Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 21 Réttarbót aldraðra — eftir Lárus Hermannsson Dálítill hópur einstaklinga, hefur komið sér saman um að stofna fé- lagsskap og heitir hann „Réttarbót aldraðra". — Félagsstofnun hefur farið fram og fundur hefur verið boðaöur, nú 12. þ.m. á Hofi við Rauðarárstíg kl. 3 eftir hádegi. Nú eru ýmsir að velta því fyrir sér, hvað meint sé með þessum félags- skap, og er það ósköp eðlilegt. Þar sem ýmiskonar stofnanir séu fyrir hendi á hðfuðborgarsvæðinu og nágrenni, sem vinni einmitt í þágu aldraðra og það þurfi því ekki frek- ar vitnanna við. Satt er það, að stofnanir eru starfandi, sem láta ýmiskonar líknar- og þjónustustörf til sín taka og er það vel. Samanber bæði Rauða kross ís- lands og Þjóðkirkjuna, sem hafa unnið af kostgæfni að ýmiskonar líknarmálum og þá að sjálfsögðu eins fyrir þá öldruðu. Því er rétt að taka skýrt fram, að þessi okkar nýstofnaði félagsskapur er ekki stofnaður eða hugsaður á neinn hátt sem ögrun við þær félagsstofn- anir, sem fyrir eru hér, eða ann- arstaðar í nágrenninu. Heldur myndum við vera reiðubúin að vinna með öllum sem af heilum hug vilja fyrir þetta fólk starfa og við teljum ekki vera neina vanþörf á. Vegna þess sérstaklega að þau eru svo mýmörg verkefnin, sem þarf að finna góða lausn á, svo allt eldra fólk geti frekar en nú er lifað áhyggjuminna lífi. Trúlega ættu flestir að vita það, að stöðugt verða þeir fleiri og fleiri, sem lenda undir þeim hatti, að verða taldir — ja, hvað á maður að segja, aldraðir, gamlir eða eld- gamlir, en hvað svo sem við erum kölluð, eftir að við erum orðin full- orðin, eða gömul, þá er það ekki aðalatriðið. Atriðið er það, að öllum þegnum þessa lands sé gert mögu- legt að lifa nokkurnveginn sóma- samlega. Þurfi ekki hálft í hvoru að svelta, til þess að draga fram lífið. Segi og skrifa hversu skammarlegt það er fyrir þá sem úthluta lífeyri til þessa fólks nú í dag og lengi undanfarið. Og þó þetta sé sett á blað í þrem liðum, ellilífeyrir, tekjutrygging og e.t.v. einhver upp- bót, ef menn verða þá hennar að- njótandi, verður summan 11—12 eða 13 þús. krónur á mánuði. Það er því ekki svo fjarlægt að spyrja okkar háttvirtu alþingismenn, sem hljóta að ráða nokkuð miklu hér um, hvort þeir vildu ekki reyna sjálfir að lifa á þessari mánaðar- greiðslu, t.d. eins og svo sem eitt ár, þó ekki væri meira. Eitt af liðnu árunum okkar var tileinkað öldruðum, þá vantaði ekki fögur orð og fagurgala bæði frá stjórnmálamönnum og ýmsum öð- rum, sem þóttust svo margt vilja gera og mörgu fórna fyrir afa sína og ömmur, og ekkert skyldi til spar- að. I hverju liggja efndirnar? Spyr sá sem ekki veit. Áreiðanlega eru þær teljandi þingsálykt- unartillögurnar sem fluttar hafa verið á háttvirtu Alþingi til rétt- arbóta hinna öldruðu þegna þessa lands. Alstaðar í okkar þjóðfélagi eru félagasamtök og ef ekki félaga- samtök þá margskonar þrýstihópar sem verða að berjast með oddi og egg fyrir launum sínum, til lífsvið- urværis. Og eins og við vitum, eru stöðugar orustur á vinnumarkaðn- um, gegn þeim ðflum, sem ekkert vilja af hendi láta til réttlátra lífskjara, sem og sýnir æ betur og betur, að þeir ríku skulu ríkari verða, en hinir fátæku fátækari. Ég hef minnst á félagasamtök og þrýstihópa. Og er ég þá kominn langleiðina þangað sem ég hugsaði mér að fara með þessu greinarkorni því mér finnst nú mælirinn vera fullur: Við öll sem erum orðin full- oröin og látum bjóða okkur þessa lífeyrisgreiðslusmán og anna óvið- unandi, sem ekki verður tínt til nú: myndum okkar samtök eða þrýsti- hóp, sem ráðandi menn þessa þjóð- „Myndum okkur sam- tök eða þrýstihóp, sem ráðamenn þessa þjóðfé- lags verða neyddir til að taka tillit til.“ félags verða neyddir til að taka til- lit til. Og það gerir ekkert til þó þeir fái að heyra það, að það er ekki nægilegt að vera mjúkmáll og loforðadrjúgur rétt fyrir kosningar. Það ætti að þurfa meira til. Lírus Hermannsson er rarafor- maður „Rétíarbótar aldraðra". Lárus Hermannsson fHatgimftlaftift Áskriftarshninn er 83033 WksoMíjrt á hwrjtm degi' lykillinn er lítil en öflug fiölnotatölva MKRO/PDPll MICRO/PDP-11 er nútímalega hönnuð og ekki * umfangsmeiri en venjuleg feröataska, 20-30 kg. Hér er um að ræða minnstu tölvuna i PDP— fjölskyldunni. Ódýrt tölvukerfi, sem hentar vel 4. fyrirtækjum og stofnunum sem strax þurfa * öfluga tölvu fyrir marga notendur samtimis. if. Fyrir fyrsta flokks vélbúnað fæst auðvitað -* fyrsta flokks hugbúnaður, m.a.: 4 ritvinnsla töflureiknir („spread sheet”) fjárhags- og viðskiptamannabókhaltí launabókhald birgðabókhaid (lager, frátektir, sala) framleiðslustýring tollskýrslur og verðutreikningar verkbókhald Hópvinna og samstarf einkenna fyrirtæki í sókn. MICRO/PDP-11 auöveldar samvinnuna. Veldu MICRO/PDP-11 ef þúvilt á toppinn. 5DS0QBD Einkaumboð Kristján Ó. Skagfjörð hf.simi 24120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.