Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 33 þeir geta grafið undan efnahagn- um. Auk þeirra 8.000 óbreyttra borgara sem þessir málaliðar hafa drepið á þremur árum, var efna- hagslegt tjón af þeirra völdum, t.d. á árinu 1983, 128 milljónir dollara, meira en 5 milljarðar ísl. króna i þessu fátæka landi. Skemmdirnar spanna allt frá skemmdum af tundurduflunum, sem CIA hjálpaði þeim að leggja í hafnir landsins yfir í dagheimili og heilsugæslustöðvar. Þetta hef- ur neytt stjórnina í Managua til að eyða meira en fjórðungi fjár- laga í uppbyggingu hervarna. Fyrirmyndir Sveins í upphafi greinar Sveins er sagt að í M-Ameríku hafi átt sér stað á síðustu árum merkileg þróun í átt til aukins stöðugleika og lýðræð- islegri stjórnarhátta. 4 lönd eru nefnd sem dæmi um þetta. Nefnt er lýðræðið í bandarísku leppríkj- unum Honduras og Costa Rica. Væri nú fróðlegt ef Sveinn mundi útlista fyrir okkur hinum hvernig þetta lýðræði sé, og hvort það sé fyrirmynd þess lýðræðis sem hann vill fá í Nicaragua. Og dæmin halda áfram í svörtu letri: „Með breyttri og hófsamari stefnu hefur tekist að einangra vinstrisinnaða öfgamenn í Guatemala." Sérhver er nú hófsemin. Hinn 24. febrúar segir í Mogganum frá daglegu lífi í Guatemala: Sendiherra vestræns ríkis segir að búið sé að breyta um baráttuaðferð, fórnardýrin valin af meiri kostgæfni en áður og vinnubrögðin „snyrtilegri". Og áfram segir Mogginn frá al- mannarómnum í Guatemala: Ef þú talar of hátt á veitingastað áttu á hættu að verða drepinn. Ef þú talar of lágt verðurðu örugg- lega drepinn. Og svo er síðasta dæmi SS um stöðugleikann og lýð- ræðið í E1 Salvador: í E1 Salvador stefnir ekki i bili i þá allsherjar- styrjöld sem útlit var fyrir. í íhaldsblaðinu Economist segir 19. janúar að í E1 Salvador hafi 2.500 verið drepnir utan bardaga árið 1984, myrtir af öryggissveit- um stjórnarinnar og dauðasveit- um í tengslum við þær, 200 á mán- uði. Já, hvílíkur stöðugleiki, hví- líkt lýðræði. í „Jane‘s Defence Weekly", sem íhaldsmenn kalla virt herfræðitímarit, stendur 26. janúar sl. að þrátt fyrir 724 millj- óna dollara bandaríska aðstoð 1984 (30 milljarða króna, 20% af þjóðarframleiðslu E1 Salvador) og þrátt fyrir að í her E1 Salvador hafi fjölgað úr 6.900, 1980 í 43.000 núna, þá sé enn allt frumkvæði í höndum skæruliðanna. I enda sömu greinar segir að flugherinn, sem sé mikilvægasti þátturinn í hernaðarstuðningi Bandaríkj- anna, hafi 1983 farið í 338 sprengjuleiðangra, einn á dag. Ekki sýnist mér þetta nú benda til að það sé að draga úr styrjöldinni þarna. í baráttunni milli góðs og ills Með þessari grein og með ein- hliða fréttaflutningi í svipuðum dúr tekur Morgunblaðið, meðvitað eða ómeðvitað þátt í þessu stríði, gegn lýðræði, gegn frelsi, gegn jafnrétti. Og ég spyr í saklausri einfeldni minni, er enginn lengur meðal íhaldsmanna sem aðhyllist frelsi og lýðræði? Engin manneskja getur vikið sér undan að taka afstöðu í þvi sem þarna á sér stað. Átökin standa um hvort fólkið i Nicar- agua eigi að fá að lifa sinu eigin lifi. Afstaða fólks hér á landi og um allan heim hefur úrslitaþýðingu i því hvort Bandaríkin auka hern- aðaríhlutun sina i Nicaragua eða draga úr henni aftur. íslenskum stjórnvöldum ber skylda til að styðja fólkið í Nicar- agua, pólitiskt og fjárhagslega, í baráttu sinni fyrir frel&i, lýðræði og jafnrétti, ber skylda til að hlúa að vöggu lýðræðis Rómönsku Am- eríku. 