Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 51 *rw VELVAKANDi SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TJL FOSTUDAGS Peggý er orðin langþreytt á að bíða eftir dagvistunarplássi fyrir barn sitt, fvrst f Reykjavík og nú í Mosfellssveit. Þessir hringdu . . . Beðið eftir dag- vistarplássi Peggý hringdi: Ég þurfti að bíða í 1 'Æ ár eftir plássi fyrir barnið mitt á barna- heimili í Reykjavík. Svo loks komst ég að en flutti nokkrum mánuðum seinna í Mosfellssveit. Þá þurfti ég hins vegar að fara aftur í röðina og nú bíð ég enn eftir plássi fyrir dóttur mína. Líklegast fær hún það árið 1986. Er það nú ekki óréttlátt að þó að fólk flytjist búferlum þá þurfi það alltaf að sækja um dagvist- un fyrir barn sitt upp á nýtt. Þetta verður til þess að fólk veigrar sér við að flytja, maður getur ekki beðið endalaust eftir dagvistunarplássi. Tímabær grein LS. hringdi: Prófessor Tómas Hclgason á þakkir skildar fyrir hina tíma- bæru grein hans í Mbl. þann 20. febrúar sl. Ætlar Alþingi að auka áfengisvandann? Veitti ekki af því að fjölrita áminningu þessa og leggja á borð allra alþingismanna og ráð- herra á hinu háa Alþingi. Einnig vil ég þakka athyglis- vert erindi Magna Guðmunds- sonar hagfræðings í þættinum Um daginn og veginn þann 25. febrúar og þyrfti það vissulega að birtast á prenti. Tvenns konar dagmömmur Dagmanna hringdi: Sunnudaginn 3. marz var grein í Velvakanda sem nefndist: Eftirlit haft með dagmömmum. Ég vil svara bréfritara. í fyrsta lagi er hér um að ræða tvenns konar dagmömmur. Ann- ars vegar þær sem hafa leyfi og eru undir stöðugu eftirliti um- sjónarfóstra og í flestum tilfell- um er foreldrum gefinn kostur á að vera hjá börnum sínum fyrstu dagana. Það nota foreldrarnir sér hins vegar sjaldnast. Hins vegar eru dagmömmur sem eru án leyfis og starfa því algerlega á eigin vegum og ábyrgð. Hefði bréfritari átt að leita sér betri upplýsinga um dagmömmur áð- ur en hún fór að viðra skoðanir sínar hér í dálkinum. Villikettirnir meinlausir Húsmóöir í Ásgarði hringdi: Ég vil þakka séra Andrési Ólafssyni fyrir ummæli hans í Mbl. 6. mars sl. varðandi villi- kettina við Réttarholtsveg. Þeir eru svo sannarlega engin óarga- dýr, krakkarnir hérna gefa þeim iðulega og hafa mjög gaman af þeim. Heimilisfóng aðdáendaklúbba Stelpa hringdi: Getur einhver gefið mér heim- ilisföng aðdáendaklúbba Davids Bowie og hljómsveitarinnar U2? Harold Lloyd í sjónvarpið Bjarki hringdi: Mér fyndist að það mætti sýna fleiri gamanmyndir á laugar- dagskvöldum, t.d. með Harold Lloyd. lengja vandann og auka á hann. Venjulegur maður, ekki síst sá skilvísi, fyllist örvæntingu þegar hann horfir upp á byggingarlánið sitt rjúka upp eins og eldflaug, upp í þær óravíddir sem enginn mannlegur máttur nær að stöðva það, þá blasir við örvænting, magasár og hjartatitringur. Verð- tryggð lán eru óhæfa meðan laun- in eru það ekki líka. Þá er nánast verið að stela af fólki eignum þess. Enda verður framhaldið hér þann- ig að bankar og lífeyrissjóðir hrifsa til sín þúsundir húseigna vegna þessara dæmalausu okur- lána. Það er betra að greiða háa vexti og vita hvað maður skuldar, heldur en greiða endalaust vexti af síhækkandi láni með