Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
29
Ráðabreytni kennara flýtir
ekki fyrir lausn deilunnar
Rætt við Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, um kjaradeilu kennara og málefni framhaldsskólans
RAGNHILDUR Helgadóttir,
menntamálaráðherra, telur að
framhaldsskólakennarar hafí tekið
ranga ákvörðun, er þeir gengu út
úr skólunum í fyrri viku og virtu að
vettugi lögmæta framlengingu upp-
sagnarfrests síns. Rúm vika er lið-
in frá því að kennararnir hættu
störfum og starfsemi framhalds-
skólanna hefur að verulegu leyti
lamast.
„Ég tel þessa ráðabreytni
kennara afar andstæða hags-
munum þeirra sjálfra, nemenda
og skólanna. Hún hlýtur að
draga úr því trausti, sem kenn-
arastéttin þarf á að halda i
störfum sínum, og hún er ekki
heldur til þess fallin að flýta á
neinn hátt fyrir niðurstöðu í
samningamálum, af þeirri ein-
földu ástæðu, að í lögum um
þessa kjarasamninga eru sett
þröng tímatakmörk. Samninga-
mál voru i fullum gangi þegar
kennarnir gengu út,“ segir
Ragnhildur Helgadóttir i sam-
tali við blaðamann Morgun-
blaðsins, sem einkum snýst um
framvindu hinnar alvarlegu
kjaradeilu framhaldsskólakenn-
ara, en þar er einnig vikið að
öðrum málefnum framhalds-
skólans, menntun kennara og
hæfni, lögverndun starfsheitis
þeirra, einkaskólum, samstarfi
við atvinnulífið og hvort þörf sé
á heildariöggjöf um þetta skóla-
stig.
„Það er verið að vinna af kappi
að öllum þeim þáttum, sem unnt
er að afgreiða vegna sérkjara-
samninga," segir Ragnhildur
Helgadóttir þegar hún er spurð
um stöðuna í samningamálun-
um. „Af skiljanlegum ástæðum
hefur verið erfitt að ræða hina
endanlegu launaupphæð fram að
þessu. Hið íslenska kennarafélag
er eitt af 25 félögum innan
Bandalags háskólamanna
(BHM) og það gefur augaieið, að
það verður að vera samstaða
innan þess stóra félagsskapar
um það hvernig félögin raðast
innbyrðis. Nú er verið að greiða
fyrir því að sérstaða kennara sé
metin til launa. Það er verið að
undirbúa, að ákvörðun um slíkt
geti legið fyrir strax og aðrar
kröfur liggja skýrt fyrir.“
Ekki hægt að nefna launa-
tölur í síðustu viku
„Sannleikurinn er sá,“ segir
Ragnhildur, „að kröfur BHM-fé-
laganna lágu fyrst fyrir á mið-
vikudag í fyrri viku og þá aðeins
í mjög stórum dráttum og ekki
nægilega skýrum. Á fimmtudag
var svo haldinn fundurinn, þar
sem kennarar ákváðu að ganga
út úr framhaldsskólunum. Mér
skilst, að á þessum fundi hafi
aðalrökin fyrir útgöngunni verið
talin þau, að fulltrúar ríkisins
hafi ekki verið búnir að nefna
launatölu kennara. En þeir, sem
fylgst hafa með atburðarásinni,
sjá, að það var vitanlega útilok-
að að hægt væri að gera slíkt,
tæplega sólarhring eftir að
kjarakrafa BHM lá fyrir.
Aðildarfélög BHM höfðu ekki
samið sín á milli um röðun í
launastiga, og þennan sama dag,
þ.e. fimmtudag, var svo endur-
matsskýrsla menntamálaráðu-
neytisins lögð fram, en því hafði
áður verið lýst yfir af hálfu
ríkisins, að taka ætti mið af
henni þegar sérstaða kennara
væri metin. Þessi atriði valda
því, að það var ekki tæknilega
mögulegt að nefna neina tölu af
ábyrgð á þessu stigi, en hins veg-
ar lá fyrir mjög eindregin vilja-
yfirlýsing um að reynt yrði að
greiða sérstaklega fyrir málum
kennara og hér í menntamála-
ráðuneytinu hefur verið lögð
fram mikil vinna í þessu skyni.
Yfirlýsing samninganefndar
ríkisins var í tveimur liðum,
annars vegar að tekið yrði tillit
til launamunar sem myndast
hefði og hins vegar að tekið yrði
mið af niðurstöðu endurmats-
skýrslunnar. Sama daginn og
þetta lá fyrir ásamt skýrslunni
ákváðu kennarar að ganga út og
hafna þar með þessu boði.“
— Hvað er að gerast í samn-
ingamálunum á þessari stundu?
