Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
• •
Orlög mannkynsins
og átta dauðasyndir
„Við sem búum í þéttbýlum menningarríkjum og þá einkum í stórborgum, þekkjum ekki lengur hlýlegt viðmót
og sanna gleði í samskiptum við fólk.“
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Erlendar bækur:
Siglaugur Brynleifsson.
Konrad Lorenz: Das Wirkungsge-
fiige der Natur und das Schicksal
des Menschen — Die Acht Tod-
sunden der zivilisierten Menscheit
R. Piper & Co. Verlag 1983—84.
Fyrra ritið er safn lykilgreina
eftir Konrad Lorenz, valdar og
gefnar út með inngangi um höf-
undinn, af nemanda hans Irenáus
Eibl-Eibesfeldt. Útgáfan er í til-
efni áttræðisafmælis höfundar.
Útgefandinn hefur valið í þetta
safn ritgerðir sem snerta einkum
þróunarkenningu Darwins og
ýmsa þætti hennar og jafnframt
þá þætti, sem Lorenz hefur skýrt
og víkkað ef svo má segja. Sam-
anburðarfræði Lorenz um þróun
og hegðun dýranna, dýrasálfræði
og stökkbreytingar hefur orðið
honum kveikja að hliðstæðri
rannsókn á þróun mannsins, eink-
um á síðari árum. Útgefandi birtir
hér greinar varðandi þessi atriði.
Lorenz telur að meðal dýranna
megi auðveldlega finna ýmis ein-
kenni sem lengi vel voru aðeins
talin mennsk, þ.e. vísi að hegðun-
armáta við vissar aðstæður, sem
er leitun eftir jafnvægis-sam-
skiptum, móral. En mórallinn á
ekki upp á pallborðið hjá atferlis-
fræðingum og því var mikið rama-
kvein rekið upp þegar Edward
Wilson sendi frá sér bók sína:
„Sociobiology: the New Synthesis“
1975 og næstu bók „On Human
Nature“ 1979. Kenningar hans
jaðra við kenningar Lorenz um að
þróun hegðunarmátans sé bundin
erfðum, mórallinn sé áskapapur
hliðstætt viðbrögðum og starfi
líffæranna.
Atferlisfræði
Meðal ritgerða í bókinni eru:
„Wissenschaft, Ideologie und das
Selbstverstándnis unserer Ge-
sellschaft" þar sem höf. gagnrýnir
kenningar atferlisfræðinga og
einkum þær viðamiklu kenningar
sem þeir draga af ákaflega tak-
mörkuðum tilraunum á nauðung-
arvali tilraunadýranna, þar sem
aðeins tvennir möguleikar koma
til greina.
Samvkæmt kenningum atferlis-
fræðinga er maðurinn fæddur með
móttökuhæfni en ekki með með-
fædda móttökuhæfni samkvæmt
mennskri gerð — „The empty
organism theory" — á þeirri kenn-
ingu byggir atferlissálfræðin
grundvallarskoðanir sínar um al-
gjöra mótun einstaklingsins af
umhverfi og samfélagi. Kenningar
Lorenz eru reistar á þróunarkenn-
ingum Darwins eins og áður segir,
úrvali og endalausri fjölbreytni og
fjölbreytileika um milljónir ára.
Þróunin hefur mótað gerð lifandi
vera sem er sniðin fyrir ákveðið
umhverfi, erfðir gilda og hvað
snertir æðri dýrategundir og
manninn, þá er gildi þess þýð-
ingarmest sem atferlissálf'-æðin
gengur framhjá í rannóknum enda
verða þau gildi ekki mæld, vegin
né talin, þ.e. tilfinningasviðið.
Maðurinn er fæddur til viss um-
hverfis og umönnunar fyrstu árin,
því hafa dæmi sem oft eru nefnd
um mennskar verur sem hafa
fæðst í ómennsku umhverfi ekkert
gildi sem sönnun á markleysi
erfða, erfð þarfnast svörunar
strax við fæðingu.
