Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Michael Caine leikur gagnnjósnarann sir Philip Kimberley af gamal- kunnri atvinnumennsku í Heimkomu njósnarans. Susan George fer meó hlutverk dóttur hans. Bólgnar umbúðir — bragðdauft innihald Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson Hársnyrtiskóli opnaðurí Reykjavík Hársnyrtiskóli verður opnaður laugardaginn 9. mars á Hverfis- götu 50. Skóli þessi verður rekinn af Meistarafélagi hárskera og er ætlaður til endurhæfinga- námskeiða fyrir þá sem nú þegar hafa lært hárskurð eða hár- greiðslu. Sakir þess hve oft hár- tískan breytist er nauðsynlegt fyrir hársnyrtifólk að fara reglulega á námskeið. Skólinn getur rúmað 10—20 á námskeiði í einu eftir því hvers eðlis þau eru. Til þess að skapa rekstrargrundvöll fyrir skóla sem þennan verður hann leigður út, bæði til skyldra iðngreina og heildverslana, sem vilja halda kynningu á vörum sínum. Fyrsta námskeið skólans verð- ur haldið um helgina 9.—10. mars og verður þar leiðbeinandi Englandsmeistarinn í hárskurði, Tino Constantinou. Tino og bræður hans eru vel þekktir í Englandi og hafa meðal annars unnið það afrek að vera allir þrír í enska landsliðinu í hárskurði. fslenskt hársnyrtifólk hefur sýnt það og sannað að það fylgist vel með því sem er að gerast í heiminum og er nú þegar talið með best endurmenntaða hár- snyrtifólki heimsins. Skóli þessi er því kærkominn og nauðsyn- legur til að viðhalda góðum orðs- tír. (FrétUtilkynniiig frá MeisUraféU{i hárekerm.) Safna fé til líknarmála með bingói Fjáröflunarnefnd Kirkjufélags Digranesprestakalls heldur bingó í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi í dag, laugardaginn 9. marz, klukk- an 14.30. öllum ágóða verður varið til líknarmála, en félagið hefur meðal annars styrkt byggingu Sunnuhlíðar, dvalarheimilis aldr- aðra í Kópavogi. Askrifhnsiminn <r MM)A3 Bíóhöllin: Heimkoma njósnarans (The Jigsaw Man) Leikstjóri: Terence Young. Framleiðandi: S. Benjamin Fisz. Handrit: Jo Eisinger, byggt á skáldsögu e. Dorotheu Bennett. Kvikmyndataka: Freddie Francis. Bresk frá 1984. Aðalhlutverk: Michael Caine, Laurence Olivier, Susan George, Robert Powell, Charles Gray. Auglýsingaplakat Heimkomu njósnarans lofar góðu. Michael Caine og Lawrence Olivier, tveir bestu leikarar Breta af yngri og eldri kynslóðinni, hin eggjandi og fagra Susan George, Charles gamli Grey, sem aldrei hefur brugðist, sama í hvað þeir hafa troðið honum, leikstjórn í hönd- um Terence Young, sem m.a. leikstýrði einni vinsælustu Bond myndinni, Goldfinger, hefur reyndar fátt umtalsvert gert síð- an. Þessir kraftar eru á bak við Heimkomu njósnarans Dorothea Bennett, nefnist kona nokkur, gift leikstjóranum Young. Honum varð sú skyssa á að taka að sér stjórn kvikmynda- gerðar einnar bókar sinnar ekta- frúar, sem óhætt mun að full- yrða að ekki hefur skapað sér nafn sem reyfarahöfundur, og nú gefst okkur tækifæri á að sjá árangurinn. Hvorki Young, né honum klárari menn, hefðu get- að gert viðunandi spennumynd úr þessu óþjála og flækta efni. Heimkoma njósnarans fjallar um Sir Philip Kimberley, bresk- an leyniþjónustumann, (Philby týpu), sem gerist njósnari Rússa og flýr land 1974. Eftir sig skilur hann „líftryggingu" sína; skrá yfir alla launaða njósnara Rússa á Vesturlöndum. Ekki líður á löngu uns KGB hefur fengið nóg af hinum drykkfellda Kimberley, vilja þó þurrmjólka kúna, hafa sem sé einhvern pata af skránni þeirri arna. Þeir tilkynna því Kimber- ley látinn, gera á honum andlits- aðgerð, grenna karl og senda sið- an til baka til Bretlands, á fölsk- um pappírum. Nokkuð sniðug hugmynd — í augnablik. Þegar grannt er skoð- að koma vankantar hennar í ljós, þeir felast heldur ekki í myndinni. Einn af mörgum göll- um hennar er hin ótrúlega breyting sem verður á Kimber- ley. Þrátt fyrir skokk og plastað- gerð, þá breytist ekki afdankað- ur fituhlunkur í Michael Caine á nokkrum vikum. Framhald Heimkomu njósnar- ans er ákaflega ruglingslegt og skást að fara ekkert útí efni hennar nánar. En ýmsar illa mótaðar persónur og óþörf atvik koma til sögunnar og sliga hana með útúrdúrum. Caine er alæta, þessi mikil- hæfi leikari, sama má segja um lávarðinn, því miður. Þeir hrista af sér hlutverk sem þessi, skella upp í flýti einu gervinu til við- bótar. Gray fær einstaklega vand- ræðlegt hlutverk, hálf tilgangs- laust, því hefði næstum betur verið sleppt. Karl skilar því þó með talsverðri reisn. Powell er illþolanlegur. Besti hluti Heimkomu njósnar- ans er kvikmyndataka Freddie Francis, en hún ein fleytir ekki þessari götóttu smíði. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Hraðsveitakeppni Sjóvá og BA hófst sl. þriðjudag en Akureyr- arumboð Sjóvá gefur vegleg verðlaun til þessarar keppni. Alls taka 22 sveitir þátt í mótinu og hefir fjöldi sveita aldrei verið meiri í innanfélagsmótum BA. Spilað er i tveimur 11 sveitariðl- um og er slönguraðað eftir hverja umferð. Staöan: Zarioh Hammado 312 örn Einarsson 312 Páll Pálsson 307 Sigurður Víglundsson 301 Haukur Harðarson 297 Halldór Gestsson 284 Þormóður Einarsson 282 Stefán Sveinbjörnsson 280 Júlíus Thorarensen ' 280 Meðalárangur 270 Önnur umferð verður spiluð í Félagsborg á þriðjudaginn og hefst keppnin kl. 19.30. Keppnis- stjóri er Albert Sigurðsson. Bridgefélag Hveragerðis Fimm umferðum er lokið í sveitakeppninni og hefir sveit Einars Sigurðssonar tekið ör- ugga forystu en staða efstu sveita er nú þessi: Einar Sigurðsson 113 Kjartan Kjartansson 89 Hans Gústafsson 81 Stefán Garðarsson 78 Björn Eiríksson 67 Sturla Þórðarson 66 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur í Félags- heimili ölfusinga kl. 19.30. Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Nú er lokið 42 lotum af 47 í stóru barometerkeppninni og er staðan þessi: Bjarni Jónsson — Sveinn Jónsson 675 Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 662 Gísli Víglundsson — Þórarinn Árnason 563 Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergsson 489 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 483 Hans Nielsen — Lárus Hermannsson 423 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 410 Birgir Sigurðsson — Oskar Karlsson 338 Albert Þorsteinsson — Stígur Herlufsen 324 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 319 Keppninni lýkur á fimmtudag- inn. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Hreyfill — Bæjarleiðir Aðeins er einu kvöldi ólokið í board-a-match-sveitakeppninni en alls taka 12 sveitir þátt í keppninni. Stáðan: Cyrus Hjartarson 214 Birgir Sigurðsson 203 Anton Guðjónsson 187 Gísli Sigurtryggvason 160 Skjöldur Eyfjörð 148 Vignir Aðalsteinsson 140 Keppninni lýkur á mánudag- inn kemur. Spilað er í Hreyfils- húsinu 3. hæð kl. 20. Bridgefélag Breiðholts Að loknum 12 umferðum í barometer er staða efstu para þessi: Jakob Kristinsson — Garðar Bjarnason 258 Magnús Oddsson — Lilja Guðmundsdóttir 189 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 158 Baldur Bjartmarsson — Gunnlaugur Guðjónsson 152 Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nielsen 152 Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 128 Trausti Friðfinnsson — Albert Sigtryggsson 123 Anton Gunnarsson •— Friðjón Þórhallsson 106 Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Bridgefélag Suðurnesja Tólf sveitir taka þátt í Meist- aramót'' Suðurnesja í sveita- keppni og er lokið 3 umferðum. Staöa: Stefán Jónsson 61 Nesgarður 54 Sigurhans Sigurhansson 54 Sigríður Eyjólfsdóttir 51 Haraldur Brynjólfsson 48 Heimir Hjartarson 47 Fjórða umferðin verður spiluð á mánudaginn kl. 20 í samkomu- húsinu í Sandgerði. [ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Akranes Sjálfstæöisfélag Akraness heldur félagsfund í Sjálfstffiöishúsinu vlö Heiöarbraut mánudaginn 11. márs kl. 19.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Aðalfundur Aöalfundur félags sjálfstæöismanna i ísafjaröardjúpi veröur haldinn i Reykjanesi laugardaginn 16. mars nk. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. • Stjórnin Mosfellssveit Kjalarnes — Kjós Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Kjósarsýslu veröur haldinn i Fólkvangi, mánudaginn 11. mars kl. 20.30. Dagskrá: Kjör stjórnarfulltrúa i kjördæmisráö og á landsfund. Á fundinn kemur Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæöisfólki og er þaö hvatt til aö koma til fundarins. Kaffiveitingar Keflavík Heimir, félag ungra sjálfstæöismanna i Keflavik, heldur félagsfund í Sjálfstæöishúsinu Keflavik sunnudaginn 10. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Félagsstarfiö á næstunni. 2. Útgáfustarfsemi. 3. Kosning landsfundarfulltrúa. 4. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Akranes Fulltrúaráö sjállstæöistélaganna á Akranesi heldur félagsfund I Sjálfstæöishúsinu viö Heiöarbraut mánudaginn 11. mars kl. 20.00. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn Almennur félagsfundur veröur haldinn sunnudaginn 10. mars kl. 17.00 i Valhöll. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál Stjórnin. Miðneshreppur Sjálfstæöisfélag Miöneshrepps heldur aöalfund I barnaskólanum Sandgeröi sunnudaginn 10. mars n.k. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin. Suðurnesjamenn Aöalfundur launþegafélags sjálfstæölsfólks á Suöurnesjum veröur haldinn þriöjudaginn 12. mars nk. kl. 20.301 Sjálfstæöishúsinu I Njarö- vik. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Áskrftarshninn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.