„Ég get ekki sagt hvað gerist í
samninganefndinni, því hún
starfar á vegum fjármálaráðu-
neytisins, og við verðum að virða
verkaskiptingu milli ráðuneyta,"
Um hitt, hvort ég sé bjartsýa
á lausn deilunnar," segir Ragn-
hildur, „þá er ég það að vísu, en
held samt að það sé afar ótrúlegt
að endanleg niðurstaða fáist í
kjarasamningunum á næstu
dögum. Það er eftir að semja við
mörg félög, en hins vegar hljóta
að liggja mjög fljótlega fyrir lík-
ur, sem benda kennurum á hvers
sé að vænta."
— Fá kennarar á endanum
greitt fyrir fjarvistir sínar und-
anfarna daga?
„Nei. Að sjálfsögðu ekki.“
— Nú hafa kennarar, sem eru
hættir störfum, þegið laun sín
fyrir marsmánuð. Er þeim það
heimilt?
Viötal:
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
lagi að útvega þá kennslu, sem
vantar. Þar á meðal er heimilt
að ráða stundakennara. Ég geng
út frá því, að það sé unnt að
útvega kennara í mörgum náms-
greinum, ef á þarf að halda. Sem
betur fer hefur furðu lítil trufl-
un orðið í sumum skólum.
Auðvitað er það oft svo, að
stundakennarar eru ráðnir að
skólum án auglýsinga. Hverjum
og einum skóla er heimilt að
ráða í eins konar forfalla-
kennslu, þegar svona stendur á,“
segir Ragnhildur.
Ríkiö leysir ekki kjara-
málin einhliða
„Annars hefur mér virst,“ seg-
ir Ragnhildur Helgadóttir, „að
fjölmiðlar hafi ekki gert fólki
nægilega grein fyrir að kjara-
Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra.
segir Ragnhildur. „Þessar við-
ræður eru í höndum samninga-
nefndar ríkisins og svo vitanlega
samninganefndar kennaranna
sjálfra. Hið eina sem ég get sagt,
er, að viðræður og vinna í samn-
ingum eru í fullum gangi og svo
væri tæpast ef ekki væri að
vænta jákvæðrar niðurstöðu
fljótlega."
Endanleg niöurstaöa fæst
ekki á næstu dögum
— Ertu bjartsýn á, að þessi
deila leysist á allra næstu dög-
um, þannig að kennarar geti
jafnvel snúið til vinnu í næstu
viku?
„Ég tel að kennarar geti snúið
til vinnu strax, og þeir hefðu átt
að gera það þegar á föstudags-
morgni,“ segir menntamálaráð-
herra. „Ég tel engin rök fyrir
þessari ráðstöfun kennara. Það
var þegar búið að framlengja
uppsagnarfrestinn lögum sam-
kvæmt og fjarvist þeirra er auð-
vitað gersamlega óheimil, hvern-
ig sem á mál þetta er litið.
„Samkvæmt kjarasamningum
dreifast laun kennara, sem eru í
föstum stöðum, yfír árið. Kenn-
ari, sem hættir störfum 1. mars,
á þá inni upphæð, sem svarar
einum mánaðarlaunum. Það er
þess vegna, sem þeir fengu laun
sín greidd núna. Stundakennar-
ar fá hins vegar laun sín eftirá.“
— Hefur verið kannað hvort
einhverjir geta tekið að sér þá
kennslu, sem nú liggur niðri í
framhaldsskólunum, ef ekki tak-
ast samningar fljótlega?
„Hér í ráðuneytinu höfum við
enn ekki fengið alveg nákvæmar
upplýsingar um það I hvaða ein-
stökum greinum kennara vant-
ar,“ segir Ragnhildur. „Ýmsir
hafa mætt til vinnu sinnar og
virt framlengingarfrestinn. Þess
vegna hafa skólarnir þurft
nokkra daga til að gera sér grein
fyrir stöðunni, sem er mjög mis-
munandi eftir skólum. Skóla-
meisturum og rektorum hefur
verið falið að halda skólunum
opnum og reyna með samkomu-
samningar ríkistarfsmanna fara
eftir sérstökum lögum og ganga
tiltekinn gang, m.a. hjá þeim
sem ekki hafa verkfallsrétt.
