Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 plnf'gmn Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Atvinnuleysi og kjaraátök Víða um heim er atvinnu- leysi viðvarandi, raunar þjóðarböl, þar sem allt að tí- undi hver vinnufær einstakl- ingur gengur atvinnulaus. Fátt brýtur heilbrigðan einstakling fljótar eða ver niður en það, að vita sig utangarðs í önn hvunndagsins, „ómaga" í eigin samfélagi. Atvinnuleysi vitnar ekki hvað sízt um vannýtt verðmæti, sem felast í mennt- un, þekkingu og annari starfshæfni einstaklinganna. En velferð einstaklinganna, heill þeirra og hamingja á að vera undirstaða og grunntónn hvers þjóðskipulags. Okkur íslendingum hafa verið mislagðar hendur um margt er varðar atvinnu- og efnahagsmál. Engu að síður hefur okkur tekizt — og tekst vonandi áfram — að fyrir- byggja umtalsvert atvinnu- leysi, sem hrjáir flestar vina- og nágrannaþjóðir. En ýmis teikn eru á lofti, sem hyggja verður að, til að hægt sé að koma fyrirbyggjandi aðgerð- um við í tíma. • í fyrsta lagi er líklegt að hér sé til staðar „dulbúið atvinnu- leysi", sem m.a. kemur fram í fleiri störfum, þ.e. vinnandi einstaklingum, en tíðkast við hliðstæður erlendis. Þetta kann að stafa af því að ör tækniframvinda þar fari hæg- ar um atvinnulífið hér, en skipulag, stjórnun og mismun- andi launakerfi, hvetjandi eða letjandi, koma e.t.v. einnig við sögu. • í annan stað skjóta atvinnu- leysistímabil örar upp kolli nú en fyrir nokkrum árum, ekki sízt á sjávarútvegssvæðum, og má í því efni minna á umræður á Alþingi fyrir skemmstu um atvinnumál á Suðurnesjum og raunar víðar á landinu. • í þriðja lagi er talið líklegt að u.þ.b. tuttugu þúsund ein- staklingar bætist við á íslenzk- um vinnumarkaði næstu 15 ár- um. Á sama tíma blasir við, vegna veikrar stofnstærðar helztu nytjafiska og mettaðs búvörumarkaðar, að hefð- bundnir atvinnuvegir, sem nýta afkastaaukandi tækni í æ ríkara mæli, geta ekki tekið við nema litlum hluta þessa uppvaxandi vinnuafls. Þegar bornar eru saman þjóðartekjur á mann og al- menn lífskjör í ýmsum þjóð- löndum Vestur-Evrópu og N-Ameríku kemur m.a. í ljós, að tíð kjaraátök og lök almenn lífskjör haldast gjarnan í hendur. öðru máli gegnir þar sem stöðugleiki ríkir í atvinnu- og efnahagslífi, verðbólga er t.d. lítil sem engin, þar eru þjóðartekjur á hvern vinnandi einstakling hvað hæstar og al- menn kjör hvað bezt. Þar sem atvinnulífið, verðmætasköpun- in, stöðvast oft, og tapaðir vinnudagar hrannast upp til frádráttar frá þjóðartekjum, verður skiptahluturinn, sem tekizt er á um, sífellt smærri. Lífskjör verða einfaldlega ekki til í vinnudeilum, heldur verð- mætum, sem vinnan, fjár- magnið, tæknin og þekkingin skapa. Á þessum vettvangi, þ.e. í tíðum vinnudeilum, rýrnandi þjóðartekjum og lökum lífs- kjörum, höfum við, þvi miður, haslað okkur völl á meðal hinna skammsýnustu. Við höf- um lagt meira af orku og hug- viti í það að slást um rýrnandi skiptahlut en stækka hann, með nýsköpun atvinnulífsins, sem er eina færa leiðin til raunhæfra og viðvarandi kjarabóta, sem brenna ekki jafnhraðan á báli verðbólg- unnar, eins og hér hefur gerzt margoft og nær undantekning- arlaust sl. hálfan annan ára- tug. Þrátt fyrir „þéttan skóg„ nýrra kjarasamninga á þessu tímabili, sem kostað hafa mik- il átök á stundum, stendur launafólk, og þá máske fyrst og fremst láglaunafólk, sízt betur að vígi nú, kjaralega, en þá er viðreisnarstjórnin lét af völdum 1971. Það ár tvímenntu vinstri stjórn og óðaverðbólga inn í íslenzkt efnahagslíf með afleiðingum, sem við erum enn að kljást við. Tvær starfsstéttir, sjómenn og framhaldsskólakennarar, sem báðar gegna lykilhlut- verkum í þjóðfélaginu, hafa verið í fréttaljósi kjaraátaka undanfarið. Önnur starfsstétt- in gerir út á fiskistofna, sem borið hafa uppi lífskjör og framfarir í landinu lengst af. Hin á þá auðlindina, sem máske varðar mestu á upplýs- ingaöld, sem nú knýr á dyr okkar: menntun, þekking og hugvit einstaklinganna. Báðar