Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 41
sagði og sá voru mér verðmæti
sem ég vildi hvorki missa eða
skemma. En öll okkar samskipti
voru hnökralaus, hreinskilin og
hispurslaus. Mér var hann „góður"
sjúklingur og í mörgu fyrirmynd.
Þessi orð mín eru orð læknis til
vinar úr starfi. Hér verða ævistörf
ekki rakin, ekki einu sinni vitnað í
vin okkar, Einar Benediktsson.
Þess þarf ekki. Guðni var í eðli
sínu þannig, að hann þarf ekki að
mæra og hann á ekki að mæra,
myndin myndi þá brenglast og
mást út. Hann hefur nú þreytt
göngu sína um heiðar og fjöll á
Austurlandi, yfir ár og vötn um
allt ísland, eljað og starfað við
straumfljót Suðurlands. Fyrir ári
flutti hann úr litla húsinu sínu við
Heiðarveg á Selfossi á langlegu-
deild Sjúkrahúss Suðurlands þar
sem hann var til hinstu stundar
sólargeisli okkar allra. Við flytj-
um aðstandendum hans öllum
samúðarkveðjur okkar. Hann
hvarf úr jarðvist sáttur við menn
en með sigurvissu lífs.
Brynleifur H. Steingrfmsson
Eilíftlíf,
ver oss huggun, vörn og hlíf,
lif í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft lif.
(Matthías Jochumsson)
Guðni Þorsteinsson, afi okkar,
var fæddur að Bæ í Lóni 27. janú-
ar 1897. Móðir hans var Kristín
Jónsdóttir, Antoniusarsonar frá
Markúsarseli í Álftafirði. í móð-
urætt var hún komin af Þorleifi
Halldórssyni í Hólum. Þorsteinn
faðir hans var Vigfússon, Sigurðs-
sonar, Arasonar frá Reynivöllum í
Suðursveit. Hvort tveggja eru
þetta kunnar hornfirskar ættir.
Þorsteinn var tvíkvæntur og var
afi seinnikonubarn.
Alsystkini hans voru: Sigur-
björg, gift Eiríki Kjerúlf á Arn-
heiðarstöðum í Fljótsdal, Margrét,
Þorsteinn og Guðrún. Þau fluttust
öll, nema afi og Sigurbjörg, með
foreldrum sínum til Vesturheims í
byrjun þessarar aldar. Þar giftust
þau og eiga afkomendur, nema
Þorsteinn.
Nú eru þau systkinin öll horfin
yfir móðuna miklu. Létust þrjú
þeirra með stuttu millibili, Mar-
grét í desember siðastliðnum,
Þorsteinn nú í janúar og afi í
febrúar.
Afi átti þrjá hálfbræður, þá
Eirík og Guðjón, sem báðir eru
látnir fyrir nokkrum árum,
ókvæntir og barnlausir, og Július,
sem kvæntur var Guðnýju Magn-
úsdóttur og lifir hún mann sinn.
Eiga þau afkomendur.
Afi ólst upp hjá foreldrum sín-
um fyrstu ár ævinnar, en fór þá að
Vallanesi, til séra Magnúsar
Jónssonar og Guðríðar Ólafsdótt-
ur Hjaltesteð. Þar dvaldist hann i
góðu atlæti fram undir tvftugt.
1. september árið 1918 urðu
þáttaskil í lifi afa, er hann kvænt-
ist Þorbjörgu Einarsdóttur frá
Bakkagerði við Reyðarfjörð. Þau
bjuggu að Brekku i Reyðarfirði til
ársins 1945, er þau fluttu að Heið-
arvegi 7 á Selfossi. Þau eignuðust
12 börn en aðeins 8 þeirra komust
til fullorðinsára. Auk þess átti
amma einn son fyrir. Einn sonur-
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 41
Bandalag kvenna:
Tengsl heimila og skóla og
skólabarna við landið sitt
inn lést, á besta aldri, 1981. Af-
komendur þeirra eru orðnir fjöl-
margir.
Afi stundaði ýmis störf sem til
féllu og var hagur bæði á tré og
járn. Hann lærði trésmíði og múr-
verk hjá Guðmundi Þorbjarnar-
syni húsasmiðameistara. Byrjaði
hann að læra er Guðmundur
byggði íbúðarhúsið að Vallanesi.
