Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Morgunblaðið/Emilía f kuldanum í gær — tollverðir við einn gáminn úr Álafossi. Leitin í gámunum í Álafossi án árangurs „VIÐ HÖFUM leitad í gámum, sem voru um borð í Álafossi, yfir 100 talsins. Hún hefur ekki borið árangur, en lýkur væntanlega eftir helgi,“ sagði Kristinn Ólafsson, tollgæzlustjóri, í samtali við blm. Mbl. vegna leitar Tollgæzlunnar um borð í ms. Álafossi, skípi Eim- skipafélags íslands. Skipverjar fengu leyfi til að fara frá borði síðdegis á miðvikudag eftir árang- urslausa leit að smyglvarningi um borð. „Við höfum vissu fyrir því, að tollskyldur varningur, sem ekki var gerð grein fyrir við tollaf- greiðslu, fór um borð í Álafoss í erlendum höfnum. Um borð í Álafossi fundust tveir hugsan- legir felustaðir fyrir smygl. Við vitum ekki hvað varð um varn- inginn. Tvennt er mögulegt í því sambandi: Að hÁnum hafi verið komið frá borði á leið til lands, eða þegar skipið lá á ytri höfn- inni. Beinlfnis kastað í sjóinn á ytri höfninni,“ sagði Kristinn ólafsson. „Ég kynnti skipstjóra Álafoss og forstjóra Eimskipafélags ís- lands þau gögn, sem lágu tii grundvallar leitinni og þeirri vissu okkar að tollskyldur varn- ingur, sem skipverjar gerðu ekki grein fyrir við tollafgreiðslu, fór um borð, og hvorugur þeirra dró f efa réttmæti þeirra upplýsinga. Þá má benda á, að við tollaf- greiðslu komu fram munir, sem við höfðum fengið upplýsingar um að hefðu farið um borð um leið og smyglvarningurinn, og rennir stoðum undir réttmæti upplýsinga okkar,“ sagði Krist- inn. „Við höfum áður fengið upp- lýsingar um smyglvarning um borð í skipum án þess að finna nokkuð. Okkur þótti því rétt að grípa til nýrra aðgerða til þess að freista þess að koma í veg fyrir smygl inn i landið," sagði Kristinn ennfremur. Hann sagði að Tollgæzlan hefði haft gott samstarf við yfirvöld í V-Þýzka- landi, Englandi. Belgíu og Hol- landi, þar sem Álafoss hafði við- komu. Sjómannaverkfallið á Austfjörðum: Sjómönnum boðið það sama og öðrum — meira fá þeir ekki, segir Jóhann K. Sigurðs- son, formaður Útvegsmannafélags Austurlands ÚTVEGSMENN á Austfjörðum höfnuðu á fimmtudag öllum kröf- um sjómanna þar umfram það, sem samizt hefur um hjá öðrum félög- um. Sjómenn á Austfjörðum hafa lagt fram kröfur í 14 liðum umfram það, sem þegar hefur samizt um. Fara þeir meðal annars fram á að skiptahlutfall þeirra hækki um 0,5% að gert verði upp við þá innan 7 daga frá því veiðiferð lýkur, 120 klukkustunda hafnarfrís á mánuði á togurunum og löndunarfrís á loðnubátum, þegar landað er í heimahöfn. Alþýðusamband Aust- fjarða hefur nú óskað eftir því, að sáttasemjari skerist í leikinn og verður sáttafundur á Egilsstöðum í dag. Sigfinnur Karlsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að útvegsmenn hefðu boðið sjó- mönnum upp á Reykjavíkursam- komulagið, en þeir hefðu ekki viljað ganga að þvi. Það fæli að- eins í sér 210 króna hækkun á föstum launum á stórum togur- um og fatapeningum og loforði ríkisstjórnarinnar um kostnað- arhlutdeildina frá samningnum á mánudag. Þegar menn væru bún- ir að fella samninga, þyrfti meira en 210 króna hækkun á mánuði til að semja. Sigfinnur sagði, að sér litist þunglega á lausn mála og hefði því meðal annars óskað þess, að sáttasemjari tæki deil- una að sér. Jóhann K. Sigurðsson, formað- ur