Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
Fyrirliggjandi í birgðastöð
GALVANI££RA3AR
PÍPUR
SamKv.:Din 2440-B.S.1387
OOo
oOO° °°o o O
Sverleikar: svart, 3/8 - 5“
galv., 3/8 - 4“
Lengdir: 6 metrar
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
Perkins
S?Perkins
POWERPART
Varahlutaþjónusta
BUNADARDEILD
ARMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900
Morgunblaðiö/Úlfar Ágústsson
Ingólfur Arnar Arnarson ásamt stjórn Myndlistarfélagsins á ísafirði við
eitt verkið á sýningunni.
Ingólfur Arnarson
sýnir í Slunkaríki
ísarirAi, 2. mars.
SLUNKARÍKI, myndlistarsalur Myg^listarfélagsins á fsafirði, var
opnað við hátíðlega athöfn í dag meö myndlistarsýningu Ingólfs Arnar
Arnarsonar myndlistarmanns úr Reykjavík.
í viðtali við fréttaritara Morg-
unblaðsins á ísafirði sagði Lista-
maðurinn að honum þætti aUMf
mjög spennandi að sýna svwia
utan hins hefðbundna listan^p
stórborganna. Hann sagði að
margt sérstakt kæmi á óvart sem
oft væri krefjandi og alltaf
skemmtilegt. Nefndi hann í því
sambandi söguna af fyrstu sýn-
ingu þeirra í Myndlistarfélaginu
á Isafirði þegar djarfur, óþekktur
myndlistarmaður hengdi upp
ámálaða gólftusku við hlið ann-
arra verka ungra nýlistarmanna
án þess að gerð væri athugasemd
við af hálfu sýningargesta. Ing-
ólfur sem er kennari við Hand-
íða- og myndlistaskólann í
Reykjavík og Myndlistaskóla
Reykjavíkur hefur unnið að
myndlist allt frá unglingsárum,
en hann stundaði nám í Reykja-
vík og Maastricht í Hollandi.
Hann kom heim frá námi 1981 og
hefur unnið að myndlist síðan
auk kennslunnar. Ingólfur sagð-
ist leita eftir hughrifum frekar
en beinum skilningi í verkum sín-
um og væri huglæg rómantísk
stefna hans uppáhald. Oftast
væri um samsuðu úr mörgum
stefnum að ræða og helst vildi
hann að verkin féllu utan al-
mennt skilgreindra stefna í
myndlist.
Fréttaritari ræddi einnig við
formann Myndlistarfélagsins á
ísafirði, Jónínu Guðmundsdóttur.
Hún sagði að félagið hefði verið
stofnað á sl. hausti. Nú væru fé-
lagar orðnir um fjörtíu og færi
sífellt fjölgandi. Hún sagði að
mikill áhugi væri fyrir myndlist
á Isafirði og virtist sér að flestir
félagarnir væru að vinna að ein-
hvers konar verkum heima í
kjallara hjá sér, og menn þreifa
sig áfram með ýmiss konar efni.
Á næstunni mun Kristín Guð-
bjartsdóttir verða með vefnað-
arsýningu í Slunkaríki og í júlí er
stefnt að samsýningu félags-
manna.
Hugmyndin er a fá nýja sýn-
ingu í hverjum mánuði og er mik-
ill áhugi hjá aðstandendum
Slunkarikis að komast í samband
við myndlistarfólk annars staðar
á landinu og bjóða þeim að sýna.
Myndlistarsalurinn Slunkaríki er
í húsi Brunabótafélagsins í Aðal-
stræti 22, þar sem áfengisversl-
unin var áður til húsa.
Úlfar
nmr
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -tivar
og hvenær
sem er. !
Mjólkursamsalan
Fær styrk til
rannsókna
á visnu
TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meina-
fræði á Keldum hefur verið veittur
styrkur frá National Institutes of
Health í Bandaríkjunum til rannsókna
á visnu, sjúkdómi í miötaugákerfi
sauðfjár. Styrkurinn nemur 18.000
dölum, sem samsvarar 768 þúsund ísl.
kr.
Veiran, seiþ veldur visnu, getur
einnig orsakað mæðiveiki (þurra-
mæði). Visna og mæði teljast til sér-
staks flokks smitsjúkdóma, hæg-
gengra veirusýkinga, sem dr. Björn
Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður
Tilraunastöðvarinnar, skilgreindi
fyrstur manna.
Styrkurinn er veittur til rann-
sókna, sem gerðar verða í samvinnu
við dr. Ashley Haase við Minne-
sota-háskóla og miða að því að upp-
lýsa á hvern hátt visnuveiran veldur
skemmdum í heila og mænu kinda.
Vefjaskemmdir þessar einkennast
m.a. af eyðingu á mergslíðri tauga-
brauta svipuðum þeim sem sjást í
svokölluðum MS-sjúkdómi í
mönnum, en orskair hans eru enn
ekki þekktar. Rannsóknir á visnu og
öðrum hæggengum veirusýkingum
fara nú fram víða um heim og nýj-
asta viðbót í þann hóp er veira, sem
talin er valda áunninni ónæmis-
bæklun (AIDS) f mönnum, en hún
virðist allmikið skyld visnuveiru
eftir því sem nýleg skýrsla hermir.
Tilraunastöðin á Keldum hefur áður
notið styrkja frá National Institutes
of Health til visnurannsókna á ár-
unum 1%0—1964 og 1973-1981.
1