Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 19 Sigurlið MR með farandbikar, sem gefinn er af JC-hreyfingunni á Is- landi. Lengst til vinstri er Jóhann Fríðgeir Haraldsson, sem kosinn var ræðumaður kvöldsins, þá Hlynur Níels Grímsson, Kristján Hrafnsson og loks liðstjórinn, Agnar Hansson. Það var mikið hrópað og klappað í Háskólabíói þegar mælskusnillingar MR og MK leiddu saman hesta sína: Ljósm.Mbl./Bjanii Mælskukeppni framhaldsskólanna: Rök mælskusnillinga MR gegn einokun tryggðu þeim sigur. „MÆLSKAN er móðir allra lista“ var yfirskríft úrslitakeppni f mælskulist meðal framhaldsskóla á landinu, en keppni þessi var háð f Háskólabfói á miðvikudagskvöld. Ræðumenn Menntaskólans f Reykjavik sigruðu þá lið Mennta- skólans í Kópavogi og fylgdust 1500 áhorfendur spenntir með. Einkunnarorð keppninnar eru fengin frá Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands, en hún var heiðursgestur kvöldsins. Um- ræðuefnið var tillaga um að öll einokun innan fslenska lýðveld- isins yrði afnumin. Að sögn Kristins Jóhannessonar og Þórs Jónssonar, sem sæti eiga i fram- kvæmdanefnd keppninnar, tóku 19 framhaldsskólar þátt i keppn- inni af þeim 20 sem útskrifa stúdenta á landinu, en mennt- skælingar við Laugarvatn sáu sér ekki fært að vera með. Hver skóli lagði í upphafi fram 3 um- ræðuefni og var dregið um þau i undanúrslitakeppni. Mennta- skólinn í Reykjavík mætti Fjöl- brautaskólunum á Sauðárkróki og við Ármúla, ásamt Samvinnuskólanum f undanúr- slitum. Þegar úrslit keppninnar voru ljós var einnig tilkynnt um val á ræðumanni kvöldsins, en það var Jóhann Friðgeir Haraldssson, sem keppti fyrir hönd MR Hann hlaut 545 stig af 600 mögulegum og hefur enginn hlotið jafnmörg stig i keppninni. „Ég er auðvitað ánægður með titilinn, enda hef ég ekki unnið til slíkrar viðurkenningar á mælskufundum áður,“ sagði Jó- hann Friðgeir, þegar blm. átti við hann stutt spjall i gær. „Fyrstu kynni mín af slíkri keppni var sl. haust, en þá tók ég þátt i keppni bekkjardeilda i MR“. Jóhann Friðgeir sagði, að hans lið hefði mælt gegn einokun í úr- slitakeppninni. „Við gerðum samanburð á einokun nú og á tfmum einokunarverslunar Dana hér á landi,“ sagði hann. „Það var reynt að höfða til þjóð- arstolts íslendinga, en við fjöll- uðum mjög almennt um efnið, líkt og andstæðingar okkar. Þó var fjallað nokkuð um ýmis fyfirtæki, t.d. Ríkisútvarpið og Grænmetisverslunina." Ekki kvaðst Jóhann Friðgeir ætla að leggja fyrir sig starf í framtíðinni þar sem reyndi sér- staklega á mælskulist, þrátt fyrir ágætan árangur. „Ég lýk stúdentsprófi f vor og fer kannski i nám i arkitektúr," sagði hann. Lið Menntaskólans i Reykja- vik hlaut 1488 stig i keppninni, en andstæðingar þeirra 1413 stig. Jóhann Friðgeir sagði, að erfiðasti mótherjinn hefði að hans mati verið Samvinnuskól- inn. nu áður rarís 28 690 4o 342 39.279.- 57*990-- Róm 39*3oi.- 58.594.- Annafargjald Amarflugs styttri og ódýrari ferðir fyrir víðförla viðskiptamenn Hið nýja ANNAFARGJALD Arnarflugs gerir farþegum kleift að fara í stuttar ferðir til fjöl- margra staða í Evrópu og víðar á verulega lægra verði en áður. Arnarflug hefur aðalumboð fyrir hollenska flugfélagið KLM á íslandi og getur því selt far - þegum framhaldsfarseðla út um allan heim frá Amsterdam. Meö því að tengja slíka farseðla Staður Nú Áður Sparnaður Frankfurt 28.312 39.552 11.240 (28%) Genf 32.522 42.804 10.282 (24%) Vín 36.948 49.878 12.930 (26%) Róm 39.301 58.594 19.293 (33%) París 28.690 40.342 11.652 (29%) Madrid 39.279 57.990 18.711 (32%) ANIMAFARGJALDINU er t.d. unnt að ferðast til neðan- greindra staða í miðrl viku og spara verulegar fjárhæð- ir. Þetta eru aðeins örfá dæmi af Qölmörgum. Hafið samband við söluskrifstofur Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar og leitið nán- ari upplýsinga. ARNÁRFLUG Lágmúla 7, sími 84477.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.