Síðan unnu þeir saman að bygg-
ingu kvennaskólans á Hallorms-
stað. Þá vann hann hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa við járnsmiði, einkum
skeifnasmíði. Ennfremur byggði
hann yfir tvær fyrstu bifreiðirnar,
sem það félag eignaðist, um 1930.
Eftir að þau hjónin fluttust að
Selfossi 1945 vann hann við hús-
byggingar þar í nokkur ár, aðal-
lega múrverk. Gerðist hann síðan
starfsmaður Vegagerðar rikisins
og var m.a. yfirsmiður við bygg-
ingu gistihússins Fornahvamms í
Borgarfirði.
Afi hafði mikið yndi af hestum
og átti oft góða hesta. Voru gæð-
ingar og ferðalög á hestum honum
einkar hugleikið umræðuefni. Var
auðvelt fyrir þá, sem lítt þekktu
gamla tímann, að gleyma ys og
þys hversdagslífsins þegar afi rifj-
aði þannig upp sögur frá sínum
yngri árum. Á þessum ógleyman-
legu stundum var kynslóðabil
fjarlægt hugtak. Af Heiðarvegin-
um fór maður fróðari og sælli en
áður. Hefðu þessar stundir mátt
vera lengri og fleiri.
Afi var fróður og hafði stál-
minni. Unni hann góðum kveðskap
og kunni mikið af visum og ljóð-
um. Hagyrðingur var hann ágæt-
ur, en hampaði því lítt. Orti hann
bæði veraldleg og andleg kvæði.
Eitt það síðasta sem hann orti var
minningarljóð um sonarson hans
og nafna, sem fórst í sjóslysi með
mb. Heimaey. Leyfum við okkur
að birta fyrsta erindið hér:
Það er hollvina fátt,
ef þú alls engan átt,
sem að andar að gröf þinni skilnaðarljóði.
Vel má kannast við það,
eða kveða svo að,
þá sé kuldinn of mikill í íslendingsblóði.
Því hvernig sem brimið og boðarnir falla,
er bylgjan hin síðasta jöfn fyrir alla.
Afi var mjög trúrækinn og var
meðhjálpari í Búðareyrarkirkjú
og síðan í Selfosskirkju í áraraðir.
Einnig var hann sóknarnefndar-
maður í Búðareyrarkirkju í mörg
ár.
Uppúr 1950 missti hann heils-
una og lá lengi rúmfastur, en
komst þó til nokkurrar heilsu aft-
ur og gat þá unnið við að smiða
ýmsa smágripi. Gerði hann það i
rennibekk sem hann smíðaði sjálf-
ur. í honum renndi hann m.a.
borðfætur og rokka og er það allt
mjög vel unnið og margt af því
listasmið.
Afi og amma dvöldu í húsi sínu
á Heiðarvegi 7 þar til síðastliðið
vor. Þá tók til starfa langlegu-
deildin Ljósheimar og voru þau
meðal fyrstu vistmanna þar. Þau
nutu þar ágætrar umönnunar sem
hér skal þakka.
Skammt var á milli þeirra, því
amma lést 21. júní síðastliðinn, en
hann að morgni 27. febrúar.
Við þökkum afa allt sem hann
var okkur systkinunum og kveðj-
um hann að lokum og biðjum hon-
um blessunar Guðs. Minningin um
hann mun lifa með okkur öllum.
Þessum minningarorðum um
afa okkar ljúkum við með Síðustu
vísum Þorsteins Erlingssonar:
Og nú fór sól aö nálgast æginn,
og nú var gott að hvfla sig,
og vakna úngur einhvern daginn
með eilífð glaða kríngum þig.
Nú opnar fángið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þ.E.)
Systkinin i Löngumýri
AÐALFUNDUR Bandalags kvenna,
sem haldinn var 23.-24. febrúar sl.,
gerði eftirfarandi ályktanir um upp-
eldis- og skólamál og um áfengis- og
fíkniefnamál. En fíkniefnamál voru
aðalefni fundarins og fluttu Njörður
P. Njarðvík rithöfundur og Hrafn
Pálsson fulltrúi í heilbrigðisráðu-
neytinu erindi um það.
Aðalfundur Bandalags kvenna í
Reykjavík beinir þeim tilmælum
til foreldra, skólastjóra og kenn-
ara að allt verði gert sem mögu-
legt er til þess að koma í veg fyrir
ofbeldi meðal barna og unglinga,
og er því fagnað að aðgerðir eru
hafnar gegn ofbeldismyndum í
kjölfar laga um bann við ofbeld-
iskvikmyndum og hvetur til þess
að haldið verði áfram að fylgja
þeim aðgerðum eftir af krafti.
