Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir Sflyirtlmogpwiir oJ<S)ín)©®®)(rö <®t Vesturgötu 16, sími 13280 Minning: Rétt hitastig í öllum herbegjum Betn líðan! OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGB^SÉRRáNTANIR-WÓNUSTA Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA Ingólfur Guðmunds- son á Ferjubakka Á bernskuárum mínum í Borg- arfirði, fyrir nær sextíu árum, var oft rætt um snjalla hestamenn. Þá heyrði ég í fyrsta skipti talað um ungan mann að nafni Ingólfur Guðmundsson, kenndan við Ferju- bakka í Borgarhreppi. Á þessum árum mun hann hafa verið vinnu- maður í Hjarðarholti í Staf- holtstungum og sfðar á Haugum í sömu sveit. Foreldrar hans, Guð- mundur Andrésson og Ragnhildur Jónsdóttir, voru góðir kunningjar foreldra minna og komu alloft í heimsókn, einkanlega Guðmund- ur, sem oft var á ferðalögum. Ekk- ert kynntist ég Ingólfi þá, en orð fór af honum sem góðum hesta- manni. Ásgeir Jónsson frá Hjarð- arholti, síðar bóndi á Haugum, var Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell .... 25/2 Dísarfell .... 11/3 Dísarfell .... 25/3 ROTTERDAM: Dísarfell .... 26/2 Dísarfell .... 12/3 Dísarfell .... 26/3 ANTWERPEN: Dísarfell .... 27/2 Dísarfell .... 13/3 Dfsarfell .... 27/3 HAMBORG: Dísarfell ..... 1/3 Dísarfell .... 15/3 Dísarfell .... 21/3 HELSINKI: Hvassafell .... 5/3 Hvassafell .... 1/4 FALKENBERG: Skip ......... 10/3 LARVÍK: Jan ........... 4/3 Jan .......... 18/3 Jan ........... 4/4 GAUTABORG: Jan ........... 5/3 Jan .......... 19/3 Jan ........... 5/4 KAUPMANNAHÖFN: Jan ........... 6/3 Jan .......... 20/3 *ian .......... 6/4 SVENDBORG: Jan .......... 21/2 Jan ........... 7/3 Jan .......... 21/3 Jan ........... 7/4 ÁRHUS: Jan .......... 21/2 Jan ........... 7/3 Jan .......... 21/3 Jan ........... 7/4 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .... 1/3 Jökulfell .... 30/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 2/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 á sínum tfma talinn snjallasti hestamaður í Borgarfirði og þó víðar væri leitað. Þegar við Ingólf- ur ræddum um þessi mál á síðari árum, sagði hann mér, að Ásgeir hefði verið sinn lærifaðir í hesta- mennsku og af engum hefði hann lært meira í þessum efnum, enda taldi hann Ásgeir á Haugum einn slyngasta hesta- og tamninga- mann, sem hann hefði kynnst á langri ævi. í fjölda ára hafði Ás- geir með höndum póstferðir frá Borgarnesi til Búðardals. Ingólfur fór fjölmargar póstferðir fyrir Ásgeir á vetrum. Þessar ferðir voru oft erfiðar og slarksamar í misjöfnum veðrum en allt fór vel, þvf Ingólfi var ekki gjarnt að leggja hesta sína í ófæru eða óvissu. Við Ingólfur munum hafa flust til Reykjavíkur sama árið, eða nánar tiltekið árið 1939, en lítið hafði ég kynnst honum þá, þótt báðir ættum við sameiginlega vini og kunningja. Hann byrjaði að starfa hjá Hestamannafélaginu Fáki strax eftir að hann kom til Reykjavíkur og mun hafa verið fyrsti launaði starfsmaður hjá fé- laginu. Ingólfur sat í stjórn Fáks í fjöldamörg ár og tók virkan þátt í allri starfsemi Fáks um árabil og minnisstæður er hann mörgum fé- lögum Fáks sakir prúðmennsku f allri framkomu. Fyrir tæpum 20 árum lék mér hugur á að eignast aftur hest eftir 25 ára hlé við að umgangast hesta. Ég fékk Ingólf til að velja fyrir mig hestinn. Hann sagði mér að Gísli Jónsson, ráðsmaður í Arn- arholti á Kjalarnesi, hefði til sölu tvo efnilega fola á fimmta vetri og bauðst hann til að fara með mér og ræða við Gísla bónda. Við fór- um upp að Arnarholti og skoðuð- um gripina. Mér leist strax betur á annan folann, en Ingólfur sagði: „Taktu hinn,“ og það gerði ég, þvf ég treysti forsjá hans. Síðar kom það á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Nokkrum vikum síðar kom Ingólfur upp f hesthús til mfn, þar sem ég var að huga að folanum og öðrum hestum f hús- inu. Hann var fámæltur, en brosti góðlátlega. Hlýja og vinsemd fólst í svip hans og fasi. Hann gekk að hestinum, strauk honum um lend og makka og lét vel að honum. Það var eins og hesturinn þekkti hann aftur, hneggjaði lágt og snart með flipanum handlegg Ingólfs eins og hann væri að heilsa gömlum vini. Ingólfur tók moð og töðusalla úr jötunni og lét undir framfætur hestsins og gaf sér góðan tíma til að ganga frá öllu. Ingólfur rétti sig upp og sagði: „Hafðu mjúkt undir hófunum, þetta verður góð- ur hestur.