Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Nicaragua, vagga lýðræð- is í Rómönsku-Ameríku - eftir Ragnar Stefánsson í hinu nýja Nicaragua, sem skapaðist eftir fall einræðisherr- ans Somoza, sjá bandarísk stjórn- völd mikla hættu, hættu sem ógnar efnahagslegum og pólitísk- um áhrifum Bandaríkjanna á öllu þessu svæði, að þeirra mati. Fólk í nálægum löndum sér það, í Nicaragua, að baráttan fyrir lýð- ræði, frelsi, jafnrétti og mann- sæmandi kjörum getur borið árangur. Það er í þessu sem Bandaríkin sjá mestu hættuna, ekki sist í skoðana- og ritfrelsinu og því lýð- ræði sem þarna er að þróast og kom fram i kosningunum á síðasta ári. Þetta hefur geysilegt aðdrátt- arafl í öllum þessum löndum. Þetta ríki verður að brjóta á bak aftur, segir Bandaríkjastjórn, alla vega Reagan. Þessa óværu verður að fjarlægja. En andstæða fjöida fólks í Bandarikjunum, fjölda fólks um allan heim, trufla og tefja aðgerðir forsetans. Því þarf að byggja upp óhróð- ursherferð til að ófrægja stjórn- völd i Nicaragua. Það verður að sannfæra almenning um að hið núverandi Nicaragua sé svo slæmt að beita megi gegn þvi öllum ráð- um. Um þetta er tekist í Bandarikj- unum, um allan heim. Áróðurs- stríðið er það mikilvægasta núna. í því áróðursstriði sýnist mér að Morgunblaðið taki skýra afstöðu í vali „frétta“ sinna: Það stendur við hlið Regans i stríði hans. Ég ætla ekki að elta ólar við þetta allt, en læt nægja að gera athugasemdir við grein eftir Svein Sigurðsson, blaðamann Morgun- blaðsins, sem birtist þar 14. febrú- ar sl. Hin alþjóðlega viðurkenning Sveinn spáir hinu nýja Nicar- agua illum endi og tekur sem fyrstu ástæðu að kosningarnar hafi ekki orðið til að veita stjórn- völdum þarna þá alþjóðlegu viður- kenningu, sem þau höfðu vænst. Þetta hafi komið í ljós þegar Ortega sór embættiseiðinn, að þeir séu algerlega einangraðir. Síðan er sagt að viðstaddir at- höfnina hafi verið þrír menn og þrír sendinefndir, sem talin eru upp og látið í það skína að þetta hafi verið einu opinberu full- trúarnir erlendis frá. Sannleikurinn er sá að 350 hátt- settir fulltrúar erlendra ríkja voru þarna við embættistökuna. Meðal annars voru þarna fulltrúar flestra Evrópuríkja. Að vísu voru ekki margir kóngar og forsætis- ráðherrar mættir, en það var nú kannski ekki svo auðvelt fyrir þá að fara þetta undir stingandi augnaráði stóra bróður í vestri. Kosningarnar voru frjálsar og opnar Sveinn gefur í skyn að fyrsta raunverulegu kosningarnar í sögu Nicaragua hafi farið óeðlilega fram. Helsta dæmi Sveins um þetta er að íhaldsflokkurinn (PCD) hafi ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í sjónvarpi þrjár helgar í röð vegna „tæknimistaka". Ég er búinn að gera mikið til að spyrjast fyrir um hvort fyrir þessu gæti verðið flugufótur. Ég hef spurt fólk sem var þarna. Eng- inn varð var við misvægi hvað varðar aðgang hinna ýmsu flokka að sjónvarpi og útvarpi. En takið eftir einu. Þessi saga sem Sveinn segist taka upp úr Observer, er upphaflega komin frá fréttaritara breska íhaldsblaðsins Economist 2. febrúar 1985. Kosn- ingarnar, hins vegar, fóru fram 4. nóvember 1984, í viðurvist 800 blaðamanna og kosningaeftirlits- manna, úr öllum heiminum. Eng- inn þeirra talaði um þetta