Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Reagan heitir Rússum samráði um geimvopn Wa«hington, H.marz. AP. RONALD REAGAN forseti hef- ur heitið því að samráð verði haft við Rússa þegar nýju geim- varnarkerfi verður komið fyrir að því er ráöunautur hans í þjóð- aröryggismálum, Robert C. McFarlane, sagði á fundi í félagi erlendra fréttaritara í gær- kvöldi. Bandaríkjamenn hafa einnig gefið til kynna að þeir muni ekki koma fyrir slíku kerfi einhliða að sögn McFarlanes. Þessi nýja yfirlýsing McFar- lanes stafar af þeim ásökunum Rússa að Bandaríkjamenn reyni að tryggja sér frumárásargetu til þess að ráðast á Sovétríkin án Sænskir her- flugmenn hætt- ir í verkfalli Anders Thunborg, varnarmála- ráðherra Svía, sagði að ófremdar- ástand væri að skapast og því yrði að grípa í taumana, það mætti ekki eiga sér stað, að landvarnir Svía liðu fyrir að flugfélögin borguðu flugmönnum betur en hið opinbera. Stokkbólmi, 8. mare. AP. HERFLUGMENN Svíahers voru aft- ur mættir til starfa í dag eftir eins dags verkfall. Þeir mótmæltu þannig lágu kaupi og upplýsingaskorti frá viðræðum farþegaflugmanna við sáttasemjara. Vegna verkfallsins var fátt um flugvarnir í Svíþjóð f gær. Herflugmennirnir eru sagðir uggandi um útkomu viðræðnanna, bæði óttast þeir að samið verði um alls ófullnægjandi kauphækkanir og einnig óttast þeir að sett verði í lög og reglur að flugfélögunum verði að mestu bannað að ráða her- flugmenn. Sven Olof Olson, yfir- maður flugherafla Svía sagði að vissulega væri verið að stemma stigu við að mjög margir herflug- menn með mikla og góða reynslu færu í farþegaflug, en þess í stað væri rætt um að greiða herflug- mönnum umtalsverðar yfirgreiðsl- ur. Á síðustu árum hafa SAS og fleiri flugfélög ráðið mikinn fjölda herflugmanna, en í ráði er, að eigi fleiri en 25 herflugmenn geti farið til flugfélaganna á næstu tveimur árum. þess að þurfa að óttast hefndar- árás. Ágreiningur um „stjörn- ustríð“ hefur varpað skugga á viðræður þær sem eiga að hefjast í Genf á þriðjudaginn um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar. Hann sagði að „of snemmt" væri að segja nokkuð um það hvort Bandaríkjamenn mundu koma fyrir geimvarnarkerfi, ef ekkert viðunandi samkomulag tækist við Rússa um takmörkun kj arnorkuvígbúnaðar. McFarlane lagði á það áherzlu að stjörnustríðsáætlunin væri ekki brot á nokkrum samningi. Slíkt þyrfti ekki að valda áhyggj- um nema geimvarnarkerfi reyndist starfhæft. í Moskvu varaði Pravda bandalagsþjóðir Bandaríkjanna við því í dag að þeim „skjátlaðist hrapallega", ef þær teldu að bandarískt geimvarnarkerfi mundi veita þeim aukið öryggi. Blaðið sagði í grein um fyrir- hugaðar Genfar-viðræður að mikill skoðanamunur væri rikj- andi. Blaðið sagði að „pólitískan vilja" þyrfti til að ná samkomu- lagi og endurtók áhuga Rússa á samkomulagi. AP/Símamynd Martröðinni lokið Bandariska kaupsýslukonan Marie McBroom er hér með dóttur sinni Dana Manno en McBroom var handtekin í Nígeríu og gefið að sök að hafa stundað ólöglega oliuverslun. Þeir, sem gerast sekir um það, eru straffaðir á lifinu en herrétturinn, sem dæmdi í máli McBroom, fann hana sýkna saka. Shulz stöðvaði lán til Nicaragua WuhÍBgton, S. mara. AP. GEORGE Shultz greip persónu- lega í taumanna til að koma í veg fyrir að bandarískur þróun- arbanki lánaði Nicaragua 58 milljónir dollara nú fyrir