Þessir kjarasamningar og öll
vinnan að þeim þarf tiltekinn
tíma, en í lögunum eru settir
ákveðnir tímafrestir. í umræð-
um um þessi mál hafa menn
stundum einfaldað hlutina afar
mikið. Menn spyrja hvers vegna
sé ekki búið að leysa þessi samn-
ingamál fyrir löngu. En það er
ekki einungis hlutverk ríkisins
að leysa þessi mál, heldur er
þarna um að ræða samninga, þar
sem báðir aðilar þurfa að leggja
vinnu í kröfugerð og viðræður.
Ef sú staða kemur upp, að
samningar takist ekki,“ heldur
Ragnhildur áfram, „og mál fara
fyrir kjaradóm, þá er þar líka
um að ræða tiltekna tímafresti.
Kjaradómur sá, sem féll í miðj-
um febrúar, var með allt öðrum
hætti en venjan er, því hann
opnaði allt málið miklu meira
fyrir hugmyndum sjálfra hags-
munasamtakanna, sem í hlut
áttu. Launakerfið var allt brotið
upp og ætlast til að mönnum
væri raðað í launastiga á nýjan
leik. 1 þessu sambandi er á það
að líta, að kjaradómur var að
þessu sinni felldur viku fyrr en
menn höfðu búist við mánuðum
saman. Ætla mátti, að það væri
kennurum mjög hagstætt að
dómurinn féll svo snemma og
þeim væri ljóst að með því legði
ríkisvaldið þeim meiri mögu-
leika upp í hendurnar. Engu að
síður lá það líka fyrir að þessi
mikla opnun á öllu málinu var
mun tímafrekari til úrlausnar en
ella hefði verið. Þegar af þessari
ástæðu var ljóst að forsendan
fyrir uppsagnardeginum 1. mars
var löngu brostin."
Versti tími valinn
„Raunar var hún líka brostin
siðferðilega strax í upphafi,"
bætir Ragnhildur við, „því það er
með ólíkindum að tími til slíks
sé valinn þegar það kemur nem-
endum verst. Og það er líka ljóst,
að þeir sem réðu sig til kennslu-
starfa í haust vissu um kjörin og
vissu líka að kjarasamningar
yrðu lausir 1. mars og málið yrði
skoðað að nýju með það fyrir
augum að bæta kjör þeirra, sem
dregist hafa aftur úr, þar á með-
al kennara. Með allt þetta f huga
lét menntamálaráðuneytið það
strax koma fram opinberlega i
desember og ítrekaði síðan oft,
að lagaákvæði til að framlengja
uppsagnarfrest kennara yrði
notað ef málin hefðu ekki verið
leyst áður eða kennarar hefðu
dregið uppsagnir sínar til baka.
Það leikur enginn vafi á því,“
segir Ragnhildur, „að framleng-
ing uppsagnarfrestsins er lög-
mæt. Þessu lagaákvæði hefur
áður verið beitt, en aldrei fyrr
með jafnlöngum fyrirvara og nú.
Að auki var hverjum og einum
kennara sent bréf um framleng-
inguna.“
Verkfall eða uppsögn?
— Formaður kennarafélags-
ins segir í sjónvarpsviðtali, að
hann hafi hvatt kennara, sem
hættu 1. mars, að ráða sig ekki i
önnur störf meðan verið er að
reyna að ná samningum.
„Já, núna eru menn hættir að
tala um að þeir séu að fara f aðra
vinnu. Nú er ekki lengur málið
að komast sem fyrst úr kennslu-
starfinu, heldur er talað um hlé
eða „stopp“ í einhvern tfma. Þá
eru menn farnir að tala um þetta
eins og eitthvert verkfall í tiltek-
inn tíma. Röksemdin fyrir því,
að það hafi ekki mátt fram-
lengja uppsagnarfrestinn, er
heldur betur fallin. Því var
nefnilega haldið fram, að fram-
lengingin hindraði kennarana f
að ráða sig í önnur störf. Fyrir
þeirri röksemd virðist ekki
grundvöllur lengur.“
— Nú hefur verið lögð fram
skýrsla nefndar, sem vann að
endurmati á störfum kennara.
„Þetta verk var unnið í mjög
góðu samstarfi við fulltrúa sem
Bandalag kennarafélaga valdi f
þessa nefnd. Hér í ráðuneytinu
höfum við haft meiri trú á þvi að
leysa vandamálin f samstarfi við
aðila en í strfði við þá. Þess
vegna var þetta verk unnið. Við
komumst lfka að raun um að
þetta var verk sem var mjög
nauðsynlegt að vinna og sumt af
þvf þess eðlis að í það þarf að
eyða nokkuð löngum tíma. Þór-
SJÁ NÆSTU SÍÐU