Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Dulmál Alban Bergs eftir DONALD HENAHAN Á ári þegar haldin eru hátíðleg 300 ára afmæli Bachs og Hándels er hætt viö að 100 ára afmæli Albans Berg yrdi útundan. Því væri illa fariÖ. Reyndar eru öll ár Bachs-ár og Hándels-ár en sú sérstaka athygli sem beinist að barokk-risunum í ár hefur á sér hátíðarblæ. Reykelsis- ilmurinn stígur, lofgjörðin er endur- tekin og blómum er raðað upp í virð- ingarskyni. En söfnuðurinn mókir í þeirri fullvissu að ekkert muni verða sagt eða gert sem breytt geti áliti nokkurs manns á hinum látnu. En Berg á sér ekki fastan sess í sögunni. Hann fæddist 9. febrú- ar 1895, hefur verið látinn í hálfa öld og var fyrst og femst nútímamaður og það jafnvel í fremstu röð. Að sumu leyti virð- ist hann eiga greiðari aðgang að hugum tónlistarmanna nú um stundir en kollegar hans, Schönberg og Webern, enda þótt þeir hafi báðir notið meiri virð- ingar til skamms tíma. Tónlist Bergs er þó ekki einfaldari en tónlist þeirra. Reyndar hafa fáir tónsmiðir sem öðlazt hafa frægð og frama skorið tónsmíðum sín- um svo þröngan og formlegan stakk sem Alban Berg. Þrátt fyrir ögun og fast form er tján- ingin ekki fyrir borð borin. Megn lífsnautn smýgur í gegnum tón- list hans. Þetta kemur skýrast fram í fyrstu verkum hans en einnig í hinum síðari, þar sem fágun og ögun er meiri. í óperu hans *Lulu“ eru reyndar kaflar þar sem dýrsleg nautn yfirgnæf- ir allt annað og nær tökum á hverjum þeim sem lætur þessi mögnuðu áhrif komast að sér. Þannig má alltaf finna hinn þrungna og jafnvel ofþrungna blæ gömlu Vínarborgar hjá Al- ban Berg. Tilfinningar og ang- urværð eru ævinlega áberandi í verkum hans, rétt eins og hjá Mahler. Sjaldan verður kunnátt- an tjáningunni yfirsterkari né heldur kemur hún í hennar stað. Jafnan má heyra hina mannlegu slagæð slá og einlæg eftirsjá vegna þeirrar hefðar sem er á undanhaldi er ávallt greinanleg. Við heyrum hvernig hann á í baráttu þar sem hann flytur for- tíðinni ástaróð um leið og hann reynir að semja frið við framtíð- ina, rétt eins og Mahler. Hlust- endur sem þykjast ekki heyra annað en hávaða í mestallri 20. aldar tónlist verða snortnir af rómantíkinni í fiðlukonsertnum þar sem tekið er upp stef úr sálmalagi eftir Bach, en þar er einnig aö finna tileinkun til lát- innar ungrar konu (Manon Gropius, dóttur Ölmu Mahler). Sérkenni Bergs korrA fram með ólíkum hætti í óperunum „Wozzeck" og „Lulu“, en hálfri öld eftir lát tónskáldsins halda ær báðar áfram að hrífa okkur. báðum er að finna Vínar- andann sem þrunginn er í senn mýkt og ruddahætti, holdsins fýsn og blíðu. Báðar eru óper- urnar afurðir stórveldismenn- ingar sem er aörenna sitt skeið, þar sem blandast hatur og ást, kvalalosti og sjálfspíning, grimmd og ljúfmennska,’svo og alls kyns aðrar kenndir sem erf- itt er að henda reiður á og halda í skefjum. Við lifum í þessum sama heimi í dag. Hann hefur stækkað margfaldiega en þó er enginn vandi að átta sig á því landabréfi sem Berg dró upp fyrir okkur. Uppbygging hinna flóknu smáatriða í fyrri óperunni, „Wozzeck“, sem er að mestu laus við að vera í ákveðnum tónteg- undum án þess þó að vera tólf- tóna, er annáluð og vekur form- festa listaverksins jafnvel ánægja óperuunnenda sem eiga ekki að baki tónlistarnám. Það er ákaflega merkilegt að veita því athygli að Passagaglía (ósveigjanlegt form þar sem heill kafli kann að vera byggður á einni síendurtekinni hugmynd) er höfð til að túlka doktorinn, sem haldinn er þráhyggju gervi- vísinda. Tölfræðileg nákvæmnin í þáttunum þremur sem hver um sig skiptist í fimm atriði höfðar til okkar og sama er að segja um geggjaðasta atriði óperunnar þar sem doktorinn og höfðsmað- urinn fá útrás fyrir kvalalosta sinn með því að leggjast á Wozz- eck. Þar er notað fúgu-formið sem skiptist i þrjá hluta. 