Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 39 Minning: Sveinn Hjálmars- son, Svarfhóli Fæddur 29. september 1901 Diinn 28. janúar 1985 Það var orðið kvöldsett og dimmt i dalnum þegar við Gurrý frænka gengum veginn áleiðis að Svarfhóli. Mjólkurbillinn hafði sett okkur af niður við brúna á Laxá og ég vissi ekki hvað var langt að Svarfhóli. Ég man að það læddist að mér geigur og kvíði við ókunna leið, við myrkrið og um- hverfið. Þá allt í einu segir Gurrý frænka: „Mér heyrist ég heyra í dráttarvélinni hans pabba.“ Það var orð að sönnu. Eftir smástund sáum við ljósið og brátt var Sveinn kominn og hlýlegar kveðj- ur og traust handtak ráku allan kvíða og geig á brott eins og sól- skin. Þetta fyrsta atvik þegar ég sá Svein lýsir manninum öllum. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd. Allt- af hugsaði hann meira um aðra en sjálfan sig. Hugsunarháttur hans er löngum kenndur við aldamóta- kynslóð — það fólk sem nú sam- einast moldinni — fólk sem „inn- heimti ei daglaun að kveldi“. Fólk sem sýndi ást sína í verki til landsins. Ekki í skrumi froðu- snakka stjórnmálanna — heldur breytti mýrum í tún, ósléttum þúfum 1 sléttar grundir, klæddi mela og börð og unni öllu lifandi, dýrum, blómum, grasi og börnum — fólk lífsins. Sveinn var bóndi að starfi og einstaklega natinn og velvirkur bóndi. Hann var mjög framfara- sinnaður maður og keypti m.a. fyrstu dráttarvélina 1 Svínadal því honum skildist mjög snemma að það þurfti tækni til þess að vinna stórvirki. Foreldrar hans bjuggu á Svarfhóli frá því að hann var ung- ur drengur og hann bjó þar áfram eftir lát þeirra með Guðjóni bróð- ur sfnum. Hann hlífði sér aldrei við verk en var mjög verkséður maður — eiginleiki sem öll börnin hafa erft. Hann vann hörðum höndum myrkranna á milli meðar. hann hafði nokkra heilsu til. Sveinn var skarpgreindur. öll mál reifaði hann af víðsýni án ofstopa en hélt þó alltaf fast við skoðanir sínar. Hann var sú mesta andstæða fjölmiðlamötunar sem ég þekki. Skoðanir hans voru ævinlega sjálfstæðar byggðar á mikilli íhygli. Hann lét sér annt um allt íslenskt — land og líf og las mikið um þau málefni. Það háði honum líklega a.m.k. framan af ævi hans að hann var fæddur með klofinn góm og skemmda vör sem olli því að hann gat ekki verið skýrmæltur. En skýrar rökvísar hugsanir hans hefðu svo sannarlega átt rétt til þess að klæðast öðrum búningi. En eins og Sveinn sonur minn sagði um nafna sinn: „Þeir sem vinna bug á erfiðleikum sínum verða sterkari einstaklingar á eft- ir.“ Tjáningarerfiðleikar málsins og það sem núna heitir víst útlitslýti komu þó ekki í veg fyrir að öll börn löðuðust að honum. Jafnvel þau börn sem ekki eru allra skriðu fyrst í fangið á Sveini af öllum á heimilinu. Hann var sá mesti faðir sem ég nokkru sinni hef þekkt. Hann elskaði börn og dýr. Það gleymist aldrei að hafa komið f fjósið á Svarfhóli, hreint og snyrtilegt og sjá Svein strjúka hvítu köttunum, sem eru sérstakt kyn sem hann hafði mikið dálæti á. Sveinn er einn örfárra manna sem ég hef heyrt alla tala um með virðingu og hlýju. Hann á það allt skilið og miklu meira til. Hann var sönn fyrirmynd þess fólks sem lif- ir ekki sjálfu sér heldur öðrum og allt líferni þess einkennist af hógværð og skynsemi — þetta fólk sem er salt jarðar. Hamingja lífs hans fólks í eig- inkonunni og börnunum en hann kvæntist Línu Arngrímsdóttur og þau eiga átta börn, þar af þrenna tvíbura. Öll börnin eru á lífi nema annar af yngstu tvíburunum — lítil telpa sem dó skömmu eftir fæðingu. Börnin, auðæfin þeirra, eru lík foreldrunum að mannkost- um, samheldin fjölskylda sem hafa launað foreldrunum gott uppeldi. Það segir sig sjálft að brjóta jörð til ræktunar, ala upp stóran barnahóp er ekki auðvelt verk. Á því heimili var aldrei talað um erfiði. Hjónin voru svo samhent og samstillt um allt að sú togstreita sem einkennir líf margra þeirra sem hafa meiri tíma — og meiri peninga — fyrirfannst ekki. Sveinn var boginn af erfiði og líkamlega útþrælaður maður en andinn var sífrjór og vökull og hefði ég ýjað að þvi að hann hefði slitið sér út um of, hefði hann lík- lega horft spurull á mig. Hann fegraði landið skildi við rennislétt tún, velbyggt hús og miklar jarðabætur, þegar hann varð að hverfa frá Svarfhóli. Hann dvaldi oft hjá Guðfinnu Soffíu dóttur sinni á Katanesi eft- ir að hann brá búi og fluttist til Reykjavíkur. Tengsl hans við sveitina rofnuðu aldrei. Það var mikil miskunnsemi að hann þurfti ekki að liggja langa sjúkralegu heldur kom hvíldin snöggt og fyrirvaralítið. 