eru þessar starfsstétt- ir alls góðs maklegar, en háðar efnahagslegum staðreyndum þjóðarbúskaparins, eins og aðrar. Önnur deilan er leyst. Hin við dyr sem gagnkvæmur velvilji getur lokið upp. Hins- vegar verðum við sem þjóð og heild að þoka okkur yfir í hóp þeirra þjóða, sem tryggt hafa sér háar þjóðartekjur á hvern vinnandi einstakling og kjör í samræmi við það, í skjóli vinnufriðar, efnahagslegs stöðugleika, blómlegs atvinnu- lífs og gagnsamrar menntun- ar. I&íhíeíM omffl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú verða tekin dæmi af mis- munandi stíl og stílbrögðum í framhaldi af því sem birtist í næstsíðasta þætti. Ýkjustfll (hyperbole) skýr- ir sig sjálfur. Dæmi: „Tröllkonurnar óðu fram fyrir hestana og ruddu þeim braut. Þær mokuðu fólkinu burt með rekunum og tvístr- uðu öllu í háa loft upp yfir hús og hallir eins og þegar maður mokar úr hlössum á haustdegi og dreifir mykjunni yfir þúfur og hóla. En með því að gatan var krókótt, þá rann vagninn ekki svo hart sem skyldi. Þá hömuðust tröllkonurnar og mokuðu húsunum á burt, svo þar varð akbraut þráðbein, og er það hin fyrsta gata í París- arborg og kölluð Rue de Rivoli. Var illt að vera í húsunum og mannalát mikið. En með því að meira er komið undir einum kappa og miklum fyrirliða en undir höfuðlausum her, þótt mannmargur sé, þá tjáði ekki að horfa í slíkt, og ók Napóleon út að járnbrautinni, en tvö þúsund riddarar teymdu tröllkonurnar aftur heim og gáfu þeim í staupinu." (Benedikt Gröndal: Sagan af Heljarslóðarorustu.) Dæmi í bundnu máli: Tristram snerist í sinni sæng, so sárt hann stakk, heyra mátti mílur fimm hans hjartað sprakk. (Tristramskvæði 18, ókunnur höfundur.) Það er dæmi um ýkjustíl úr daglegu tali, þegar við segj- umst vera að drepast úr leið- indum, og allmiklar ýkjur þótti föður mínum, þegar gam- all bóndi sagði honum að elstu ærnar sínar væru síðan löngu fyrir guðs minni. ☆ Kansellístfll, stofnanamál (e. officialese). Kansellístíllinn heitir eftir þeirri stjórnardeild sem æðst var í Kaupmanna- höfn á sínum tíma. Hann er óalþýðlegur, tilgerður, ríkur af nafnyrðum, oft torskilinn venjulegu fólki, enda hefur andstæða hans verið nefnd mannamál. Dæmi af kansellí- stíl: „Virðulegum herrum, lands- ins lögmönnum, lögréttumönn- um og öllum dánumönnum hér við stöddum og áheyrendum, óskar undirskrifaður náðar og blessunar af guði fyrir Jesúm Kristum, hér með yður, elsku- legir vinir, auglýsandi, að mér hefur að kónglegrar majestets forlagi, af Kaupinhafn tilskrif- að verið að útvega og umganga þau antíkvítet, dókumenta og sögubækur, sem hér í landi væri og til fást kunna, til hans majestets plaisir í hans kóng- lega bibliotheca, hvað ég vildi gjarna með skyldugri undir- gefni, hvað mögulegt væri, framkvæma." (Brynjólfur Sveinsson biskup: Opið bréf.) Annað dæmi (nýíslenskt stofnanamál, höfundur ókunn- ur): „Almenna niðurstaðan af útreikningum Þjóðhagsstofn- unar á kaupmætti kauptaxta, að teknu tilliti til efnahags- ráðstafana ríkisstjórnarinnar eins og þær liggja nú fyrir, virðist sú, eins og segir í skýrslunni, að ráðstafanirnar valdi því að kaupmáttur taxta að teknu tilliti til mildandi ráðstafana verði um 3% minni á árinu 1983 en orðið hefði að óbreyttu, en um 4% minni á síðustu sjö mánuðum ársins að meðaltali en stefndi í að óbreyttu." (Tekið hér úr kennslubók- inni Málgerði.) ☆ Annála-, dagbókar- eóa sím- skeytastfll. Fyrsta dæmi: „Spilað við 10 spilaborð og afgangs kvenfólk og karlmenn undir 40. Lotterie við ógna- stórt borð eitt. Trakterað fyrst á tei með fínu brauði, svo 1 snaps romm með engelskum osti og fínu brauði til. Svo litlu síðar á átta slags syltetöjum. Tvö smáborð við hvert spila- borð sett og borðað á þeim. Kvenfólkið hitt við það stóra borð. Matur kaldur. Fínt brauð smurt með margvíslegu góðu ofan á.“ (Magnús Stephensen: Ferðarolla.) Annað dæmi: „Vetur góður til vordaga, vorið kalt, sumarið þurrt. 