Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Noregur. Konungsskipið stórskemmdist Ósló, 8. mars. Frá Ju Erik Laure, frétUritara Mbl. ÓLAFUR konungur er miður sín eftir að konungsskipið „Norge" varð eldi að bráð í gær, fimmtudag. Verulegar skemmdir urðu á þessu glæsilega skipi, sem var annað heimili konungs. Eldurinn kom upp um ellefuleytið, en varð ekki slökktur fyrr en eftir 24 klukkustunda viðureign. Norge var í vetraruppsátri við Horten-skipasmíðastöðina, sem er skammt sunnan Óslóar. Inna átti nokkra viðhaldsvinnu af hendi og var verkinu alveg að ljúka. Aðeins var eftir lítils háttar logsuðu- vinna. Og það var að öllum líkind- um logsuðan, sem eldinum olli. Fyrst var aðeins um minni hátt- ar eld að ræða í einni af káetum skipsins. En þó að slökkviliðs- menn brygðu við skjótt, tókst ekki að koma í veg fyrir að logarnir læstu sig um skipið. í 24 klukku- stundir barst eldurinn frá káetu til káetu. Og þó að vélarrúmið slyppi að mestu, urðu umtalsverð- ar skemmdir á skipinu. Þrír aðstoðar- menn Walesa yfírheyrðir Vuajá, 8. muz. AP. ÞRÍR aðstoðarmenn Lech Wal- esa mættu hjá héraðssaksóknar- anum í Gdansk í dag og voru yfirheyrðir um tengsl þeirra við Samstöðuleiðtogann. Rúmlega 200 stúdentar við Varsjár-háskóla héldu útifund í stundarfjórðung í dag til að minnast þess að 17 ár eru liðin síðan stúdentar efndu til harðra mótmælaaðgerða. Öryggisverðir háskólans lok- uðu aðalhliðinu að háskólalóð- inni og heimtuðu að sjá per- sónuskilríki stúdenta meðan á fundinum stóð, en ekki kom til átaka. Aðstoðarmenn Walesa, sem urðu að mæta hjá héraðssak- sóknaranum í Gdansk, voru Bogdan Olszewski, Teresa Zabrza og Andrzej Rzeczycki. Þeir voru spurðir hvort þeir hefðu farið heim til Walesa, hvað þeir gerðu þar og um tengsl þeirra við hann. Veður L(*g*t Haast Akureyri 2 •kýjað Amsterdam 2 7 •kýjaö Aþena 8 14 •kýjaö Barcelona 13 alskýjaö Berlín 0 5 •kýjaó Brtlasel 2 8 skýjað Chicago 0 6 heiðskírt DuWín 5 13 heiðskírt Feneyjar 11 alskýjað Frankturt 1 8 •kýjað Genf 3 5 •kýjað Hong Kong 18 23 heiðskírt Jerúealem 2 13 •kýjað Kaupm.hötn 0 2 •kýjað La* Palma* 20 léttakýjað Lissabon 0 17 heiðakírt London 5 13 heiðskírt Lo* Angele* 7 17 skýjað Luxamborg 51étt*kýjaö Malaga 19 lóttskýjað Mallorca 13 •kýjað Miami 22 25 •kýjað Montreal +2 1 •kýjað Moskva +18 +8 heiðskfrt New York +3 5 heiðakfrt Osló 0 2 skýjað Paría 0 7 heiðskfrt Pefcing +8 +2 heiðskfrt Reykjavik 2 •njóól Rio de Janeiro 20 34 skýjað Rómaborg 8 17 •kýjað Stokkhólmur +3 1 skýjað Sydney vantar Tókýó 8 11 skýjað Vínarborg 2 5 •kýjað Þórahöfn 86rigning Walesa sagði í símviðtali í gær að hann væri grunaður um brot á refsilögum, grein 282A, sem fjallar um skipulagningu ólöglegra mótmæla. Viðurlög við brotum á þessari grein eru þriggja ára fangelsisvist. Khadafy hótar að svara í sömu mynt Kóm, 8. marz. AP. SENDIHERRA Líbýu á Ítalíu sagði í dag að Líbýumenn mundu grípa til hefndaraðgerða gegn öll- um rikjum, sem skotið hefðu skjólshúsi yfír „andlíbýska hryðjuverkamenn“, en neitaði því að Moammar Khadafy