Útvegsmannafélags Austur- lands, sagði i samtali við Morg- unblaðið, að sjómönnum hefði verið boðið það sama og öðrum og lengra gengju útvegsmenn aldrei. Þegar hann hefði komið heim frá samningagerð í Reykjavík, hefðu verið komnar fram sérkröfur hjá austfirzkum sjómönnum í 14 lið- um. Þeim hefði öllum verið hafn- að og honum litist illa á lausn mála. Útvegsmenn á Austfjörð- um gætu ekki samið um meira en aðrir, þeir væru á sama báti og aðrir útvegsmenn í landinu. Flestar kröfur sjómanna væru óframkvæmanlegar eins og að gert skyldi upp innan 7 daga frá því veiðiferð lyki. Nú væri gert upp eftir 15 daga og styttri tíma væri ekki hægt að gefa. Það væri ekki hægt að skrifa undir samn- ing, sem ómögulegt væri að standa við. Þá sagði Jóhann, að sér fyndist það einkennilegt fé- lagslyndi hjá þeim útgerðar- manni á Fáskrúðsfirði, sem geng- ið hefði að kröfum sjómanna. Þær legðust þyngst á útgerðir togara og loðnuskipa, en slík skip ætti hann engin. Samningar Sjómannasam- bandsins og útvegsmanna hafa verið samþykktir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Einn útgerðar- maður á Fáskrúðsfirði, sem gerir út þrjá báta, hefur gengið að kröfum sjómanna þar, en annars staðar á Austfjörðum er ósamið og verkfall í gildi. Akranes: Sjómannasamn- ingarnir felldir — samþykktir alls staðar annars staðar þar sem atkvæði hafa verið greidd KJARASAMNINGAR Sjómanna- sambandsins og útvegsmanna vorn í gær felldir á fundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness með 42 atkvæðum gegn 22. Er þetta eina sjómannafélagið á landinu, sem til þessa hefur fellt samningana. Sjó- menn þar eru því enn í verkfalli. Guðmundur M. Jónsson, formaður deildarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi ástæðu uppsafnaða óánægju sjó- Bjöm Arnórsson hagfræðingur BSRB segir sig úr Alþýðubandalaginu: Treysti mér ekki til að verja flokkinn sem verkalýðsflokk Telur samhenta verkalýðshreyfingu „mikilvægara baráttumál, en tortímandi sjálfseyðingarkarp ráðvilltra stjórnarandstöðuflokka“ „ÁSTÆÐUR mínar fyrir úrsögn úr Alþýðubandalaginu eru þær að ég tel flokkinn hafa fjarlægst svo upp- runa sinn, að ég treysti mér ekki að verja hann sem þann verkalýðs- fiokk, sem launþegar á íslandi hafa umfram allt annað þörf fyrir I dag til að verjast ágangi íhaldsafi- anna,“ sagði Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, er Morgun- blaðið spurði hann um úrsögn hans úr Alþýðubandalaginu og ástæður bennar. „Ég vil taka það skýrt fram, að innan flokksins eru fjölmargir einstaklingar, sem ég tel til dyggustu baráttumanna launa- fólks, en það er stefna eða stefnuleysi forystunnar sem ég hef gefist upp á, og er með úr- sögn minni i rauninni að lýsa þvi yfir að ég hef gefist upp á að reyna að hafa áhrif þar á,“ sagði Björn. Björn sagði að til að gera langa sögu stutta, mætti segja að dropinn sem fyllt hefði mæl- inn væri síðasta herferð flokks- ins „til að sameina stjórnar- andstöðuna“. Þar hefði Álþýðu- bandalagið ekki sett fram mál- efni (nema yfirlýsingar um að NATO og herinn væru annars flokks mál, ættu að túlkast sem liður í málefnasamningi), heldur hefði verið sett fram skilgrein- ing á hægri og vinstri eftir því í hvaða stjórnmálaflokkum menn væru staðsettir. „Ég gerði tilraun á síðasta að- alfundi verkalýðsmálaráðs til að