“ Síðan kvaddi hann og gekk út. Þótt Ingólfur ætti heima hér í höfuðborginni hátt á fimmta tug ára var hann f innsta eðli sfnu alltaf sami gamli borgfirski sveitastrákurinn, í raun og veru fór hann aldrei að heiman. Átt- hagarnir í Borgarfirði áttu hug hans allan. Alltaf átti hann hesta og sat þá allra manna best, og mjúklega fóru þeir á kostum hjá honum til síðustu stundar. í sumarleyfum sínum dvaldi hann jafnan hjá vinum sínum og ætt- ingjum í Borgarfirði og brá sér þá oft á bak með kunningjum á góð- um stundum. Hann var alinn upp á bökkum Hvítár, þar sem straumþungt fljótið streymir hjá túngarði. Ungur að árum vandist hann á að þeysa á ólmum gæðingum og gera sér þá viðráðanlega, á þessum sléttu og mjúku bökkum. Nú er Ingólfur Guðmundsson frá Ferju- bakka horfinn okkur. Borgfirski hestasveinninn er aftur kominn heim. Blessuð sé minning hans. Klemenz Jónsson Minning: Vernharður Karls- son Siglufirði Fæddur 21. maí 1900 Dáinn 15. janúar 1985 Þann 15. janúar 1985 andaðist hann afi Venni eins og hann var alltaf nefndur. Hann lést í sjúkra- húsi Siglufjarðar eftir stutta sjúkralegu. Hann fæddist á Hest- eyri við ísafjarðardjúp, siðan fluttist hann til Hofsóss. Afi var lítill drengur þegar hann missti pabba sinn, en vegna veikinda móður sinnar varð hann að alast upp á ýmsum bæjum í Skagafirði, 5 ára drengur undir jeppa — slapp ótrúlega vel, því hann lenti milli hjóla bílsins FIMM ára drengur lenti undir stórum Chevrolet-jeppa við Stórahjalla í Kópavogi laust eft- ir klukkan 14 á sunnudag. Drengurinn skall á jeppanum og féll undir hann. Svo giftusam- lega tókst til, að drengurinn hafnaði á milli hjólanna og náði ökumaður að stöðva bifreið sína. Drengurinn hlaut minniháttar meiðsl og var fluttur í slysa- deild, en fékk að fara heim að lokinni rannsókn. við misjöfn kjör. Afi flutti til Siglufjarðar árið 1924 og var þá í leit að vinnu, en árið 1925 kvænt- ist hann eiginkonu sinni, önnu Konráðsdóttur, sem var frá Tjörn- um í Sléttuhlíð. Þau bjuggu fyrst á Hafnargötu 16 til ársins 1947, þá byggði hann húsið Laugarveg 5 með tengdasyni sínum, Bjarka Árnasyni, sem lést sama dag fyrir ári. Afi stundaði sjómennsku á sínum yngri árum og áhugi hans á sjónum var alltaf mikill. Síðan fór hann að vinna hjá Síldarverk- smiðjunni Rauðku á Siglufirði og vann þar fjölda ára. Svo vann hann við sláturhusið og hjá Kjöt- búðinni við að svíða. Hann var einn af þeim mönnum sem svip setti á Siglufjörð. Afi var mjög forvitinn að eðlisfari og þurfti að fylgjast með öllu alveg fram á það síðasta. Hann var glaður í lund og kunni mikið af lausavísum og var þekktur fyrir vel hittin svör. | Hann var mjög ábyggilegur og reglusamur og var alltaf hægt að stóla á hann. Það sem hægt var að gera i dag, geymdi afi aldrei til næsta dags. Afi og amma eignuðust fjórar dætur, þrjár búsettar á Siglufirði, Margréti, ekkju Bjarka Árnason- ar, eiga þau fimm börn; Fanney, gifta Skarphéðni Guðmundssyni, eiga þau fimm börn; Jóhönnu, gifta Hafliða Sigurðssyni, eiga þau 3 börn og Önnu, gifta Eiríki Sigurðssyni, búsett í Keflavík, eiga þau 3 börn. Ég var lítil þegar ég kom til afa og ömmu. Þar átti ég ánægjuleg ár sem gleymast seint. Árið 1965 missti afi eiginkonu sína, önnu Konráðsdóttur. Þegar ég fullorðn- aðist flutti ég með mína fjölskyldu inn á heimilið hjá afa og bjuggum við með honum i fimm ár þar til hann flutti til Jóhönnu og Hafliða, sem eru foreldrar mínir, og bjó hjá þeim síðustu árin. Afi átti fimmtán barnabörn og tuttugu og sex barnabarnabörn. Þar sem ég sé á eftir elskulegum afa votta ég dætrum hans, tengda- sonum, barnabörnum og barna- barnabörnum innilegustu samúð- arkveðjur. Fanney Hafliðadóttir og fjölskylda. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöð við Hagkaup, sími 82895. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.