Morgunblaðið - 09.03.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 09.03.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 19 Sigurlið MR með farandbikar, sem gefinn er af JC-hreyfingunni á Is- landi. Lengst til vinstri er Jóhann Fríðgeir Haraldsson, sem kosinn var ræðumaður kvöldsins, þá Hlynur Níels Grímsson, Kristján Hrafnsson og loks liðstjórinn, Agnar Hansson. Það var mikið hrópað og klappað í Háskólabíói þegar mælskusnillingar MR og MK leiddu saman hesta sína: Ljósm.Mbl./Bjanii Mælskukeppni framhaldsskólanna: Rök mælskusnillinga MR gegn einokun tryggðu þeim sigur. „MÆLSKAN er móðir allra lista“ var yfirskríft úrslitakeppni f mælskulist meðal framhaldsskóla á landinu, en keppni þessi var háð f Háskólabfói á miðvikudagskvöld. Ræðumenn Menntaskólans f Reykjavik sigruðu þá lið Mennta- skólans í Kópavogi og fylgdust 1500 áhorfendur spenntir með. Einkunnarorð keppninnar eru fengin frá Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands, en hún var heiðursgestur kvöldsins. Um- ræðuefnið var tillaga um að öll einokun innan fslenska lýðveld- isins yrði afnumin. Að sögn Kristins Jóhannessonar og Þórs Jónssonar, sem sæti eiga i fram- kvæmdanefnd keppninnar, tóku 19 framhaldsskólar þátt i keppn- inni af þeim 20 sem útskrifa stúdenta á landinu, en mennt- skælingar við Laugarvatn sáu sér ekki fært að vera með. Hver skóli lagði í upphafi fram 3 um- ræðuefni og var dregið um þau i undanúrslitakeppni. Mennta- skólinn í Reykjavík mætti Fjöl- brautaskólunum á Sauðárkróki og við Ármúla, ásamt Samvinnuskólanum f undanúr- slitum. Þegar úrslit keppninnar voru ljós var einnig tilkynnt um val á ræðumanni kvöldsins, en það var Jóhann Friðgeir Haraldssson, sem keppti fyrir hönd MR Hann hlaut 545 stig af 600 mögulegum og hefur enginn hlotið jafnmörg stig i keppninni. „Ég er auðvitað ánægður með titilinn, enda hef ég ekki unnið til slíkrar viðurkenningar á mælskufundum áður,“ sagði Jó- hann Friðgeir, þegar blm. átti við hann stutt spjall i gær. „Fyrstu kynni mín af slíkri keppni var sl. haust, en þá tók ég þátt i keppni bekkjardeilda i MR“. Jóhann Friðgeir sagði, að hans lið hefði mælt gegn einokun í úr- slitakeppninni. „Við gerðum samanburð á einokun nú og á tfmum einokunarverslunar Dana hér á landi,“ sagði hann. „Það var reynt að höfða til þjóð- arstolts íslendinga, en við fjöll- uðum mjög almennt um efnið, líkt og andstæðingar okkar. Þó var fjallað nokkuð um ýmis fyfirtæki, t.d. Ríkisútvarpið og Grænmetisverslunina." Ekki kvaðst Jóhann Friðgeir ætla að leggja fyrir sig starf í framtíðinni þar sem reyndi sér- staklega á mælskulist, þrátt fyrir ágætan árangur. „Ég lýk stúdentsprófi f vor og fer kannski i nám i arkitektúr," sagði hann. Lið Menntaskólans i Reykja- vik hlaut 1488 stig i keppninni, en andstæðingar þeirra 1413 stig. Jóhann Friðgeir sagði, að erfiðasti mótherjinn hefði að hans mati verið Samvinnuskól- inn. nu áður rarís 28 690 4o 342 39.279.- 57*990-- Róm 39*3oi.- 58.594.- Annafargjald Amarflugs styttri og ódýrari ferðir fyrir víðförla viðskiptamenn Hið nýja ANNAFARGJALD Arnarflugs gerir farþegum kleift að fara í stuttar ferðir til fjöl- margra staða í Evrópu og víðar á verulega lægra verði en áður. Arnarflug hefur aðalumboð fyrir hollenska flugfélagið KLM á íslandi og getur því selt far - þegum framhaldsfarseðla út um allan heim frá Amsterdam. Meö því að tengja slíka farseðla Staður Nú Áður Sparnaður Frankfurt 28.312 39.552 11.240 (28%) Genf 32.522 42.804 10.282 (24%) Vín 36.948 49.878 12.930 (26%) Róm 39.301 58.594 19.293 (33%) París 28.690 40.342 11.652 (29%) Madrid 39.279 57.990 18.711 (32%) ANIMAFARGJALDINU er t.d. unnt að ferðast til neðan- greindra staða í miðrl viku og spara verulegar fjárhæð- ir. Þetta eru aðeins örfá dæmi af Qölmörgum. Hafið samband við söluskrifstofur Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar og leitið nán- ari upplýsinga. ARNÁRFLUG Lágmúla 7, sími 84477.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.