4. febrúar 1985. Ragnar Stefánssoa er jardskjálfta- fræðingur og starfar m.a. í El Salrador-nefadinni. Athugasemd blaðamanns Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, hefur ýmislegt að athuga við grein, sem undirritaður skrifaði um þróun mála ( Nicaragua, og hef- ur um það stór orð. Það er mér alveg að meinalausu en vegna þess, að skoðanir okkar á framvindunni í landinu eru dálítið ólíkar, þykir mér rétt að svara honum í nokkru. Ragn- ar bendir réttilega á, að meginefnið hafi verið sótt í Economist, það var handvömm að láta þess ekki getið þétt að stuðst hafi verið Observer Iflta. Byltingin i Nicaragua er um margt hliðstæð byltingunni á Kúbu. í báðum löndum var spilltri einræðisstjórn steypt af stóli og miklar vonir bundnar við, að lýð- ræðislegir stjórnarhættir yrðu teknir upp. Öllum er kunnugt um hver þróunin varð á Kúbu. Þar er alræði eins flokks, kommúnista- flokksins, ekkert lýðræði og frjáls samtök fólks bönnuð. Gott dæmi um það er, að i fyrra voru fimm verkamenn dæmdir til dauða fyrir að hafa gengist fyrir stofnun óháðra verkalýðsfélaga. Var þeim dómi raunar siðar breytt i langa fangavist vegna utanaðkomandi þrýstings. Efnahagslega væru Kú- bumenn gjaldþrota ef ekki kæmu til stórkostlegar meðgjafir frá Sovétríkjunum. Það er því ekki að undra þótt menn hafi nokkrar áhyggjur af framvindu mála i Nicaragua og ekki sist fyrir þá sök, að landinu ráða marxistar, sem sækja fyrir- mynd sina til Kúbu og annarra kommúnistarikja. Um það er held- ur ekki eitt einasta dæmi, að kommúnistar hafi beitt sér fyrir lýðræði þar sem þeir eru komnir til valda, hvað þá afsalað sér völd- unum. Ragnar St. segir, að ástseð- an fyrir „óhróðursherferðinni”, sem hann kallar svo, sé sú, að Bandaríkin óttist það aðdráttar- afl, sem skoðana- og ritfrelsið í landinu hafi fyrir fólk í öðrum ríkjum á þessum slóðum. Vitnar hann líka í orð Daniels Ortega um að fjölflokkalýðræði eigi að þróast í landinu, sem birtust í því víð- lesna stjórnarandstöðublaði La Prensa. Það er rétt hjá Ragnari, að La Prensa er víðlesið, a.m.k. það sem í því stendur, því að það er nefni- lega ritskoðað daglega af embætt- ismönnum sandinista. Algengt er, að heilu eða hálfu síðurnar séu auðar af þessum sökum og oft hef- ur blaðið ekki komist út vegna þess, að ritskoðararnir hafa ekki skilað efninu í tíma. Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum, að einn af ritstjórum blaðsins væri sestur að í Costa Rica og ætl- aði ekki að snúa heim fyrr en rit- skoðuninni hefði verið aflétt. Þeg- ar Ragnar Stefánsson og skoðana- bræður hans tala um lýðræði og frelsi leggja þeir dálítið annan skilning i það en venjulegast er. Ragnar getur kallað ritskoðunina ritfrelsi en ólíklegt þykir mér, að hún hafi mikið aðdráttarafl fyrir aðra. Ragnar gerir efnahagsmálin að umræðuefni og nefnir nokkur dæmi um aukna framleiðslu. Flestar fréttir frá Nicaragua segja hins vegar frá efnahagslegu öng- þveiti, mikilli verðbólgu og vöru- skorti. Fyrir skömmu sagði Ortega, að efnahagsástandið væri „djöfullegt" og greindi frá því, að gengi gjaldmiðilsins hefði verið fellt um 78%. Jafnframt var skýrt frá herferð á hendur smákaup- mönnum, sem sakaðir voru um spákaupmennsku. Ástæðurnar eru að sjálfsögðu margvíslegar en þó aðallega þau gífurlegu útgjöld, sem fara til hersins, 40—50% af þjóðarútgjöldum. Réttlætinguna vantar ekki, yfirvofandi innrás Bandaríkjamanna á nokkurra mánaða fresti, en sannleikurinn er sá að strax með byltingunni komu sandinistar sér upp öflugasta her í Mið-Ameríku og hófu gifurleg vopnakaup frá kommúnistaríkj- unum. Ragnar segist hafa spurst