1 dag þeg- ar moldin geymir líkama bóndans og erfiðismannsins fylgja honum miklar þakkir fyrir þá fyrirmynd sem hann skildi eftir. Minningin um skarpgreindan mann sem lik- lega fékk ekki að njóta gáfna sinna vegna líkamlegrar hömlun- ar, mannkostmannsins sem var öllum heill, bóndans sem var prýði stéttar sinnar. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann viröur vel. Það ætti að hafa þessi orð Jón- asar oftar i huga. Moldin verður Sveini Hjálmars- syni frá Svarfhóli létt sem lauf því óbugaður andi hans fylgir okkur. Ef eitthvað réttlæti er til held ég að það hafi verið tekið á móti hon- um með ljósi á því landi sem sum- ir nefna óvissu- og rökkurland, því hann bar alltaf ljós skynsemi og hjálpsemi. Innilegar samúðarkveðjur elsku Lína mín til þin og barnanna, barnabarnanna og annarra ætt- ingja. Eftir lifir minning um „vamm- lausan hal og vítalausan". Erna Arngrímsdóttir Minning: Sigrún Jónasdótt- ir frá Húsavík Hún Sigrún Jónasdóttir vinkona mín er dáin. Hún er ekki bara vinkona mín heldur amma manns- ins mins. Sigrún Jónasdóttir fæddist á Þóroddsstað i Köldukinn árið 1894. Hún giftist Jóni Guðmunds- syni árið 1914, en manns sinn missti hún árið 1975. Þau eignuðust þrjú börn, Helgu, Jónas og Guðfinnu, en Jónas dó ungur, aðeins 25 ára gamall. Eg kynntist Sigrúnu fyrir 20 ár- um og fyrstu kynnin eru ógleym- anleg, svo vel tók hún á móti mér og ætíð eftir það. Hún var hafsjór af fróðleik og kunni að koma orðum að hlutun- um, frásagnir hennar voru svo lif- andi að maður gleymdi bæði stund og staö. Já, það var oft glatt á hjalla í návist hennar. Sigrún var trúuð kona og efaðist aldrei um, að einhvern tima myndi hún hitta Jón sinn og soninn Jón- as aftur eftir lífið á þessari jörð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Vald. Brem.) Bryndís Sigurðardóttir TOLVUSYTHNG IAUGAHT1ATJ=möLL Nú stendur yfir í anddyri Laugardalshallar ein stærsta tölvusýning á íslandi til þessa. Sýningarsvæðið er á yfir 1000 fermetrum á tveimur hæðum. Sýndar eru allar helstu nýjungar í tölvuheiminum frá fjölda fyrirtækja. Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. mars klukkan 22.00. ★ Fjöldi glænýrra tölva ★ Laser-prentarar ★ Snertiskjáir ★ Viðskiptakerfi ★ Sérhannaður tölvubúnaður fyrir hreyfihamlaða ★ 20 mism. forritunarmál ★ Bókhaldsforrit ★ Kennsluforrit ★ Ritvinnsla ★ Flugforrit ★ íslenskt getraunaforrit Mikið af hugbúnaðinum er íslenskur og sýnir vel gróskuna í hugbúnaðargerð hér á landi. Fyrirtestrar Kunnáttumenn fjalla á almennan hátt um málefni tengd tölvum og notkun þeirra. Á eftir eru almennar umræður og fyrirspumir. Laugardagur 9. mars kl. 14.00 Islenskur hugbúnaðariðnaður kl. 17.00 Einkatölvan Sunnudagur 10. mars kl. 14.00 Staða tölvufræðslu á Islandi r\n\ð í °Pámorgun, w.1-'10 Ortölvuver Tölvuverið er stofa með um 15 tölvum eingöngu til afnota fyrir áhorfendur. Þetta er nýjung á tölvusýningum, sem gefur áhorfendum tækifæri til að kynnast af eigin raun tölvum og hugbúnaði af ýmsum tegundum. Þjálfaðir leiðbeinendur veita aðstoð eftir því sem þörf krefur. Skákmót Hvað er besta skákforritið? 8 öflug skákforrit munu keppa sín á milli um það hvert þeirra sé best. Keppt verður um titilinn Tölvuskákmeistari islands. Skák og mát Ef þú getur sagt þetta við White Knight skákforritið þá áttu möguleika á að fá Electron-tölvu í verðlaun. Dregið verður úr nöfnum vinningshafa seinni partinn á sunnudag. Nýbakaðar vöfflur Á sunnudeginum er ætlunin að bjóða fólki upp á nýbakaðar vöfflur í veitingabúðinni á efri hæðinni. Þar er hægt að setjast niður og ræða um sýninguna í rólegheitum. Myndlistarsýning I veitingabúðinni er myndlistarsýning á vegum Listamiðstöðvarinnar. Sýndar eru myndir eftir ýmsa þekkta höfunda. „ Sýning- fyrir alla ^ölskylduna” TÍMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.