem sú nefnd lagði fyrir ríkisstjórnina á fyrri hluta síðasta árs var tillaga um að áfengisútsölum og víveitingastöð- um verði ekki fjölgað næstu tvö árin. 1 stað þess að fara eftir þess- um tillögum hafa þær gjörsam- lega verið sniðgengnar og vínveit- ingastöðum verið fjölgað sí og æ og komið upp krám í stíl erlendra bjórkráa. A þessum krám hefur það boð verið látið út ganga að seldur væri bjór og jafnvel augl- ýstur sem siíkur í flugáætlun, sem Flugleiðir hafa gefið út á ensku. Eftir að athygli ríkissaksóknara hafi verið vakin á þessu fyrirbæri er farið að tala um bjórlíki, því að ríkissaksóknari komst að þeirri furðulegu niðurstöðu, að sterkur bjór yrði aðeins búinn til með bruggun þar sem gerjun væri látin stoppa við tiltekið hámark, en ekki með því að bæta sterku áfengi út í óáfengt öl þar sem gerjunin hefði verið látin stöðvast við lægra mark. Er þetta vægast sagt furðu- leg túlkun á anda áfengislaga og sýnir enn tvískinnungshátt okkar gagnvart áfengismálastefnunni. En þó tekur steininn úr þegar nota á þessi lögbrot, sem að fram- an eru nefnd, ásamt innflutningi bruggefna, sem rök fyrir því að lögleiða eigi sölu áfengs öls á Is- landi. Eru þessi rök álíka haldlítil og væri ef menn teldu að afnema ætti hámarkshraða vegna þess að fjöldi manna brytu daglega gild- andi reglur um hámarkshraða. En slíkt dettur sém betur fer fáum í hug. Nauðsyn heilsuverndar í nútíma heilsugæslu er megin áhersla lögð á heilsuvernd og að- gerðir til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og ótímabæran dauða. í þeim anda hafa nú tekið gildi lög um tóbaksvarnir á íslandi sem þykja um margt til fyrirmyndar og flestir telja til stórra framfara nema tóbaksframleiðendur. Hall- ast hér ekki á hvað varðar and- mælendur slíkra heilsuverndarað- gerða að þar standa oft á bak við þeir, sem fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta, og má í því sam- bandi minna á með hverjum hætti hefur verið unnið gegn áfengislög- gjöf landsins sem með réttu mætti kalla áfengisvarnalöggjöf. Verði dregið úr ákvæðum gildandi laga sem miða að því að hamla gegn mikilli áfengisneyslu, mun það auka á ýmsa vanheilsu í sjálfu sér, en einnig mun það draga úr áhrif- um tóbaksvarnalaga, vegna þess hve mikil fylgni er á milli áfengis- og tóbaksneyslu. Bjórmenn hafa m.a. hampað þeirri röksemd, að bjórdrykkja sé ekki eins skaðleg og neysla sterkra drykkja. Væru þeir sjálfum sér samkvæmir, hefði mátt búast við að jafnframt því sem þeir hvettu til framleiðslu og söiu á sterku öli legði þeir til auknar hömlur eða jafnvel bann við sölu og fram- leiðslu á brenndum drykkjum. En því hefur ekki enn verið hreyft í umræðunni um bjórinn. Það er að visu rétt, að því meira þynnt sem áfengið er og því hægar sem þess er neytt, þeim mun hægari verða skyndiáhrifin, en heildarskaðsem- in ræðst af því áfngismagni sem drukkið er, óháð tegundum og blöndun. { lok siðasta árs kom út bók á vegum Menntamálaráðu- neytis og Háskóla íslands um lyfjafræði miðtaugakerfisins eftir prófessor Þorkel Jóhannesson. Þar segir m.a. að „skaðsemi alko- hóls á líffæri stendur í beinu hlut- falli við skammta eða magn þess“, og „er vafasamt hvort önnur efni í löglegu áfengi skipta nú nokkru máli fyrir verkun alkohóls eða skaðsemi þess“. í þeim löndum þar