þá. Þvert á móti ber nánast allt, sem þessir 800 hafa látið frá sér fara, vott um að kosningarnar og undir- búningur þeirra fór vel fram, og einstaklega vel miðað við það ástand að 15 þúsund manna mála- liðaher er í landinu búinn þeim bestu vopnum sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Þessir 800 fóru um allt gátu talað við hvern sem var. Meðal þeirra var Sigurð- Sjálfstæöisflokkurinn Skóla- og fræöslunefnd HEIMILI OG SKÓLI Skóla- og fræöslunefnd Sjálfstæöisflokksins boöar til ráöstefnu um málefni grunnskólans, Heimili og skóli, í Valhöll, laugardag- inn 9. mars kl. 13—17. DAGSKRÁ: Setning: Bessí Jóhannsdóttir, formaður skóla- og fræðslunefndar. Stefnumótun: Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráöherra, Sal- óme Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis. Samnýting skólahúsnæöis — tómstundastarf í skólum: Arnfinnur Jónsson, skólastjóri, Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri. Skipulagsmál og skólinn: Gestur Ólafsson, forstöðumaöur. Starfsmenn skóla, vinnutími kennara: Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður menntamálaráöherra. Hjördís Guðbjörns- dóttir, skólastjóri. Stjórn skóla: Helgi Jónasson, fræðslustjóri. Samfelldur skóladagur: Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri, Hall- dóra Rafnar, blaöamaður, Sigrún Gísladóttir, skólastjóri. Tengsl heimila og skóla: Ásdís Guðmundsdóttir, kennari, Eiríkur Ingólfsson, nemi. Skólastarfið: Bjarni E. Sigurðsson, skólastjóri. Námsgögn: Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjóri, Guðmundur Magnússon, blaðamaður. Umræður — ráöstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Ólöf Benediktsdóttir, menntaskólakennari. Ritari: Sigríöur Arnbjarnardóttir, kennari. Ráöstefnan er opin öllu sjálfstæöisfólki og stuön- ingsmönnum Sjálfstæöisflokksins. Þátttaka til- kynnist í Valhöli í síma 82900. Skóla- og fræöslunefnd ur Hjartarson, kennari frá ís- landi. Ég hef rökstuddan grun um að Sjálfstæðisflokkurinn eða þing- flokkur hans hafi fengið formlegt boð um það frá sjórnvöldum í Nic- aragua að senda mann til að fylgj- ast með kosningunum. Hefði það nú ekki verið tillitssemi af Sjálf- stæðisflokknum að afhenda t.d. Sveini Sigurðssyni það boð, svo hann þyrfti ekki að byggja skrif sin um þetta mál á 3ja mánaða gömlum gróu- og munnmælasög- um. Reyndar þurfti ekkert boð. Hver sem er gat farið. íslenska ríkisstjórnin fékk reyndar líka boð um að senda ótiltekinn fjölda full- trúa til að fylgjast með kosning- unum. Hún fékk boðið í júlí og svaraði að hún hefði ekki aðstæð- ur til þess. Til upplýsingar vil ég sérstak- lega benda á skýrslu frá Samtök- um bandariskra lögfræðinga (Nat- ional Lawyers Guild). Þessi sam- tök sendu 10 lögfræðinga til Nic- aragua, þegar i september, sem svo fylgdust með kosningaundir- búningnum og kosningunum sjálf- um allan timann. Sérstaka áherslu lögðu þeir á að fylgjast með pólitiskri umræðu í sjónvarpi og útvarpi og auglýsingum í að- draganda kosninganna. Þeir höfðu fjölmörg viðtöl, m.a. við flokka sem neituðu að taka þátt í kosn- ingunum. Niðu.'staða þessarar lögfræðinganefndar var i stuttu máli að „kosningarnar hefðu spannað vitt skoðanasvið og að þær hefðu verið opnar