Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 25 Afganistan: Sovétmenn reyna að loka landamærunum Genf, 8. mara. AP. MIKILL fjöldi sovéskra her- manna er nú kominn að landa- mærum Afganistans og Pakistans og virðist sem þeir eigi að reyna að loka aðflutningsleiðum skæru- liða. Fréttir eru um mikla bardaga milli skæruliða og sovéskra her- manna skammt frá landamær- unum við Pakistan og þykir ljóst, að Sovétmenn ætla að reyna að loka landamærunum. Hafa þeir sett upp margar varðstöðvar á þessum slóðum en verða þó stöðugt fyrir árásum skæruliða. Fulltrúi Kabúlstjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í dag, að skýrsla mannréttinda- nefndar SÞ væri „lygaþvætting- ur runninn undan rótum CIA“, loftbóla og liður í herferð bandarískra heimsvaldasinna og leppa þeirra gegn Afganist- an“. Hafði hann mörg lík orð um skýrsluna en í henni segir frá mannréttindabrotum í Afgan- istan, pyntingum, aftökum og morðum á óbreyttum borgurum. Tillögur frá NATO á Stokkhólms-fundi Stokkhóimi, 8.marz. AP. BANDARÍKIN og samherjar þeirra lögðu í dag fram tillögur, sem eru „tilbúnar til undirritunar", um ráðstafanir sem eiga að draga úr stríðshættu í Evrópu. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna, James W. Goodby, sagði á blaða- mannafundi að þetta væri „heild- arskjal, tilbúið til undirritunar og gagnlegt innlegg í samninga- viðræður um heimsmálin.“ Ráðstefnan hófst fyrir 14 mán- uðum og þátttakendur auk Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru öll ríki Evrópu, nema Al- banía, og Kanada. Sextán aðildarríki NATO standa að tillögunni, sem skýrt var frá í dag, og hún var lögð fram á fundi, þar sem fulltrúar allra þátttökuþjóðanna mættu. Skjalið er samantekt á sex vinnuskjölum, sem voru lögð fram í vinnuhópum fyrr á þess- um ári, og bætt hefur verið við fleiri atriðum. I skjalinu eru m.a. ítarlegar tillögur um skipti á hermála- upplýsingum, fyrirfram tilkynn- ingar um heræfingar, nærveru hermálafulltrúa á heræfingum og eftirlit með því að staðið sé við ráðstafanirnar. AP/Sfmunjiid NÝTT EFNI GEGN KRABBAMEINI Dr. Charles Todd, yfirmaður ónæmisfræðideildar Beckman- rannsóknastöðvarinnar í Duarte í Kaliforníu, bregður hér upp diski með bakteríum þannig að þær framleiða efnið TNF. Eru bundnar miklar vonir við, að það geti komið að góðu haldi í baráttunni við krabbameinið og er efnið nú framieitt í Kaliforníu og Japan. Bflasýninq á Akureyri á bifreiöaverkstæöi Jóhannesar Kristjánssonar Gránufélagsgötu 47, Akureyri, sími 23630. Laugardagur kl. 10—16|Sunnudagur kl. 13—16 ser um sma skilar þér öruggum á áfangastaö í gegnum frost og snjó eða sumar og sól EKKI SPILLIR VERÐIÐ FYRIR FREKARI KYNNUM Lada 1200 kr. 198.500 Lada sport kr. 408.000 Lada safír kr. 219.600 Lada station kr. 216.000 Lada Lux kr. 248.000 Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Simi 38600 Söludeild 31236 Bílasöludeildin í Reykjavík er opin í dag kl. 13-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.