278. þáttur Fiskur nógur víðast kringum landið. Víða lestarhlutur. Kom mikið regn sunnudaginn fyrst- an í vetri, svo fáir máttu tíðir sækja. Hlupu þá skriður víða úr fjöllum. Varð úti kona í Borgarfirði, önnur í Hrúta- firði. Skiptapi undir Jökli, voru á tveir menn.“ (Setbergsannáll.) Þriðja dæmi: „Sumir þekja neti, segja verji regni, ég vantrúa. Aðrir segli. Gott.“ (Páll Zóhoníasson: Úr fyrirlestri á Hólum.) Stflbrot má það kalla, þegar skyndilega er skipt um stílteg- und, og verður jafnan til lýta. Þó geta menn gert af því gam- an og jafnvel stuggað við les- endum eða áheyrendum með þeim hætti. Hér fara á eftir þrjú heimagerð dæmi um stílbrot sem þá er hverju sinni auðkennt með breyttu letri: Fyrsta dæmi: „Eyru mín fýsir að hlýða á mjúka og blæfagra rödd þína, augu mín girnast að virða fyrir mér fegurð þína og tign, og kjaftinn á ipér langar til að tilbiðja þig í orðum." Annað dæmi: „Vér íslendingar strengjum þess heit á þessum hátíðisdegi, að klífa skulum vér þrítugan hamarinn til þess að land vort verði aldrei fært í fjötra áþjánar og ófrelsis. Það er stefna okkar. Þriðja dæmi: „Ég er staurblankur. Hvern eigum við að slá? Ég meina, þessi andskotans vibbi er óþol- andi. En nú veit ég það! Við hjólum í Sigga salt. Jafnan er hann féríkur. Látum hann blæða. Ljúkum svo þættinum með skopstælingu (paródíu). Stein- grímur Thorsteinsson kvað: Stormur lægir stríður, stillist æstur sær. Yfir landið líður léttur hægur blær. Þórbergur Þórðarson kvað (og má það þá líka vera dæmi um andstæður): Stomur æðir stríður steypist Akrafjall. Yfir landið líður lítill piparkall. bát rak upp í fjöru Morgunbla#ið/RAX STORSTRAUMSFLOÐ í höfninni í Þórlákshöfn í birtingu í gærmorgun, en þá var áttin orðin það vestanstæð að svo til lygnt var í höfninni, þrátt fyrir hvassviðrið. Flóðið í gærmorgun var mesta flóð þessa árs. Brjánslækur: 70 tonna SKEMMDIR vegna veðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt voru hverfandi, en saman fór stærsti straumur ársins og allmikið hvass- viðri, fyrst af suðaustan, en síðan af sunnan og suðvestan. Flóðhæð I Reykjavík miðað við meðal stór- straumsfjöru var 4,57 metrar. Báturinn Gissur Sl 55, sem er um 70 tonn, dró með sér legufærin og rak upp í fjöru á Brjánslæk. Ekki var kunnugt um skemmdir í gær. Þá komst vatn í frystiklefa frysti- hússins á Flateyri og vatn flæddi um öll gólf í vinnslusal, auk þess sem lítilsháttar fiskimjöl skemmd- ist þar í geymslum. Ekki er þó talið að tjónið hafi orðið mikið, en sam- kvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl., hefði getað farið verr, ef veð- urhæð hefði verið meiri, en hún var lítil. Neðrihluta eyrarinnar flæddi allan. í höfnum sunnan-. og suðvestanl- ands urðu ekki skemmdir sam- kvæmt upplýsingum Mbl., þrátt fyrir mikla flóðhæð og talsvert hva8sviðri. Vakt var hins vegar víð- ast hvar í bátum og voru sumir þeirra fluttir í tryggari hafnir til að gæta fyllsta öryggis, þvf mönnum er í fersku minni óveðrið samfara mikilli flóðhæð, sem gekk yfir land- ið snemma í janúar á síðasta ári og olli miklum skemmdum á bátum og mannvirkjum. „Mér virðist sem þetta hafi farið furðuvel, og hefði auðveldlega geta farið mikið verr,“ sagði Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur á Veð- urstofunni f samtali við Morgun- blaðið. „Hefði áttin verið eilftið suð- lægari og hefði ekki veðrið heldur lægt meðan mesta flóðið var, þó það herti aftur skömmu sfðar, hefði auðveldlega getað farið mun verr,“ sagði Markús. Markús sagði að aftur á morgun væri stórstraumur, en hættan væri minni bæði vegna hærri loftþrýst- ings og breyttrar vindáttar. Markús sagði að það spáði sam- skonar veðri f dag og var í gær eða suðvestan átt með slyddu- og snjóéljum sunnanlands, en þurrt og bjart verður narðaustan lands. Þeg- ar á dagin lýður er búsit við að hann snúi sér meira til vesturs og það dragi úr vindi. Búist er við suð- vestlægri átt og éljaveðri á sunnu- dag, en á mánudag er jafnvel búist við nýrri lægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.