fá þessu breytt þannig að verka- lýðsmálaráðið hvetti til samstill- ingar alla þá, sem væru reiðu- búnir að berjast fyrir þeirri samþykkt, sem stjórn BSRB og miðstjórn ASÍ samþykktu um það leyti sem stjórnarmyndun- arviðræður áttu sér stað vorið 1982,“ sagði Björn „Þessi tillaga var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn tveimur." „Þjóðviljinn hefur ekki einu sinni séð ástæöu til þess að birta þessa samþykkt," sagði Björn, „hvað þá að hennar hafi orðið vart í starfi flokksins á annan máta.“ Björn sagðist óska þeim félög- um sínum góðs gengis sem enn Björn Arnórsson væru að berjast innan flokksins fyrir því að forysta hans og Þjóðviljinn tækju á verkalýðs- málum af meiri alvöru og festu, „en að láta sér nægja að hreyta reglubundið skít í lýðræðislega kjörna forystu hennar. Sjálfur hef ég gefist upp á þeim vett- vangi,“ sagði Björn, „þótt auðvit- að gangi ég út frá að þessi ákvörðun mín muni ekki hafa áhrif á samstarf við þá félaga mína í Alþýðubandalaginu sem telja að samhent verkalýðs- hreyfing sé mikilvægara barátt- umál en tortímandi sjálfseyð- ingarkarp ráðvilltra stjórnar- andstöðuflokka á þingi. Þetta síðast sagða má þó á engan hátt túlka sem svo að ég telji stjórn- arflokkana hótinu betri. Stjórn- mál á íslandi eru einfaldlega í stórfelldri kreppu í dag.“ Björn var spurður með hvaða hætti hann hygðist berjast fyrir hugsjónum sínum f framtíðinni: „Ég mun einfaldlega halda áfram í því starfi sem ég er í nú, og ég mun halda áfram að vinna að hugðarefnum mínum innan samtaka launafólks. Þar á ég auðvitað við með launþegum úr öllum stjórnmálaflokkum." Við spurningunni hvort hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum, sagði Björn: „Ég sé ekki að nokkur stjórnmála- flokkur í dag hafi þann vettvang sem ég tel vænlegt að eyða tíma mínum og kröftum á.“ manna. Kostnaðarhlutdeildin væri algjört óréttlæti og undirrót alls þessa. Auk þess hefðu sjómenn ekki sambærileg réttindi við verkafólk í landi. Útvegsmenn hafa hafnað öllum kröfum sjómanna á Akranesi um- fram þær, sem um samdist á fimmtudag. Segjast þeir ekki til- búnir til þess að setjast að samn- ingaborðinu í þriðja sinn. Samningarnir hafa verið sam- þykktir á nær öllu því svæði, sem þeir taka til, það er á öllu landinu nema Aust- og Vestfjörðum. At- kvæðagreiðslu um þá er víðast lokið, en á nokkrum stöðum lýkur henni um eða eftir helgi, nema í Reykjavík, þar sem hún stendur yfir f tvær vikur vegna bátakjara- samninga og 4 vikur vegna samn- inga á stóru togurunum. Miðast tímalengd atkvæðagreiðslunnar við það, að öllum sjómönnum sé kleift að kjósa, en mörg skip eru nú á sjó. Samningurinn hefur verið sam- þykktur á eftirfarandi stöðum: Ollum Suðurnesjum nema Grinda- vík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Höfn, Þórshöfn, Húsavík, Eyja- firði, ólafsfirði, Siglufirði, Skaga- firði, Skagaströnd, Ólafsvík og Hafnarfirði. Atkvæðagreiðslu er ekki lokið f Reykjavík, Grindavík, Vestmannaeyjum, Raufarhöfn, Hólmavík, Stykkishólmi, Grund- arfirði og Hellissandi. Foráttubrim á Eyrarbakka Krnrbakka. g. mare. f DAG og í gær hefur verið hér foráttubrim og mjög flóðhátt. Sjór hefur gengið alveg upp að sjóvarn- argörðunum, en tjón hefur ekkert orðið, enda engir bátar í höfninni. Óskar o INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.