Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 54

Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 20. FEBRÚAR 1985 fclk í fréttum JX Bttcfa ur sagt. Einu sinni sagði hann að hann læsi yfirleitt ekki gagnrýni á orgelleik sínum því það væri auðvelt að gagnrýna en erfitt að spila. Hann kom til Islands einu sinni árið 1974 og hélt þá fimm tónleika og einir voru einmitt í Dómkirkjunni. Þá tónleika heiðruðu þau fyrrverandi forseti Kristján Eldjárn heitinn og frú með nærveru sinni. — Nú eru mörg þessara verka óþekkt. — Já mikið af verkum Bachs hefur legið í þagnargildi hér á íslandi, nánar tiltekið nálægt 60% af þeim, og þessi verk verða nú flutt í fyrsta skipti á íslandi. Það er ekki að öllu leyti þakk- látt verkefni af mörgum að flytja mikið af óþekktum verk- um og venjulega er einungis rjóminn fleyttur ofan af því sem samið hefur verið. Við vonum þó að við fáum sanngjarna og rétt- láta gagnrýni fyrir viðleitni okkar og að það sé tekið tillit til hljóðfæra og þess húsnæðis sem leikið er í og umsögnin sé eins og góð kennsla sem varðar upp- byggingu með uppörvun fyrir það sem vel er gert og það rök- stutt sem betur má fara. Flutn- ingur þessara verka er vanda- samur að því leyti að organist- inn þarf að velja raddir sem henta verkinu og þær eru ekki alltaf eins heppilegar í hverju hljóðfæri og maður kysi. Bach ritaði yfirleitt ekki fyrirmæli um hraða eða styrkleik og ég hef verið erlendis á tónleikum oft og heyrt sama verkið flutt á fljúg- andi hraða og löturhægt. HAUKUR GUÐLAUGSSON SÖNGMÁLASTJÓRI ÞJÓÐKIRKJUNNAR 60 % af verkum Bachs hafa legið í þagnargildi Það var ekki á allra vitorði fyrr en fyrir skömmu, að allt síð- asta ár ræddust menn vart við í Jackson-fjölskyldunni frægu nema til að rífast og allt að þvi fljúgast á. Peningamál, ágirnd, afbrýðisemi hafði nær eyðilagt þessa frægu skemmtikraftafjölskyldu. Vissulega ferðuðust bræðurnir saman til hljómleikahalds, en rifrildin fyrir og eftir hverja sýningu voru slík að fólk sem hlýddi á, hristi höfuðið og trúði vart sínum eigin eyrum. Þetta byrjaði á því, að bræður Michaels Jackson báðu hann að vera með 1 hljómleikaferðalaginu þar sem þeir voru orðnir fjárþurfi og sáu ekki aðra fjáröflunarleið en að æfa atriði sin á ný og leggja í ’ann. Michael féllst á það, en hélt slíkan fyrirlestur yfir bræðrum sinum um hvernig þeir hefðu sóað auð þeim sem þeir rökuðu saman fyrr á árum, að bræðurnir fylltust biturri reiði. Ekki bætti úr skák, að Michael hafði gengið svo vel sjálfum upp á eigin spýtur, að hann mun varla vita aura sinna tal til æviloka. Svo var Micha- el líka í nöp við föður sinn vegna þess að hann hafði farið frá móður hans. En í dag er allt i ljúfri löð. Það atvikaðist þannig, eftir því sem fjöl- skylduvinir hafa sagt í óspurðum fréttum, að Michael dreymdi að Guð kæmi til sín og hvetti sig til að stilla til friðar. Fór hann því persónulega á stúfana, bar smyrsl á sárin og klæði á vopnin. Var allri slíkri Sérstæðir afmælistónleikar standa yfir um þessar mundir. í tilefni 300 ára afmælis JJS. Bach ætla íslenskir orgelleikarar að flytja öll orgelverk Bachs á næst- unni. Blm. náði tali af Hauki Guð- laugssyni söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar sem mun hafa veg og vanda af skipulagningu téðra tón- leika og bað hann að segja nánar frá þessu tónleikahaidi. Við flytjum orgelverk Bachs í heild þ.e. á þeim 15 tónleikum sem haldnir