víða fyrir og ekki fengið neinar upplýs- ingar um annað en eðlilega fram- kvæmd kosninganna í Nicaragua. Af öðru fóru þó fréttir á sínum tíma og varð það m.a. til þess, að ýmsir flokkar hættu við að taka þátt I þeim. Af því birtust líka myndir í fjölmiðlum þegar sandin- istar gerðu aðsúg að fulltrúum á þingi Ihaldsflokksins og ef ég man rétt einnig í fréttatíma íslenska sjónvarpsins. Um þetta væri hægt að hafa langt mál, sem ekki gefst tækifæri til hér, og um fjölda póli- tískra fanga í landinu og fram- komu stjórnvalda við miskító- indíána, sem skipulega hafa verið fluttir burt úr heimkynnum sínum vegna andstöðu sinnar við sandin- ista. Ragnar spyr að lokum í for- undran hvort enginn íhaldsmaður fyrirfinnist lengur sem aðhyllist frelsi og lýðræði. í augum Ragn- ars og sálufélaga hans eru allir íhaldsmenn, sem ekki játast kommúnismanum skilyrðislaust, og ætla ég að vona, að sem fæstir aðhyllist frelsi og lýðræði í skiln- ingi kommúnista. Af þessu tilefni og til frekari skilnings á frelsis- Myntsafnarafélag íslands heldur fund í dag, 9. mars, í Templarahöll- inni. Þar mun Pétur Thorsteinsson sendiherra flytja eríndi um afa sinn Pétur J. Thorsteinsson á Bfldudal. Hann lét slá peninga, svonefnda Bfldudalshlunka og verða þeir til sýnis á fundinum. í síðasta tölublaði Myntar, sem er blað Myntsafnarafélags ís- lands, getur Ragnar Borg þess að árið 1979 hafi félagið keypt 390 peninga sem ólympíunefndin lét slá 1972 og 13 peninga ólymp- íunefndar frá 1976 og voru þeir hugmyndum Ragnars get ég ekki stillt mig um að vitna í grein, sem Ragnar skrifaði í Þjóðviljann snemma í febrúar um afstöðu sina til hörmunganna í Afganistan. „í Afganistan er myndin ekki svona skýr. Uppreisnin i Afganist- an gegn Kabúlstjórninni var upp- reisn lénsks klerkveldis gegn framförum, gegn þvi að konur lærðu að lesa svo eitt lýsandi dæmi sé nefnt“ „Lestrarkennsla" Sovétmanna og leppa þeirra i Kabúl hefur nú að margra mati kostað allt að milljón mannslif, tugþúsundir búa við ævilöng örkuml og 4—5 millj- ónir manna hafa flúið land sitt. Nú mætti ætla, að þessi ósköp hrærðu Ragnar til meðaumkunar með hlutskipti afgönsku þjóðar- innar en þau hrökkva ekki til. Sið- ar i sömu grein segir hann: „Ætti ég krafta aflögu frá því alþjóðlega stuðningsstarfi, sem ég tek þátt i nú og tel mikilvægast, mundi ég fremur beina þeim til stuðnings uppbyggingunni i Viet- nam heldur en til Afganistan." Þessar tilvitnanir eru nauðsyn- legar til að skilja hvað Ragnar á við með frelsi og lýðræði. Hans hugsjón er „frelsið og lýðræðið* á Kúbu og i Vietnam og hann bindur greinilega vonir við, að sama verði upp á teningnum i Nicaragua. Sveinn Sigurdeson bræddir. Þessir peningar voru úr sterlingsilfri og vógu samtals 11 kiló. Ragnar Borg var inntur eftir þvi hvers vegna peningarnir voru bræddir. Hann sagði að það hafi verið gert í þeim tilgangi að slá minnispening Myntsafnarafélags- ins í tilefni af 10 ára afmæli fé- lagsins 1979. Slegnir voru 150 pen- ingar hjá Isspori i Kópavogi eftir teikningu Sveins ólafssonar myndskera. Að sögn Ragnars eru enn til nokkrir peningar hjá Myntsafnarafélaginu. Við erum í Grófinni W Tryggvagötu 22 Fundur Myntsafnarafélags íslands í dag: Erindi um Pétur J. Thorsteins- son og Bfldudalshlunkana RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA VEITA YLINN. OFNASMÐJA NORÐURLANDS FUNAHÖFÐA 17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA SÍMI82477 - 82980 -110 REYKJAVÍI^A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.