Bandalag kvenna í Reykjavík
lýsir óánægju sinni með skýrslu
sem menntamálaráðherra hefur
látið vinna um samfelldan skóla-
dag og tengsl heimila og skóla og
telur hana tímabæra. Hvetur
bandalagið alla aðila, bæði skóla-
yfirvöld og foreldrafélög, til þess
að vinna markvisst að því að koma
I framkvæmd tillögum sem þar
koma fram.
Bandalag kvenna í Reykjavík
vill leggja áhersiu á tengsl skóla-
barna við landið sitt og umhverfi,
og vill í því sambandi benda á
mikilvægi þess að reist verði bygg-
ing fyrir náttúrufræðisafn. Við
bendum á að við höfum i huga
nútímalegt safn, lifandi stofnun,
þar sem sífellt væri eitthvað um
að vera og væri ekki síður griða-
staður fyrir alla fjölskylduna.
Aðalfundur BKR, haldinn dag-
ana 23. og 24. febrúar 1985, beinir
þeirri eindregnu áskorun til
hæstvirts Alþingis og heilbrigðis-
' og tryggingamálaráðuneytis að
veita fé á fjárlögum 1985 til stofn-
unar meðferðarheimilis fyrir unga
fíkniefnaneytendur. Skjótra að-
gerða er þörf í þessu mikla og vax-
andi vandamáli. Jafnframt fagnar
fundurinn frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um ávana- og
fíkniefni nr. 65/1974, sem dóms-
málaráðherra hefur lagt fram á
Alþingi, um hert viðurlög vegna
fíkniefnamisferla. Þá lýsir fund-
urinn ánægju sinni yfir samþykkt
borgarstjórnar Reykjavíkur 22.
febrúar sl., um skipun nefndar til
Rannsókn þessi fór fram á veg-
um Norrænu embættismanna-
nefndarinnar um neytendamál-
efni. Niðurstöðum hefur verið
dreift til innflytjenda þvottavéla
og þeir beðnir um að nota ekki
orðin „sparnaðarrofi" eða „sparn-
aðarkerfi" í auglýsingum sínum,
nema því aðeins að unnt sé að
sanna að um vatns- eða rafmagns-
sparnað sé að ræða samanborið
við önnur þvottakerfi sem þvotta-
vélin hefur upp á að bjóða og að
þvotturinn verði jafn hreinn.
Á sparnaðarkerfum sumra
þvottavéla er vatnið einungis hit-
að upp í 60°C. Hins vegar et þvott-
urinn þveginn heldur lengur en á
venjulegu kerfi til þess að ná svip-
uðum árangri og næst við 95°C
þvott.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru þær að vissulega væri raf-
magnssparnaður fólginn í því að
þvo þvott á 60°C heitu vatni, og
getur sá sparnaður verið á bilinu
0,2 til 0,35 kWh á hvert kíló af
þvotti, en þvotturinn varð hins
vegar ekki eins hreinn. Blettir sem
voru í þvottinum hurfu ekki.
þess að vinna að gerð fræðslu-
kvikmyndar og annars fræðslu-
efnis um fíkniefnamál, til notkun-
ar í skólum.
Aðalfundurinn beindi þeirri ein-
dregnu áskorun til Alþingis og
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, að veita fé til stofn-
unar meðferðarheimilis fyrir unga
fíkniefnaneytendur. Skjótra að-
gerða er þörf í þessu mikla og vax-
andi vandamáli. Jafnframt fagnar
fundurinn frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um ávana- og
fíkniefni nr. 65/1974, sem dóms-
VEGNA síendurtekinna yflrlýsinga
samninganefndar ríkisins um 80 til
100 prósent launahækkunarkröfur
aðildarfélaga launamálaráðs BHM
vill Kjarafélag verkfræðinga í opin-
berrí þjónustu taka fram eftirfar-
andi:
„Kjarafélag verkfræðinga hefur
einungis krafist aðlögunar launa-
kjara félagsmanna sinna að
launakjörum félagsmanna Stétt-
arfélags verkfræðinga á frjálsum
vinnumarkaði. Ef þessi krafa þýð-
ir 80 til 100 prósent launahækkun
samkvæmt útreikningum samn-
Þvotturinn varð lítið hreinni en
ef þvegið var á venjulegu þvotta-
kerfi í 60°C heitu vatni. Slíkt
sparnaðarkerfi sem stillt er á með
sparnaðarrofa er því óþarft.