og frjálsar“ eins og þeir orðuðu það. En þeir segja líka að málaliðahernum hafi með morðum sínum og aftökum tekist að trufla kosningaundir- búninginn. SS segir i grein sinni að Sandin- istar hafi tekið það skýrt fram að kosningarnar ættu ekki að breyta neinu. Völdin yrðu áfram í þeirra höndum, hvernig sem þær færu. Þegar hið víðlesna dagblað La Prensa, eitt blaða stjórnarand- stöðunnar í Nicaragua, spurði Daniel Ortega um þetta 1984, svaraði Daniel blaðinu: Ef pólitísk hreyfing vinnur meiri hluta í kosningum, tekur hún völdin i landinu og stjórnar. Síðan rök- styður hann það fyrir blaðinu að þingræði og fjölflokkakerfi sé óhjákvæmilegt í framþróun Nic- aragua í nútið og framtið. Flugu- fóturinn sem Sveinn hefur fyrir þessari staðhæfingu hlýtur að Ragnar Stefánsson „Áróðursstríðið er það mikilvægasta núna. í því áróðursstríði sýnist mér, að Morgunblaðið taki skýra afstöðu í vali „frétta“ sinna: Það stendur við hlið Reag- ans í stríði hans.“ vera sú skoðun ýmissa Sandinista að stjórn landsins yrði áfram jafn breið og áður, þótt Sandinistar mundu fá hreinan meirihluta og gætu, þess vegna, stjórnað einir. Þróun efnahagsins SS segir að efnahagsmálin verði Sandinistum þyngst í skauti. Má skilja það svo að það stafi af óstjórn þeirra. Áður fyrr var fólk vannært, segir SS, en nú ríkir þar víða hungursneyð, þetta geti leitt til óeirða og uppþota. Ansi er þetta nú einfölduð og röng mynd sem hér er dregin. Framleiðsluaukning á neyslu- vörum er ótvíræð frá því fyrir byltingu. í ítarlegri skýrslu sem ég hef séð, og erlendir blaðamenn hafa vitnað mikið í, er m.a. sagt frá þróun framleiðslu á nauð- synjavörum. Ef framleiðslan 1977 var sett á 100 var kjúklingafram- leiðslan komin í 155 árið 1983, mjólkurframleiðslan í 189, léttir drykkir í 120, kaffi í 984, sápa í 197. Þetta er nefnt hér sem dæmi, en öll taflan er í þessum dúr. Som- oza var steypt sumarið 1979. Hinir 15 þúsund máliðar, sem Bandaríkin halda út í Nicaragua hafa á hinn bóginn valdið gífur- legu tjóni, enda er það meiningin með þessum hernaði. Þeir hafa engan möguleika til að öðlast stuðning meðal þjóðarinnar en íslenzk fyrirtæki 1985 komin út FRJÁLST framtak hf. hefur sent frá sér bókina „íslensk fyrirtæki 1985“ en bókin er uppsláttarrit fyrir fyrir- tæki, félög og stofnanir. Er þetta í fimmtánda sinn sem Frjálst framtak gefur slfka fyrirtækjabók út, en allt frá upphafí hefur verið lögð á það áhersla að auka upplýsingar sem fram koma í bókinni, að hafa þær nýjar og réttar. Á síðustu árum hefur fullkomin tölvutækni verið notuð við það starf. Bókin skiptist í fjóra megin- kafla: Fyrirtækjaskrá; Vöru- og þjónustuskrá; Umboðaskrá og Skipaskrá. í fyrirtækjaskránni er að finna nafn, heimilisfang og simanúmer allra starfræktra fyrirtækja á íslandi og auk þess eru fyllri upplýsingar um starfssvið fyrirtækjanna, stjórn- endur þeirra og fl. Ritstjóri „Islenskra fyrirtækja 1985“ er Erla Einarsdóttir og er þetta annað árið sem hún gegnir því starfi. „íslensk fyrirtæki 1985“ er 1.175 bls. Bókin er prentunnin f Prent- Erla Einarsdóttir ritstjóri „íslenskra fyrirtækja 1985“. stofu G. Benediktssonar og bundin hjá Bókfelli hf. (FrétUtilkymiiiig)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.