Líbýuleið- togi hefði boðizt til að styðja Rauðu herdeildirnar á Ítalíu. Abdul Rahman Shalgam sendiherra sagði einnig í viðtali við fréttastofuna Ansa að „frá- leitt“ væri af Bretum að krefjast skaðabóta af Líbýumönnum vegna dauða lögreglukonunnar, sem skotin var til bana fyrir utan sendiráð Líbýu í Lundún- um í fyrra. Shalgam sagði að fjölmiðlar og ýmsir stjórnmálamenn hefðu vísvitandi rangtúlkað ræðu, sem Khadafy hélt í Tripoli á sunnu- daginn. Að sögn líbýsku fréttastof- unnar sagði Khadafy að Líbýu- menn mundu svara í sömu mynt, ef önnur ríki skytu skjólshúsi yfir andstæðinga hans. Hann sagði að ef riki teldu „andlíbýska hryðjuverkamenn" „lýðræðislega stjórnarandstæð- inga“ mundu Líbýumenn telja Baader-Meinhoff, Rauðu her- deildirnar og írska lýðveldisher- inn „byltingarsinnaða stjórnar- andstæðinga". Þessi ummæli ollu miklu fjaðrafoki á Ítalíu vegna náins sambands ítala og Líbýumanna. „Mig langar til að skýra frá því í eitt skipti fyrir öll að við teljum að Rauðu herdeildirnar séu hryðjuverkasamtök á sama hátt og líbýsku samtökin, sem hafa ráðizt á land okkar,“ sagði Shalgam. Norge í eldi Ekki hefur enn verið ákveðið, hvort Norge verður endursmíðað. Skipið var tryggt fyrir 38 milljón- ir norskra króna (um 167 millj. ísl. kr.). En sú upphæð hrekkur skammt, því að það mun kosta langtum meira að gera við skipið eða kaupa annað jafngott. Um borð í Norge voru alls konar munir, málverk og búnaður, sem aldrei verður unnt að bæta. Kon- ungsfjölskyldan fékk skipið að gjöf árið 1947. Var það keypt i Englandi fyrir fé, sem safnaðist í almennri fjársöfnun meðal norsku þjóðarinnar. Er nú þegar komin hreyfing á, að enn verði hafist handa og safnað fé fyrir nýju skipi eða viðgerð hins skemmda. Norge var afar fallegt skip og vel við haldið. Konungur undi sér vel um borð í fleyinu og dvaldist þar löngum i sumarorlofi sínu. Ferðaðist hann mikið með því bæði í Noregi og erlendis. Slmamynd/AP ForseUrnir Mubarak og Mitterrand fýrir framan Elysée-höll í gær. Frakkar taka vel í tillögur Mubaraks Parfa, 8. marz. AP. FRAKKAR sögðu í dag að þeir teldu friðartillögur Hosni Mubaraks Eg- ypUlandsforseU leið til að „einfalda friðarþróunina“ í Miðausturlöndum og „hraða henni“, en vöruðu við því að hætU léki á því að jafnkröftugt frumkvæði mætti andstöðu. Þetta eru fyrstu opinberu við- brögð Frakka við tillögu Mubar- aks um beinar viðræður ísraels- stjórnar og sendinefndar Jórdan- íumanna og Palestínumanna. Þau komu fram í yfirlýsingu, sem var gefin út eftir tæplega þriggja tíma fund Mubaraks og Francois Mitt- errands forseta. Mubarak kom til Parfsar fyrr um daginn á leið til Washington, þar sem hann ræðir við Ronald Reagan forseta. Frakkar styðja allar friðartil- raunir, svo framarlega sem þær stuðla að því að brúa bilið milli hinna ýmsu sjónarmiða, sagði ráðunautur forsetans í utanrlk- ismálum, Hubert Vedrine. Hann sagði að samkomulag Jórdaníu- manna og Palestínumanna væri skref í rétta átt. í Tel Aviv sagði Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, að hann