síhækk- andi vöxtum, það er vonlaust verk og fer með heilsu hvers einasta manns, a.m.k. heiðarlegs manns. Alþýðuflokkurinn á engar þakk- ir skildar fyrir að hafa með bægslagangi orðið til þess að þessi dæmalausu okurlán voru tekin upp. Það var vitað mál að lágvext- ir á þessum lánum myndu fljótt hækkaðir, enda stóð ekkert á þvi. Umhyggja kratanna fyrir gamla fólkinu, sem ætti svo mikið fé í bönkunum, var ekki sönn um- hyggja. Gamla fólkið á ekki mikl- ar fúlgur í bönkum, enda hefir það ekkert með það að gera. Ellilífeyr- ir og önnur aðstoð við aldraða ætti að nægja til bærilegs lífs, en betur má þó sannarlega gera. Hitt er sönnu nær, að umhyggja kratanna og annarra vaxtaokursmanna var fyrst og fremst vegna þeirra sem eiga stórfúlgur í bönkum, stund- um ekki alltof vel fengnar. Það voru þeir menn sem hvað harðast gengu fram í vaxtaokrinu og vildu ná meiru í eigin vasa. Með þeim hefi ég ekki með- aumkun. En svo má spyrja spurn- inga varðandi framtið þessarar þjóðar, spurninga um afkomu þeirra, sem eiga að erfa landið. Er ekki nær að búa unga fólkinu góða framtíð í þessu landi heldur en að byggja seðlabanka, útvarpshöll, framkvæmdastofnunarhöll, alltof dýrt leikhús, tónlistarhöll, svo ekki sé talað um glæfra á borð við Kröflu og saltvinnsluævintýrið á Reykjanesi? Það er engin furða þótt húsbyggjendur í landinu séu nú ráðþrota og örvinglaðir í þús- unda tali. Ofaná allt annað bætist það að okur á matvælum er orðið yfirþyrmandi vandamál meðan verslunarhallir rísa um allan bæ og úti um allt land. Og enn má spyrja, hvort er betra að þeir, sem eiga fúlgur í bönkum, fái ekki okurvexti ofaná fúlgurnar, sumar skattsviknar og jafnvel illa fengn- ar, eða að stór hluti unga fólksins í landinu gefist hreinlega upp og leiti búsetu í öðrum löndum eða fari á taugum vegna sífelldra upp- boðsauglýsinga á eignum þess? Við skulum hringja á hjartadeild- ina og spyrja ungu mennina sem þar Iiggja með verðtryggðu okur- lánin á herðunum. Starri Verslunin Bella Opnaöi í dag á Laugavegi 60, sími 26015. Mikiö úrval af fallegum barnafatnaöi. Veriö velkomin. Hjartans þakkirfæri éy öllum þeim enylöddu miy á 100 ára afmæli mínu meö heimsóknum, skeytum oy yjöfum. Sérstakleya vil éy þakka íbúum Ytri-Torfustaöahrepps fyrir rausnar- leyt afmælisboö. Guö blessi ykkur öll. Björn Guómundsson Rejrnbólum. Listamenn Listasmiöja Glits veröur opin 9. og 10. mars kl. 2-5 eftir hádegi. Kynnt verður aðstaöa listamanna og fjölbreytt úrval á hráefnum sem Glit hefur á boöstólum til list- munageröar t.d. jarðleir, steinleir og postulinsleir, mismunandi gipstegundir, glerungar o.fl. Listamenn og myndmenntakennarar velkomnir. HÖFÐABAKKA9 Malverkasyning Málverkasýning Aöalbjargar Jónsdóttur. Síöasta sýningarhelgi í Safnaðarheimili Lang- holtskirkju. Opiö frá kl. 15.00—20.00. Módelsamtökin sýna handprjónaöa kjóla Aðalbjargar. Málverkasýningunni lýkur kl. 20.00. Málverka- uppboð verður aö Hótel Sögu mánudaginn 11. mars kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis sunnudaginn 10. mars kl. 14.00—18.00 aö Hótel Sögu. R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR v / ÁVALLT FREMSTIR p ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.