Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
17
Hvolsvölliir:
Heimili fyrir aldr-
aða tekið í notkun
Hvolsvelli, 26. febrúar.
Síðastliðinn laugnrdng, 23. febrú-
ar, var tekið í notkun heimili fyrir
aldraða i Hvolsvelli sem hefur hlot-
ið nafnið Kirkjuhvoll. Að heimilinu
standa Hvolhreppur, Fljótshlíðar-
hreppur, Vestur- og Austur-Land-
eyjahreppar ásamt Vestur-Eyjafjalla-
hreppi.
í heimilinu eru 6 hjónaíbúðir og
2 íbúðir fyrir 4 einstaklinga hvor,
þannig að 20 manns komast fyrir
þegar fullskipað er. Hjónaíbúðirn-
ar eru 2 herbergi, setustofa og eld-
hús, en einstaklingsíbúðirnar eru
4 herbergi, sameiginleg setustofa
og eldhús. Einnig er í húsinu sam-
eiginlegt eldhús, borðstofa og
setustofa. Vistfólki verður því gef-
inn kostur á að sjá um sig sjálft
eða borða í sameiginlegu mötu-
neyti og fá aðra þjónustu, svo sem
þvotta og ræstingu. Margir hafa
l>órunn Guðjónsdóttir gaf sér
smátíma til að líta upp úr
pappakössunum, þar sem hún
var að koma sér fyrir í íbúð
sinni.
sýnt þessari byggingu velvilja með
gjöfum og framlögum. Má þar
nefna að Þórunn Guðjónsdóttir
gaf einbýlishús sitt til heimilisins.
Einnig bárust gjafir á opnunar-
degi, og er sá sem þetta ritar gekk
um húsið er það var til sýnis al-
menningi síðastliðinn sunnudag,
24. febrúar, blasti við honum
glæsileg húsgögn frá Húsgagna-
iðju Kaupfélags Rang. sem Kaup-
félagið gaf að hluta til, stofu-
klukka frá kvenfélaginu Einingu
Hvolhreppi, litsjónvarpstæki frá
Kiwanis-klúbbnum Dymon, loft-
mynd af Hvolsvelli hékk á vegg og
gestabók var á borði, gjafir frá
Stórólfshvolshjónum Kristínu
Guðmundsdóttur og ólafi Sigur-
jónssyni. Einnig voru veggspjöld
frá Húsnæðismálastjórn og eru
þau af húsinu. Blóm prýddu húsið
og mátti líta skreytingu frá Björg-
vini Guðlaugssyni, pálmatré í
keramikkeri unnu af Maríu
Gröndal, gjöf frá Síwanikk-kon-
um, afskorin blóm blöstu við um
allt hús, gjöf frá Björgunarsveit-
inni Dagrenningu, auk fjölda af
pottablómum - frá einstaklingum.
Einnig bárust peningagjafir frá
einstaklingum og fyrirtækjum.
Má þar nefna að Austurleið hf. gaf
50 þúsund krónur. Gestir, sem
skiptu hundruðum, áttu varla til
orð yfir hrifningu sinni á þessum
vistlegu húsakynnum og hjónin
Hjörleifur Gíslason og Ágústa
Túbals, sem eru fyrstu íbúarnir
sem fluttu inn og ætla að sjá um
sig sjálf, sögðu að þeim litist mjög
vel á þessar glæsilegu ibúðir og
undirritaður tekur undir það og
óskar ibúunum, eignaraðilum og
starfsfólki til hamingju með þenn-
an áfanga i heimili fyrir aldraða á
Hvolsvelli.
Gils
SHARP SÝNING
Höfum opnað nýja og glæsilega
skrifstofutækjadeild þar sem
við kynnum nýju undrin frá
SHARP:
Full búö af nýju
fiD PIOIVIEER hljómtækjunum
1ÍÍ
HUOMBÆR
HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103
SÍMI 25999
• Nýjar Ijósritunarvélar
• Nýjar ritvélar
• Nýjar reiknivélar
• Nýjar vasatölvur (CARD-SIZE)
• Ný tölvuforrit
• Nýjar heimilistölvur
• Nýja búöarkassa
SHARP
Örbylgjuofnakynning:
Frú Ólöf Guðnadóttir hússtjórnarkennari kynnir
SHARP-örbylgjuofna milli kl. 14—17.
Opið í dag frá kl. 9—17
Allir velkomnir að kynnast því nýjasta frá SHARP.