verða á vegum Fé- lags íslenskra orgelleikara, Kirkjukórasambands Islands og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Við notum niðurröðun á verk- unum sem gerð er af Fernando Germani, sem er ítalskur, en hann hefur flutt verkin í heild að minnsta kosti 25 sinnum og ritað heila bók um niðurröðunina og efnisskrána. I þessum verkum eru einnig verk er Bach umskrifaði fyrir orgelið, konsertar eftir Vivaldi sem eru ætíð leiknir með, þegar verkin eru tekin fyrir á þennan hátt. Eftir því sem tímar hafa liðið þá hefur komið fram að vafi leikur á um ýmis verk sem Bach hafa verið eignuð en þau verk verða þó einnig leikin á þessum tónleikum. — Hvað eru það margir orgelleikarar sem taka þátt í þessu? — Þeir eru 50 talsins sem hafa tekið að sér að leika og koma úr Reykjavík og víðsvegar að af landinu. Á fyrstu tónleik- unum sem haldnir voru hinn 4. febrúar sl. í Dómkirkjunni léku sex orgelleikarar, Haukur Guð- laugsson, Hilmar Örn Agnars- son, Hörður Áskelsson, Árni Ar- inbjarnarson, Glúmur Gylfason og Ragnar Björnsson. Ég tel að með því að flytja verkin af mörg- um orgelleikurum skapist viss fjölbreytileiki en Bach samdi verk sín Guði til dýrðar og tón- listarmönnum til lærdóms. Ég held að það sé jákvætt að sem flestir spreyti sig á flutningi þeirra og bæti þroska sinn í hljóðfæraleik. Vlð höfum einnig orðið varir við að hinum al- menna tónlistargesti fellur það vel að heyra flutning verka á þennan hátt. — Fyrstu tónleikarnir voru í Dómkirkjunni. Er sérstök ástæða fyrir því? — Við byrjuðum hinn 4. febr- úar sl. og þá í Dómkirkjunni. Ástæðan fyrir því var m.a. sú að heiðra minningu tónlistar- mannsins Páls Isólfssonar og í Dómkirkjunni öðrum stöðum fremur hefur tónlist Bachs verið iðkuð. Að vísu var sá staður sá erfiðasti til að leika á, þar sem orgelið er orðið úr sér gengið og því lítið við haldið enda nýtt orgel væntanlegt á þessu ári og því eldra er lítið haldið við. Þar að auki er hljómburðurinn í Dómkirkjunni heldur lélegur. Það stendur þó til bóta því hann á að bæta um leið og nýja orgelið Haukur Guðlaugsson kemur. Næstu tónleikar okkar verða í Kristskirkju 25. mars næstkomandi og þá leika sjö orgelleikarar. Tónleikunum lýk- ur svo í maí árið 1986, en allir verða þeir fluttir í Reykjavík. — Hvað geturðu sagt okkur frá Germani, þeim er raðaði verkunum niður? — Fernando Germani tengist tónlist óbeint og er einn af fræg- ustu orgelsnillingum okkar tíma. Einu sinni sagði Páll ísólfsson við mig að hann teldi að túlkun Germanis á verkum Bachs væri sú sannasta er hann hefði heyrt. Germani er að mörgu leyti ein- stakur maður og skemmtilegt að rifja upp ýmislegt sem hann hef- Guð sagði Michael Jackson að stilla til friðar... málaleitan vel tekið, enda hafði eng- inn í fjölskyldunni ánægju eða ávinning af deilunum. Var saminn friður og fjölskyldukærleikurinn svífur nú yfír vötnunum ... Höfuðatriði... Þið getið leitað með stækkunargleri að þráð- unum sem gera þessum piltum kleift að halda jafnvægi. Þið getið leitað alla vikuna, en þið getið líka alveg sleppt því, því það eru engir þræðir, þetta furðulega jafnvægisatriði er ekta þótt ótrúlegt sé. Þessir piltar heitar Lu Bing (24 ára) og Ma Cheng Bin (14 ára) og voru í kínversk- um fimleikaflokki sem sýndi listir sínar i Wembleyhöllinni fyrir skömmu. Vakti sýningin óskipta athygli og skyldi engan undra ... Ml

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.