Morgunblaðið - 09.03.1985, Síða 56

Morgunblaðið - 09.03.1985, Síða 56
TIL DAGLEGRA NOTA aþcd 9.00-QZ.CC LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Sovétmenn reyna að stöðva Tarkowskí-kvikmyndahátíð MorKunbladið/OI.K.Mag. Hvalur og selur á borðum í Hval 9 Kristján Luftsson, forstjóri Hvals hf., bauó í gærkvöldi Grænlendingum og Kæreyingum, sem komu til íslands vegna NorðurlandaráAsþingsins, til veizlu um borA í Hval 9 sem liggur viA /KgisgarA. A borAum var íslenskur þorramatur, þar á meAal hvalur og aA auki selspik, verkaA á grænlenzka vísu. AA loknu borAhaldi tók Jonathan Motzfeld, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, fram harmonikku og hóf að leika fyrir veislugesti, svo undir tók í öllu skipinu. Á myndinni eru nokkrir gestanna ásamt gestgjafanum: f.v. Emil Avelson, Alibah Steenholdt, Jonathan Motzfeld, (iunhild Ipsen, Kristján Loftsson og Lars Anders. texta og búið væri að greiða fyrir hann. Myndirnar verða hér að- eins í stuttan tíma eða þá viku sem hátíðin stendur yfir. „Við látum Rússana ekki hræða okkur hætishót, enda telj- um við okkur í fullum rétti. Öll- um undirbúningi undir hátíðina er lokið, dagskrá er frágengin og boðskort hafa verið send út. Kvikmyndahátíðin hefst því stundvíslega í dag klukkan 17.00 í Háskólabíó, eins og til stóð. Ekkert nema fógetavald fær breytt því,“ sagði Jón Óttar. Jón Ottar sagði að Tarkowsky- nefndin hefði í gær gert utanrík- isráðherra, Geir Hallgrímssyni, grein fyrir málinu og hefði hann hvatt nefndina til að halda ótrauð sínu striki. Við opnunina í dag verður frumsýning á íslandi á fyrstu mynd höfundar, Bernsku Ivans. Opnunin og hátíðin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. SOVÉSKA sendiráðið á íslandi hefur krafist þess að hætt verði við kvikmyndahátíð, sem heiguð er hinum heimsfræga, landflótta, sovéska kvikmyndahöfundi, Andrei Tarkowsky, og hefjast á í dag í Háskólabíó. Segir sendiráðið að sovéska ríkið eigi sýningarétt á öllum kvikmyndum Tarkowskys, sem hann hefur gert í Sovétríkjunum og hótar málsókn verði ekki þegar í stað hætt við sýningu myndanna. „Það er vitað að Rússar hafa reynt að leggja nokkra steina í götu Tarkowskys og gera honum erfitt fyrir með ýmsum hætti. Þeir hafa til dæmis neitað þrem- ur börnum þeirra hjóna um brottfararleyfi frá Sovétríkjun- um,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson i samtali við Morgunblaðið, en hann á sæti í Tarkowsky-nefnd- inni, sem stendur fyrir kvik- myndahátíðinni. Sams konar nefndir starfa einnig í öðrum löndum. Tarkowsky er væntan- legur hingað til lands á föstudag- inn, kemur í tilefni kvikmynda- hátíðarinnar og mun dveljast hér á landi yfir helgina. Fyrirhugað er að sýna allar þær kvikmyndir, sem Tarkowsky hefur gert í fullri lengd á kvik- myndahátíðinni, en þær eru sex að tölu. Þar af gerði hann fimm í Sovétríkjunum áður en hann gerðist landflótta ásamt konu sinni árið 1982, en sjöttu kvik- myndina og þá nýjustu gerði hann á Ítalíu. „Það er einkennandi fyrir þetta mál að Sovétmenn segjast eiga sýningarétt á myndunum, en gefa okkur samt engan kost á því að kaupa hann. Það er því augljóst mál að þeir vilja þessa hátíð feiga og styrkir það mig í þeirri trú að þetta sé pólitísk ákvörðun," sagði Jón Óttar ennfremur. Jón sagði að Hákólabíó hefði með góðum fyrirvara tryggt sér sýningarétt að fjórum myndanna sem Tarkowsky gerði í Sovétríkj- unum og Regnboginn að einni. Skreiðin að seljast? NOKKKIR aðilar hér á landi hafa nú gert samning um umboðs- og útflutningslaun fyrir skreið lil Nígeríu að verðmæti 60 milljónir dollara (2,4 milljarða króna). Inn- flutningsleyfi lágu ekki fyrir í gærkvöldi, en þeirra var vænzt fyrir helgina. Verði að því, að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fáist fyrir skreiðina, verður um að ræða allt það magn, sem til er af henni í landinu. Fyrirhugað að innflutningsleyfin verið tvö, annaö fyrir skreið að verðma’ti 42.5 milljónir dollara, hitt upp á 17.5 milljónir dollara. Sölutilraun þessi er hvorki gerð að frumkvæði Skreiðar- samlagsins né Skreiðardeildar Sambandsins, en sumir þeirra, sem að henni standa, haf;i selt skreið sína í gegnum þessa að- ila. Tarkowskí Sýningarétturinn væri fenginn frá dönskum dreifingaraðila, enda myndirnar með dönskum Idnaöarbanki íslands: Kr. 100.000,. Gefur út skuldabréf S á frjálsum markaði H’>' VDAKHANKI íslands hf. hefur gefið út flokk verötryggðra skuldabréfa, r, .