og Mubarak forseti „gætu yfirstig- ið vandann, sem við stöndum and- spænis“. En Yitzhak Shamir utanríkis- ráðherra sagði að friðartillögur Mubaraks væru „undanhald frá friði“. Hann sagði að þær hefðu aðeins leitt til batnandi sambúðar Frelsissamtaka Palestínu, Jórd- aníu og Egyptalands. Verkfoll í Bólivíu La Paz, K.marz. AP. ALLSHERJARverkfall lamaði allt athafnalíf í Bólivíu f dag og ríkisstjórnin varaði við því að ókyrrð i vinnumarkaði gæti undirbúið jarðveginn fyrir stjórnarbyltingu, sem mundi marka endalok tveggja ára lýðræðisstjórnar. Manuel Cardenas Mallo land- varnaráðherra hefur fyrirskipað öllum hermönnum að yfirgefa ekki herbúðir sínar „til þess að komast hjá aðgerðum gegn þjóð- aröryggi“. Hópur námamanna reyndi að ganga fylktu liði til aðaltorgsins í fyrradag, en lögregla hrakti þá burtu með táragasi. Verkalýðsleiðtogar telja að 7.000 námamenn hafi komið til La Paz í vikunni til þess að taka þátt í mótmælaaðgerðum. Hermenn gráir fyrir járnum og lögreglumenn hafa tekið sér stöðu á torginu gegnt forsetahöllinni til þess að hrinda hugsanlegum árás- um hryðjuverkamanna. Spánn: Kvenfólkið flykkist til piparsveinabæjarins Madríd, 8. mars. AP. MÖRG hundruð forvitinna ferðalanga lögðu í dag leið sína í lítinn dal í Pýreneafjöllum á Spáni en í þorpinu í dalnum stendur mikið til. Þar á að halda glæsilegan dansleik tÚ heiðurs þeim konum, sem svöruðu þegar piparsveinafélagið á staðnum auglýsti eftir lífsförunautum. „Það er nfstingskuldi en það heldur ekki aftur af fólkinu," sagði Jose Puy Garrido, bæjar- stjóri í Plan, 200 manna bæ f Gistau-dal í Pýreneafjðllum, skammt frá landamærunum við Frakkland. í þorpinu búa 40 pip- arsveinar og þeir og um 100 aðr- ir í öðrum þorpum $ dalnum settu auglýsingu f tvö héraðs- blaðanna þar sem þeir lýstu eftir konum, sem svipað var ástatt fyrir. Fengu þeir hugmyndina úr bandarískum vestra, sem sýndur var í sjónvarpinu og heitir „Kon- ur á vesturleið“. I henni segir frá nokkrum konum, sem brugðust vel við þegar kvenmannslaus bær f Kaliforníu auglýsti eftir hinu fagra kyni og lögðu upp f sögulega ferð yfir þver Banda- ríkin. Garrido bæjarstjóri sagði, að 115 konur væru nú komnar til bæjarins en alls bárust pipar- sveinunum 800 svarbréf víðs vegar að frá Spáni og öðrum löndum. Von var á öðrum 20 í dag. f dag var farið með konurn- ar í skoðunarferð um dalinn og síðan var efnt til hringborðs- umræðna með þeim um líf dalbúanna. Héraðsstjórnin f Hu- esca hefur veitt piparsveinunum styrk, sem jafngildir 320.000 ísl. kr., og á hann að hrökkva fyrir hljómsveitagjaldinu, vfninu, matnum og leigu mikils tjalds þar sem dansleikurinn á að fara fram. Sagði Garrido, að pipar- sveinarnir væru flestir fjár- bændur á aldrinum 20—55 en konurnar eru flestar á þrftugs- aldri en „sumar nærri því fer- tugar“. „1 kvöld verður dansleikurinn en hvað gerist að honum loknum er annað mál,“ sagði Garrido. „Annað kvöld verður svo aftur dansað og þá ættu nú málin að vera farin að skýrast.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.