Þróun manns og tækni
Af þessum ritgerðum er síðasta
ritgerðin e.t.v. tímabærust, rituð
1974: „Zivilationspathology und
Kulturfreiheit". Lorenz telur að
sjúkdómseinkennin sem nú megi
greina innan vestrænnar menn-
ingar og heimsmenningarinnar,
sem er mörkuð af vestrænni
menningu, stafi af misræmi milli
menningarstigsins og þróunar
mannsins sem lifandi veru. Þróun-
arferill mannsins er mun hægari
heldur en hraði tæknimenningar-
innar. Lorenz nefnir dæmi um
sjúklegt ástand, svo sem kynslóða-
bilið, fráhvarf frá mennskum gild-
um, tilfinningadauða og innræt-
ingu andstæðra kenningakerfa,
sem getur endað í „hryllilegustu
styrjöldum allra styrjalda, trú-
arbragðastyrjöldum". Mennsk
gildi eru á undanhaldi fyrir nýju
mati verðmæta, sem tengjast
tækniþróun og grófri nytsemis-
hygRju, sem telur það sem kalla
má einu nafni mennsku, vera
grillu, tálsýn, óþarfa og gagns-
laust rusl, sem þvælist aðeins
fyrir manninum á leið hans til
tæknivædds lífsforms framtíðar-
innar. Vísindalega sönnuð sann-
indi eru þau einu gildi, eigin
reynsla (subjektivitet) er mark-
laus, hlutveruleikinn (objektivit-
et) er það eina sem hefur gildi.
Lorenz telur þessar kenningar al-
gjöra villu, þar sem maðurinn
skynjar allt gegnum sjálfan sig og
„kemst aldrei út úr formúlunni".
Höfundur fjallar um þróun og
öfugþróun, hærri lífverur geta
tekið að æxlast til lægri þróun-
arsviða, til þess sem Julian Hux-
ley nefndi „vulgarisation". Þetta
telur Lorenz vera mestu hættuna
sem steðjar að mannkyninu og
nefndir sem dæmi líkamlegt ásig-
komulag og einkenni sem nú fara
mjög í vöxt einkum meðal þróaðra
þjóða, ofát, drykkjusýki, dóp-
neysla, ástin ummyndast niður í
búfjárlíf, grófasta peningagræðgi,
niðurkoðnun smekksins á svið út-
söluruslsins og „fitukvapi, sem
einkennir í auknum mæli börn og
unglinga, svo ekki sé talað um
fullorðna, sem vekur manni hryll-
ing á baðströndum og í sundhöll-
um“.
Afmennskun
Höfundur telur í „Átta dauða-
syndundum" að offjölgun og sam-
anhrúgun fólks á takmörkuðum
svæðum einkenni mannheima á
okkar dögum. Hann segir að leitun
jafnvægis innan tegunda og milli
tegunda sé regla í náttúrlegri
þróun. Nú hefur það gerst að
þekking mannanna, vísindi, tækni
og sú starfsemi sem flokkast undir
líknarstörf og hafa og eru talin
vera aðal manneskjunnar verka
öfugt við það sem þeim er ætlað.
Það hefur aldrei áður komið fyrir
í sögu mannkynsins, að göfugustu
eðlisþættir mannanna stefni
mönnum út í ófæru og spilli þeim
jafnframt. „Við sem búum í þétt-
býlum menningarríkjum og þá
einkum í stórborgum, þekkjum
ekki lengur hlýlegt viðmót og
sanna gleði í samskiptum við
fólk.“ Það virðist þurfa mikið
dreifbýli til þess að gleði gestrisn-
innar geti skapast. Of mikið þétt-
býli og hvað þá þrengsli virðast
kalla fram stöðuga varnarstöðu
eða varnarmekanisma, sem veldur
tortryggni og fjandsamlegri af-
stöðu til náungans. „Not to get
emotionally involved" er höfuð
áhyggjuefni stórborgar-íbúans."
Lorenz telur að af þessum orsök-
um skapist árásargirni i auknum
mæli og afmennskun. Mönnum
kemur náunginn ekkert við, hann
er til alls vís, menn þurfa að vera
á varðbergi. Samkvæmt tilraunum
með skepnur, er vitað að árásar-
HVERFAFUNDIR RORGARST JORA1985
Hvað hefur
áunnist?
Hvert stefnum
við?
DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU
OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA
4.FUNDUR
Háaleitishverfi, Smáíbúöa-,
Bústaöa- og Fossvogshverfi
Miövikudagur 20. febrúar kl. 20.30 í
Félagsheimili Hreyfils v/Grensásveg/-
Fellsmúla.
Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson
deildarstjóri.
Fundarritari: Stella Magnúsdóttir ritari.
Á fundinum veröa sýnd líkön,
litskyggnur og skipulagsupp-
drættir.
REYKVÍKINGAR!
FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA.
KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST
UMHVERFI YKKAR BETUR.
■'N
J