ölu á frjálsum markaAi. Ilvert skuldabréf er aA verAgildi 100 þúsund kr ,nur og nemur útboAiA 50 milljónum króna alls á nafnverAi. Skuldahréfin etu til 10 ára, með árlegum afborgunum, 2%ársvöxtum og verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Kaunvextir bréfanna ráAast hins vegar af framboAi og • ftirspurn á markaAnum, líklega á bilinu 10—12% samkvæmt því sem kemur fram í frélt lAnaAarbankans um þetta efni. I frétt hankans um ástteður þessa útlioðs á skuldabréfum segir að armars vegar sé það sú stað- reynd að meðal viðskiptamanna liankans séu flestir umsvifameslu !,\ ggingaverktakar íbúðarhús- naðis i landinu, en á fasteigna- markaðnum sé nú afar brýn þörf fyrir lengingu lánstíma og hækk- að lánshlutfall. Telur bankinn að hin háa ávöxtunarkrafa sem nú þekkist í viðskiptum með skulda- bréf á hendur kaupendum fast- eigna, eigi rætur aö rekja til óvissu um greiðslugetu skuldar- ans, og vonast bankinn til þess að með milligöngu sinni ýti hann undir þróun, sem komi kaupend- um íbúðarhúsnæðis til góða. Hins vegar tilgreinir bankinn þá ástæðu að nýlega hafi íslenskt stórfyrirtæki staðið að skulda- bréfaútboði á innlendum markaði. Þetta telur bankinn að hafi verið tímabær nýjung, til þess fallin að efla samkeppni á markaði, sem ríkissjóður hafi hingað til setið einn að. Hins vegar sé nauðsynlegt að smærri fvrirtæki njóti jafn- ræðis á við þau stærstu með að- gang að skuldabréfamarkaði og því sé milliganga Iðnaðarbankans í boði. Verðbréfamarkaður Fjárfest- ingarfélags íslands hf. og Kaup- þing hf. munu annast sölu skulda- bréfanna. VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. MorKunblaðHVGuðfínnur Nýrekinn þorskur í fjörunni við ísólfsskála. 40 til 50 stórþorska rak á land Grindavík, 8. mars. Á FLÓÐINU í dag bættist ísólfí Guðmundssyni og Hertu Guð- mundsson, sem búa að fsólfs- skáL, austan við Grindavík, björg í bú. Rekið haföi 40 til 50 stór- þorska og ufsa á fjörur neðan við lsólfsskála. Auðséð var að fískur- inn hafði rotast í briminu, en var alveg nýr. Þau hjónin báru aflann upp, gerðu að honum og söltuðu hann. Er fréttaritari kom þar að, var aðgerð lokið og fsólfur við gegningar. Frú Herta var hins vegar að sjóða lifur og hrogn fyrir búfénaðinn. f fjör- unni fann fréttaritari einn þersk, nýrekinn. Guðfínnur 68 % hækkun ábyrgð- artrygginga: Meðaliðgjald bifreiða hækkar um 4.000 krónur í GÆR var ákveðið að iðgjöld ábyrgðartrygginga bifreiða hækki um 68% frá gjalddaga sem var 1. þ.m. Bifreiðatryggingafélögin höfðu lagt fram beiðni um 78,4% hækkun en að lokinni athugun Tryggingaeft- irlitsins, sem taldi að nokkur atriði í forsendum félaganna þyrfti að at- huga nánar, tilkynntu tryggingafé- lögin 68% hækkun iðgjaldanna í gær og gerði Tryggingaeftirlitið ekki at- hugasemdir við þá hækkun. Bruno Hjaltested, formaður samstarfsnefndar bifreiðatrygg- ingafélaganna, sagði að lækkun félaganna frá því sem þau upp- haflega töldu sig þurfa fælist í því að tryggingafélögin væru með mismunandi háar slysakröfur á sér og hefði verið reynt að skera hækkunina eins mikið niður og frekast hefði verið unnt. Sagði hann að bifreiðatryggingafélögin hefðu verið rekin með miklu tapi á sl. ári. Iðgjöldin voru þá hækkuð um 10% sem reyndist vera allt of lítið miðað við verðbólguþróun og kostnað við tjón og slys. Á síðasta iðgjaldatímabili mun meðaliðgjald fólksbifreiða hafa verið nálægt 6.000 kr. með sölu- skatti. Iðgjaldið hækkar nú um rúmar 4.000 kr. og verður meðalið- gjaldið því á nýbyrjuðu iðgjalda- ári rúmar 10.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.