Á öðrum þvottavélum er sparn-
aðarkerfi ætlað fyrir lítið þvotta-
magn. Þvottavélin tekur þá minna
vatn inn á sig en þegar hún er
fullhlaðin. Kostnaður á hvert kíló
af þvotti minnkar hins vegar ekki.
Rafmagnskostnaður verður í raun
hærri þegar þvottavél er sett í
gang tvisvar lítið hlaðin en einu
sinni fullhlaðin.
Flestir neytendur vita að það
má spara rafmagn með því að þvo
stundum suðuþvott, sem er lítið
óhreinn í 60°C heitu vatni. Einnig
má spara rafmagn og vatn með
því að sleppa forþvottinum.
málaráðherra hefur lagt fram á
Alþingi, um hert viðurlög vegna
fíkniefnamisferla.
Þá lýsti fundurinn ánægju sinni
yfir samþykkt borgarstjórnar
Reykjavíkur, 22. febrúar sl., um
skipun nefndar til þess að vinna
að gerð fræðslukvikmyndar og
annars fræðsluefnis um fíkniefna-
mál, til notkunar í skólum.
Aðalfundurinn skoraði einnig á
borgarstjórn Reykjavíkur að setja
á stofn í tilefni af ári æskunnar
1985, neyðarathvarf fyrir unga
fíkniefnaneytendur.
inganefndar ríkisins þá sýnir það
einungis hversu fáránleg launa-
kjör hjá ríkinu eru. Verkfræð-
ingar í þjónustu ríkisins, sem
vinna sömu störf og félagar þeirra
á frjálsum vinnumarkaði, eru að
miklum meirihluta til í sama líf-
eyrissjóði, sem er Lífeyrissjóður
verkfræðinga og eru yfirleitt með
sambærileg ráðningarform, þ.e.
a.s. eins til þriggja mánaða upp-
sagnarfrest.
Að auki er vikuleg vinnuskylda
verkfræðinga hjá ríkinu tveimur
dagvinnustundum lengri en hjá
verkfræðingum á frjálsum vinnu-
markaði.
Krafa Kjarafélags verkfræð-
inga hlýtur því að vera sú, að ríkið
greiði verkfræðingum i þjónustu
sinni lögum samkvæmt sömu laun
og öðrum verkfræðingum í land-
inu eru greidd.
Meðfylgjandi súlurit sýnir
þróun launataxta á sl. fimm árum
hjá félagsmönnum ofangreindra
félaga. Þar er sýnt hlutfall launa-
taxta Stéttarfélags verkfræðinga f
prósentum umfram taxta Kjarafé-
lags verkfræðinga í opinberri
þjónustu. Þannig sést að 1. mars
1980 hafa byrjunarlaun verkfræð-
ings á frjálsum vinnumarkaði ver-
ið 14 prósentum hærri en byrjun-
arlaun verkfræðings hjá rikinu og
1. mars 1985 er munurinn orðinn
40 prósent. 1. mars 1980 voru laun
verkfræðings á frjálsum markaði
eftir fimm ára starf 35 prósentum
hærri en laun verkfræðings hjá
ríkinu með sama starfsaldur og 1.
mars 1985 er munurinn orðinn 65
prósent.
1. mars 1980 voru laun verk-
fræðings á frjálsum vinnumarkaði
eftir 10 ára starf 49 prósentum
hærri en laun verkfræðings hjá
ríkinu og 1. mars 1985 er munur-
inn orðinn 76 prósent."
m totgptstil M
! Áskriftcirsímim er 83033
Sparnaðarrofar
þvottavéla eru óþarfir
NIÐURSTAÐA rannsóknar á því hve mikiö vatn og rafmagn neytendur gætu
sparaö með því að þvo þvott á svokölluðu sparnaðarkerfl, sem er á mörgum
nýrri gerðum þvottavéla, varð sú að næstum ekkert rafmagn sparaðist, en á
sumum sparnaðarkerfum sparaðist einungis nokkuð vatn.
Launaþróun 1980-1985
Þróun launataxta hjá verkfræðingum
Hlutfall taxta SV umfram taxta BHM í %
•/.
77 J
■«» •-«* •-«* ■«<*««* '•» '<» ■«.'«»■..'«.
Kjarafélag verkfræðinga:
Fáranleg launakjör
ríkisstarfsmanna