skömmu. Háttsettur embættis- maður í ráðuneyti Shultz gaf upplýsingarnar og sagði ráðherr- ann hafa stigið það óvanalega skref að rita persónulegt bréf tif bankastjóra bankans og óska eftir að lánið yrði ekki veitt. Embættismaðurinn sagði Shultz hafa farið að með þess- um hætti til þess að undir- strika vilja bandarískra stjórnvalda í þessu máli. Skýr- ingarnar sem Shultz gaf voru þær, að lánið gengi í berhögg við efnahagsstefnu Nicaragua og að landið væri stórskuldugt við aðrar lánastofnanir. Bandarfska stórblaðið New York Times greindi frá þessu í dag og þar kom fram, að það skipti ekki siður máli, að stjórnvöld í Washington telji að stórlán af þessu tagi geti létt svo mikið á skuldabyrði sandinista, að þeir fái svigrúm til að breiða út marxisma sinn. Sprengjuvarpan heimasmíðaða, sem írski lýðveldisherinn, IRA, notaði í árásinni á lögreglustöðina í Newry á Norður-frlandi á dögunum. Annar íri fyrir rétt Newrj, H.marz. AP. ANNÁR maður hefur verið ákœrð- ur fyrir morð á þremur þeirra níu lögreglumanna er biðu bana í sprengjuvörpuárás írska lýðveld- ishersins (IRA) á lögreglustöð í Newry fyrir viku. Maðurinn, sem er ekki nafn- greindur, er tvítugur Newry-búi og kemur fyrir rétt í dag. í gær handtók lögreglan 16 menn á kaþólskum svæðum um- hverfis Newry. AIDS komið til Taiwan Tmpei, Ttiwan, g. m»r». AP. FYRSTA tilfellið af AIDS, eða áunninni ónæmisbæklun, hefur fundist á Taiwan. Það var bandarískur læknir, 32 ára gam- all, sem hné niður með krampa- köstum í flugstöðvarbygging- unni í Tapei. Hann var á ferða- lagi og flugvél hans millilenti á Taiwan. Læknir þessi kenndi sér vart meins er hann lagði af stað frá Miðausturlöndum þar sem hann hefur dvalist síðasta árið. En vegna þess að hann fékk flesnu og léttist þar nokkuð, fór hann í læknisskoðun og þá var blóðsýni tekið af honum og sent til Banda- ríkjanna. Það stóð síðan nokkurn veginn á endum, að um leið og hann var kominn i sjúkrarúm i Tapei og læknar þar veltu vöngum yfir hvað kynni að ama að honum, þá fundu sérfræðingar AIDS- veiruna í blóði hans fyrir vestan haf. Forríkur rithöfundur í Beverly Hills: Auglýsir eftir „alvöru velskri eiginkonu" CardifT, Waies, g. nura. AP. SKIPTIBORÐIÐ hjá dagblaói í Cardiff var rauðglóandi í dag, eftir að auglýsing birtist í blaðinu þar sem bandarískur milljónamæring- ur auglýsti eftir kvonfangi úr „Döl- unum“ f Wales. Hundruð kvenna lögðu inn nöfn sfn, og margar þeirra sendu einnig myndir með ýmsum upplýsingum um hagi sína. Milljónamæringurinn býr í Los Angeles og hann hefur boðið réttri stúlku „glæst líf*. Auglýsingafulltrúi á blaðinu sagði að nafn mannsins væri leyndarmál. „Við megum þó greina frá því, að hann er rithöf- undur, 56 ára gamall og á ættir að rekja til „Dalanna". Hann lýsir eftir eiginkonu, 35—40 ára, læsri, vel upplýstri og ekki feitri. Viðkomandi þarf að hafa kímni- gáfu, vera hlý, þrautseig og geta lynt við lítinn loðinn hund að nafni Arnold. Hann býr í Bev- erly Hills og er vel efnaður," sagði fulltrúinn og bætti við hann væri frægur maður og myndi roðna mjög ef réttist hver hann væri. „Hann vill hafa hana 35—40 ára. Ég er 25 ára og of ung fyrir hann. Samt ætla ég að freista gæfunnar, ég hef allt hitt til brunns að bera sem hann óskar eftir,“ sagði ein af mörgum sem hafði hug á að hreppa hnossið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.