1 tið Bergs blómstuðu geðlækningar í Vínarborg og innan þessarar fræðigreinar var orðið fúga not- að um það fyrirbæri er menn flýja raunveruleikann. Þetta hefur greinilega gefið ímynd- unarafli Bergs byr undir báða vængi. Sú alúð sem Berg lagði við form og byggingu yfirgnæfði yf- irborðskennda reglusemi og út- hugsaðar músíkalskar tilvitnan- ir. Hann hafði ástríðufullan áhuga á tölum og það i svo rik- um mæli að ekki fyrr en nýlega hafa menn gert sér skýra grein fyrir þvi. Hann leit svo á að tölfræði stæði í allt að þvi dul- rænu sambandi við tónlist. Fræðimenn hafa löngu gert sér grein fyrir þvi að Lýriska svítan er grundvölluð á dulmálslykli þar sem tölurnar 10 og 23 virðast gegn aðalhlutverki. Vitað er einnig að Berg hafði mikinn áhuga á tölfræðikenningum Wilhelms Flies, sem var líffræð- ingur, búsettur í Berlín. Sá var æskuvinur Freuds. Fyrir átta árum uppgötvuðu tónlistarfræðingarnir George Perle og Douglas M. Green, hvor i sinu lagi, leyndardóminn sem Lýriska svitan grundvallast á, og þar með var óhjákvæmilegt að taka gjörvalla Berg-fræðina til endurskoðunar. Þetta tólf- tónaverk sem samið er fyrir hljóðfæri eingöngu er e.t.v. ástríðufyllsta verk Albans Berg. í ljós kom að það var örvænt- ingarfullur og þó sæluþrunginn ástaróður til Hönnu Fuchs- Robettin, giftrar konu sem var systir rithöfundarins Franz Werfel. Tilvitnanir i Tristan og ísold, sem er að finna i Lýrisku svitunni, sem áður voru ráðgáta, voru nú öllum skiljanlegar. Tal- an 10 táknaði Berg en talan 23 táknaði Hönnu. Ástæðuna veit enginn en hugsanlega eru töl- urnar til marks um dagsetn- ingar i lifi þeirra. Ástin var í meinum og elskendurnir voru flæktir i nákvæmlega samskon- ar rómantiskan þríhyrning (í þessu tilfelli ferhyrning) og Wagner gerir að yrkisefni sínu í Tristan. Svo virðist sem konur hafi verið i senn bölvun og blessun Albans Berg. Snemma á ævi sinni heillaðist hann svo af þjón- ustustúlkunni Mizzi sem var á heimili hans að hann átti með henni dóttur sem var óskilgetin. Á sama hátt og Hanna er hún gerð ódauöleg i Lýrísku svítunni þar sem textinn er m.a. sóttur í þjóðvísu þar sem Mizzi kemur fyrir. Er furða þótt listamaður sem átti sér svo skrautlegan en þó sorglegan feril i ástarmálum hafi fundið sig knúinn til að semja Lulu? Helenea eiginkona tónskálds- ins, vissi um dálæti Bergs á „Mopinku", sem var gælunafn Hönnu, en hann virðist hafa haldið því leyndu hve mikla þýð- ingu Hanna hafði fyrir hann. Hann afhjúpar hrifningu sína einungis í eintaki af Lýrisku svitunni sem hann færði Hönnu að gjöf, en Hanna lést árið 1964. Perle, sem er sannkallaður Hercule Poirot í tónlistarfræð- um, frétti að eintakið væri í fór- um Dótóteu, dóttur hennar, og komst yfir það. Green komst svo að þvi að lokaþáttur svitunnar, Largo Desolato, hefði að geyma kafla sem ætlaður var fyrir kvenrödd sem átti að túlka sonn- ettuna „De Profundis Clamavi" úr „Fleurs du Mal“ eftir Bau- delaire. Hvað raunverulega átti sér stað milli Bergs og Hönnu er eingungis hægt að geta sér til um. Og hversu mikið vissi Hel- ena Berg í raun og veru um þetta mál? í öðru bindi hina ýtarlega og nýútkomna ritverks Perles um óperurnar, þar sem Lulu er einkum til umfjöllunar (Uni- versity of California Press), er gefið afdráttarlaust í skyn að hún hafi vitað gjörla um það sem fram fór og hafi rennt grun í enn meira. Helena hafði megna andúð á Hönnu eins og greini- lega kemur fram í bréfum henn- ar til Ölmu Mahler en þó hélt Alban Berg áfram að standa í bréfasambandi við hana til ævi- loka. Þótt hann hafi i orði kveönu tileinkað kennara sínum, Schönberg, óperuna Lulu, þá var það Hanna sem hann hafði raunverulega í huga þótt dult færi. Kemur það skýrt fram í niðurlagi verksins, enda skrifaði Berg Hönnu þar að lútandi. Perle getur einnig um 23ja síðna bréf sem hann hefur enn ekki haft tækifæri til að rannsaka en hann telur líklegt að þar sé að finna „dulmálslykilinn að fiðlu- konsertinum“. Hvað sem um það er þá lagði ekkjan hald á skjöl eiginmannsins að honum látnum og lagði sig í framkróka um að viðhalda goðsögninni um hið fullkomna hjónaband allt þar til hún lézt árið 1976, 91 árs að aldri. Hanna er ekki nefnd á nafn í þeirri ævisögu Bergs sem ekkjan lagði blessun sína yfir, en sú ævisaga er rituð af Willi Reich, sem eitt sinn var nemandi Bergs, og kom hún út árið 1937. Ævisagan kom út í endurbættri mynd árið 1964 og þar er heldur ekki minnzt á Hönnu. Þessar ástæður hafa orðið til þess að aðdáendur Bergs velta því fyrir sér hvort Berg-fræð- ingar muni ekki einn góðan veð- urdag uppgötva samskonar leyndardóma varðandi Lulu. Lengi vel var talið að niður- lagskafla óperunnar hafi verið ólokið er tónskáldið lézt og var óperan því flutt sem ófullgerð og í margskonar uppsetningum þar til dagar ekkjunnar voru taldir, enda hafði hún neitað að láta af hendi mikið af skjölum sem aldrei höfðu verið birt. Er skjöl- in komu loks fram í dagsljósið var í þeim að finna allan loka- þáttinn óútsettan fyrir hljóm- sveit. Raunar hafði Friedrich Cerha þá unnið að því að full- gera hljómsveitarútsetningu með leyfi útgefandans en án vitneskju ekkjunnar. Voru þau vinnubrögð í fullu samræmi við þann leyndarhjúp sem umlukti alla sögu verksins. Hvað sem öðru líður þá var hin fullgerða Lulu frumflutt í Parísar-óper- unni 24. febrúar 1979, 44 árum eftir andlát Albans Berg. í Lulu býr jarðneskur andi sem erfitt er að henda reiður á, en nú þegar skríni Pandóru hef- ur verið upp lokið geta dulmáls- fræðingar fyrir alvöru farið að spá í Lulu með bók Perles að bakhjarli. Á 100 ára afmælinu býr Alban Berg enn yfir leynd- armálum. (Úr The New York Times.) 11» * J Öskudags- gleði í Bol- ungarvík Meðfylgjandi mynd tók fréttarit- ari Mbl. í Bolungarvík i öskudaginn er börnin i leikskólanum Glaðbeim- um heimsóttu verslun Einars Guð- fínnssonar uppibúin eins og víða tíðkast i þeim degi. Starfsfólk E.G. tók þessum gest- um vel. Annar hefur sá siður verið hér lengi að á bolludag, sprengidag og á öskudag búa börnin sig upp í hin ýmsu gervi og kveðja dyra á heim- ilum hér í bænum á kvöldin. Hafa börnin gjarnan uppi leikræna til- burði er tilheyra gervinu og er þeim gjarnan þökkuð koman með því að rétta að þeim sælgæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.