Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985____________________ Aðalfundur kartöflubænda: 3 Danskennarasamband Islands heldur sunnudaginn 10. marz nk. Heimsmeistararnir í suður-amerískum dönsum, þau Donnie Burns og Gaynor Fairweather sýna alla suður-amerísku dansana. Danssýning — Nemendur frá öllum skólum sambandsins sýna og börnin fá að dansa. Kvöldskemmtun Heimsmeistararnir sýna og nemendur allra skóla sambandsins dansa. Ljúffengur kvöld- veröur verður framreiddur frá kl. 20.30. MATSEÐILL Fordrykkur Sinnepssteiktur svinahryggur frantreiddur met) ristuðum an- anas. gljáðum gulrótum. hlómkáli i ostasósu og Rohert-sósu. ís og ávextir med súkkulaðisósu. Forsala aögöngumiöa og boröapantanir fyrir matargesti í Broadway í dag kl. 14—16. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiöar. Missiö ekki af þessu einstæöa tækifæri til aö sjá þaö besta í dansinum í dag. Danskennarasamband íslands nsí Lýsir vantrausti á forstjóra Grænmetisins Hjúkrunarfræðingarnir, Óskar Harry Jónsson, Úlfhiidur Grímsdóttir og Jón Snorrason. Hjúknmarmiðstöðin sf.: Verktakafyrirtæki í almennri hjúkrun Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki, Hjúkrunarmiðstöðin sf. Þetta er verktakafyrirtæki í almennri hjúkr- un og býður þeim sem þess óska þjónustu sína. Þrír hjúkrunarfræðingar standa að fyrirtækinu, þau Óskar Harry Jónsson, lauk hjúkrunar- námi frá Hjúkrunarskóla íslands 1962, stundaði síðan framhalds- nám í geðhjúkrun í Noregi. Jón Snorrason, lauk hjúkrunarnámi frá Háskóla íslands 1979 og hefur starfað sem geðhjúkrunarfræð- ingur síðan. Úlfhildur Grímsdótt- ir, lauk hjúkrunarnámi frá Há- skóla íslands 1977 og fór síðan i framhaldsnám og hefur MS-gráðu í hjúkrun krabbameinssjúklinga. „Við höfum hugsað okkur að bjóða út hjúkrun rétt eins og aðrir verktakar bjóða út sína vinnu,“ sagði óskar. „Það má segja að starfsemi fyrirtækisins verði tví- þætt, annarsvegar bjóðum við stofnunum að sjá um einhvern ákveðinn þátt hjúkrunar á sjálfri stofnuninni. Hinsvegar bjóðum við fyrirtækjum og einstaklingum að sjá um almenna heilsugæslu, eða stunda sjúklinga í heimahús- um.“ Eins og allir vita er mikið talað um sjúklinga i heimahúsum, sem þurfa á hjúkrun að halda um lengri eða skemmri tíma. Við ger- um okkur vonir um að geta komið til móts við þarfir þeirra sjúkl- inga, sem eru nýútskrifaðir t.d. af geðdeild, og þurfa einhverja að- stoð eftir að heim er komið,“ sagði Jón. „Með því getum við komið til móts við sjúklinginn og þarfir hans úti í þjóðfélaginu og þá hjálpað honum að aðlagast eftir sjúkrahúsvist. Þessi starfsemi ætti t.d. að geta komið í veg fyrir sífelldar endurkomur sjúkl- inganna á siúkrahúsin." „íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa ekki áður boðið samsvarandi þjónustu en við álítum að svona einkafyrirtæki eigi rétt á sér sam- hliða opinberri þjónustu," sagði Úlfhildur. „Heilbrigðisþjónusta hefur verið ókeypis eða styrkt af opinberum aðilum hingað tii, en nú hafa sjúkraþjálfarar, sálfræð- ingar, félagsráðgjafar og nokkrir læknar farið út i einkarekstur. Það má þvi segja að nú sé röðin komin að hjúkrunarfræðingunum. Við vitum að margir þeirra hafa verið að velta þessum möguleika fyrir sér og við efumst ekki um að Útför Guðmundar G. Hagalín frá Reykholtskirkju í dag ÚTFÖR Guðmundar Gíslasonar Hagalín verður gerð frá Reykholts- kirkju í Borgarfirði klukkan 14.00 í dag. Séra Eiríkur J. Eiríksson flytur útfararræðu og þjónar fyrir altari og kirkjukór Reykholtskirkju syngur undir stjórn Bjarna Guð- ráðssonar, söngstióra og organista kirkjunnar. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, annast athöfnina í kirkjugarðinum. Þar sem búist er við miklu fjölmenni við útförina hafa verið gerðar ráðstafanir til að þeir sem ekki komast í kirkjuna geti hlýtt á at- höfnina í skólanum. Ferðir verða frá Bifreiðastöð íslands klukkan 11.00 árdegis. Arnkell J. Einarsson vegaeftirlitsmaður látinn ARNKELL Jónas Einarsson vegaeft- irlitsmaður lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 7. mars sl. 64 ára að aldri. Arnkell hafði átt við alvar- legan sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið og lést hann af völdum sjúk- dómsins. Arnkell fæddist hinn 15. októ- ber 1920. Hann hóf störf hjá Vega- gerð ríkisins árið 1944, fyrst sem bifreiðastjóri og vélamaður en síð- an réðst hann til Vegaeftirlitsins árið 1967 þar sem hann starfaði óslitið síðan. Arnkell starfaði mik- ið að félagsmálum og lét til sín taka í hagsmunasamtökum sinnar stéttar innan BSRB. Eftirlifandi eiginkona Arnkels er Elín Ágústa Jóhannesdóttir og áttu þau sex börn. Arnkell J. Einarsson J2 fleiri fari inn á sömu braut og við. Ef til vill er þetta lausnin á hjúkr- unarfræðingaskortinum." Á AÐALFUNDI Landssambands kartöflubænda, sem haldinn var í Reykjavík sl. miðvikudag, var sam- þykkt ályktun þar sem lýst er van- trausti á núverandi framkvæmda- stjóra Grænmetisverslunar landbún- aðarins. Guðmundur Þórisson, bóndi í Hléskógum I Grýtubakkahreppi, sem er formaður Félags kartöflu- bænda við Eyjafjörð, flutti tillögu um málefni Grænmetisverslunar landbúnaðarins á fundinum. Til- lagan var samþykkt samhljóða — með þorra atkvæða gegn engu. Ályktunin er á þá leið að fundur- inn lætur í ljós áhyggjur yfir því hversu illa hafi verið staðið að málum hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins og látin er í ljós sú skoðun að núverandi fram- kvæmdastjóri hafi ekki reynst hæfur til að ná fyrirtækinu upp úr þeim öldudal sem það er i. Ályktunin er stíluð til stjórnar Framleiðsluráðs landbúnaðarins, en samkvæmt reglugerð um GrænmetisVerslun landbúnaðar- ins ræður Framleiðsluráð fram- kvæmdastjórann. Starfsmaður Glóbus: Játar að hafa dregið sér um Vz millj. kr. LIÐLEGA tvítug kona, starfsmaður heildverzlunarinnar Glóbus hf., hef- ur viðurkennt að hafa dregið sér lið- lega '/2 milljón króna frá fyrirtækinu. Glóbus kærði konuna þann 26. febrúar síðastliðinn og var konan úrskurðuð í gæzluvarðhald þann 27. febrúar síðastliðinn vegna rannsóknar málsins, en var sleppt úr haldi síðastliðinn laugardag. Féð tók konan sér á 14 mánaða tímabili. Hún mun hafa tekið fé Grænmetisverslunar landbúnað- sem barst fyrirtækinu frá við- arins, þar sem hún mun hafa verið skiptavinum, sem staðgreiddu lögð fram á fundi á fimmtudag, og vörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.