Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
5
Þingi Norðurlandaraðs lokið:
Þetta þing er okkur
öllum mikil hvatning
— sagöi Páll Pétursson, forseti þingsins, við þingslitin
Páll Pétursson slítur þingi Norðurlandaráðs í gær. Til vinstri á mjndinni situr Snjólaug Ólafsdóttir, ritari fslands-
deildar Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð:
■■■■■■■■■ ■'■,■■■■■ V
Framlög til menningarmála
hækka um 1,7 millj. d. kr.
FRAMLÖG Norðurlandaráðs til
menningarmála hækka um 1,7
millj. d.kr. miðað við fyrri fjár-
hagsáætlun ráðsins. Kom þetta
fram, er Eiður Guðnason gerði
grein fyrir tillögum menningar-
málanefndarinnar í lokin á þingi
Norðurlandaráðs í gær. Af þessari
fjárhæð verður 900.000 d.kr. varið
til æskulýðsstarfsemi, þar af
400.000 d.kr. til norræna sumar-
háskólans og 400.000 d.kr. til nor-
rænnar listamiðstöðvar.
Á meðal þeirra tillagna, sem
ræddar voru og samþykktar á
þingi Norðurlandaráðs í gær,
voru tillögur félagsmálanefndar-
innar um sameiginlega áætlun
Norðurlanda um ráðstafanir
gegn fíkniefnum og um aðgerðir
gegn notkun fíkniefna við bif-
reiðaakstur. í þessum tilgangi á
að kanna aðferðir til þess að
mæla magn fíkniefna eins og
kannabis í líkamanum og vinna
að því, að þjóðþing Norðurland-
anna setji reglur um ákveðin
mörk um magn af öðrum efnum
en áfengi og þá fyrst og fremst
þeim fíkniefnum, sem áhrif hafa
á miðtaugakerfið.
í greinargerðum með þessum
tillögum er bent á, að þær ráð-
stafanir, sem gerðar hafi verið á
Norðurlöndum til þess að draga
úr notkun áfengis við bifreiða-
akstur, hafi borið árangur og
orðið til þess, að Norðurlönd hafi
tekið forystu í heiminum í þess-
ari viðleitni.
Margar fyrirspurnir voru til
meðferðar á þinginu. Kom til
hvassra orðaskipta milli norsku
ráðherranna Asbjern Haugst-
vedt og Rakel Surlien annars
vegar og danska þingmannsins
Margrete Auken hins vegar, en
sú síðastnefnda bar fram fyrir-
spurnir um ráðstafanir Norð-
manna til þess að draga úr
hvalveiðum, mengun í sjónum
o.fl. Dró Margrete Auken svör
norsku ráðherranna mjög í efa
og lauk þessu með því að Asbjörn
Haugstvedt lýsti því yfir, að
þetta væri í 13. sinn, sem hann
sæti þing Norðurlandaráðs, en
jafnframt væri þetta í fyrsta
skipti, sem nokkur maður þar,
hefði orðið til þess að vefengja
sannleiksgildi orða hans.
ÞETTA þing hefur allar forsendur
til þess að verða tímamótaþing í
mörgu tilliti. Áætlunin um efna-
hagssamvinnu og fulla atvinnu á
eftir að valda kaflaskiptum í efna-
hagssamvinnu Norðurlanda. Þetta
kom m.a. fram í ræðu Páls Péturs-
sonar, er hann sleit þingi Norður-
landaráðs í gær. Þakkaði hann öll-
um gestum þingsins þátttökuna og
skýrði frá, að næsta þing Norður-
landaráðs myndi fara fram í Kaup-
mannahöfn næsta ár.
Páll Pétursson rakti störf
þingsins nú og sagði, að mörg
mál hefðu verið þar til meðferð-
ar. Tillagan um bætta samvinnu
Vestursvæðisins svonefnda ætti
eftir að hafa í för með sér mjög
jákvæðan árangur fyrir ísland,
Færeyjar og Grænland.
Með þátttöku óvenju margs
ungs fólks í Norðurlandaþingi
æskunnar hefði verið vakin at-
hygli á æskulýðsári Sameinuðu
þjóðanna. Án trausts æskunnar
á norrænu samstarfi ætti sam-
starf Norðurlandanna ekki mikla
framtíð fyrir sér.
