Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 57. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Víetnamar: A tveimur vígstöðvum Peking, Pung Tuk, Thailandi, 8. marz. AP. Kínverskar landamærasveitir hröktu Víetnama frá helztu stödvum sínum meðfram landamærunum í dag, að sögn kínverska sjónvarpsins. Voni Víetnamar sakaðir um að hafa valdið miklu manntjóni með skot- árásum á kínverskar byggðir síðustu 10 daga. Ennfremur luku thailenzkar hersveitir í dag við að hrekja víet- namska innrásarliðið í Kambódíu fró stöðvum, sem þær höfðu lagt undir sig innan thailenzku landa- mæranna. Að sögn thailenzkra foringja réðst um 1.000 manna víetnamskt herlið inn í Surin-hérað í Thailandi og reyndi að ná hæð 361 á sitt vald, en þaðan sér yfir búðir sveita Si- hanouks innan landamæra Kamb- ódíu. Tókst að hrekja þá síðustu úr innrásarliðinu til baka í dag, en Ví- etnamar héldu síðdegis uppi mikilli skothríð á stöðvar í Thailandi og virtist ný sókn þeirra til hæðanna hafin. Símamynd Morgunblaðiö/VG-Per Jonassen Eldur í snekkju Noregskonungs Gífurlegt tjón varð á konungssnekkjunni norsku í skipasmíðastöðinni í Horten, þar sem unnið var að lagfæringum á skipinu. Brann nánast allt sem brunnið gat í vistarverum og salarkynnum miðskips. Sjá nánar frétt um óhappið „Konungssnekkjan Norge stórskemmdist í eldi“ á bls. 24. 62 menn fórust í gífur- legri sprengingu í Beirút Beirút, 8. marz. AP. Sprengja til stuðnings námumönnum Borhum, V-Þýzkalandi, 8. marz. AP. Hryðjuverkamenn úr Kauða hernum stóðu fyrir sprengingum í borgunum Bochum, Essen og Hamborg í V-Þýzkalandi, til stuðnings brezkum námumönnum, eins og sagði í til- kynningu sprengjumanna. Mikið tjón varð á mannvirkjum en engan sakaði. Öflug sprengja hryðjuverka- manna sprakk í verzlun í Dort- mund í gær og hlauzt talsvert tjón af, auk þess sem átta manns slös- uðust. Lögreglan dreifði í dag myndum af tveimur liðlega tvítug- um mönnum, sem lýst er eftir í sambandi við sprenginguna. Komu þeir tveimur málmsívalningum fyrir undir búðarborði og innihélt hvor um sig hálft kíló af sprengi- efni. Öflug sprengja sprakk í höfuð- stöðvum kolaiðnaðarins í Ruhr- héraði, í Bochum, í höfuðstöðvum samtaka þýzkra námumanna og i skrifstofu skipamiðlarans Peter Köhle í Hamborg. Sagði í tilkynn- ingu sprengjumanna að sprengt hafi verið á þessum stöðum til að „refsa viðkomandi fyrir að græða á verkfalli brezkra kolanámu- manna“. Var sagt að lagt hafi verið á ráðin og kolasendingar til Bret- lands meðan á verkfallinu stóð skipulagðar á skrifstofu skipamiðl- arans. Varað hafði verið við sprenging- unni f Essen í gærkvöldi og voru ráðstafanir gerðar við margar stór- verzlanir, en engar sprengjur fund- ust. Innanríkisráðuneytið i Bonn birti harðorða yfirlýsingu um sprengingarnar og varaði sprengjumenn við frekari aðgerð- um. BJORGIJNARSTARF gekk mjög erfiðlega í hverfi shíta í Beirút, (ihob- eiri, þar sem 62 manns fórust og amk. 200 slösuðust í gífurlegri spreng- ingu í dag. Óttast var að enn fleiri fyndust dauðir í rústum bygginga, sem urðu illa úti. I»á tafði það björgunarstarf, að gaskútar í einni byggingunni héldu áfram að springa fram eftir kvöldi. Gífurlega öflug bílspengja sprakk í innan við 100 metra fjar- lægð frá heimili leiðtoga öfgasam- taka shíta, Mohammed Hussein Fadlallah. Sakaði hvorki hann né fjölskyldu hans. Fadlallah lagði á sínum tíma blessun sína yfir sjálfsmorðsárásirnar á stöðvar franskra og bandarískra friðar- gæzlusveita í Beirút 23. okótber 1983, þegar 241 bandarískur og 58 franskir hermenn fórust. 