sem bjór- drykkja er mest verða flestir alko- hólistar af bjórdrykkju. í Banda- ríkjunum er talið að 25—30% alkohólista hafi orðið alkohólistar eingöngu af bjórdrykkju. Enn- fremur má draga athygli að því, að tíðni drykkjusýki er svipuð í Noregi og hér á landi, þrátt fyrir að helmingur áfengisdrykkjunnar þar sé í formi bjórs. Er ýmis önn- ur vandamál sem eru samfara meiri áfengisneyslu, eins og dauði af skorpulifur, er algengari í Nor- egi en hér á landi, enda áfengis- neyslan meiri í Noregi sem nemur þeirri viðbót sem vænta má hér á landi, ef útreikningar Þjóðhags- stofnunar standast. Tíðni drykkjusturlunar (delirium trem- ens) hefur vaxið hér á landi með vaxandi áfengisneyslu. Ennfrem- ur haldast í hendur fjöldi þeirra sem teknir eru vegna ölvunar við akstur og meðalneysla áfengis á mann í landinu. Einnig eru tengsl á milli slysatiðni, sérstaklega al- varlegra slysa, og áfengisneyslu. Loks má minna á, að dánartíðni áfengissjúkra karla er miklu meiri en annarra og vex því alvarlegri sem sjúkdómur þeirra er, þ.e.a.s. því meira áfengi sem þeir drekka. Að öllu þessu samanlögðu má sjá, að mikið er í húfi að halda áfeng- isneyslu i lágmarki. Lokaorð { fyrrnefndu riti segir prófessor Þorkell Jóhannesson ennfremur: „Áfengur bjór er jafnskaðlegur (eða gagnlegur) og aðrar áfengis- tegundir. Ef lögleiða á neyslu áfengs bjórs hér, verður það ein- ungis gert vitsmunalega með því að hefta flæði annars áfengis þannig, að „heildarflæði" aukist ekki. Þetta er meginatriði, sem stjórnmála- menn, fjölmiðlamenn og aðrir, sem móta vilja skoðanir fólksins í landinu, skyldu síst gleyrna." Ekki verður að óreyndu öðru trúað en að meiri hluti alþing- ismanna muni nú sem fyrr bera vit og gæfu til þess að fyrirbyggja aukningu þeirra sjúkdóma og vandamála, sem af aukinni heild- aráfengisneyslu leiðir. Þess má því vænta að þeir felli frumvörp til laga sem stuðla að aukinni neyslu, eins og frumvarpið um af- nám banns við framleiðslu og sölu áfengs öls mun gera. Sú stundar- fróun sem bjórnum fylgdi, hvort heldur sem væri í skammvinnri vímu eða lítillega auknum tekjum ríkissjóðs, yrði skammgóður vermir sem framtíðin yrði að gjalda margföldu verði. Það yrðu óskemmtileg eftirmæli ársins sem tóbaksvarnalög tóku gildi, að þá hefði verið samþykkt að stuðla að aukinni áfengisneyslu og þar með að eyðileggja hinn heilsufarslega ávinning af tóbaksvarnalögunum. Tómas Helgason, dr. med., er próí- essor i geólæknisíræði rið Háskóla íslands og íorstöðumaður geð- deildar Landspítalans. Um átak gegn skattsvikum Þingsályktunartillaga 16 sjálfstæðisþingmanna: Náms- og starfsþjálfun á sviði sölu- og markaðsmála - eftir Garðar Valdimarsson í skoðanakönnun sem Hagvang- ur hf. framkvæmdi í apríl í fyrra og Morgunblaðiö keypti birtingar- rétt á, kom fram, að 96% þátttak- enda töldu að leysa ætti fjár- hagsvanda rikisins m.a. með auk- nu skatteftirliti en einungis 2,8% svöruðu þeirri spurningu neitandi. Könnunin var birt í blaðinu 17. maí 1984. Ýmsar aðrar niðurstöð- ur komu fram í þessari athyglis- verðu könnun sem náði til alls Iandsins. Þátttakendur voru að sögn Morgunblaðsins, 1.000 tals- ins, 18 ára og eldri. Á skattstjórafundi sem haldinn var í Reykjavík i fyrravor kynnti Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, tillögur sinar um hert skatteftirlit sem m.a. lutu að því að fjölga um 20 manns í skatteft- irliti. I fyrra var ráðið í helming- þessara staða og er stefnt að því að fullráða í þær á þessu ári. Ým- islegt annað er varðar skatteftirlit kom fram á síðasta ári. Þar má „Meginforsenduna fyrir yfirstandandi auglýs- ingaherferö fjármála- ráðuneytisins tel ég vera þá aö réttlæta til- veru hins heiöarlega skattborgara og veita aöhald þeim sem freist- ast til skattsvika.