En ekki hefði tekizt að leysa öll
mál á þessu þingi. Ekki hefði tek-
izt að ná tilætluðum árangri
varðandi siónvarpssamvinnu
Norðurlanda. Ástæða væri þó til
að álíta, að þær miklu umræður,
sem orðið hefðu á þinginu um
þetta mál, sýndu mikinn vilja á
meðal þjóðþinga Norðurlanda
um lausn á þessu máli. Samvinna
á sviði hljóðvarps og sjónvarps
væri afar þýðingarmikill hluti af
menningarsamvinnu Norður-
landanna, þegar lengra væri lit-
ið.
Þessi vika hefði verið mjög
annasöm. Norræn samvinna
hefði stigið skref fram á við, en
ekki mætti láta þar staðar num-
ið. Til mikils væri að vinna með
áframhaldandi samvinnu og
þetta þing hefði orðið öllum mik-
il hvatning í því efni.
„Hef aðrar
upplýsingar“
segir Jón Baldvin Hannibalsson um útskrift á sjónvarps-
þættinum þar sem hann notaði orðið „Finlandisering“
Já, hjá okkur í Blómum og ávöxtum er voriö komið
bæöi í Hafnarstræti og viö Miklatorg.
Nú erum viö aö taka fram þaö allra — allra besta
úrval af pottablómum sem viö höfum nokkru sinni
fengiö.
„UM ÞAÐ hef ég það eitt að segja,
að mínar upplýsingar eru aðrar,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, er blm.
Mbl. spurði hann hverju hann svar-
aði því að Bjarni P. Magnússon,
fyrrverandi formaður fram-
kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins,
sagði í Morgunblaðinu í gær að
hann hefði aldrei fengið útskrift af
sjónvarpsþættinum frá 11. desem-
Keflavík:
Smygl finnst f
Dagstjörnunni
VIÐ tollleit um borð í togar-
anum Dagstjörnunni frá
Keflavík i fyrrinótt fannst
smyglvarningur, 78 kassar af
bjór, 34 karton af vindlingum,
75 flöskur af áfengi og 5
myndbandstæki. Togarinn
var að koma úr söluferð frá
V-Þýzkalandi. Tveir menn frá
Tollgæzlunni í Reykjavík að-
stoðuðu við tollleit og var
varningurinn falinn víða um
skipið.
ber sl. heldur einungis af Kast-
Ijóssþættinum frá 5. mars sl.
í Morgunblaðinu i fyrradag,
segir Jón Baldvin Hannibalsson
að hann hafi fengið þær upplýs-
ingar í Sjónvarpinu, að Bjarni
hafi beðið um útskrift af fyrr-
nefnda þættinum og fengið.
Jón Baldvin var jafnframt
spurður að því hverju það sætti
að kjallaragrein sú, sem birtist í
DV um utanríkismál, var ekki
samhljóða grein þeirri sem birt-
ist í Morgunblaðinu og norræn-
um blaðamönnum var afhent á
blaðamannafundi, en Jón Bald-
vin hafði greint frá því að um
sömu grein væri að ræða: „Það er
einfalt mál að útskýra. Ég skrif-
aði greinina á mánudegi og átti
til í fórum mínum eitt ljósrit af
henni. Áður en ég skilaði henni
til DV, þá gerði ég eins og ég geri
ævinlega. Eg lagfærði ýmislegt,
setti inn millifyrirsagnir og
breytti orðalagi á stöku stað, auk
þess sem ég bætti við og felldi
niður. Þegar hins vegar var um
það að ræða að ég afhenti skand-
inavískum blaðamönnum grein-
ina, þá átti ég ekkert afrit af
þessari leiðréttu grein, þannig að
ég lét einfaldlega ljósrita hand-
ritið eins og það lá fyrir og
dreifði því óleiðréttu."
Yfir
100
mismunandi geröir af verulega
legum blómum sem sannarlega
þess viröi aö fólk gefi sér tíma til
skoða. Veðriö hefur veriö gott að undan-
förnu en helgarveröið okkar er enn betra.
fal-
eru
að
- - Heimilisfriöur kr. 90
EE Hedera kr. 90
R3 Ceneraria kr. 140
Heimilisvöndur kr. 140
Allir vita að úrvalið af afskornum
blómum er hvergi meira en hjá
okkur.
VIÐ MIKLATORG
Verið ávallt velkomin
-HIXJMtVMXIIH
Hafnarstræti 3.