1 sprengingunni hrapaði átta hæða íbúðarblokk að hluta og eld- ur kviknaði í fjórum blokkum öðr- um. Kvikmyndahús laskaðist, þar sem sýning stóð yfir, og einnig bænahús, sem fullt var af fólki á bæn. Rúmlega helmingur hinna föllnu mun hafa farist í eldsvoða í kjölfar sprengingarinnar. Gífur- leg ringulreið var í hverfinu eftir sprenginguna. Minnst 100 kíló af sprengiefni voru í bílnum, sem sprakk, og skildi hann eftir sig 3ja metra djúpan og fimm metra breiðan gíg í bílastæðið, þar sem hann var skilinn eftir. Ymsir leið- togar múhameðstrúarmanna skelltu skuldinni á Israela. Flugmóðurskipið Eisenhower og beitiskipið Mississippi létu óvænt og skyndilega úr höfn á Mallorca á Spáni, þar sem þau voru í kurteis- isheimsókn, og sigldu áleiðis til Miðausturlanda í kvöld. Slíkur var hraðinn, að á annað hundrað sjó- liða voru skildir eftir í landi. Neit- aði bandaríska varnarmálaráðun- eytið að svara spurningum hvort skipin ættu að flytja á brott bandaríska þegna í Líbanon. Hef- ur Bandaríkjamönnum í friðar- gæzlusveitum SÞ verið skipað að yfirgefa Líbanon af ótta við hefndaraðgerðir shíta. Hundruð óbreyttrajfrorg- ara falla í árásum íraka Nikósíu, 8. nurz. AP. ÁTÖK ÍRANA og íraka mögnuðust stónim í dag og skýrðu íranir frá því að hundruð óbreyttra borgara hefðu farizt í loft- og eldflaugaárásum á fimm borgir í íran. íranir hefndu árásanna með linnulausri árás daglangt á hafnarborgina Basra í írak. Fréttastofan Irna í íran sagði 400 menn hafa týnt lífi eða slas- ast er írösk orrustuflugsveit varpaði sprengjum á borgina Pirranhahr. Hefðu þær aðallega fallið á þéttbýlustu hverfi borg- arinnar og væri óttast að enn fleiri fyndust látnir í borgar- rústunum. Irna sagði einnig að írakar hefðu ráðist á borgirnar Sar-e Pol Zahab á miðhluta víglínunn- ar, og Susangerd, Bostan, Khorr- amshahr og Abadan í oliuhérað- inu Khuzistan í suðri. Féllu 10 manns í þessum borgum, 21 slas- aðist og 150 hús eyðilögðust. í tilkynningu herstjórnarinn- ar í Baghdad sagði að íraskar flugvélar hefðu farið 242 sprengjuferðir á skotmörk í Ir- an. íranir vöruðu íraka við og hótuðu hefndarárás á Basra eft- ir eldflauga- og stórskotaárás Ir- aka á tvær íranskar borgir i nótt. Urðu írakar fyrri til að- gerða í dag og hófu íranir þá árás á Basra í lotum til að gefa borgurunum kost á að koma sér undan. Sögðust íranir myndu hætta árásum á borgir og bæi ef írakar gerðu slíkt hið sama, ella yrði þeim svarað í sömu mynt. Hryðjuverk í Beirút AP/sim»mynd Gífurlega öflug sprengja sprakk í hverfi shíta í Beirút í g;er, tugir manns fórust og um 200 slösuðust. Mikið tjón varð á nokkrum bygging- um og er þessi mynd tekin á vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.