“ geta tveggja þingsályktunartil- lagna sem samþykktar voru sam- hljóða á Alþingi á sl. vori. Önnur var um úttekt á skattsvikum í þjóðfélaginu og hin um ýmsar að- gerðir varðandi hert skatteftirlit. Nú er starfandi nefnd sem vinnur að nefndri úttekt og ýmsar tillög- ur um aðgerðir eru til umræðu í stjórnkerfinu. Nefna má nýlega skipun nefndar til þess að hraða meðferð skattsvikabrota og skyldra brota í dómskerfinu. Meðal þeirra hugmynda sem upp komu í skattakerfinu var hugmyndin um auglýsingaherferð gegn skattsvikum. Eftir vandlega íhugun ákvað fjármálaráðuneytið að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Þar sem undirritaður var meöal annarra hafður í ráðum við undir- búning tíðræddrar auglýsingaher- ferðar þykir mér rétt að vekja hér athygli á framangreindum að- gerðum sem eru liðir í átaki gegn skattsvikum. Ég tel að eðiilegt sé að meta þessar hugmyndir og framkvæmd þeirra í heild en ekki draga einstaka þætti þeirra út úr. Þar sem Morgunblaðinu hefur á hinn bóginn orðið tíðrætt um auglýsingaherferðina, nú síðast í Reykjavíkurbréfi dags. 16. febrú- ar, vil ég leyfa mér að benda á eftirfarandi. Menn ræða stundum um megin- markmið eða meginhugmyndir um skatteftirlit. Þar eru að sjálfsögðu uppi ýmsar og ólíkar hugmyndir hérlendis og erlendis sem of langt Garðar Valdimarsson mál væri að rekja í greinarkorni þessu. Ég vil þó nefna eitt megin- markmið sem ég held að flestir gætu sætt sig við: Að allir greiði skatt samkvæmt lögum og að eng- in geti velt skattbyrði sinni yfir á aðra með ólögmætum hætti. Markmiðið er samslungið tveimur þáttum. Hinn fyrri lýtur m.a. að þeim sjálfsagða hlut að menn hafi aðgang að og afli sér hinna gleggstu upplýsinga um rétt sinn í skattamálum og greiði ekki meiri skatt en lög bjóða. Síðari þáttur- inn snýr að þeim sem ekki fara að skattalögum. Ramminn utan um þann þátt er réttur og réttlætis- kennd hins heiðarlega skattborg- ara og sú sjálfsagða krafa hans til hins opinbera að það taki á þeim sem svíkja undan skatti. Til þess að sækja samlíkingu sem flestir kannast við úr hinu daglega lífi þá má nefna sameiginlegan hússjóð í fjölbýlishúsi. Þar finnst öllum það sjálfsagt að einum eiganda líðist ekki að vanrækja að greiða sinn hluta af sameiginlegum gjöldum. Ástæðan er augljós. Menn sjá fram á það, að annars myndu þeirra húsgjöld hækka vegna þess að færri væru um að skipta á milli sín útgjöldunum. Meginforsenduna fyrir yfir- standandi auglýsingaherferð fjár- málaráðuneytisins tel ég vera þá að réttlæta tilveru hins heiðarlega skattborgara og veita aðhald þeim sem freistast til skattsvika. Með öðrum orðum að skapa almenn- ingsálit gegn skattsvikum og hafa almenn varnaðaráhrif. Auðvitað er hér um viðkvæmt mál að ræða. En það verður einnig að gæta þess að aukinn mannafli í skatteftirlit og