Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ1985
3
Morgunblaftið/Árni Sæberg
Hæstánægðir aðstandendur Hvítra máva við komuna til landsins í gær,
en 6 manns hafa dvalið í Svíþjóð undanfarnar vikur og unnið þar við
lokafrágang á myndinni. F.v. Jakob Magnússon, Valgeir Guðjónsson og
Júlíus Agnarsson.
Frumsýning á
Hvítum mávum
á Seyðisfirði
„OKKUR sýnist myndin ekki ætla
að verða verri en til stóð. Með öðr-
um orðum, við erum mjög ánægðir
með hana,“ sagði Valgeir Guð-
jónsson í gær, þegar aðstandendur
kvikmvndarinnar Hvítir mávar,
komu frá Svíþjóð með filmurnar
tilbúnar í farteskinu. Frumsýning
á þeim verður síðan á Seyðisfirði í
kvöld.
Kvikmyndin verður frumsýnd
í Reykjavík á morgun í Háskóla-
bíói og sýningum síðan fram-
haldið þar og í Bíóhöllinni. Með
því að frumsýna myndina á
Seyðisfirði, vilja aðstandendum
myndarinnar og kvikmyndafyr-
irtækisins Skínanda, sýna Seyð-
firðingum þakklæti sitt fyrir
veittan stuðning og afnot af
bænum á liðnu hausti, þegar
kvikmyndatökur fóru þar fram.
Aðalleikarar í myndinni eru
Ragnhildur Gísladóttir, Egill
Ólafsson og Tinna Gunnlaugs-
dóttir. Leikstjóri er Jakob Magn-
ússon og aðstoðarleikstjóri Val-
geir Guðjónsson, en kvikmynda-
tökumaður Karl Óskarsson.
Morgunblaöiö/Árni Sæberg
Framhaldsskólakennarar fjölmenntu á þingpalla í gær og fylgdust með
umræðunum.
Kennaradeilan:
Fjarvistir hafa ekki
áhrif á störf Kjaradóms
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra sagði efnislega í Sam-
einuðu þingi í gær, að ríkisstjórnin
hefði gert allt sem í hennar valdi
stæði til að leysa kennaradeiluna,
sem bitnaði fyrst og fremst á nem-
endum. Endurmat á störfum kenn-
ara, sem menntamálaráðuneytið
stóð að, og stefnumarkandi yfirlýs-
ing ríkisstjórnarinnar, varðandi
sömu laun fyrir sömu menntun og
störf innan og utan ríkisgeirans, beri
þessu vitni.
Fjarvistir kennara hafi og að
hennar mati engin áhrif á verk-
hraða né niðurstöður Kjaradóms,
sem málinu hafi verið skotið til,
lögum samkvæmt. Kvaðst ráð-
herrann því vona að sem flestir
kennarar kæmu aftur til vinnu nú
og virtu lögstudda framlengingu
uppsagnarfests, kennsluskyldur
og námsrétt nemenda.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra kvað meginatriði
deilunnar ekki standa um leiðrétt-
ingu á launum kennara, til sam-
ræmis við almennan vinnumark-
að, heldur hvernig beri að meta
þennan mun.
Sjá nánari frásögn á þingsíðu
Morgunblaðsins, bls.32, sem og
umfjöllun í forystugrein á mið-
opnu.
Minnkandi
norðanátt
á morgun
Á MORGUN, laugardag, er gert
ráð fyrir minnkandi norðanátt
með éljum sums staðar á norðan-
verðu landinu.
Á sunnudag léttir til á Norð-
ur- og Austurlandi. Á Suður-
og Vesturlandi þykknar upp
með sunnan kalda þegar líða
tekur á daginn.
Hiti verður rétt undir
frostmarki á laugardag, en rétt
yfir frostmarki á sunnudag,
nema austast á landinu, þar er
búist við vægu frosti.
Þokkalegur loðnuafli
ÞOKKALEGUR loðnuafli
var síðastliðinn þriðjudag, en
þá veiddu 17 bátar samtals
9.960 lestir. Síðdegis í gær
höfðu tvö skip tilkynnt um
afla, samtals 1.620 lestir. Afl-
ann fengu skipin öll við Eyjar
nema Bjarni Ólafsson, sem
var út af Jökli.
Á þriðjudag tilkynntu eftir-
talin skip um afla: Skarðsvík
SH, 580, Þórshamar GK, 600,
Harpa RE, 250, Bergur VE, 500,
Víkurberg GK, 550, Sjávarborg
GK, 720, Súlan EA, 750, Sig-
hvatur Bjarnason VE, 630,
Heimaey VE, 430, Sæberg SU,
600, Helga II RE, 530, ísleifur
VE, 700, Jón Kjartansson SU,
1.000, Huginn VE, 420, Erling
KE, 300, Gígja RE, 600, og Höfr-
ungur AK 800 lestir. Síðdegis í
gær höfðu Bjarni Ólafsson AK,
1.100 iestir, og Keflvíkingur KE,
520, tilkynnt um afla.
Iðnaðarbankinn
-nútima bankí