aukin viðurlög og beiting þeirra nægja ekki ein sér í glímunni við skattsvikin. Til þess þarf breytt almenningsálit og aðhald frá al- menningi og að því stefnir auglýs- ingaherferðin að minu mati. Hvernig til hefur tekist og mun takast er of snemmt að fullyrða um og annarra að dæma, en sjálf- ur er ég þeirrar skoðunar að ein- hverju megi til hætta til að ráðast gegn því misrétti sem skattsvik eru í nútímaþjóðfélagi. (iarðar Valdimarsson er skattrann- sóknarstjóri. LÖGÐ hefur verið fram í sameinuðu alþingi tillaga til þingsályktunar um skipulagningu náms og vinnu í sölu- og markaðsmálum. Gerir tillagan ráð fyrir, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir skipulagningu náms og starfs- þjálfunar á sviði sölu- og markaðs- mála innan lands og utan með sam- starfi viðkomandi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins. Jafnhlióa komi til aðgerðir til að afla þekkingar á mörkuðum. Segir ennfremur í tillög- unni að markmið hennar sé að koma á fót í skólakerfinu og viðskiptalíf- inu víðtæku námi í sölumennsku, markaðsöflun, áróðurs- og auglýs- ingatækni og samningagerð. Kyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Johnsen en meðflutningsmenn eru 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins. f greinar^erð með tillögunni segir m.a.: „A næstu árum þarf að hrinda í framkvæmd margþættu starfi á sviði sölu- og markaðs- mála, afla meiri þekkingar á mörkuðum og möguleikum, skipu- leggja hvernig nýta má þá mögu- leika sem fslendingar hafa til að ná árangri í takt við nýjustu tækni og upplýsingamiðlun á al- þjóðavettvangi. Full ástæða er til þess að sem fyrst verði sendir tugir manna til starfsnáms erlendis til að kynna sér vinnubrögð, markaði og sölu- leiðir fyrir íslenskar afurðir, kynna sér störf sem varða ís- lenska hagsmuni erlendis og störf við fyrirtæki sem tengjast íslensk- um hagsmunum." Síðar segir: „ÞESSI ákvörðun verðlagsráðs að fella niður hámarksálagningu á raf- magnsvörum, skrifstofuvélum, hús- gögnum, hljóðfærum o.fl. er tekin í framhaldi af fyrri ákvörðun ráðsins um að afnema verðlagsákvæði," sagði Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra í samtali við blm. Morgunblaösins í gær. „Aður var búið að fella niður há- marksálagningu á matvörum, hreinlætisvörum, byggingavörum, vélum og tækjum auk ýmissa ann- arra vara,“ sagði Matthías. Viðskiptaráðherra sagði jafn- framt: „Ákvörðun þessi er í sam- „Meginmáli skiptir að vel takist til í útflutningsmálum og við verðum að hætta að láta hlédrægnina ráða ferðinni í sölu á okkar afurðum. Við megum ekki líta sölu- og markaðsmál hornauga." ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að færa verðmyndunarkerfið til meira frjálsræðis. Ekki er nokkur vafi á að hin aukna samkeppni og afnám verðlagsákvæða hefur skil- að neytendum hagstæðara vöru- verði.“ Viðskiptaráðherra sagði að framkvæmd þessara mála hefði dregist nokkuð frá því sem upp- haflega vart gert ráð fyrir m.a. vegna ástands efnahagsmála. Verðlagsstofnun myndi áfram fylgjast með þróun verðlags á þess- um vörum og birta verðkannanir til upplýsinga fyrir neytendur og seljendur vöru. Viðskiptaráðherra um afnám hámarksálagningar: Hin aukna samkeppni skilar hagstæðara verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.